7.10.2009 | 00:11
Hugmynd um lausn á deilum um Kvótakerfið!
Eins og allir vita, er svokallað kvótakerfi mjög umdeilt. Það var sett á sínum tíma, vegna þess að gamla veiðistjórnunarkerfið sem hafði verið við lýði, var komið í þrot. Það var með öðrum orðum hrunið.
Hugmyndin, um kvótakerfi í staðinn, kom fram á sínum tíma sem lausn á þessu vandamáli. En, eins og á sínum tíma þegar, bankarnir ísl. voru einkavæddir, þá hefur upphaflega aðferðin við úthlutun afla, valdið miklum sárindum, og þ.s. er verst, þau sárindi og upplifunin um rangindi, hefur ekki horfið.
Þannig hefur viðhaldist, stöðug grasrótarbarátta gegn kvótakerfinu, og svokölluðum kvótaeigendum, sem eru gjarnan uppnefndir kvótakóngar.
-----------------------------
Rétt er þó að ítreka, að ekki er allt, sem kallað er gallar kvótakerfisins, raunverulega orsakað af kvótakerfinu. Heldur er um að ræða, tiltekna lógík veiðanna sjálfra.
Fiski hefur verið hent í sjó, frá upphafi vega. En, sem dæmi töldu Íslendingar á öldum áður; þorsk, ufsa, ísu, löngu, steinbít, lúðu, hákarl, skötu - vera mannamat.
Öðru, ef það veiddist, var vanalega hent, útbyrðis - sem dæmi þótti síld ekki mannamatur.
Síðan það var gert að skyldu að selja allann afla á fiskmarkaði, þá stjórnar markaðurinn, töluvert hvað menn leggja áherslu á að veiða.
Maður þarf að átta sig á því., að rekstur skipa og báta kostar. Á þeim hvíla oft einnig lán. Síðan eru það laun og önnur gjöld. Þannig, að þeir sem reka bát eða skip, þurfa nægilega innkomu.
Það leiðir af þessu, að menn leitast við að koma með sem verðmætastann afla að landi. Þetta er eðli veiða í markaðskerfi. Þ.e. einnig atriði, að sigla sem skemmstar vegalengdir, vegna olíukostnaðar.
Svo, áherslan er eðilega á verðmætustu tegundirnar. En, málið er einfalt, þ.s. dýrt er að veiða, að þú kemur ekki að landi með skip, fullt af fiski, sem fæst nærri því ekkert fyrir. Ég átta mig ekki alveg á því, af hverju ímsir líta á þessa sjálfsbjargarviðleitni, sem íllt atferli.
Ég sé ekki, að til sé nokkur lausn á þessu, þ.s. þó svo skipt væri yfir í veiðidaga kerfi, þá ertu samt sem áður, að leita eftir verðmætasta fiskinum, því þ.e. eftir sem áður er dýrt að reka skipa eða báta, og vegna þess að burtséð frá því hvaða kerfi ríkir, þá vill markaðurinn áfram fyrst og fremst tilteknar tegundir, borgar meira fyrir tilteknar tegundir, o.s.frv.
Þ.e. því einfaldlega kjaftæði, að það sé ekkert brottkast, í sóknarstýringarkerfi. Að vísu er smá munur, á hverju þú kastar á brott, þ.e. það má vera að brottkast innan verðmætra tegunda myndi minnka, en hvatinn til að kasta öðrum fiski er ef eitthvað er, enn sterkari.
En, eðli sóknarstýringar, er stýring í formi veiðidaga. Þá veiða allir sem mest þeir geta, meðan veiðin er opinn, afli hrúgast upp í höfnum, og offramboð veldur verðfalli. En, þ.e. einn af megingöllum veiðidagakerfa, miðað við kvótakerfi, að jafnara framboð og því einnig jafnara verð = meiri verðmæti. Ástæðan, fyrir jafnara framboði, er að þú ræður því sjálfur, sem kvótahafi, hvenær þú veiðir yfir veiðiárið. þ.e. því sjaldan neitt sambærileg tímapressa.
Eftir því sem ég fæ best séð, er kvótakerfi minnst gallaða aðferðin, við stjórnun fiskveiða, sem þekkt er.
----------------------------------
En, ekkert er að því, að sníða af galla.
En, ef menn vilja hafa smábátakerfi samhliða, þá er alveg hægt að skipta upp hafinu við landið, með tilteknum hætti. Sem dæmi, mætti miða við dýpi, þannig að togarar verði að halda sig utan tiltekinna dýptarmarka. Einnig mætti, halda flóum og fjörðum lokuðum gagnvart togveiðum, af öllu tagi.
Það mætti, einnig takmarka verulega veiðar með botnvörpu almennt, enda sannað að hún veldur miklum skaða á botnlífi, alls staðar nema á sendnum botni.
Svo, væri í lagi, að hafa auðlindagjald.
----------------------------------
Þ.e. alveg hægt að koma því á. Í dag eru útgerðirnar mjög skuldsettar. Þ.e. alveg hægt, að innkalla allann kvótann, gegn greiðslu í formi skuldaafskrifta að verðmæti er samsvari hæfilegu verðmæti fyrir það veiðirétt, er þeir hafa greitt fyrir með lögmætum hætti.
Síðan, má endurúthluta þessum aflaheimildum, þ.e. kvóta. Þá, er tækifæri til að breyta reglum, um hvernig kvótakerfi virkar.
Ef menn vilja, að tiltekinn landshlutaskipting sé fyrir hendi, þá er hægt að úthluta afla til tiltekinna landshluta, og síðan fari þar fram uppboð á afla, til fyrirtækja í viðkomandi landshlutum.
En, ef slíkt er talið óþarfi, getur farið fram eitt uppboð, þ.s. allir þeir sem eiga skip eða bát, er standast reglur um haffærni, hafi heimilt til að bjóða í.
Ég held að hvoru tveggja aðferðin, geti virkað ágætlega.
Ég reyndar, legg til að heimild til að eiga skipti á aflaheimildum, gegn fjármagni, verði áfram til staðar. En, hægt er að mæta því, að því marki sem þ.e. talinn galli, með því að kvóti verði hér eftir alltaf, úreltur um 10% á hverju ári, og síðan fari fram nýtt uppboð reglulega á því sem þá kæmi inn til endurúthlutunar.
Ef þessar reglubreytingar, væru settar inn, áður en afla er úthlutað aftur í fyrsta skiptið eftir innköllun; þá held ég að með þeim hætti, verði flestir þeir gallar, er fólk hefur verið hvað óánægðast með, sniðnir af kvótakerfinu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margt gott og vert til skoðunar í þessu. Það hefur reyndar aldrei verið mikið vandamál að breyta þessu og ekkert vandamál heldur að innkalla veiðiheimildir. Vandinn er aðeins fólginn í því að það hefur alltaf vantað pólitískan vilja til breytinga.
Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.