Hvernig Biden forseti Bandaríkjanna hefur ekki þingmeirihluta fyrir loftslags-aðgerðum - er leiddi til þess Biden skrifaði ekki undir markmið um að binda endi á kolanotkun; sýni hve litlar líkur séu á að loftslagsmarkmið náist!

Joe Manchin er auðvitað ástæða þess, að Biden hafði enga möguleika til þess að styðja markmið um -- bann við notkun kola fyrir 2030; en Manchin virðist tengjast kola-iðnaðinum í Bandaríkjunum sterkum böndum, m.ö.o. hafa sterka fjárhagslega hagsmuni þar um.

Afstaða hans virðist einfaldlega tengjast hans persónulegu hagsmunum, m.ö.o. sem eigandi verulegs hluta í einu slíku fyrirtæki - þá hafi hann verið andvígur kolefnis-skatti - hækkunum skatta á fyrirtæki alfarið og að sjálfsögðu fyrirfram ljóst, hann mundi ekki samþykkja - fyrir-hugað bann við notkun kola fyrir 2030.

Will Joe Manchin Save Voting Rights?

  • Ástæða þess Manchin hafi getað beitt niðurskurði á fyrirhugað - loftslagsprógramm Biden, og þar fyrir utan einnig á fyrirhugaðan félagsmála-pakka Bidens.
  • Sé einfaldlega að -- sérhver þingmaður Demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, hafi neitunarvald.
    Stafar af því að hafa einungis meirihluta upp á einn.
    Manchin hafi því haft tækifæri til að -- hafna því sem hann ekki vill.
    Og hefur sannarlega ekki látið sitt ljós skýna.

En þessi staða í Bandaríkjunum, sýni hversu vonlítil staða aðgerða gegn loftslagsvá sé!
Má sennilega fyllyrða með 100% öryggi, engin möguleiki sé til að ná 1,5°C markmiði.
Að auki séu líkur á að 2°C markmið sé sennilega hæpið!

Pact to end coal use undermined as US fails to sign

The world’s top-three coal consumers in China, India and US,representing 72 per cent of global emissions from coal-fired power, did not sign ...

IEA warns Paris climate target at risk as US and China shun coal pact

Without addressing this problem, the chances to reach our 1.5C target is close to zero, -- Fatih Birol  said.

Augljóslega, er lönd sem standa fyrir 2/3 af kolanotkun, taka ekki þátt í samkomulagi.
Þá er vart hægt annað en að líta það samkomulag, marklítið plagg.

  1. Ég saka ekki Biden persónulega um svik.
  2. Það hefði verið án tilgangs fyrir hann að skrifa undir.
    Í fullri vitneskju þess að ómögulegt væri fyrir hann að framfylgja samkomulaginu í nokkru hinu einasta atriði.
  3. Eiginlega í því ljósi -- hefði verið óheiðarlegt af honum, að skrifa undir.

 

Niðurstaða

Það að litlar líkur séu líklega á að bundinn verði endir á kolanotkun í stórfelldum mæli fyrir 2040 eða jafnvel fyrir 2050 - eða jafnvel enn síðara ártal. Líklega bendi til þess að líkur þess að ná fram 2°C markmiði séu hverfandi, samtímis og 1,5°C markmið sé sennilega nú einungis draumsýn.
Mannkyn gæti verið að stefna á 3°C. Jafnvel enn hærra!

En Bandaríkin eru ekki eina landið þ.s. pólitískt erfitt gæti reynst að ná markmiðum fram, sérstaklega er engin leið verður að forða því -- ef markmið eiga að nást, að hár kostnaður falli á borgara hvers lands.

Þ.e. auðvelt að lýsa sig sammála, meðan það kostar viðkomandi nær ekki neitt.
En, þegar maður t.d. skoðar ummæli í fréttamiðlum frá Bandaríkjunum er rætt er við almenna borgara - í kjölfar nýlega afstaðinna kosninga á svæðum innan Bandaríkjanna.
--Skýn í gegn, andstaða við sérhverjar kostnaðar-hækkanir - hvort sem það eru gjöld eða skattar; m.ö.o. almenningur vill -- kostnaður sé enginn.

New Jersey’s suburban voters provide ‘wake-up call’ in Democrats’ slim victory

You’re going to bring that up to me when I have to pay $1.50 more to fill my thousand-gallon home heating oil tank? -- That’s $1,500!

Veruleg óánægja sé með nýlegar eldsneytis-hækkanir, þó þær í engu tengist ákvörðunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna! Vart þart að spyrja um viðhorf viðkomandi, gagnvart hugsanlegum -- kolefnis-gjöldum, þar ofan á.

Sem sagt, almenningur sé ekki tilbúinn - að borga neitt aukalega.
Hvorki með gjöldum né sköttum.
Meðan svo er, þá er nær engin von til þess -- að pólitíkin taki verulega aðra afstöðu, en þá að tala um aðgerðir - í cirka besta falli - en síðan gera nær ekki neitt.

Eftir allt saman vilja menn vera endurkjörnir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Almenningur á hauk í horni hjá Manchin.

Það er ekkert venjulegu láglaunafólki bjóðandi að vera rukkað um pening sem það á ekkii til húshitunar, vegna þess að einhverjir geðbilaðir menn eru að ímynda sér að þeir geti stjórnað veðrinu.

Í vetur mun fólk deyja vegna hærri kolefnisskatta.  En það er líka hluti af tilganginum.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2021 kl. 23:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, Grímur þú ert merkileg persóna hvernig þú getur hundsað öll nútímavísindi með því penna-striki að segjast ósammála þeim, nokkurs konar hroki að sjálfsögðu -- þ.e. full vitneskja um það með hvaða hætti hitun af mannavöldum orsakast; og þ.e. vel mögulegt að bakka í skrefum með þá þætti sem fullkomlega vísindalega er sannað er að orsaka þær breytingar á -veðri- eins og þú kallar það.
En það getur að sjálfsögðu ekki annað en endað illa -- en þær -veður-breytingar- pent halda áfram að magnast stig af stigi, ef mannkyn bakkar ekki með þá þætti sem eru að skapa þá vaxandi hlínu, sbr. veðurbelti halda þá áfram að færast til - þar til að því kemur að raskanir fara að trufla fæðuframleiðslu í löndum sem þegar eru -- í hitabeltinu. Einfalt mál, þú leitar ekki upp aðrar plöntur í hitabeltinu - ef fæðuframleiðsla þar bregst, því þær eru ekki til -- er örsökin er hlínun umfram þ.s. þær plöntur geta þrifist.
Þá pent hefst stórfelldasta hungurs-neyð sem mannkyn hefur séð. Þú kannski mun stara blindum augum þegar það dæmi hefst - en líklegasta afleiðing þess okkar megin mundi vera - að líkindum - stórfellt hækkað matvæla-verð + gríðarleg holskelfa af örvæntingarfullu fólki frá deygjandi löndum, holskefla langt langt umfram þær flótta-manna-tölu sem við hingað til höfum séð.
Ef þetta dugar ekki til að hreyfa við þér, þá eru 2 lönd - Pakistan og Indland, lönd þ.s. þegar er mjög hlýtt -- í tölu þeirra landa þ.s. hlýnun getur gert mannvist nokkurn veginn óbærilega, bæði löndin eiga kjarna-vopn. Auðvelt að sjá, er þau fara að flosna upp -- gæti pólitíkin í þeim báðum orðið afar -nasty- og endað með kjarnastríði þeirra á milli. Þó það fyrst og fremst mundi drepa þeirra eigið fólk.
Ef maður ímyndar sér hitun enn halda áfram, þá kemur að því að hitun fer t.d. að gera landsvæði við Miðjarðarhaf óbærileg mannvist, og maður mundi ætla að svæði í Suður-hluta-Bandaríkjanna gætu lent í sambærilegu. Þarna erum við að tala um a.m.k. kynslóð fram í tímnann.
En því lengur sem -- þessar manngerðu breytingar halda fram, því verra verður ástandið. Á endanum yrði röskun mannlífs á plánetunni líklega nægilega mikið -- til þess að fólksfækkun á plánetunni leiddi til þess að fyrir einhverja rest leiddi fækkun til viðsnúnings þeirrar þróunar.
En engin leið er að vita fyrirfram - hvort löndin nægilega langt í Norðri eða vel skipulögð stór Eylönd, mun takast að viðhalda skipulögðu samfélagi í gegnum slíkan harmleik -- ef maður ímyndar sér að þínar skoðanir, að þykjast ekki sjá neitt - meðan harmleikurinn nær sífellt hærra stygi - mundi fá að ráða för.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.11.2021 kl. 21:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar Björn hefur ekki minnstu sönnun þess að hlýnun sé af mannavöldum. Jarðsagan vitnar um allt annað sem er ekki manntengt. Ísaldir og hlýskeið.Þú hefur ekki ráð á að skensa Ágrím Hartmannss vegna hans orða.Hann veit ekkert minna en þú eða ég.

Halldór Jónsson, 7.11.2021 kl. 16:20

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einar, þín trúarbrögð eru engin vísindi, né eru þau byggð á neinu slíku.

V´sindi þurfa meðal annars að hafa forspárgildi.  Hvar er forspárgildið, Einar?

Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2021 kl. 21:11

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Það væri gaman ef þú myndir fjalla um vinsældir Joe Biden um þessar mundir. Og hvað skoðanakannanir segja um vinsældir Kamala Harris en hún sló víst nýtt met um daginn.

Birgir Loftsson, 9.11.2021 kl. 19:47

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Þú hefur ekki orðið við ósk minni og ætla ég hér með að svara spurningunni sjálfur. Kamala Harris er óvinsælast varaforseti Bandaríkjannna allra tíma með 27% stuðning en Biden er aðeins vinsælli, með 38%.

Sjá vefslóð:

https://www.utvarpsaga.is/kamala-harris-er-ovinsaelasti-varaforseti-bandarikjanna-allra-tima/

Birgir Loftsson, 11.11.2021 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband