Úkraínu virðist hafa tekist að þróa eigin - skipa-eldflaug: One Of Russias Biggest Cruisers Has Sunk Off Ukraine.
Neptúnus flaugin: Neptune.
Neptúnus flaugin hefur skotist þannig séð á stjörnu-himininn, eftir að Úkraínumenn hafa sl. vikur beitt henni ítrekað í árásum á rússnesk herskip, þau er tilheyra Svarta-hafs-flota Rússlands.
Þetta virðist manni, magnað afrek að Úkraínumenn hafi þróað eldflaug sem hefur að best verður séð, sambærilega hæfni við margar af bestu -- skipa-eldflaugum annara þjóða.
Tilraunaskot á Neptune 2019
- Það sem Úkraína virðist hafa gert, er að stórfellt uppfæra eldflaug sem upphaflega er frá Sovét-tímanum: Kh-35.
- Neptúnus flaugin er tekin í notkun 2021, í samanburði við Sovét tímabils flaugina, hefur - nýjar tölvur og radar. Sprengihleðsla 150kg.
Lauslegt viðmið, hver flaug geti grandað allt að 5þ. tonna skipi.
Úkraína hefur auðvitað fullan aðgang að vestrænum tölvum.
Tvær Neptúnus flaugar virðast hafa hæft beitiskipið Moskva!
Það sem vekur athygli, að tveim flaugum er skotið - tvær hæfa.
Og 12þ. tonna skipið er nú á hafsbotni.
- 12.490 tonn
- Lengd 186,4m
- Breidd 20,8,
- Rysti 8,4m
- Áhöfn 419
Þetta kvá vera stærsta herskip sökkt síðan Seinni-Styrrjöld.
Herskipið var gríðarlega öflugt, það merkilega er: áhöfn mistekst að verja skipið.
Nú er það á hafsbotni - neita að trúa því enginn úr áhöfn hafi meiðst eða látist.
Neptúnus flaugin, drægi 300km
Áhrifin af tilvist Neptúnus-flaugarinnar, getur verið - area denial!
Eftir að Úkraína hefur nú eyðilagt 4 herskip Svarta-Hafs-flota.
Á vikum, þá þarf líklega flotinn að halda sig -- utan 300km.
- Ef svo er, þá pent getur rússneski flotinn -- ekki lengur tekið þátt í stríðinu um Úkraínu.
- Fyrir bragðið, er líklega -- innrás af hafi t.d. í Odesa.
Líklega nú útilokuð. - Fyrir bragðið, sé megin höfn Úkraínu.
Nú mun öruggari en áður, síðan innrás Rússlandshers hófst.
Ef þetta er rétt túlkun -- þá er þetta annar meiriháttar sigur Úkraínu.
Ekki gleyma, Tyrkland hefur lokað aðgengi að Svarta-hafi.
Rússland getur því ekki sent flr. herskip. inn á Svarta-haf.
Bayraktar Drón á flugi
Hvernig árásin líklega fór fram!
Sennilegast virðist, að Úkraína hafi flogið Bayraktar drone -- í grennd við beitiskipið Moskva, slíkur drón er afar hægfara ca. 200km. hámarks-hraði -- fljótt á litið gæti manni virst sá vera auðvelt skotmark.
Á móti kemur, að slíkur drón er afar - stealthy - þ.e. mjög lítill á radar.
Og þegar sá flýgur í nokkur þúsund metra hæð.
Er hann nánast ósýnilegur!
Ukraine war: Kyiv claims successful hit on Russian warship
- Lykillinn af velheppnaðri árás, er líklega þetta - stealth drone - sem staðsetur skipið nákvæmlega.
- Dróninn, sendir nákvæmlega staðsetningu til skotpalls falinn í grennd við Odesa.
- Flaugum er þá skotið, meðan dróninn flýgur áfram yfir skipinu - án þess að radar skipsins greini að flestum líkindum, dróninn.
- Dróninn heldur áfram, að leiðbeina eldflaugum að skotmarki.
- Báðar eldflaugar hæfa skotmark, og útkoman skipið sekkur innan nokkura klukkutíma.
Líkillinn að árásinni, virðist einmitt þetta að Úkraína ræður yfir - drónum - sem eru nánast fullkomlega ósýnilegir á radar, þó hægfara -- eins og sjáist af þessu.
Þá virðist að rússneskir radarar eigin engan hægan leik við að sjá þá.
- Eldflaugarnar fljúga lágt yfir haf-fletinum - sea skimming.
- Þær nota þotu-hreyfil til flugs - cruise missiles.
- Er skotmarkið nálgast, er - eldflaugar-hreyfill ræstur - sá gefur aukinn hraða.
Skipið tæknilega á að geta skotið slíkar flaugar niður, sbr. langdrægur radar.
Ásamt varnarflaugum, og byssu-turnum.
En greinilega brást varnarkerfið -- óþekkt hvort áhöfnin yfir höfuð sá eldflaugarnar áður en þær hæfðu.
Mikilvægt atriði getur verið, að skipið er smíðað á 9. áratugnum.
Uppfærslur á búnaði skipsins, virðast ekki hafa verið - umfangsmiklar.
M.ö.o. þó stórt og mikið, hafi skipið verið orðið úrelt.
- Þetta virðist vandamál mikils hlutfalls búnaðar Rússlands.
- Sannarlega er herinn stór.
En Rússland hefur ekki nema -- brota-brot af fjármagni þess, sem önnur stór lönd hafa.
Og sú fátækt Rússlands -- þ.e. skortur á fjármagni er örugglega að birstast.
- M.ö.o. Rússland, vegna fátæktar, hafi ekki haft efni á að -- uppfæra nægilega gömul tæki og tól, frá Kalda-stríðinu, sbr. Mosku.
- Þegar búnaður er orðinn úreltur -- eins og sést á eyðileggingu skipsins.
Þá kannski er sannleikurinn sá -- sá búnaður á ekkert erindi í nútímastríð.
Niðurstaða
Ef ég er ekki að offtúlka að Úkraínu hafi tekist að núlla út áhrifamátt Svarta-hafs-flota Rússlands, þá erum við að tala um: Stórsigur Úkraínu nr. 2.
En ég sé ekki hvað annað það getur talist, því Rússland hefur ráðið yfir hæfni til að gera árás frá hafi, á móti kemur að sú árás gat ekki verið stórfelld - því fjöldi innrásar-skipa sé ekki það stór, því ekki sá her þau skip geta sett á land.
Eitt af skipunum sem eyðilagt var sl. vikur, var einmitt eitt af þessum innrásar-skipum, og nú með eyðileggingu stóra beiti-skipisins, en styrkur þess lág ekki síst í öflugum eldflaugum sem skipið var búið, sem var hægt að nota til að styðja við slíka aðgerð, þ.e. hugsanlega innrás í Odesa frá hafi.
Árás frá hafi, hafi líklega hlotið að vara þáttur í árás frá landi.
Vegna þess að þrátt fyrir allt, var Svarta-hafs-flotinn ekki það öflugur.
En nú virðist sem að Úkraína, þurfi lítt að óttast þann flota.
M.ö.o. tennurnar hafi verið dregnar úr honum.
Enn er reiknað með meiriháttar árásum í Suður-hl.-Úkraínu innan vikna.
Rússland hörfaði með 40 herdeildir frá Norður-hl.-Úkraínu.
Þær herdeildir snúa líklega aftur til átaka.
En líkur á að það taki a.m.k. vikur að gera þær færar til átaka að nýju.
Fyrir utan að þær þurfa að fara töluverða vegalengd, þ.e. hörfuðu í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands -- síðan langt í Suður, til að geta aftur farið yfir landamærin til nýrrar árásar á Úkraínu.
- Margir velta því þó fyrir sér, hversu öflugur sá her sé þ.e. herdeildirnar 40, eftir að þær biðu stórtjón í átökum á Kíev svæðinu.
- Það er vanalega talið, herdeildir þurfi mánuði að ná sér -- eftir svo umfangsmikið tjón. En líklegt talið, að Rússlands-forseti skipi að þeim sé beitt sem fyrst.
- Því velta ýmsir fyrir sér að verið geti að þær séu ekki mjög sterkar.
Þó þær hafi fengið nýtt fólk, tja - ef um er að ræða minna þjálfaða einstaklinga, einstaklinga er aldrei hafa tekið þátt í átökum -- og ef hópurinn skortir alla samhæfingu. - Spurning einnig um móral, blanda saman nýju fólki í hóp er þegar beið ósigur.
Þ.e. auðvitað opin spurning hversu öfluga árás Rússlands-her getur enn gert.
Sumir tala unn um möguleika á sigri Rússlands: The weapons being sent to Ukraine and why they may not be enough.
Rússlandsher er í betri stöðu á Suður-svæði-Úkraínu, með styttri flutninga-leiðir.
Og mikilvægara, hefur flutningaleiðir a.m.k. úr tveim áttum.
Víglínan er einnig flóknari.
- Hinn bóginn, held ég að útilokað sé, að her Rússlands í Suður-hl. hafi ekki beðið verulegt tjón í átökum t.d. hörðum átökum um Mariupol, er hlýtur fljótlega að ljúka.
- Sumir hafa talað um, með falli Mariupol, muni Rússlands-her gera tilraun til að umkringja megin-her Úkraínu í Lugansk, ca. 40þ. manna lið sem hefur haldið varnarlínu þar - síðan átök hófust.
Hinn bóginn, þá er stöðugt verið að senda Úkraínu flr. vopn, sannarlega þarf Úkraína stöðugar vopnasendingar -- en punkturinn er: Tjón hers Rússlands á Suður-svæðinu hlýtur einnig að vera töluvert.
Þó hann hafi ekki beðið ósigur, tennurnar séu ekki úr dregnar.
Hefur stríðið í Suður-Úkraínu, virst mjög nærri pattstöðu.
Það sé langt í frá öruggt, að herinn sem mætir aftur innan nokkurra vikna.
Sé í reynd nægilega öflugur liðsstyrkur, eftir þær ófarir sá her áður beið.
Og ekki láta hjá líða að muna -- Úkraína mun einnig færa sitt lið frá Kíev svæðinu.
Ég er því orðinn sæmilega bjartsýnn um það, að Rússland geti ekki unnið.
A.m.k. ekki með hefðbundnum aðferðum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.4.2022 kl. 11:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vísir.is 5.4.2022:
"Um 91% Úkraínumanna styðja aðild Úkraínu að Evrópusambandinu."
13.4.2022 (síðastliðinn miðvikudag):
Umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að NATO verði samþykktar á leiðtogafundi NATO í lok júní
13.4.2022 (síðastliðinn miðvikudag):
Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi og myndu missa meirihlutann á Alþingi
9.3.2022:
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
Bráðum springa mörlenskir öfgahægrikarlar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að súrsaðir selshreifar, sviðakjammar, hrútspungar og lambatittlingar dreifast yfir heimsbyggðina.
Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 14:04
Þorsteinn Briem, held mig áfram við að vera hvorki með né móti aðild, hef alltaf verið í þeirri óvenjulegu aðstöðu - að vera ekki skírt í fylkingu í málinu. Ég lít ekki á aðild sem afar mikilvægt mál fyrir Ísland, á móti ekki heldur sem eitthvað er væri rosalega slæmt eða endilega - slæmt. Fyrir fólk sem er mjög fylgjandi aðild, virðist stóra málið að vera í hópnum -- sé það ekki sem slæma framtíð per se - hinn bóginn, hef ég alltaf litið þannig á að EES samningurinn virki. Það sem ég hef alltaf verið harður stuðningsmaður fyrir, er NATO aðild landsins sem og stuðningur við svokallað - Vestur - við séum Vesturland hvernig sem hlutirnir snúast. NATO aðild sé ekki - optional - í mínum huga. ESB aðild hinn bóginn sé það. Ég held að skoðana-kannanir séu ekki stór prófsteinn núna, það sé svo margt sem geti farið með öðrum hætti þangað til næst skal kjósa. Svo margt sem ríkisstjórnir Íslands ráða ekki við - eru alltaf leiksoppar. Í hlutverki áhorfanda. Sama hver sú ríkisstj. er.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2022 kl. 14:36
17.4.2022 (í dag):
Að minnsta kosti fjörutíu sjóliðar fórust þegar beitiskipinu Moskvu var sökkt
Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 22:43
17.4.2022 (í dag):
"Talsmaður innanríkisráðuneytis Úkraínu greindi frá því í kvöld að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu."
"Fyrr í apríl sagði Ursula von der Leyen, forseti Evrópuráðsins, að hún tæki fagnandi á móti umsókn frá Úkraínu um aðild að sambandinu. Hún sagði að fyrsta skrefið væri að svara spurningalista sem nú hefur verið gert.
Ursula sagði einnig að venjulega tæki það ár að mynda sér skoðun á máli sem þessu en hún héldi að nú myndi það aðeins taka nokkrar vikur.
"Við munum flýta ferlinu eins og hægt verður um leið og við tryggjum að öll skilyrði verða uppfyllt. Við erum með ykkur þegar ykkur dreymir um Evrópu. Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni," sagði Ursula von der Leyen."
Umsóknarferli Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu farið af stað
Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 22:59
Þorsteinn Briem, áhugavert sýnir hvað nútímatæknin gerir a.m.k. um sumt alræði erfitt fyrir að fela upplýsingar, sonur hringir í mömmu með GSM -- já ég var búinn að heyra fregnir af því að ESB hafi tekið við formlegri umsókn, Zelensky gekk frá henni rámar mig einhvern-tíma í annarri viku stríðsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.4.2022 kl. 11:13
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en ekki Evrópuráðsins, eins og sagði í ofangreindri frétt á Vísir.is.
Ursula von der Leyen
15.3.2022:
Rússland rekið úr Evrópuráðinu
Evrópuráðið
7.4.2022:
Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 18.4.2022 kl. 21:26
Hvaðan hefurðu þær upplýsingar að Úkraínumenn hafi sökkt fjórum rússneskum herskipum? Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér, en myndi vilja sjá einhverja sæmilega trausta heimild fyrir því.
Theódór Norðkvist, 18.4.2022 kl. 23:15
3.12.2021:
"There are around 85 countries worldwide that have some form of obligatory military training."
"Out of the 44 countries in the geographical continent of Europe, 15 still have conscription [eru með herskyldu, Norðurlöndin Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen, Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Moldóva, Kýpur, Tyrkland. Holland, Austurríki og Sviss]."
"Prior to the war in Eastern Ukraine in 2014, [Ukraine] was planning to move away from conscription. In October 2013, then-President Yanukovich abolished mandatory military service.
However, after rising tensions with Russia conscription was reinstated again.
This year, 13,575 males were conscripted into the military. Due to ongoing hostilities with its neighbour to the East, Ukraine has been expanding the size of its military, however, most of it is staffed by professional personnel."
[Russia] has compulsory military service, with more than a quarter of a million young Russian men between the ages of 18 to 27 conscripted each year."
"Dodging the draft in Russia is a felony punishable by up to two years imprisonment."
"According to the Russian Ministry of Defence website, mandatory service in the armed forces is "not a fun ride, no matter where you find yourself serving your country, but being a real man is being able to take the pain and hardship. This experience will make your further civilian life so much easier."
They may be on to something there. Many roles within Russian society such as government service, are officially off-limits to those that have not served.
Most Russians are drafted straight after high school at the age of 18.
Unlike in the US, those that have served their country do not get their higher education tuition paid for by the government, but there is an option to enter university using armed services experience as a form of qualification for entry.
Russian law stipulates that those who have completed their compulsory service have a right to join state universities on "easy terms" which can mean the replacement of exams by interviews or a reduction in the number of exams."
Which countries still have conscription? (Hvaða ríki eru enn með herskyldu?)
Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins (Treaty of Lisbon):
"Does the Treaty of Lisbon create a European army?
No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.
However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.
A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."
Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 18.4.2022 kl. 23:28
Theódór Norðkvist, prófaðu að Googla nafnið - Berdyansk - og árás Úkraínu á rússn. skip. En fyrsta velheppnaða árásin, var er stórt lendingar-skip var gereyðilagt þar í höfninni. Þetta gerðir fyrir nokkru síðan. 2 önnur skip er voru þar, sukku ekki -- en voru án vafa tjónuð þannig að þau eru ekki nothæf. Ég notaði ath. orðið -- eyðilögð. 4. skipið varð síðan fyrir árás nú um daginn, einungis 2 þeirra eru - staðfest sokkin, 2 í Berdyansk voru dregin á brott án þess að sökkva.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.4.2022 kl. 11:42
OK takk f. svar, virðist vera rétt, fann þessa frétt:
Ukrainians claim to have destroyed large Russian warship in Berdyansk
Theódór Norðkvist, 19.4.2022 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning