Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück, hvetja Merkel Kanslara Þýskalands, til að taka forystu um að stýra Evrópusambandinu, út úr núverandi vandræðum!

Þetta er ósköp einfalt. Evrópusambandið er í stórfelldum vandræðum með Evruna. En, þau vandræði eru enn fullkomlega leysanleg. En, lausnin krefst smávegis pólitísks hugrekkis og getu pólitíkusa til að horfa út fyrir einhverja þrönga skilgreiningu á þörfum sinna umbjóðenda - þ.e. kjósenda síns lands.

En, tími til að framkalla þá lausn, er að renna út og það hratt. Það er raunveruleg og alvarleg hætta á að krýsan magnist svo stórfellt, að sjálft samstarfið um Evruna falli ásamt stórum hluta bankakerfis álfunnar. Í kjölfarið kæmi svo hildjúp kreppa fullkomlega sambærileg við kreppuna í Bandar. á 4. áratugnum.

 

Fyrrum utanríkisráðherra- og fjármálaráðherra Þýskalands, skora á Merkel í orðalagi, sem er beinskeitt og um leið, klárlega inniheldur mikla tilfinningu:

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück: Germany must lead fightback

"The time for stumbling through the euro crisis is over. Piecemeal approaches and wait-and-see attitudes are endangering European integration. We now need a more radical, targeted effort to end the current uncertainty, and provide stronger support for the future of Europe’s common institutions. This must also protect the European Central Bank from becoming Europe’s “bad bank”, and ensuring its credibility and independence in guarding a strong euro."

 

Áhugavert að þeir nefna ECB, en ég hef heyrt af áhyggjum sem farnar eru að skapast, vegna gríðarlegra kaupa hans í dag á bréfum útgefnum að aðilum í vandræðum, sem klár hætta er um að geti síðar reynst slæm fjárfesting. Þetta geti leitt til jafnvel gjaldþrots Seðlabanka Evrópu.

Auðvitað er það einungis fræðileg hætta, þ.s. aðildarríki Evrusvæðis eru sameiginlega ábyrg fyrir skuldum ECB. En, hættan snýst þá um þann möguleika, að ríkin geti neyðst til að leggja honum til fjármagn.

Spurning einnig hvað slíkt gerir fyrir tiltrú umhverfisins á stjórnendum hans og til bankans sjálfs.

 

"The required solution is a combination of a -

  1. haircut for debt holders,
  2. debt guarantees for stable countries and
  3. the limited introduction of European-wide bonds in the medium term,
  4. accompanied by more aligned fiscal policies.
  5. These measures would only work together; none alone would restore stability."
  • "For example, we need a haircut for holders of Greek, Irish, and Portuguese debt."
  • "But we also must ensure that solvent member states, such as Spain and Italy, are not drawn into the downward spiral of financial speculation."
  • "We therefore must simultaneously guarantee the entire outstanding eurozone debt of stable countries, backed by an enhanced rescue fund."
  • "Here, eurobonds would send the message that Europe is strong, united and willing to deal jointly with whatever ­critical market situation emerges."
  • "But these bonds should only be launched with co-ordinated fiscal policies ensuring common minimum standards."

 

Eitt er öruggt. Lausnin - hver sem hún verður, eða ekki - þarf að vera víðtæk. Ekkert minna en sameiginleg lausn hefur nokkurn möguleika.

Ég er mjög ánægður með það, að þeir leggja til að stjórnmálamenn Evrópu hætti að afneita því augljósa, að löndin þegar í vanda munu ekki geta borgað allar sínar skuldir. Þörf fyrir höfuðstóls lækkanir er augljós. Annars, er ekkert annað framundan, en neikvæður hagkerfis spírall framkallaður af skuldakreppu, sem veldur því að vandinn spinnur upp á sig og magnast. Gjaldþrot óhjákvæmilegt endamark - nema að kjósendur þeirra ríkja geri fyrst uppreisn og yfirgefi Evruna.

Sameiginleg trygging skulda, ætti alveg að geta virkað, og stöðvað þann spíral sem er í gangi, sem er að framkalla hættu á dóminó áhrifum þ.s. land eftir land er neytt út af skuldamarkaðinum, sem leiðir til fjármögnunar krýsu þess lands, og annað hvort þörf á neyðarfjármögnun eða greiðsluþroti sem alternatív.

Ef sá spírall heldur áfram, tekur Spán og Portúgal með sér, og síðan fer Ítalía og Belgía einnig að virka viðkvæm; er að á einhverjum tímapunkti gefist kjarnaríkin upp á að fjármagna stöðugt dýrari neyðarpakka. 

Þá tekur við keðja bankahruna í kjölfar greiðsluþrots ríkissjóða.

Þessi þróun er alls ekkert óhjákvæmilegt endamark. En, eins og staðan er orðin, þá er þetta endamarkið - nema, og aðeins nema, að nægilega umfangsmiklar og víðtækar sameiginlegar gagnaðgerðir séu framkvæmdar.

Það er engin leið framhjá því, að þetta verður óskaplega dýrt. En, hin útkoman verður til mikilla muna dýrari.

En, miðað við hegðun ríkjandi pólitíkusa undanfarna mánuði, virðist því miður mjög raunveruleg hætta á því, að hlutir fari þessa hrunleið.

 

"How would these three measures work?
  1. First, Greece, Ireland and Portugal urgently need to be released from a substantial part of their debt. Painful spending cuts and structural reforms alone – of an extent unheard of in modern economic history – will not allow them to escape their debt trap. In the interest of all of Europe, we need to restructure their debt."
  2. "In the case of Ireland, abolishing full state guarantees for private banks would allow their debt to be cut off at the root of the problem, while also letting private investors take their fair share of the burden. A new European framework for bankruptcies of financial institutions should support this. The current rescue programmes, if continued, then provide a firm basis for a return to economic growth."
  3. "Debt restructuring also has to be accompanied by measures to avoid contagion, making it obvious that the eurozone is indeed our common destiny. Here, Germany should be in the driving seat for more, not less European integration. It is high time to close the gap between financial and political integration in the eurozone. Financial markets expect an unambiguous political signal of the irreversibility of economic and monetary union, and they expect it now. And such a signal could be sent by introducing, in the medium term, new European bonds – although to avoid any moral hazard they should cover only a limited share of public debt."

 

Best að taka fram, að þessi ágætu herramenn eru félagar í þýska sósíal demókrata flokknum - ergo þýskir kratar. Með öðrum orðum systurflokkur Samfylkingar.

Þetta sést á hugmyndum þeirra, um viðbótar samvinnu/samþættingu á efnahags- og félagslega sviðinu.

Á hinn bóginn, er klárt að þ.e. þörf fyrir dýpkun Evru samstarfsins á efnahags sviðinu a.m.k. Ég meina, ef Evran á að vera á vetur setjandi til frambúðar.

En, annars er mjög raunveruleg hætta á endurtekningu krýsunnar í því seinna.

Slíkt felur auðvitað í sér mjög mikla breytingu í átt að myndun sameiginlegs ríkis - a.m.k. meðal Evrusvæðis ríkja.

Þetta myndi náttúrulega leiða til svokallaðrar 2-ja hraða Evrópu, frasi sem vísar til þess, að til staðar séu 2. megin hópar ESB aðildarríkja, sem ganga mis langt.

Með þessu, myndi samstarf um Evru fela í sér til mikilla muna meiri eftirgjöf sjálfstæðis, en er reyndin í dag.

Það á að sjálfsögðu eftir að vera mjög umdeilt! Ef slíkar hugmyndir komast í hámæli.

 

"...eurobonds will succeed only if complemented by new, far-reaching political reforms.

  1. This means empowering European institutions to establish tighter controls over fiscal and economic stability,
  2. alongside common minimum standards on wage and welfare policies,
  3. as well as capital and corporate taxation.
  4. In short: we need European government bonds,
  5. but we must put an end to beggar-thy-neighbour policies and
  6. harmful tax competition within the eurozone too."


Algerlega klárt að fyrsta atriðið er nauðsyn.

En, atriði 2. getur ekki gengið upp. Það stafar af því, að of mikill munur er á milli meðallauna hinna mismunandi aðildar landa Evrusvæðis. Það væri jafnvel enn erfiðara í framkv. en eitt sameiginlegt gengi. En, ef lágmarkslaun miðuðust v. Þýskaland, væru þau klárlega alltof há fyrir gríska hagkerfið, sem myndi gera fyrirtæki þar fullkomlega ósamkeppnisfær. En, ef lágmarkslaun miðuðust við Grikkland, væru þau alltof óeðlilega lág miðað við þýskt efnahags umhverfi. Ef farin er einhver bil beggja leið, þá væru þau samt of há fyrir fátækustu löndin innan Evrunnar, sem myndi vera mjög hamlandi fyrir fyrirtækjarekstur í þeim löndum og möguleika þeirra landa því til efnahagslegra framfara, á meðan að þau væru of lág fyrir ríkustu löndin - gætu skapað vinnandi fátæklinga í þeirra efnahags umhverfi. Þess vegna segi ég - að þessi hugmynd sé ómöguleg!

Þriðji liðurinn, myndi þíða að lönd eins og Írland, sem eru fjarri miðkjarna Evrópu, myndu ekki geta bætt sér það upp, að flutningskostnaður er hærri til og frá því landi en sem dæmi Hollandi, sem dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífs á Írlandi sbr. Holland; með því að stilla sköttun á atvinnulíf lægra en tíðkast í löndunum nær kjarnalöndum ESB. Slík samræming, myndi bitna mjög á ríkjum sem væru í jaðri sambandsins, meðan að samkeppnishæfni kjarna ríkjanna myndi batna á þeirra kostnað. Sennilega myndi Írland frekar kjósa að yfirgefa Evrusvæðið.

Það er á hinn bóginn rétt, að þ.e. einmitt þörf á Evrópskum ríkisbréfum.

Þarna þarf klárlega erfiðar samninga viðræður, því þ.e. klárt að taka verður tillit til flutnings kostnaðar og samkeppnis skilirða í jaðarríkjum. Því annars verður sú samræming sem er talað um, ekki sanngjörn og þá er hætta á, að jaðarríkin kjósi frekar að yfirgefa Evruna.

 

"Today, a lack of political courage is endangering the euro. Germany is not innocent in this regard. For the first time in decades, German isolation has become a real concern. Now we need a signal that Germany wants a more European Germany, rather than a more German Europe."

 

Engin gagnrýni við þetta. Þýska ríkisstj. hefur verið að spila einhvern einleik, sem lyktar af popúlisma. En, veruleg andstaða hefur skapast hjá þýskum almenningi gegn því, að þýska þjóðin taki á sig frekari byrðar. En, Þjóðverjar sjá málin þannig - að vandi jaðarríkjanna sé þeirra eigin sök. Það sé því ekki réttmætt, að þýskir skattgreiðendur komi skattgreiðendum ríkjanna sem hafa komið sér í vanda, til aðstoðar. Þessi afstaða hefur einmitt myndbyrst í afstöðu núverandi þýskra stjórnvalda, og leitt til þeirra svokölluðu björgunarpakka - sem Írar og Grikkir hafa fengið.

Þ.e. lán sbr. Írland á 5,8% vöxtum. Alls ekki gjaffé. Og að auki klárt, að nær ómögulegt verður að standa við þær skuldbindingar.

Fram að þessu hefur ríkisstj. Þýskalands virst frámunarlega þröngsýn!

 

"At the next meeting of the European Council, our leaders face a choice: extend the crisis by stumbling through, or regain momentum to end it. Much will depend on the German chancellor. If Angela Merkel is ready for a European solution, she can be assured of broad support, in the Bundestag and beyond, for the sake of our common currency and our common destiny."

Það virðist því miður ekki líklegt að Ráðherraráðs fundurinn nk. fimmtudag, muni taka nokkrar slíkar stórtækar eða víðsýnar ákvarðanir. Deilan virðist snúast um orðalag mjög smávægilegrar breytingar á sáttmála sambandsins, sem mun gera því mögulegt að láta svokallaðann björgunarsjóð vera varanlega Evrusamstarfs stofnun - "Leaders wrangle on eurozone rescue".

  • Því miður er það kerfi fullkomlega ófullnægjandi!
  • Því það framlengir þá afneitun sem fram að þessu hefur ríkt meðal stjv. aðildarlandanna, um það - að nokkur hinn minnsti möguleiki sé raunverulega um að, löndin í vanda geti afborið að fylgja slíku prógrammi til enda.
  • Ég fullyrði, að þ.e. nánast útilokað annað en að, ríki muni flosna út úr Evrunni - ef núverandi leiðir verða einfaldlega festar í sessi, og ekkert frekara síðan eigi að gera.
  • Markaðirnir muna fyrirsjáanlega bregðast ílla við slíkri lausn, og krýsan mun halda áfram að vinda upp á sig, þar til - annað af tvennu á 11. stundu næst fram vilji til að bjarga málum - eða að það fer af stað skriða sem endar með ríkisgjaldþrotum og hrinu bankahruna.


Niðurstaða

Það er einmitt augljós skammsýni ríkjandi leiðtoga Evrópu, sem gerir mig ákaflega svartsýnan á áframhald Evrunnar og Evrusvæðins í núverandi mynd. Hvað gerist þá? Annað af tvennu stjórnlaust hrunferli sem endar í sambærilegu ástandi og átti sér stað eftir bankahrunið mikla 1931. Eða, að kjarnaríki taka sig saman og mynda nýjan gjaldmiðil og sá eldri verðfellur stórt.

Bendi einnig á:

How the E-bond plan would work

 - þ.s. kemur fram mjög góð útskýring á annarri hugmynd um stóra útgáfu Evru bréfa með sameiginlega ábyrgð. Sú hugmynd gengur ekki eins langt, þ.s. snýst um skuldavanda ríkjanna í vanda en fjallar ekki beint um vanda bankanna. En, með þeirri lausn væru skuldir ríkja í vanda raunverulega niðurgreiddar - sem myndi auðvelda þeim að ráða við núverandi stöðu. Gæti dugað þeim til að raunverulega ná endum saman. Vegna þess að sú leið er hófsamari á hún ívið meiri möguleika á að njóta fyrir rest nægilegrar náðar.

Hef áður fjallað um þá hugmynd: Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Á þá að nota Seðlabanka ESB eins og Seðlabanka USA ?
http://www.youtube.com/watch?v=-zbrRYOXl1U

Haraldur Baldursson, 15.12.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Má segja að verið sé á leið í þá vegferð. En reyndar heldur bankinn því fram, að hann sé ekki að "QE" þ.s. hann taki samsvarandi fjármagn af markaðinum annars staðar.

En, ef fundurinn nk. fimmtudag ákeður ekkert sem kemst nærri því að duga til að stöðva krýsuna, þá verður mjög mikill þrýstingur á Seðlab. Evr. að stórauka þau kaup.

Það verður að koma í ljós. En, mikil andstaða er einnig innan þýskal. um það að kaupin verði mjög stórfelld, þ.s. Þjóðverjar átta sig á að þeir myndu þurfa fyrir rest að ábyrgjast stóran hlunk af því sem Seðlab. myndi taka á sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er, tel ég miðaða við það sem ég les í þýskum fjölmiðlum, að það yrði banabiti Angelu að stökkva inn á þessum tímapuntki með feitan sjóð (eða loforð) frá Þýskalandi...

Haraldur Baldursson, 15.12.2010 kl. 14:11

4 identicon

Frá Þýskalandi er það að frétta að Þjóðverjar vilja enn sjá meira aðhald í öðrum evruríkjum áður en Þýskaland gerir meira.

Til hvers á Þýskaland að gefa út skuldabréf með öðrum þjóðum aðeins til þess eins að aðrar þjóðir græði á lágum vöxtum sem Þjóðverjar niðurgreiða.

Ég sem sósíaldemókrati styð Angelu í þessu.

Evran er ekki í neinni hættu, en þjóðirnar í evrusamstarfinu verða að fara að taka sig á og vinna heimavinnuna sína.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 14:21

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Í ljósi þess hvernig ástandið er og hins að pólitík er list þess mögulega, þá er eins og fleira þurfi að koma inn í jöfnuna. Núningsfletir eru of margir í bili (finnst mér) til að ESB rati næstu skref með sameiginlega sýn og markmið.....

Við (óháð afstöðu til aðildar að ESB) getum ekki kvartað undan því að upplifa ekki áhugaverða tíma

Haraldur Baldursson, 15.12.2010 kl. 15:15

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stefán - þ.e. stór hluti af vandanum, hvað hann er vanmetinn af þeim sem eru við stjórn. Ég get einungis ítrekað þ.s. ég sagði, að þessi leið sem verið er að feta mun enda í blindsundi.

Ef markaðirnir fá ekki útkomu sem þeir sjá sem opnun á leið út úr kviksyndinu, þá heldur snjóboltinn áfram.

Ég held að enginn ætlist til þess, að hinum þjóðunum sé gefinn peningur án skilyrða. En Þjóðverjar þurfa að muna, að greiðslufall þeirra þjóða mun einnig kosta þá mikið.

En, án eftirgjafar að einhverju leiti, þá niðurgreiddir vextir + fyrir Grikkl. og Írl. bein hluta lækkun höfuðstóls; þá er það greiðsluþrot sem endamarkið og þær þjóðir hrökklist úr Evrunni. En, Þegar greiðsluþrot verður komið, þá munu þær í engu tapa frekari tiltrú, með því að fara yfir í gjaldmiðil sem þær geta verðfellt. Þvert á móti þá myndi það vera leiðaropnun, þ.e. úr þeirri stöðu sem þá yrði komin.

Alveg sjálfsagt að skilyrða eftirgjöfina áframhaldandi aðhaldi, jafnvel því að þær þjóðir yrðu að samþykkja tímabundið fullveldisafsal til einhvers konar umsjónaraðila.

En, nánast allt er betra en það stjórnlausa hrun, sem annars allt stefnir í. En, ef snjóboltinn heldur áfram að ryðja þjóðum af alþjóðamörkuðum, og gera þær greiðsluþrota. Þá kemur að því stóra hruni sem ég var að tala um ofan. Á því er enginn hinn minnsti vafi - tel ég.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband