Leðjan í Úkraínu er þekkt eða alræmd - í Seinna-Stríði lenti her Nasista í vandræðum sem til eru margar myndir af, þ.s. farartæki urðu föst, það varð að meiriháttar vanda að koma hernum úr stað, því landið varð um hríð -- nánast ófært yfirferðar.
--Undanfarið hefur þetta -leðjutímabil- staðið yfir, því ekki undarlegt að tiltöluleg ró hafi verið yfir Úkraínu-stríðinu í nokkrar vikur.
Skemmtileg mynd úr Seinna-Stríði!
- En þegar jörð hefur náð almennilega að frjósa, er góð spurning hvor herinn græðir meir á því.
- Þegar Rússland hóf innrás í febrúar, þá var það mitt í kaldasta hluta vetrar, þegar jörð er best yfirferðar -- fyrir innrásar-her.
Önnur skemmtileg mynd frá Seinna-Stríði
Rússneskir skriðdrekar geta einnig orðið fastir í úkraínskri leðju
Leðjutímabilið alræmda ætti að verða búið fljótlega!
- A Russian milblogger claimed on December 3 that the ground has frozen along the Kreminna-Svatove line and that he expects that Ukrainian forces will likely increase the pace of their counteroffensive operations in the area as a result.
- Luhansk Oblast Head Serhiy Haidai also stated on December 2 that weather is finally changing on the Kreminna-Svatove line and that he expects that Ukrainian forces will soon be able to improve their counter-offensive maneuver operations as mud in the area fully freezes.
Svæðið umræmda, Kreminna-Svavtove, er beint framhald af bláa-svæðinu!
Ef marka má ofangreint -- reikna hvorir tveggja!
- Rússneskir bloggarar ...
- Úkraínskir aðilar er gegna svipuðu hlutverki.
Með því, að jörð verði nægilega frosin fljótlega í norðanverðri A-Úkraínu.
Að stríðið fari að nýju í fullan gang í N-hluta A-Úkraínu.
M.ö.o. að leðju-jörð, hafi verið að hamla sóknar-aðgerðum Úkraínu-hers.
Nú um hríð, en fljótlega verði jörð frosin!
--Þannig, að sókn Úkraínu í Luhansk héraði, geti farið aftur á fullt.
- Ég get að sjálfsögðu ekki - fullyrt neitt sjálfur.
Einungis, vísa í skoðanir umræddar aðila. - Hinn bóginn, getur þetta vel staðist hjá þeim.
Rússar á hinn bóginn, halda enn uppi stöðugum árásum í Donetsk!
Leðja gæti útskýrt áhugaverða breytingu á tjóns-tölum Rússa!
En ég sá nýlega áhugaverðar tölur: Hlekkur
July | August | September | October | November | ||
Personnel | 5280 | 7320 | 11260 | 12860 | 16970 | Personnel |
Tanks | 191 | 229 | 357 | 344 | 217 | Tanks |
APV | 275 | 334 | 604 | 552 | 376 | APV |
Artillery | 136 | 183 | 282 | 333 | 174 | Artillery |
MRLS | 13 | 28 | 49 | 47 | 12 | MRLS |
AA | 12 | 36 | 23 | 21 | 13 | AA |
Aircrafts | 6 | 11 | 30 | 12 | 4 | Aircrafts |
Helicopters | 4 | 15 | 21 | 31 | 4 | Helicopters |
UAV | 91 | 115 | 158 | 406 | 147 | UAV |
cruise missiles | 31 | 22 | 50 | 151 | 134 | cruise missiles |
ships | 0 | 0 | 0 | 1 | 0 | ships |
vehicles | 302 | 327 | 547 | 357 | 298 | vehicles |
special equipment | 21 | 22 | 27 | 23 | 9 | special equipment |
- Takið eftir, í nóvember er tjón Rússa á tækjum minna, en mánuðina á undan.
- Samtímis er manntjón þeirra meira.
Það gæti þítt, vegna leðju í nóvember, hafi þeir beitt - farartækjum síður.
Í staðinn, beitt hermönnum á hlaupum í meira mæli!
- Hlaupandi hermenn, hafa ef til vill - síður verið hindraðir af leðju.
- Rússn. yfirmenn, hafi því ákveðið - til að halda árásum áfram, að beita hermönnum, án stuðnings farartækja.
Þetta útskýri, af hverju mannfall sé meir í þeim mánuði!
Samtímis, og tjón á farartækjum í nóvember sé minna en mánuðina á undan.
Ef marka má þær tölur, er mannfall Rússa í 2 mánuði: Nær 30.000.
Síðan Rússar hörfuðu frá Kherson, hafa litlar hreyfinga orðið á víglínum!
Rússar hafa samt allan tímann, beitt stöðugum árásum í Donetsk héraði.
Þær árásir, hafa á hinn bóginn -- ekki skilað nema litlum árangri.
Sannarlega hafa nokkur þorp fallið til Rússa, þá 2 mánuði þær árásir hafa staðið yfir -- en Úkraínumenn, halda enn öllum mikilvægum stöðum sem barist hefur verið um þar.
Og það virðist ekki sennilegt að Rússar nái þeim stöðum!
- Mannfall hefur verið talið verulegt hjá Rússum, út af þeim árásum.
- Það hefur þó vantað tölur yfir þær mannfall.
Ég get alveg trúað því að mannfall, í þeim árásum, nálgist 30.000.
Eins og tölurnar að ofan, benda til.
Ekki síst, þar eð þær árásir, eru á því tíma þegar aðstæður til stríð, eru einna erfiðastar í Úkraínu -- þ.e. í miðju leðjutímabilinu.
- Ef Úkraína, ætlar að hefja aðra stór-árás, meðan vetur stendur enn yfir.
- Verður það væntanlega, í janúar - til - febrúar.
Einmitt, þegar veturinn stendur hæst - því þegar kaldast er, er landið frosið.
Sannarlega kunna Rússar einnig að nýta sér, hávetur.
Hinn bóginn, virðist eitt og annað benda til þess.
--Að Úkraínumenn, græði frekar á frosinni jörð, en Rússar -- a.m.k. nú.
Í sl. febrúar var það öfugt, því þá var innrásarher Rússa -- óskemmdur.
Og með yfirburði í hertækjum, því hreyfanleika!
--En síðan þá, hefur Rússa-her orðið fyrir það miklu tækja-tjóni, að talið er sennilegt, nú hafi Úkraínu-her yfirburði í, mögulegum hreyfanleika.
Það auðvitað kemur allt í ljós -- á nýárinu!
Niðurstaða
Ef einhver bendir á Seinna-Stríð, þá bendi ég viðkomandi strax til baka á.
Að Úkraína er í því hlutverki að verjast innrás á heimavelli, í þetta sinn.
Úkraínumenn, hljóta að þekkja sinn heimavöll betur, en innrásarher.
Og Úkraínuher, samtímis nýtur þess -- að hafa stuðning fólks er býr á svæðinu.
Sovéski herinn, sannarlega naut alls þess sama í Seinna-Stríði.
En í dag, þá er Rússa-her í hlutverki innrásar-liðs.
Þannig, að notkun á líkingu við nasista gengur ekki upp.
Né heldur, að nota líkingu við innrás Napóleóns.
Nema -- Pútín sé Napóleón, eða Hitler.
Bendi fólki á þetta, ef einhverjum dettur í hug að beita líkinga-máli.
- Ef menn nefna, Íraks-stríð 2003, þá sannarlega réðust bandar. með ólöglegum hætti á Írak það ár, og orsökuðu mikið mannfall.
- Hinn bóginn, gengur það ekki upp að nefna það stríð -- sem réttlætingu fyrir innrás Rússa í Úkraínu; nema þeir viðkomandi -- séu að segja innrás Bamdar. í Írak, hafi verið réttmæt.
Hinn bóginn, var ég andvígur 2003 ævintýri Bush, og sannarlega er og mun alltaf verða, andvígur innrásar-hernaðarævintýri Pútíns, árið 2022.
Ég lít á hvoruga innrásina sem réttmæta, þ.e. hvorki 2003 né 2022.
Það þíði því ekki að benda mér á 2003 atburðinn, né að halda því fram við mig innrásin í Úkraínu, réttlætist af einhverjum meintum aðgerðum NATO.
Ég kaupi ekki nokkrar slíkar skýringar!
Það kemur síðan í ljós á nýárinu hvort Úkraínustríð fer aftur í fluggýrinn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning