Það er einmitt ástæða þess, að vaxandi tök Trumps á Repúblikanaflokknum.
Líklega eru góðar fréttir fyrir Demókrata!
Það hve óvinsæll vs. vinsæll Trump er!
--M.ö.o. hann var alltaf ívið óvinsælli en hann er vinsæll!
En á sama tíma er Biden, ívið vinsælli en hann er óvinsæll!
- Þetta sást á þróun -approval/disapproval rating- á sl. kjörtímabili.
Trump hékk alltaf -- nettó óvinsæll. Þó munur milli talna væri aldrei mikill.
Meðan Biden, hengur vinsælli en óvinsæll, með ívið meiri mun milli talna. - Því eru það góðar fregnir fyrir Demókrata, að tök Trumps séu að styrkjast.
Því -- Trump ef e-h er, fælir meir frá atkvæði, en hann laðar þau að!
M.ö.o. fyrir sérhvern þann hann laðar að, fælir hann annan frá.
Og það hallar ef e-h er, ívið meir í það hann sé atkvæðafæla.
Fyrir þá sem mótmæla því að Biden sé þetta vinsæll!
Rétt að benda á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum!
- Biden: 81.268.924 eða 51,3%.
- Trump: 74.216.154 eða 46.9%.
Ég get ekki séð í ljósi staðfestra kosninga-úrslita.
Að 53,5% -approval rating- sé klárlega ótrúverðug.
- Bendi fólki á, að það er ástæða að ætla að ánægja meðal almennings í Bandaríkjunum hafi vaxið -- en líklegast leiddi útbreiðsla kófsins í Bandaríkjunum, til taps Trumps í forseta-kosningunum; meðan að almenn ánægja virðist nú ríkja í bandar. samfélagi með það hver tök nýrrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa verið!
--Meira að segja ca. 40% Repúblikana virðast taka undir það. - Skv. meðaltali kannana i Bandar. eru 62,6$ ánægðir með COVID aðgerðir stjórnarinnar.
Með kófið í hraðri hnignun -- er rökrétt að sú ánægja skýni e-h inn í vinsælda-kannanir.
Sjá vef FiveThirtyEight: approval rating 53,5% -- Coronavirus crisis responce 62,6%.
Það sem gerir þann vef trúverðugan, þetta er raunverulegt meðaltal kannana!
Liz Cheney - Elise Stefanik!
Það áhugaverða, í stað Liz Cheney - kemur þingmaður með miklu mun, vinstri sinnað -voting record!
Ég er eiginlega sammála -Maga- hópnum í gagnrýni á Stefanik, m.ö.o. grunar hana um að vera klassískan tækifæris-sinna!
Það sem vekur athygli er, að Stefanik þegar skoðað er hvað hún greiddi atkvæði með vs. atkvæði gegn - sem þingmaður.
Þá er hún greinilega verulega vinstra megin við Liz Cheney.
- Sbr. Stefanik 78% með Trump, voting record.
- Liz Cheny 93% með Trump, voting record.
--Cheney er eftir allt saman, erki íhaldsmaður. Þrátt fyrir ruddalega framkomu til hennar.
Liz Cheny hefur sem sagt, mun oftar greitt atkvæði með laga-tillögum frá Trump.
En Elise Stefanik!
--Hinn bóginn, hefur Stefanik virst gæta sín á, að vera alltaf opinberlega sammála pólitískum yfirlýsingum Trumps.
Þannig að ég er alveg sammála -Maga- pressu gagnrýninni, að Stefanik líti ekki út eins og Trumpisti -- eina ástæða þess að verið er að bola Cheney frá.
--Er að Cheney hafnar - fullkomlega ósannaðri kenningu Trumps um stolnar kosningar.
En það virðist nú orðin að -loyalty- prófraun í Repúblikana-flokknum.
Ertu með eða ekki með Trump - í því að kosningarnar hafi verið stolnar.
--Þeir sem lísa sig ósammála, eru útmálaðir sem svikarar.
Hræðslan við Trump-sinna innan flokksins er greinileg.
Og þ.e. ástæða til að gruna - að margir séu Trumparar-in-name-only.
--Þarna vísa ég til ruddalegrar skilgreiningar -RINO- m.ö.o. Republican_in_name_only.
Það eru þeir kallaðir, sem voga sér að vera ekki - sammála Trump.
M.ö.o. lísa sig ósammála honum, í einhverju mikilvægu máli!
- Þ.e. alveg klassísk mannleg hegðan, að spila með.
Ef menn eru hræddir. M.ö.o. þykjast sammála! - Það virðist líklegt, margir Repúblikanar séu nú - að spila með.
Í von um að tími Trumps líði hjá.
Menn auðvitað sjá hve hart er gengið gegn, sérhverjum er - lísir sig ósammála.
Þannig það eru yfrið nægar ástæður að ætla, að ímsir haldi hausnum niðri, vonist til að sigla í gegn meðan Trump er þarna enn til staðar.
Vandinn er auðvitað sá, er flokkurinn er - Trump-ista-flokkur-eingöngu - að þá mjókkar skírskotun hans augljóslega!
Það verður líklega gróði Demókrata!
- Það er enginn vafi, að Repúblikanar töpuðu þingsætum í Georgíu. Vegna deilna um - meintar stolnar kosningar!
- Bendi hérna á áhugaverða könnun: Könnun tekin í Apríl. Því ekki gömul!
66% óháðra hafa neikvæða skoðun á Trump! 33% þeirra hafa jákvæða!
--Þ.e. til muna mikilvægari stærð, en skoðanir þeirra er kjósa Demókrata.
En þ.e. afar erfitt að sjá Trump vinna nokkra stóra kosningu - með drjúgan meirihluta óháðra á móti honum og skoðunum hans.
50% óháðra hafa jákvæða sýn á Biden. 49% óháðra hafa neikvæða sýn.
Biden hefur þarna greinilega ákveðið forskot í að nálgast óháða.
Þó margir óháðir séu greinilega skeptískir - eru þeir minna neikvæðir.
Þegar lítill munur er í kosningu. Getur þetta verið nóg til að skila sigri.
60% óháðra eru ósammála Trump um stolnar kosningar. 24% sammála!
29% Repúblikana eru ósammála Trump um stolnar kosningar. 60% sammála! - Ég sný þessu svona -- því þ.e. áhugaverðara að sjá, hlutfall ósammála Trump.
- Ca. 1/4 Repúblikana skv. því, er ósammála því kosningunni hafi verið stolið.
Að sjálfsögðu skiptir þetta máli.
Því þetta er fylgi, sem Repúblikana-flokkurinn gæti hrist af sér.
Ef -grievance- kenningin verður höfð afar hávært í fyrirrúmi í Repúblikana-flokknum.
--Sem flest bendi til að verði.
- Ef Repúblikana-flokkurinn fær ekki 1/4 af sínu venjulega fylgi.
- Vinna Demókratar nær pottþétt.
--Það gerðist nákvæmlega í Georgíu.
Þ.e. þegar Trump rétt fyrir þing-kjör þar, keyrði hart á -grievance- kenninguna.
Þá sat hluti Repúblikana heima.
Í kjöri þ.s. munur var lítill, var það meir en nóg að tryggja tap.
-------
Ofurháhersla á -grievance- kenninguna, er því líkleg að skila slæmum kosninga-útkomum.
Ef svo fram sem horfir, að hún taki algerlega flokkinn yfir.
--Þannig að enginn Repúblikani vogi sér að múkka við henni.
Síðan verði hamrað á henni áfram!
- Vegna þess, að 1/4 Repúblikana-kjósenda er ósammála.
- Og samtímis, eru 3/5 óháðra það einnig.
--Það pent þíði, meðan -grievance- kenningin sé í hávegum.
Líklega geti Repúblikana-flokkurinn ekki unnið almenna kosningu.
- Nema í algerlega öruggum kjördæmum.
- Þ.s. flokkurinn hafi ekki öruggt meirihluta-fylgi, geti verið að kenningin útiloki alla sigur-möguleika, svo lengi sem hún sé ríkjandi innan flokksins.
Kreppur og uppgangur í Bandaríkjunum, mynd: Merk Research. Nýjasta kreppan frá Mars 2020!
Þetta er ein af þeim ástæðum af hverju ég tel að Demókratar muni vera ríkjandi í bandarískum stjórnmálum líklega nk. 10-15 ár!
- Trump hefur á móti sér, vera tiltölulega óvinsæll - verra fyrir hann.
Fjölmennir kosninga-hópar er áður voru ekki á móti honum.
Tóku afstöðu gegn honum.
Erfitt getur verið að ná þeim til baka. - Þar fyrir utan, heldur hann fast á lofti kenningu -- sem 60% Bandar.m. er ósammála.
Hann ætlast til þess að allir flokksmenn hans, fylgi henni.
Eða verði ella hraknir frá embættum innan flokksins. - Síðan mun Biden '24 hafa svokallað -incumbent- forskot, þ.e. forskot sitjandi forseta.
Afar sjaldgæft er í sögu Bandar. að forsetar nái ekki öðru kjörtímabili.
--Trump lenti í kófinu, einu sinni per 100 ár atburði, margir Bandaríkjamenn töldu hann ekki hafa staðið sig í stykkinu - þar fyrir utan, að kófið leiddi fram kreppu.
Líklega hefði hann unnið, með sitjandi forseta forskotið, ef þetta hefði ekki gerst.
--Biden verður með sama - sitjandi forseta forskot. - Líklegast mun Biden erfa nýja hagsveiflu.
M.ö.o. ný uppsveifla fljótlega hefjast.
Og Biden sennilega græða stuðning út á hana - skiptir engu hvort hún sé honum að þakka eða ekki.
--Sitjandi forseta er yfirleitt þakkað, er vel gengur.
--Og samtímis kennt um, ef illa gengur.
Trump fékk að kenna á því síðar-nefnda er kófið hófst.
En áður en það skall yfir, naut hann efnahags-uppsveiflunnar stóð yfir, þar til kófið hófst.
Þegar þetta fer allt saman!
- Trump ívið óvinsælli.
- Trump með óvinsæla kenningu, sem hann getur ekki sleppt að halda samt á lofti.
- Biden verður sitjandi forseti í endurkjöri.
- Og örugglega verður efnahags-uppsveiflan enn í gangi upp á leið.
Þá ætti rökrétt Biden að vinna frekar örugglega!
- Það mun að sjálfsögðu ekki hjálpa Repúblikönum, að Trump þvingi þá til að fylgja -- hans greinilega óvinsælu kenningu.
- Né, að Trump þvingi það fram, að flokkurinn verði að -slavish- fylgja duttlungum Trumps.
--Eins manns skoðana-flokkur m.ö.o. - Samtímis, njóta Demókratar eðlilegrar fylgis-aukningar vegna efnahags-uppsveiflu í þeirra tíð.
--Skiptir engu öðru máli, en það - hún gerist í þeirra valda-tíð.
Þegar þetta fer saman, að sennilega verði önnur hagsveifla líklega í áratug.
Eins og hagsveiflan á undan!
Það fer saman, að - lamandi hönd Trumps, hangir á flokknum.
--En það að, þvinga flokkinn inn á eina skoðun, er rökrétt lamandi.
--Auk þessa, að gera að skildu - að fylgja skoðun sem 60% Ameríkana er ósammála.
Þá á ég von á því að Demókratar ráði landinu í a.m.k. ca. áratug, ef ekki ívið lengur.
Trump sé í reynd að gera flokknum ómöglegt að vinna almennar kosningar.
Nema á svæðum þ.s. Repúblikana-meirihluti er sterkur fyrir.
--Þannig líklega tapi Repúblikanar víðast þ.s. þeirra staða er tæp.
--Og líklega eigi ekki raunhæfan möguleika á að taka fylgi af Demókrötum.
Trump með því að negla flokkinn í -- eins manns skoðana-flokk.
Og geirnegla þeir verði að fylgja -- kenningunni hans.
--Tryggi þá útkomu.
Pólitíska útlegð Repúblikana-flokksins um töluverða hríð.
Niðurstaða
Flest bendi til þess að Trump sé að ná fullum tökum á Repúblikana-flokknum, þar með að þvinga flokkinn til að taka einarða afstöðu með -- kenningu um stolnar kosningar. Sem 60% Bandaríkjamanna er ósammála, þar með ca. 1/4 skráðra Repúblikana-kjósenda.
Augljóslega er þetta vandamál fyrir kjör-möguleika flokksins.
Tap flokksins í Georgíu þ.s. 2-þingsæti töpuðust til Demókrata.
--Sýndi þetta svart/á hvítu, m.ö.o. hversu atkvæða-fælandi sú kenning er.
Þar töpuðust 2-áður talin örugg þingsæti, til Demókrata.
Flest bendi til þess, að -slavish- fylgi-spekt við óvinsæla kenningu Trumps.
--Leiði fram frekari slíkar kosninga-ófarir Repúblikana.
Það er einfalt, ef stór minnihluti Repúblikana - er ætlast að fylgi skoðun sem þeir eru ósammála. Er líklegt að þeir -- sitji heima.
--Slík heima-seta, er meir en nóg til að tryggja Demókrata, hvarvetna þ.s. fylgis-munur er ekki mjög stór milli flokkanna.
Republicans drift ever further into Trumpism: Financial Times bendir á -
Trump lost the presidency, but his party did far better in non-presidential races. Millions of voters who endorsed Biden switched to Republicans down ballot.
Ábendingin, milljónir Repúblikana-kjósenda, skiptu seðlinum -- kusu Repúblikana til þings, en létu vera að kjósa Trump.
Eins og þekkt er, unnu Repúblikanar á í Fulltrúa-deild.
Samtímis er Trump sjálfur tapaði.
---------
Þess vegna er rétt að árétta aðvörunina um Georgíu. Að ef eins of flest bendi til, að Trump ætli að þvinga flokkinn yfir á stífa línu.
--Þannig að þingmenn verði að tala eins og Trump, og þeir geta.
Þá er hættan sú, að þeir skráðu Repúblikana-kjósendur sem ekki eru sammála Trump.
Muni ekki lengur fylgja flokknum - ef hann verður bara, Trump flokkur.
--Ef það eru svo margir sem þessir 1/4 sem eru ósammála því kosningunni hafi verið stolið.
Þá er algerlega á tæru, að Trump getur vissulega verið á leið með að leiða flokkinn yfir í töluverða útlegð frá helstu valda-stólum landsins.
--Flokkurinn megi vart við því, að verða eins manns flokkur - með óvinsæla kenningu sem kjarna-kenningu.
Samtímis og Demókratar eru svo ljónheppnir að stjórna þegar ný hagsveifla hefst, og líklega geta notið þeirrar fylgis-aukningar sem því vanalega fylgis sögulega.
--Að stjórna þegar uppsveifla er í gangi meðan viðkomandi stjórnar.
Eins og bent er á, þeir sem ráða er vel gengur - fá yfirleitt fylgi fyrir.
Meðan sérhverjum er stjórnar, er kennt - ef illa gengur.
--Skipti engu máli hvort þ.e. sanngjarnt/ósanngjarnt.
Dómur alþýðu sé yfirleitt þessi.
--Þess vegna eru Demókratar svo ljónheppnir að erfa nýju uppsveifluna.
Trump sé eiginlega að líklega að gera þeim greiða.
--Með því að þrengja fylgis-grunn Repúblikana-flokksins á sama tíma.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning