Þeir ofurlágu vextir, sem tíðkast hafa síðan dot.com kreppan kom og fór, tel ég vera undirrót heimskreppunnar sem skall á um mitt ár 2007!

Ég held að hinn eiginlega orsök heimskreppunnar hinnar seinni, sé þetta hrikalega lágvaxtatímabil, sem ríkt hefur síðan "dot.com" bólan svokallaða. Þegar Alan Greenspan er sagður hafa bjargað heiminum frá stórri kreppu.

Vandi við últra lága vexti, og þetta er gömul hagfræði líka, er að þeir hvetja til skuldsetningar - fyrirtækja sem og einstaklinga, en einnig þ.s. kallað er "speculative finance". Þ.e. einmitt "speculativ finance" sem er bjó til stærstu höfuðverkina.

En, í rúman einn og hálfan áratug, hefur ríkt þetta tímabil últra lágra vaxta. Þessu fylgdi geysileg neyslusprenging - þ.s. þ.e. svo gaman að taka ódýr lán fyrir skemmtilegum hlutum, húsnæðisbólur - þ.s. lágir vextir þíða að fólk telur sig hafa efni á stærra, og ofurskuldsetningar fyrirtæka þ.s. þ.e. svo ódýrt að kaupa fyrirtæki þ.s. lánin hafa nánast enga vexti. Að lokum, "speculative finance" og þá á ég við, að þ.s. lánin kosta svo lítið, og eftirspurn var stöðugt hækkandi alls staðar þá nánast gastu ekki tapað nema þú værir alger lúði á því að taka lán og kaupa hlutabréf - eða nánast hvaða bréf sem er. Þetta varð mjög útbreidd iðkun, og um tíma voru flæðandi trilljónir af svokölluðu frjálsu fjármagni um allt, leitandi að brotabroti betri kjörum hér eða þar. Þetta skapaði sennilega verstu vandamálin, þ.s. fyrirtæki fóru að bjóða arð þó enginn væri hagnaðurinn þ.s. þetta fólk sem var í leit að skammtímagróða virtist sama þó að það ástand væri til staðar, síðan var það einnig gjaldmiðla speculation sem varð mjög útbreitt.

Málið var, að íllu heilli fór Seðlabanki Evrópu inn í þetta módel eftir að hann var stofnaður. Þ.e. lágu vextirnir sem hafa verið svo dásamaðir. En, akkúrat þeir eru rót þeirra vandamála sem Evrópa býr við í dag, og svo alvarlegur er vandinn, að manni virðist nánast öruggt að Evran sé við það að falla.

En, skuldsetning almennings væri til mikilla muna minni, ef vextir hefðu verið hærri - þ.s. þá hefðu lán ekki verið eins hagstæð leið til að kaupa sér skemmtilega hluti, heldur hefði sparnaður verið hagkvæmari fyrir einstaklinga. Að auki, þá tók fólk stærri húsnæðislán en ella, fjárfesti í stærri eignum - fleiri auk þess áttu fyrir húsnæði. Afleiðing, sprenging á verði á húsnæði um alla Evrópu, í mismiklum skala þó. Í dag sytur Evrópa og Bandar. líka, eftir með timburmenn skuldsetts almennings, og þær skuldir munu vera dragbítur á hagvöxt í mörg ár.

Sama á við atvinnulíf, en útþensla fyrir lánsfé varð mjög hagstæð leið, auk þess að skuldsettar yfirtökur urðu það einnig. Í dag er atvinnulíf víða um Evrópu mjög skuldsett af þessa völdum. Ef vextir hefðu verið hærri, hefði þessi þróun ekki átt sér stað.

Sama um alla þá óeðlilegu hegðun sem átti sér stað á verðbréfamörkuðum, en lágir vextir einnig skapa bóluverð á mörkuðum fyrir verðbréf og í reynd, fyrir eignir af hvaða tagi sem er, sem hægt er að kaupa og selja á slíkum markaði. En, eins og ég nefndi að ofan, verður mjög hagstætt meðan hagvöxtur er knúinn af neyslu- og fjárfestingarbólu; að kaupa bréf fyrir lán - þ.s. þau hækka í verði og lánin verða mjög vel viðráðanleg.

Það er sem sagt kaldhæðnislegt, að ef peningastjórnun innan Evrusvæðisins hefði verið til muna íhaldsamari, þá hefðu ekki skapast þessi hrikalegu vandamál þ.e. húsnæðisbólur, neyslubólur, fjárfestingabólur - en þetta er allt og sumt sem hagvaxtarævintýrið var. Nú er þetta allt sprungið og timburmennirnir eru að sliga löndin.

Aukni hagvöxturinn sem fylgdi Evrunni var sem sagt ekkert annað en ein samfelld bóla, sem framkölluð var af lágvaxtastefnunni.

Ofurlágir vextir eru mjög hættulegt fyrirbæri. Þetta stóð allt í gömlu hagfræðinni. En, hún var löngu fallin úr tísku - nánast engin hefur kynnt sér hana á seinni árum.

Þá má ekki viðhafa nema í tiltölulega stuttan tíma. Alls ekki nærri því á annan áratug. Þá verður þessi stöðuga stigmögnun, þ.s. aukning skuldsetningar hagkerfanna drífur þ.s. ekki er raunverulegur hagvöxtur. Síðan er það fullkomlega öruggt, að sá tími endar í langri kreppu.

Vart er að búast við öðru en að hún verði a.m.k. áratugur að lengd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð grein hjá þér. Hvernig myndir þú segja að vaxtastig hér á Íslandi hafi haft áhrif á efnahagskerfið innanlands t.d. síðast liðin 10 ár? Getur verið að verðtrygging hafi dregið úr mætti þeirra? Gætu ólögleg gengistryggð lán hafa gert það sama?

Sumarliði Einar Daðason, 18.12.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eggið og hænan

Vextir eru verð á peningum, ef vextir eru lágir þá er það vegna þess að peningar eru lítils virði. Verð á peningum lækkar ekki sjálfkrafa við það að seðlabanki  lækkar vextir því eftir spurnin ætti þá að aukast að sama skapi sem því nemur. í það minnsta þegar til lengri tíma er litið.

Vextir eru til lengri tíma litið fyrst og fremst afleiðing samspils sparnaðar og framkvæmdagleði, eftir því sem meira er til af peningum sem eru afleiðing spanaðar því lægri verða vextir að vera og eftir þvi sem fleiri vilja vera í framkvæmdum  því hærri verða vextir.  Á meðan verð á peningum fer eftir eftirspurn á hverjum tíma er heimshagkerfinu borgið að mestu held ég.

Verðtrygging peninga gerir það hinsvegar að verkum að vextir eða verð á peningum verður minna háð framboði og eftirspurn á hverjum tíma.

Afleiðuviðskipti með olíu og aðrar vöru sem tæknilaga eru bara verðtryggðir peningar hafa á undanförnum ártug orðið stærri og stærri hluti heimshagkerfisins og mínum dómi langs stærsta  örsök þess óstöðugleika sem við búum við í dag.

Guðmundur Jónsson, 18.12.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, sú venja að skipta vöxtunum milli greiðslu og restar af láni, í verðtryggðum lánum. Veldur því að þeir sem búa við verðtryggð lán finna einungis fyrir þeim cirka að hálfu. Það þíðir að stjv. þurfa cirka 2-falt vaxtastig til að skila sömu áhrifum á neytendur hér. Ein ástæða hvers vegna þörf er um að losna við verðtryggingu.

Við virðumst annars hafa teikað okkur far með lágvaxta veislu nágranna landa okkar, með gengistengdum lánum. Og þannig tekist að fá einnig hingað, þau vandamál sem þeir bjuggu til þ.s. ofurskuldsetningur fyrirtækja og almennings.

Stundum er eins og Íslendingar hugsi "me to" einnig í tilvikum þegar betra hefði verið að sleppa þessu.

En, ef ekki hefði verið fyrir þau lán, aðgang að þeim, hefðu háu vextirnir komið í veg ofurskuldsetningur atvinnulífsins þ.s. lán hefðu verið alltof dýr til skuldsettra yfirtaka, kaupa á kvótum o.s.frv. - en hér fór kvótaverð mög upp á sama tíma, vegna þess að aðilar notuðu þessi ódýru lán til kaupa, og buðu upp verðið hver fyrir öðrum.

Auðvitað hefði skuldsetning almennings verið e-h lægri. En, því miður hefur verðtryggingar kerfið innbyggt í sig, viðvarandi skulda-aukningu, þ.s. raunvextir þeirra eru oftast nær hærri en hagvöxtur. Meðan raunvextir þess eru hærri en líklegur hagvöxtur, þá er þetta pýramídaskím.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2010 kl. 11:11

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - Seðlabankar geta sett lágmarks verð á peninga, með því að viðhalda stýrivöxtum. Þ.e. með peninga eins og annað, ef þeir eru of ódýrir berðu enga virðingu fyrir þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2010 kl. 11:13

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Auðvitað hefði skuldsetning almennings verið e-h lægri. En, því miður hefur verðtryggingar kerfið innbyggt í sig, viðvarandi skulda-aukningu, þ.s. raunvextir þeirra eru oftast nær hærri en hagvöxtur. Meðan raunvextir þess eru hærri en líklegur hagvöxtur, þá er þetta pýramídaskím. ""

Já Já. og til að dæmið gangi upp verða  að vera til neikvæðir vextir, þeir fengust með verðbólgu í gömlu hagfræðinni. Verðtrygging og slíkar afleiður gera verbólguna ónothæfa til að halda jafnvægi og á meðan þeir sem ráða ekki fatta það verður víð í efnahgslegum stórsjó.

Guðmundur Jónsson, 18.12.2010 kl. 11:21

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"""Guðmundur - Seðlabankar geta sett lágmarks verð á peninga, með því að viðhalda stýrivöxtum. Þ.e. með peninga eins og annað, ef þeir eru of ódýrir berðu enga virðingu fyrir þeim.

Kv.""

Tæknileg er þett ekki að virka í dag því ef til að mynda seðlabanki íslansnd hækkar vextri þá fara menn bara til Evrópu og svo þaðan til Kína ef því er að skipta. 

Guðmundur Jónsson, 18.12.2010 kl. 11:30

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei - það þarf ekki neikvæða vexti. Þ.s. þarf er að lækka vaxtabindingu sjóðanna úr 3,5% í um 2%. Eða jafnvel 1,5%. Þá geta þeir fjármagnað sig t.d. á öruggum pappírum best stöddu ríkissjóðanna.

Þá er hægt að lækka raunvexti úr þeim liðlega 5% sem hefur verið viðvarandi ástand hérlendis.

3% eða 2,5% raunvextir geta verið viðráðanlegir.

------------------

Þeir eru að fara hvort sem er til Kína, þ.s. Kína er að bjóða upp á mun betri fjárfestinga tækifæri.

Þ.e. mikill misskilningur, að lægri vextir séu alltaf betri. Við erum með of háa, öfgarnar í hina áttina. En gamla hagfræðin kenndi okkur, að ef fjármagn verður of ódýrt þá koma ímsir slæmir syðir eins og ég sagði frá að ofan.

Sá hagvöxtur sem skapaðist, var ekki raunverulegur heldur einungis skuldabóla.

Það hefur ekkert upp á sig, að búa til skuldabólu. Hún hengir þig einungis seinna. Þ.s. Evrópa þarf að gera, er að skapa aukna samkeppnishæfni.

Þeir fjárfestar sem urðu til, vegna þess að ódýrt fjármagn skapaði um tíma að því er virtist endalausann gróða - skuldabóla/eftirspurnarbóla knúin af skuldsetningu, þeir voru að skapa mjög óeðlilega hegðun sbr. þ.s. ég talaði um að ofan.

Evrópa er betur laus við þá. Þ.s þeir virust ekki hafa nokkurn áhuga á uppbyggingu.

Þ.s. þú þarf, er fjárfesta er hafa áhuga á nýjum rekstri. Evrópa þarf að skapa þær aðstæður, að nýfjárfestingar þar verði áhugaverðar. Því miður þýðir það sennilega, að lifskjör þurfa að versna þar mjög umtalsvert, svo að samkeppnishæfnin skapist á ný.

Það verður hennar verkefni næstu 15 árin, meðan hún er að vinna sig úr kreppunni. Kreppan sem er að koma, ætti að stífa lífskjör vel niður.

En, fyrirtækin sem eftir eru, þurfa að nýta sér þau tækifæri sem skapast. Ríkin þurfa að nýta það fjármagn sem til verður, til þess að íta undir tækniþróun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2010 kl. 12:38

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Einar, ef þú þyrftir að bera saman efnahagshorfur og umhverfi (vexti/skattahækkanir/verðtrygging/staðsetningu) hér á Íslandi (með krónu) saman við horfurnar í Evrópu - hvort er líklegra til að lifa til langs tíma? Hvort mun búa við meiri stöðugleika?

Sumarliði Einar Daðason, 18.12.2010 kl. 14:05

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

“”Nei - það þarf ekki neikvæða vexti. Þ.s. þarf er að lækka vaxtabindingu sjóðanna úr 3,5% í um 2%. Eða jafnvel 1,5%. Þá geta þeir fjármagnað sig t.d. á öruggum pappírum best stöddu ríkissjóðanna.

Þá er hægt að lækka raunvexti úr þeim liðlega 5% sem hefur verið viðvarandi ástand hérlendis.

3% eða 2,5% raunvextir geta verið viðráðanlegir.””

Sko Einar

2% vextir af fjármagni í ástandi 0,5% hagvaxtar þýðir tæknilega að á hverju ári séu búnir til peningar sem nemur 1.5% af sjóðstærðinni sem ekki vísa á nein raunveruleg verðmæti.

Ef við heimfærum þetta á lífeirsjóðina okkar með um það 1000 miljarða í innlendum eignum jafngildir það því að eftir 10 ár héðan í frá verða þeir búnir að búa til afleiðupeninga sem nema um það bil 150 milljörðum án þess að nein verðmæti sé það á bakvið og eftir 100 ár eru þetta orðnir 3500 milljarðar.

Það sem skiptir hér máli að sjá er að sjóður sem stækkar umfram verðbólgu á þess að í hann sé greitt er tæknilega bara að prenta verðlausa peninga og til þess að leiðrétta það verður að einhverstaðar að afskrifa til að jafnvægi haldist. Eftir 20 ára 3.5% raunvexti hjá lífeyrisjóðunum er verið að færa meira og minna allar fasteignir í landinu í hendur þeirra (eignirnar lækka en lánin hækka)Þetta er nauðsinlegt til þess að Lífeyrissjóðirnir getir fengið sína 3,5% raunvexti. Ef raunvextirnir væru bara 2% tæki þetta lengri tíma en væri nauðsinlegt engu að síður.

Guðmundur Jónsson, 18.12.2010 kl. 16:07

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - þ.s. ég talaði um 2% eða tæplega 2% raunvexti, sem er auðvitað mun lægra en núverandi 3,5%.

Svo lengi sem hagvöxturinn er ekki lægri en cirka 2% að meðaltali á áratug, ætti þetta að geta gengið upp, svo fremi sem laun fylgja þessu nokkurn veginn líka.

Klárlega gengur ekki núverandi kerfi upp með 3,5% raunvöxtum.

Alveg til í að skoða 1,5%. Sem sennilegra er enn betra. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2010 kl. 19:14

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einmitt málið Sumarliði. Evran er komin í mjög klassísk vandræði, þau sömu og felldu sem dæmi gullfótinn. En, því miður sé ég ekki betur, en að búið sé að loka á allar hugsanlegar leiðir til að koma í veg fyrir hrun hennar.

En, ég tel algerlega nauðsynlegt að fella að hluta niður skuldir Írl. og Grikklands.

Auk þessa þarf einhvers konar form af niðurgreiðslu vaxtakostnaðar þeirra annarra landa, sem líkleg eru til að komast í vandræði - sbr. að gefa út sameiginleg Evrubréf.

Síðan, þarf að taka sameiginlega á vanda bankakerfa álfunnar, enda vandinn það stór í tilvikum að ekki einungis Írland getur komist í þrot þess vegna.

Þetta myndi kosta mjög mikið, svo að endurskipulagning bankakerfisins, þarf að byggjast á því tel ég að eigendur skulda taki á sig hluta af tjóninu, svo heildar skuldsetning Evrusvæðisins verði ekki of mikil. En þegar er meðal skuld rúml. 80%.

---------------

Ef ekkert af þessu er gert, er ég 100% viss um að Evrusvæðið muni ekki lengur vera með okkur í núverandi mynd, um mitt næsta ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.12.2010 kl. 19:23

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Svo lengi sem hagvöxturinn er ekki lægri en cirka 2% að meðaltali á áratug, ætti þetta að geta gengið upp, svo fremi sem laun fylgja þessu nokkurn veginn líka.""

Ég ekki alveg sammála þessu.

Tæknileg er vandamálið það að allir sjóðir sem bera raunvexti (sama hve lága), sjúga til sín fjármagn án verðmætasköpunar. það fjármagn verður alltaf á einhverjum tíma að afskrifa (eins og er að gerast með eign í fasteignum á íslandi í dag). Annars enda það bara sem haugur af penigum sem ekkert er hægt að kaupa fyrir. Ég held að takmarkaður skilnigur á þessu sé það sem raunverulega er að eyðileggja efnahaga okkar allra bæði hér heima og í heimshagkerfinu.

Þá ég við að vandamálið se lög og reglur sem færa fjármagnseigendum raunvexti. Hér heima birtist þetta aðaleg í lífeyrisjóðunum og verðtryggingunni. en í heimshgkerfinu er þetta Fjárfestingasjóðum sem verðtryggja eigur sínar í gegn um löglega samninga og afleiður eins og framvirka olíukaupasmninga og fl.

Guðmundur Jónsson, 19.12.2010 kl. 09:46

13 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hver er þá staða Íslands ef evrusvæðið er svona slæmt? Er Ísland t.d. dæmt til þess fara aftur í þrot og ef svo er, hvenær?

Sumarliði Einar Daðason, 19.12.2010 kl. 16:17

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - ég held að þú málir þetta of dökkt. Vextir eru óhjákvæmilegir því annars er mjög erfitt að sjá hver á hvatinn að vera til þess, að þeir sem eiga eignir láni öðrum.

Ég held að svo lengi sem ávöxtun er ekki umfram eðlilegann hagvöxt, þá sé sú eignasamþjöppun umfram meðal eignamyndun samfélagsins. 

Þ.e. þó ekki alveg sama hvað er á bakvið hagvöxtinn. Þetta þarf að vera hagvöxtur á grundvelli aukinna framleiðsluverðmæta. Ef, aukning framleiðsluverðmæta er megin grundvöllur þessa 2% vaxtar, þá er ég að tala um framleiðsluverðmæti í fremur víðum skilningi sbr. að hugbúnaðargerð sé framleiðsluverðmæti, að útfl. þjónustu sé framleiðsluverðmæti - að auki má líta til fjárfestingar að utan sem fer í að koma af stað framleiðslu af einhverju tagi; þá geti þetta alveg gengið upp.

En, ávöxtunin má ekki vera hærri en meðal aukning verðmætasköpunar hagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.12.2010 kl. 19:20

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði - má vera ég hafi ofsagt eitt. Það virðist að hið nýja björgunarfyrirkomulag, sem tekur gildi á nýárinu innihaldi lánalínu fyrirkomulag.

Það getur seinkað þessu hruni sem ég er að tala um, allnokkuð. En, þá gerist það að ríki sem lenda í lausafjárvandræðum, fara þarna beint á spenann fremur en að taka stórt lán.

Mig grunar að ástæða hafi verið sú, að stóru löndin voru ekki til enn sem komið er, að stækka sjóðinn. Þá getur Spánn, farið á spenann án þess að fá lán. Síðan getur Ítalía bæst við nokkru seinna.

Síðan er það einfaldlega spurning um hve lengi Þýskaland og Frakkland eru til í að halda spenanum gangandi. En, lausafjárvandræði þíða greiðsluþrot.

Greiðsluþrot, ef það verður hjá Spáni og Ítalíu, - vegna þess að Þýskaland og Frakkland, eru ekki til í að gangast undir svo risastórar ábyrgði. Þíða röð gjaldþrota banka innan Evrópu.

Eða auðvitað það, að þau ríki geri eins og Írland, að dæla peningum inn í þá banka. En, ath. - það akkúrat gerði ríkissjóð Írlands gjaldþrota.

Meðalskuld Evruþjóða er orðin rúml. 80%. Það þarf ekki mikið viðbótar högg af þessu taki, til þess að hún nái 100%.

------------------

Það má vera að stóru ríkin, muni nota tímann þegar spena dæmið verður komið í gang, til þess að undirbúa Plan B. Sem getur verið ný Evra fyrir þjóðir sem ekki eru á leið í þrot. 

Hin falli síðan stórt - sem er þá akkúrat þ.s. þær þjóðir þurfa á að halda þ.e. 40-50% gengisfall.

Það myndi lækka laun og einnig skuldir almennings yfir línuna, og geta framkallað viðsnúning. Jafnvel bjargað þeim frá algeru þroti og langvarandi kreppu.

----------------

Fyrir okkur - tja, fer eftir hve svart ástandið verður. En, í því versta hugsanlega lækka lífskjör hér líka þ.s. verð á fiski munu lækka. 

Bankarnir geta orðið gjaldþrota hér aftur - þ.s. fjárhagur þeirra er mjög veikur því miður. En það virðist sem að menn hafi vanmetið hve mikilla afskrifta er þörf þannig að þrátt fyrir afslætti hafi afslættir á lánapökkum ekki verið nægilega stórir.

Það framkallar þörf fyrir nokkurt viðbótar gengisfall krónunnar - sennilega. Sennilega verður þá ekki hægt að verja innistæður nema að hlutfalli. Að auki, einungis hægt að endurreisa einn banka. Þ.e. ríkið sjái um sinn Landsbanka og búið.

En, þrátt fyrir allt - held ég að mál hér verði skárri en í S-Evrópu. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.12.2010 kl. 19:32

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson, 18.12.2010 kl. 11:08

Þ.e. eitt í sambandi við lögmál framboðs og eftirspurnar, sem þú hefur ef til vill ekki pælt í. En, ef aðili sbr. Seðlabanki, hefur möguleika til að stjórna verðinu á markaðinum. Þá um leið getur hann spilað með stærð markaðarins.

Þetta kemur einfaldlega fram með þeim hætti, að ef verðið lækkar á tilteknum þætti, þá eykur það eitt og sér eftirspurnina. Fleiri fara að sækjast eftir þeim tiltekna þætti.

Vandi er að peningar virka ekki alveg eins og venjuleg vara eins og t.d. dekk. Málið er að bankar í reynd búa þá til. Þeir geta alltaf veitt fleiri lán á 1% vöxtum. Þeir í reynd búa þá til með því að veita þau. Þeir einungis á móti selja skuldabréf.

Svo lengi sem þeir hafa kaupendur og seljendur á báðum endum, eru þeir endalausar peningamaskínur.

Þ.s. gerðist á umliðnum 2. áratugum, var að með því að vextir voru svo lengi svo gríðarlega lágir, skapaðist stöðug og viðvarandi eftirspurn eftir peningum. Þ.s. framleiðslugeta bankanna á móti var yfrið næg, var aldrei hætta á að aukin eftirspurn hækkaði verðið. Alltaf voru nægir kaupendur að þeirra bréfum á móti.

Þetta var maskína sem spann og spann, skapaði ótrúlegann útþensluhraða bankanna. Ótrúlega útþenslu skulda. Ótrúlega aukningu peningamagns.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.12.2010 kl. 01:17

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jú ég hef pælt í þessu.

þarna skiptir öllu máli að sjá að stærð markaðar er ekki fjöldi peniga í heiminum heldur raunvirði veðanna sem bjuggu þá til. Ef seðlabanki lækkar vexti og bankar fara að lána meira vegna þess verða bara til fleira peningar. Ef þau lán reynast arðbær verður til meira af raunverulegum peningum en ef þau reinsast ekki arðbær verða bara til fleiri penigar sem ekki er hægt að nota. Venjulega er slíkt auðleyst með gjaldþrotum.

Vandinn sá að þegar lögin eru þannig að sá sem vinnur og framleiðir raunveruleg verðmæti er gerður að öreiga til þess að óarðbærar fjárfestinga lífeyrissjóða/ Vogunarsjóða fái staðist, hætta allir að framleiða raunveruleg verðmæti.

Guðmundur Jónsson, 20.12.2010 kl. 09:31

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Framhald

Framboð og eftirspurn.

Þegar verðlagsráð ákvað verð á landbúnaðrafurðum  á íslandi urðu til fjöll, smjörfjöll og kjötfjöll sem ekkert var hægt að gera við, mest af þessu var urðað.  Þetta var svo leyst illu heilla, með því að setja kvóta á bændur sem var öfug leiða að mínu viti, réttara hefði verið leifa markaðnum að ráða. þannig hefðum við fengið lægra verð á landbúnaðarvörur og betri bændur, eða alla veganna hagkvæmari bændur, því skussarnir sem enn eru að búa með örfáar rollur og standa alvöru bændum fyrir þrifum í dag hefðu horfið að markaðnum. 

Fyrir 20 árum Þegar þáverandi félagsmálráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir  kom á húsbréfakerfinu svokallaða var í raun keyrt í gegn um þingið frumvarp til laga sem setti lámarksverð á peninga við 3,5%.  

þetta er mjög hátt verð á peninga enda hafa allir sem vettlingi geta valdið keppst við síðan þá að framleiða svona peninga og nú er svo komið að við okkur blasir peningafjall sem þarf að urða eins og gert var með kjötfjallið forðum. 

Spurningin er bara hvort okkur ber gæfa til að láta markaðinn sía út skussana eða hvort næsta skref verður að setja kvóta á húsbyggendur. Reyndar bendir allt til þess að seinni leiðin verði valinn því allar aðgerðir til að lækka peningafjallið hingað til hafa snúist um að bjarga skussunum.

Guðmundur Jónsson, 20.12.2010 kl. 10:29

19 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 leiðrétt

" kvóta á húsbyggendur"   á að vera  "kvóta á lán til húsbyggenda"

Guðmundur Jónsson, 20.12.2010 kl. 10:38

20 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þegar þú talar um of lága vexti Einar þá ertu í reynda að segja verð á peningnum hafi verið of lágt þrátt fyrir að í reynd var alltof mikið til af þeim. Ef ekki hefði verið fyrir lögin um lífeyrissjóðina sem tryggðu þeim 3,5% raunvexti hefði ekki verið nein leið að búa til nýja peninga á íslandi nema með neikvæðum vöxtum og það gerir engin er það ?

Allir nýju peningarnir sem alþjóðlegir bankar framleiddu til handa íslensku bönkunum voru urðaðir í íslenska bankahruninu, enda voru þeir alltaf verðlausir og gáfu útgefandanum  allt að 100% neikvæða raunvexti.  Banki sem lánar gegn haldlausum veðum verður að tapa á því.  Sama verður að gilda um íbúðalánasjóð og íslensku lífeyrissjóðina en íslensk lög um verðtryggingu hamla  því. Ef við björgum alltaf skussunum endum við með ónýt fjármálkerfi. Fjármálakerfið verður ar búa til nýja peninga, en þeir peningar verða vera vera ávísanir á raunveruleg verðmæti en ekki frmtíðar björgunarpakka ríkisjoða.

Vandi evrunar númer eitt í dag er að verið er að bjarga með lögum eða póltískum aðgerðum innistæðulausum evrum. Sem voru búnar til án þess að verðmætin væru til staðar. (Þýskir bankar lánuðu  Grikkjum fyrir hergögnum sem þeir höfðu aldrei efni á að kaupa ) og í stað þess að bankinn sem fjárfesti illa tapi er Evrópusambandið að búa til meira af innistæðulausum evrum sem færir bara tjónið á ríkisjóði evrulandanna. 

Eggið og Hænan. 

Guðmundur Jónsson, 20.12.2010 kl. 12:04

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einmitt málið þegar viðhafðir eru mjög lágir vextir, þá geta bankar þetta um tíma - búið til gúmmítékka.

Megnið af hagvexti Evrópu á sl. áratug var sennilega innistæðulaus.

Nú þegar ljóminn er farinn af, þá sitja skuldirnar eftir. En, þ.s. verra er - þ.s. of mikið var í reynd gefið út af þeim, þá þurfa þær að verðfalla.

En, þá falla bankarnir - og menn eru logandi hræddir við einmitt það. Þess vegna er verið að lána Írum með þeim hætti sem gert er, sem dæmi.

Þ.e. mikil hætta á næsta ári, því útlit er fyrir að Spánn komist í greiðsluþrot og þurfi fjárhagsl. björgun. En, Þýskal. sjálft skuldar rúml. 70% af þjóðarframl. og þær skuldir ná sennilega 80% við lok næsta árs. Án þess að gera ráð fyrir því að frekari peningum verði dælt til landa í verri vandræðum.

Þeir eru mjög hikandi eðlilega, við það að gangast undir þær ábyrgðir sem þarf til að bjarga Evrusvæðinu. Ef þeir gera það, geta þeirra skuldir einnig orðið mjög erfiðar. Reyndar getur slíkt hið sama gerst ef bankakerfið þeyrra hrinur vegna þess, að Spánn geti ekki borgað lengur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband