Í sl. viku náðu Rússar loksins að brjótast í gegnum varnir Úkraínu-manna, nánar tiltekið varnarlínu er leitaðist við að halda Rússum frá Lysychansk. Rússa-her náði að úthverfum Lysychansk á föstudag.
Blasir því við, að staða Úkraínuhers á hinum árbakkanum, í Sievierodonetsk varð þá ómöguleg, er her Rússa nálgaðist Lysychansk.
Orrustan um Lysychansk er væntanlega að hefjast!
Orrustan Sievierodonetsk stóð í 2 mánuði
Ómögulegt er að segja, hvort bardaginn um Lysychansk endist eins lengi.
Hinn bóginn, verjast Úkraínumenn greinilega ávalt af mikilli hörku.
- Fyrir bragðið hefur sókn Rússa í Luhansk héraði, en borgirnar tvær ásamt nágranna-sveita-félögum þeirra, eru loka-vígi Úkraínu í Luhansk héraði.
- Áður en sókn Rússa hófst undir lok Apríl í Luhansk, var Úkraínuher, með 10% af héraðinu á sínu valdi.
--M.ö.o. hefur verið nú barist í liðlega 2 mánuði, um loka 10% Luhansk héraðs. - Meðan, Úkraínumenn halda enn a.m.k. hlutum Lysychansk, og sveita-félaga í nágrenni hennar er Rússar hafa ekki enn náð til; þá hefur Rússa-her ekki lokið töku Luhansk héraðs.
- Bendi á, þó Rússa-her næði á endanum, öllu Luhansk héraði --> Væri Rússland ekki búið að taka allt, Donbas.
- En, Úkraínu, ræður yfir - ca. helmingi að Donetsk héraði --> Er einnig telst vera, Donbas.
Hinn bóginn, gæti Rússlands-stjórn ákveðið að -- fullyrða, töku Donbas lokið.
Ef Rússa-her nær að klára töku, Luhansk héraðs!
Hver veit, en þ.e. vinsæl kenning í dag --> Að Rússlands-stjórn, kalli það sigur í stríðinu, ef þeim áfanga er náð, töku Luhansk!
Kannski þíddi það, að Rússland óskaði þá eftir vopna-hléi!
Það eru að sjálfsögðu vangaveltur, en miðað við hve erfiðlega það hefur gengið að klára að taka Luhansk, þær orrustur gætu staðið 2-mánuði eða lengur til viðbótar.
Virðist ósennilegt, að Rússlands-her hafi til þess styrk úr þessu, að ná frekari árangri!
Hreyfingar litlar á öðrum vígsstöðvum í Úkraínu!
Enn sem fyrri, bendi ég á það augljósa - að blóðtaka herjanna í átökum er mikil.
Rökrétt, að sú blóðtaka sé ívið meiri Rússa-megin, þ.s. þeir sækja fram í Luhansk.
Samtímis án þess að hafa - tæknilega yfirburði.
Enn sem fyrr, treysti þeir á yfirburði í liðs-afla, og sérstaklega fleiri stórskota-vopn.
Vandinn sé auðvitað sá, að ef e-h er, hafi Úkraína nú -- yfir betri tækni að ráða!
--Rússar hafi þó - að virðist - verulega fleiri fall-byssur.
- Eins og ég hef áður nefnt, virðist mér þetta nú, líkara -- Fyrra-Stríði.
- En því Seinna!
Vegna þess, að Rússar virðast sækja fram í krafti - stórskota-liðs.
Ekki í krafti, yfirburða t.d. í skrið-drekum, eða öðru slíku.
--Þeir virðast ekki geta hreyft sig, fyrr en -- allt hafi verið sprengt í tætlur.
- Því virðist mér aðferðin, keimlík þeim lýsingum á Fyrra-Stríði, ég hef lesið.
Niðurstaða
Í sl. viku, náður Rússar loks gegnumbroti þannig að varnir Úkraínumanna er höfðu hindrað sókn að Lysychansk, biluðu. Við það - augljóslega, varð staða Úkraínumanna í Sievierodonetsk borg, handan Severskyi-Donets ár -- ómöguleg. Og því rökrétt að undanhald þaðan væri fyrirskipað undir lok sl. viku.
Í staðinn, má gera ráð fyrir að orrusta um Lysychansk, taki nú við. Að Úkraínu-her verjist nú þar í staðinn.
--Engin leið að spá fyrir hve lengi sá bardagi varir. Hvort það verði 2-mánuðir rúmlega, eins og um borgina hinum megin Donets ár.
Þó aðrar víglínur í Úkraínu hafi lítt til ekki hreyfst í sl. viku, þíði það ekki að hvergi annars staðar hafi verið barist; einungis það að þeir bardagar náðu lítt að færa til línur herjanna!
Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.
- En það má kannski halda því fram!
- Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun.
Þannig, að Úkraínuher standi þá frammi fyrir því, að þurfa að taka stærra landsvæði, ef til standi að láta drauminn rætast, að þvinga Rússa til undanhalds frá Úkraínu.
- Ég er sem sagt, ekki viss að Rússar séu að leita eftir -- betri samningsstöðu.
- Frekar, betri vígsstöðu!
Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Rétt að nefna, að Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.
--Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.
- Þetta getur þítt, að Úkraínu-her fái fyrir haust, liðsstyrk sem meir en bæti upp allan liðsmissi þá mánuði stríðið hefur staðið.
- Leggjum það saman við allar vopnasendingarnar!
Sjáum til!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ótrúleg veruleikafirring og vanþekking á hvað er að gerast þarna.
Að halda því fram að Úkraínumenn eigi einhvern möguleika á sigri er ótrúlegt.
Svona niðurstaða fæst bara með því að lesa falsmiðla vestursins, CNN og fleiri sorprit.
Úkrínumenn eru að missa 1.000 manns á dag, meira að segja þeir sjálfir hafa viðurkennt mikið mannfall.
Enginn her stenst slíka slátrun. Talað er um að Úkraínumenn hafi misst 50.000 hermenn.
Til að afla þér betri heimilda, þá mæli ég með The Drezin report og The Duran á Youtube, Scott Ritter, The New Atlas og Defence Asia, allt á Youtube
Arnar Loftsson, 27.6.2022 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning