Bandaríkjastjórn gæti náð því að bólusetja nær alla Bandaríkjamenn fyrir lok maí - Biden telur sig ná bólusetja 200 milljón fyrstu 100 daga í embætti, meir en helming! Afar góðar fréttir, Bandaríkin ættu efnahagslega fara í flugferð síðsumars!

Mér virðist flest benda til að Joe Biden sé að standa sig - frábærlega í embætti, en mér virðist útlit fyrir að hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna muni ná að takast að kveða kófið niður í Bandaríkjunum rétt u.þ.b. er árið er hálfnað, ef mið er tekinn af þeim árangri ríkisstjórn Bidens þegar hefur náð - sbr. takmarkið að bólusetja 100 millj. náðist á 59. degi, því uppfærði Biden takmarkið í 200 milljón innan 100 daga frá setningu í embætti.

  1. Nú segir Biden, að á nk. 3-vikum, muni 90% Bandaríkjamanna öðlast aðgengi að tækifæri til bólusetninga innan 5-mílna radíus frá eigin heimili!
  2. Það ætti að þíða, að hraðinn í bólusetningum aukist til mikilla muna -- svo að það ætti að vera gerlegt, að ná að klára 90% takmarkið í maí.
    --Svo fremi að ekki sé fjölmennur hópur er alfarið hafni öllum bólusetningum.
    Sama hve mikið sé leitast við að dekstra þá til að mæta til bólusetningar.

Varðandi Trumpara-röfl um meinta andlega veikleika Bidens, bendi ég Trumpara er setur inn athugasemd á að lesa þetta: MAGA World says Biden's lost it. Republican senators disagree.

  • Í umfjöllun Politico, er rætt við fjölda Repúblikana - er hafa rætt sjálfir við Biden.
    Sá hópur er einfaldlega ekki sammála -- vinsælum fullyrðingum - Trumpara.
    Ég bendi Trumpara er hugsanlega leggur orð í belg, að lesa þau ummæli.

Allt virðist ganga Biden í hag

President Joe Biden at the first news conference of his presidency in the East Room of the White House on March 25.

Skv. umfjöllun skal 90% Bandaríkjamanna öðlast aðgengi að bólusetningum innan skamms

  1. For the vast, vast majority of adults, you won't have to wait until May 1. You'll be eligible for your shot on April 19 -- sagði Biden!
  2. As of last week, the pace of U.S. vaccinations has been averaging about 2.5 million doses per day. If that rate is maintained, Biden's 200 million target would be hit in about five weeks, or around April 23.

Það mundi þíða að 100 milljón mundu hafa verið bólusett á milli föstudags 26/3 sl. og 23/4.
M.ö.o. 100 milljón manns á tæpum mánuði!
--Það þíddi, að fyrir lok maí, ætti ríkisstjórnin auðveldlega ná 90% takmarkinu.

  • Íbúar Bandar. eru 328 milljón.
    90% af þeirri tölu er -- 295 milljón.

Þannig að mér virðist - fremur örugglega stefna í að ríkisstjórn Bidens sennilega nái 90% takmarkinu fyrir maí lok.

------------

Meira að segja Repúblikanar -- eru ekki almennt að rífast um þann punkt.
Að efnahagur Bandaríkjanna stefni á flutak seinni part árs!

  1. Með kófið úr sögunni!
  2. Með kóf -stimulus- pakka Bidens þegar samþ.
  3. Líklega að auki, mun Biden ná fram - infrastrúktúr pakka upp á 3tn. dollara að auki fyrir þann tíma.

Er ekki eiginlega með nokkrum skynsömum sanngjörnum hætti unnt að efa!
Að Bandaríkin stefna á efnahagslegt flugtak!

Biden Hails Vaccine Progress While Warning of New Virus Wave

Biden vows to expand vaccine access as CDC chief raises alarm

Internal CDC data shows virus regaining foothold as Biden urges states to pause reopening

90 Percent of Americans Will Be Vaccine Eligible by Mid-April

Biden says 90% of U.S. adults will be eligible for Covid shots by April 19 with sites within five miles of home

 

Varðandi vinsælt Trumpara-röfl um meint Trump-kraftaverk, þá hafa 5 lönd þróað bóluefni innan 12 mánaða frá því Kófið hófst!

  1. Það sem gerðist var ekki - Trump-kraftaverk - að bóluefnin urðu til svo fljótt.
  2. Það sem gerðist var, að þjóðir heims greinilega ákváðu að sleppa kröfunni um langtímaprófanir bóluefna.

Þetta er afar einfalt, bóluefnin voru alls staðar heimiluð, eftir 3-ja stigs prófanir.
Það þíðir, að þau voru heimiluð alls staðar, án þess að uppfylltar væru kröfur um lang-tímaprófana-ferli.

Þegar fólk á fyrri hl. sl. árs -- spáði því að nokkur ár tæki að þróa bóluefni.
Var það fólk að miða við þær reglur er voru í gildi, er gerðu ráð fyrir -- langtíma prófunar-ferli.
--Eðli sínu skv. þarf lang-tíma-prófunar-ferli að taka - langan-tíma.

Með því að -veifa- kröfunni um langtíma-prófanir, þá auðvitað -- styttist rosalega tíminn.

Sagan um - Trump-krafta-verkið er auðvitað ein af þessum furðu-sögum, er ganga um sem sann-leikur -truthi-ness- meðal Trumpara!

 

Niðurstaða

Ég held að Biden stefni á ofur-vinsældir - rökrétt má ætla að þegnar landsins muni þakka Biden fyrir að kveða kófið svo hratt niður sem sannarlega stefnir í - að auki fá þegnar landsins peninga í vasann í boði Bidens 2000 ef viðkomandi er atvinnulaus annars 1600, tekjutengingar geta þó minnkað þá upphæð - síðan vænkast hratt aðgengi fólks að störfum; aukin bjartsýni fólks vegna mun bjartari horfa og loka kófsins -- rökrétt leiða til aukinna vinsælda!
--Ég ætla að spá því að Biden fari í rýflega 60% approval rating seinni hl. árs.

Það getur síðan verið að hann haldi 60% töluvert í kjölfarið.
En rökrétt verður hraður hagvöxtur seinni part þessa árs, a.m.k. hraður fram til miðs nk. árs -- er sennilega hægir á er Bandaríkin ná slakanum af hagkerfinu.
Eftir svokallaðan - catch-up growth - þá rökrétt hægir hagkerfið sennilega á svipaðan meðalhraða hagkerfið hafði sl. 7-8 ár á undan, m.ö.o. rúmlega 2%.

  • Ég hugsa þetta dugi samt til þess að Demókratar standi mjög sterkir fyrir þingkosningar á nk. ári. Ég spái góðum úrslitum þar!
    En ríkisstj. er ekki rökrétt refsað nema illa gangi -- allt ætti að ganga vel.

Obama tapaði sambærilegum þingkosningum, því atvinnuleysi hélst lengi.
Öflugur -stimulus- Bidens, ætti að tryggja að það endurtaki sig ekki.
--Þ.e. hinn eiginlegi tilgangur þeirrar aðgerðar, að tryggja örugga kosningu '22.

Biden er eiginlega afar heppinn, m.ö.o. tekur við Bandar. er þau þegar hafa botnað í niðursveiflu, þannig að hann græðir á því er hagkerfið hefur uppsveiflu að nýju.
Og að auki, tekur hann við, eftir að heimurinn hefur tryggt - tilvist bóluefna.
--Það þíðir að hann líklega hefur einstakt tækifæri til að tryggja sér og ríkisstj. vinsældir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til að ná hjarðónæmi gegn Covid-19 er talið að einungis þurfi að bólusetja 60-70% íbúa hvers ríkis. cool

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að því marki verður náð á fyrri hluta þessa árs í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES), þar á meðal hér á Íslandi, eins og undirritaður hefur sagt frá því í janúar síðastliðnum. cool

Um 45.400 manns höfðu síðastliðinn mánudag fengið að minnsta kosti eina sprautu hér á Íslandi gegn Covid-19 og gert er ráð fyrir að 280 þúsund manns, eða 76% landsmanna, verði bólusettir hér gegn Covid-19.

RÚV, 26.3.2021 (síðastliðinn föstudag):

"Gert er ráð fyrir að hingað til lands berist bóluefni gegn Covid-19 fyrir samtals 193 þúsund einstaklinga mánuðina apríl, maí og júní."

Þar af leiðandi hafa að minnsta kosti 65% landsmanna verið bólusettir hér gegn Covid-19 í júní. cool

RÚV, 29.3.2021 (síðastliðinn mánudag):

"Fram kom á vef Lyfjastofnunar Íslands fyrir helgi að Lyfjastofnun Evrópu hefði gefið grænt ljós á tilteknar aðgerðir til að auka framleiðslugetu og hraða afhendingu þeirra þriggja bóluefna sem hér hafa verið notuð gegn Covid-19. cool

AstraZeneca tekur til að mynda í notkun nýja verksmiðju í Leiden í Hollandi sem framleiðir virka efni bóluefnisins og Pfizer/BioNTech er einnig komið með leyfi fyrir verksmiðju í Marburg í Þýskalandi þar sem hægt verður að framleiða bæði virka efnið í bóluefninu og bóluefnið sjálft.

Þá er Moderna komið með leyfi fyrir verksmiðju í Sviss sem getur bæði framleitt virka efnið í bóluefninu og bóluefnið sjálft.

Von er á fjórða bóluefninu hér gegn Covid-19 frá Janssen nú í apríl og einungis þarf einn skammt af því bóluefni."

Og í þessari upptalningu hefur ekki verið gert ráð fyrir Sputnik V bóluefninu gegn Covid-19, sem trúlega verður samþykkt fljótlega af Lyfjastofnun Evrópu. cool

Þorsteinn Briem, 31.3.2021 kl. 01:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góðar fréttir segir Steini Briem ef eitthvað  er rétt í þeim

Halldór Jónsson, 31.3.2021 kl. 02:37

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En Biden hefur margar aðrar buxur til að gera í þó að þetta gamgi.

Halldór Jónsson, 31.3.2021 kl. 02:38

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Heilsa fólks er talin selfölgelighed, eftir það koma stjórnmálin 

Halldór Jónsson, 31.3.2021 kl. 02:40

6 Smámynd: Ívar Ottósson

Algjörlega sammála síðuhöfundi.

Maður má ekki gleyma hver Biden er og hvaðan hann kemur, Senator í áratugi og svo varaforseti í 8 ár og starfandi varaforseti þar sem Obama setti hann í mörg verkefni sem er ekki alltaf hlutskifti slíkra.

Obama/Biden tóku við efnahag í rúst 2009 og skiluðu góðu búi til næsta forseta sem svo skilar af sér öngþveiti og krýsu við sinn vegarenda.

Traustur maður í brúnni semsagt sem er öllum hnútum kunnugur ólíkt forveranum sem eyddi stórum hluta vinnudagsins í sjónvarpsgláp og tvittanir svo ekki sé meira sagt.

Heimurinn sefur betur síðan hann tók við.

Ívar Ottósson, 31.3.2021 kl. 16:56

7 Smámynd: Merry

Þvilíkt Biden elskara. Karlinn er geggjað, getur ekki eins labbað omborð flugplan án að kluðra málið. Hann ákveður ekkert og ég vill vita hver er að ráða. Hann ljúga stanslaus. Trump fékk bóluefnið igang - ekki JoeK.

Merry, 31.3.2021 kl. 17:27

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ha! Ertu að gefa í skyn að Joe Biden skili einhverju af sér? Hann er svo farlama að hann þurfti að fara í frí til að spila tölvuleiki meðan landsmenn voru að drepast úr COVID19 í þúsundatali. Kemst ekki einu sinni upp í flugvél, án þess að fljúga á hausinn. Joe Beijing og öll ríkisstjórnin er meira á hælunum en íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Demókrötum, sem hafa drullað yfir Trump í meira en ár af því að hann átti að hafa gert svo lítið í COVID19 (gleyma auðvitað Operation Warp) að þeir eyddu vikum saman af tíma þingsins í enn ein skríparéttarhöldin yfir forseta sem var ekki lengur við völd.

Ef þeir hefðu átt að halda réttarhöld yfir einhverjum fyrir að hvetja til ofbeldis, þá hefðu þeir átt að byrja á sjálfum sér, því allir helstu forráðamenn Demókrata hvöttu morðingja og hryðjuverkamenn BLM og Antifa áfram eins og verstu klappstýrur. Það er ekki tilviljun að flest ríkin sem eru á hausnum og eru að drukkna í glæpastarfsemi, eru Demókrataríki.

Theódór Norðkvist, 31.3.2021 kl. 17:34

9 Smámynd: Ívar Ottósson

Athyglisverðar athugasemdir en varla svaraverðar, einkum sú fyrri....:-)

Og ég endurtek: Algjörlega sammála síðuhöfundi.

Ívar Ottósson, 31.3.2021 kl. 17:42

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ívar Ottósson, sannleikur Trumpara virðist í engum tengslum við hinn almenna veruleika. Secular trúarbrögð.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.3.2021 kl. 22:20

11 Smámynd: Ívar Ottósson

Enn og aftur er ég algjörlega sammála síðuhöfundi....:-)

Ívar Ottósson, 1.4.2021 kl. 09:05

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bólusetningaplanið var búið að vera í gangi síðan fyrir Jól.  Síðan fyrir kosningar meira að segja, og gekk bara vel.

Annars er mín tilfynning að kananum sé mest sama um Kína kvefið, það eru lokanirnar sem öllu skifta.  Og Flórída og Texas stunda þær ekki, og gengur þess vegna áberandi betur en öllum öðrum.

Jafnvel þó leitað sé utan landsteina USA.

Q: "Ég held að Biden stefni á ofur-vinsældir "

Biden er svo óvinsæll á Youtube að youtube felur down-votin: https://notthebee.com/article/ha-white-house-youtube-videos-are-receiving-so-many-dislikes-that-youtube-is-testing-out-new-designs-that-dont-show-dislike-counts-


Hér getiði horft á fyrsta blaðamannafund karlsins, þar sem blasir við hversu illa haldinn hann er nú þegar orðinn af Alzheimer: https://www.youtube.com/watch?v=W3cGU4-zwMM

Sky news tekur saman stiklur ef þið nennið ekki að horfa á það allt: https://www.youtube.com/watch?v=l175F8kTZvQ

Ásgrímur Hartmannsson, 1.4.2021 kl. 15:23

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trumparar? Þeir sem sáu og virtu réttlæti þessa vinsæla forseta og vegsömuðu hans góðu verk.Ég fagna innilega að nú hefu hann komið ser upp eigin miðli og áhangendur hans geta bæði hlustað og sent til hans að vild,ef eg hef skilið fréttina rétt um það atriði. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2021 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 856026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband