Forvitnileg krísa varðandi strandaða risaskipið í Súezskurði - sýnir einhverju leiti áhættuna af því veröldin er svo háð tveim skipaskurðum, Súez og Panama!

Skipið, Ever Given, er það stórt að umfangið er ekki auðvelt að gera sér í hugarlund, sbr. 224.000 tonn skipið sjálft, ber síðan 20.000 gáma er hver um sig getur borið á bilinu 10-20 tonn, m.ö.o. erum við að tala um mögulegan burð upp á 200.000 tonn.
Er gefur mögulegan heildarþunga vel yfir 400.000 tonn - ef allt er tekið með.

  • Lengd: 399,94m.
  • Breidd: 59m.
  • Ristir: 15,7m.

Gerfihnattamynd!

This satellite image shows the Ever Given vessel stuck in Egypt's Suez Canal on Friday, March 26. The container ship has been blocking traffic for days.

Skipið sem sagt, þverar algerlega skurðinn - fremri 1/3 skips er fastur á grunni.
Meðan aftari 2/3 er fljótandi.
--Það skýrir björgunarplanið, sbr. stendur til að toga aftan og framan, samtímis.

Skemmtileg mynd er sást á mörgum miðlum!

A digger attempts to remove earth around the bow of the Ever Given, which is blocking the Suez Canal, Egypt (25 March 2021)

Hersing af skipum býður eftir að sigla um skurðinn!

Satellite image showing shipping waiting near the Suez Canal

Ever Given séð frá öðru skipi!

Fréttir:

Fresh bid to dislodge stranded Suez Canal container ship gets under way

How are they trying to free the Ever Given?

  1. Ef tilraun um helgina ber ekki árangur!
  2. Yrði næst leitast við að fjarlæga gáma af Even Given.

Slík aðgerð yrði auðvitað tímafrek þ.s. líklega þarf þá að beita krönum á fljótandi prömmum, þ.s. á landi er mið eyðimörk þ.s. enginn er vegur akkúrat á þeim stað, né nokkur aðstaða til að koma fyrir gámum þar!

Það þíðir auðvitað, að þá þarf einnig hersingu af fljótandi flutninga-prömmum, svo unnt sé að taka við gámum af skipinu.

Talað er um í frétt, að fjarlægja gáma að framan-verðu, væntanlega vegna þess að skipið er fast á fremsta 1/3.

Heyrst hafa aðvaranir að aðilar þurfi að gæta sín á að búa til of mikið misvægi í þyngd, sbr. aðvaranir að það geti hugsanlega brotnað í tvennt.

En prinsippið er dæmigert er kemur að losun strandaðra skipa, þ.e. að létta þau svo þau fljóti ofar á sjónum og þar með auðveldara verði að koma þeim aftur á flot.

Prinsippið það sama, Ever Given aftur á móti er svo ótrúlega stórt skip.

 

Alls konar blaður hefur verið, að heimurinn eigi ekki vera þetta háður verslun!

Ég er a.m.k. algerlega viss, að það er fullkomlega ópraktískt -- að leitast við að brjóta upp þær gríðarlega flóknu viðskipta-keðjur er hafa byggst upp.

Vandinn er einfaldlega sá, of margir aðilar eru of háðir hverjum öðrum, þ.e. geta ekki sjálfir framleitt alla vöruna!
Þau viðskipti þurfa að fara heimshluta á milli.

Punkturinn er einfaldur, að höggva á keðjurnar - þíddi nánast fulla stöðvun.
Ekki bara smá kreppu - nær allt mundi stöðvast.

Financial Times sagði um daginn ótrúlega sögu um -- TSMC
how a Taiwanese chipmaker became a linchpin of the global economy

Þetta fyrirtæki framleiðir nærri 90% heims-framleiðslunnar af kísil-örtölvu-kubbum.
Sem hannaðir eru af öðrum aðilum!
M.ö.o. fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða fyrir aðra.

Sérhannaðir kubbar eru m.a. notaðir af bifreiða-framleiðendum.

  1. Saga fyrirtækisins líkist um sumt sögu Google og FaceBook, þ.e. það hefur náð forskoti á alla keppi-nauta í sömu grein -- m.ö.o. náð slíku umfangi enginn getur keppt við það.
  2. TSMC er alls ekki að yfirbjóða, málið er að kostnaður þess er lægri en allra keppi-nauta, m.ö.o. þ.e. samt rekið með hagnaði -- sýnir að stærðar-hagkvæmni er raunverulegt fyribæri.

En það eru margir að stinga saman nefjum um það, að kannski sé það óvarlegt að 90% heimframleiðslunnar á sérhönnuðum kísil-örtölvu-kubbum, sé á litlu svæði á Tævan!

  • Hinn bóginn, ef fyrirtækið væri brotið upp - yrðu kubbarnir dýrari.
  • Vegna þess, að þ.e. ekki að hindra samkeppni með nokkrum öðrum hætti en þeim, að enginn ræður við að framleiða á þeim verðum sem þeir geta boðið.
    --Samt eru þeir með mikinn hagnað per ár.

Það sem ég bendi á er, að þ.e. ekki lýgi - að sérhæfing fyritækja er verður möguleg, með opnum viðskiptum heiminn vítt - skapi aukna hagkvæmni.
M.ö.o. þ.e. ekki lýgi, að opin hnattræn viðskipti skapi hærri lífskjör.

Vegna þess að í mun minna hagkvæmu fyrirkomulagi, yrði allt mun dýrara.
Auðvitað er ekkert fyrirkomulag galla-laust.
Hinn bóginn, hafa hnattræn lífskjör mannkyns aldrei sögulega séð verið hærri.

  • Þ.s. menn hnýta í, eru minniháttar gallar.
  • M.ö.o. kjör fólks á Vesturlöndum, hækka ekki lengur eins hratt og þau áður gerðu, m.ö.o. stöðnun í launaþróun -- hinn bóginn, erum við að njóta ótrúlegt aðgengis að sífellt hraðari tækni-þróun sem borin er uppi af hnattrænum risa-fyrirtækjum.
    --Það fer enginn að segja mér, þó laun hafi ekki hækkað eins hratt sl. 20 ár og 20 árin þar á undan, að gríðarlegar tæknibyltingar sl. 20 ár hafi ekki bætt líf fólks.

Ef menn í pyrringi leitast við að brjóta upp heiminn eins og hann virkar.
Yrðu fyrstu megin áhrifin - ef það tækist, gríðarlegt kjara-hrap -- hin, atvinnuleysi í stærðum er ekki hafa sést síðan ca. 1930.
Þ.e. vegna þess, að þ.e. mun auðveldara að skemma en byggja upp - en nýja framleiðslu í staðinn, tæki óhjákvæmilega langan tíma að byggja upp - kjarahrapið væri líklega varanlegt því þá væri einnig svissað yfir í mun óhagkvæmara fyrirkomulag.

Ég er ekki alveg að sjá þó launa-kjör hafi verið stöðug tiltölulega að það sé slæmt.
Kjör eru ekki bara laun!
--Ekki einungis tækni-bylting hefur orðið.
--Muna einnig, bæði verðbólga og vextir eru lægri í dag.
Í því að borga fyrir lægri verðbólgu + lægri vexti, felast raunverulegar kjarabætur.

  • Ath. hærra húsnæðisverð -- er rökrétt afleiðing lægri verðbólgu ásamt lægri vöxtum.
    Lægri vaxtagjöld þíða, menn hafa efni á stærra láni!
    Það þíðir hærra húsnæðisverð - því menn hafa efni á að bjóða meir.
    Er allur markaðurinn það gerir - þá eðlilega hækkar verðið.

--Já ég skil, það einnig þíðir hærri leigu. Það fylgist að við hærra húsnæðisverð.

  • Húsnæðisverð og leiga hefur því rökrétt  hækkað á öllum vesturlöndum.
    Þ.s. verðbólga og því vaxtagjöld hafa lækkað seinni ár jafnt og þétt.
    Þetta rökrétt helst í hendur, eins og útskýrt.

Mikið af óánægjunni virðist tengjast þessu!
Tæknilega getum við lækkað húsnæðisverð aftur með að keyra upp verðbólgu og þar með vaxtagjöld.

  1. Þ.e. auðvitað smávægileg kaldhæðni, sbr. margir vilja lægri vexti.
  2. En samtímis, leiða lægri vaxtagjöld óhjákvæmilega til hærra húsnæðisverðs -- þar með dýrari leigu.

--Megin ábendingin er hve flókin keðja lífið oft er. Einnig að þó það séu einhverjir gallar, ættum við að fara varlega í það að íhuga að brjóta þær keðjur niður.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með því hvort og hvenær tekst að koma risaskipinu aftur á flot. Líklega er það nærri eða alveg óskemmt vegna þess að aðstæður á strandstað virðast sendnar ekki gríttar, þar fyrir utan gætir flóðs og fjöru - en í skurðinum virðast skipin alfarið varin fyrir öllum áhrifum af öldu. Þannig séð fer líklega vel um skipið, m.ö.o. það sé ekki beint í hættu á strandstað. Á móti kemur að strandið eru stórar búsifjar fyrir mjög marga aðra aðila er lenda í vanda ef ekki fljótlega leysist úr málum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á milli Kína og Bandaríkjanna ríkir ógnarjafnvægi, svipað og var á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og harla ólíklegt að Kína og Bandaríkin fari í beint stríð við hvort annað. cool

Kína er hins vegar engan veginn eins og Rússland var eða er núna. Kínverjar framleiða alls kyns vörur í stórum stíl og selja úti um allar heimsins koppagrundir.

Kína er fjölmennasta ríki heimsins og þar búa 1,4 milljarðar manna en í Rússlandi búa um 147 milljónir, færri en búa samanlagt í Frakklandi og Þýskalandi.

Og í evruríkjunum búa um 342 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum, þar sem um 328 milljónir manna búa.

Hversu margir farsímar eru framleiddir í Rússlandi og hversu margir rússneskir bílar eru seldir núna erlendis? cool

"According to a study by Trendforce, Chinese phone makers represented six of the global top ten in smartphones. The brands are: Lenovo, Xiaomi, ZTE, TCL/Alcatel, Huawei and Coolpad."

Rússar hlæja núna að Lödu-kaupum Mörlendinga, sem keyptu rússneska bíla, olíu og stál í skiptum fyrir meðal annars 100 þúsund tunnur af síld og 100 þúsund trefla á ári. cool

Iðnaðarbærinn Akureyri og fjölmörg mörlensk þorp byggðust upp á viðskiptum við Sovétríkin, sem byggðust á fimm ára áætlunum þeirra.

Viðskipti Kína við útlönd byggjast hins vegar fyrst og fremst á kapítalisma, raunverulegu framboði og eftirspurn. cool

Bíða Mörlendingar eftir pökkum frá Rússlandi í stórum stíl?

10.7.2020:

Fara í gegnum fleiri tonn af varningi frá Kína

Flug margra áratuga gamalla rússneskra "bjarna" (Tupolev Tu-95) alla leið hingað til Íslands er beinlínis hlægilegt. cool


Enginn er raunverulega hræddur við þá nema nafni þeirra, Björn Bjarnason.

Og hversu mörg kínversk herskip og herflugvélar eru hér í Norður-Atlantshafi? cool

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason skíthræddur við Kína og kaupir því ekki kínverskar vörur, enda er landið kommúnistaríki.

Rússland er hins vegar ekki lengur kommúnistaríki.

Kínverjar eiga alls kyns fyrirtæki úti um allar heimsins koppagrundir, banka, veitingahús, verslanir og íbúðir, til að mynda í Búdapest í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu.

Og sem hluti af Belti og braut Kínverja verður ný járnbraut lögð á milli Búdapest og Belgrad, höfuðborga Ungverjalands og Serbíu, sem Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill að fái aðild að Evrópusambandinu. cool

19.5.2020:

"The Hungarian Parliament on Tuesday passed a law codifying a commitment to the upgrade of the Budapest-Belgrade railway line.

The assembly also backed an agreement between the Hungarian and Chinese governments on implementing and financing the project."

"China is financing 85 percent and Hungary 15 percent of the upgrade, worth a little more than 2 billion US dollars.

The railway line will become part of a corridor for bringing Chinese goods to Europe."

The Hungarian Parliament Passes Law on Budapest-Belgrade Railway Line Upgrade

25.4.2019:


Orbán: One belt, one road initiative in line with interests of Hungary

9.6.2019:


Hvað er Belti og braut?

1.8.2019:


Ætti Ísland að taka þátt í Belti og braut?

Þorsteinn Briem, 27.3.2021 kl. 22:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2020:

"Trade between Hungary and Serbia reached record volume last year, Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] said, and freight traffic and commuter traffic is currently flowing across the borders, he said.

Orbán pledged support for Serbian investments in Hungary, and said the construction of the Budapest-Belgrade rail line had reached a phase of acceleration.

"It is obvious that delivering Chinese goods quickly to Europe is one of the key issues of the future," he said. cool

Hungary is a committed supporter of the efforts of Serbia to join the European Union, Orbán said, calling on Brussels to open the accession chapters that Serbia is ready to conclude." cool

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason meiri íhaldsmaður en Viktor Orbán. cool

Þorsteinn Briem, 27.3.2021 kl. 22:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, þegar ég pæli í því hvaða ríki er nær vs. fjær kommúnisma -- skoða ég ekki nafnið á valdaflokknum; heldur hvort helsta framleiðsla er í eigu einkaaðila eða ríkisins. Skv. slíkri kokka-bók, mundi Rússland Pútíns teljast standa nærri um margt gamla sovétinu; meðan að Kína skv. því stendur mun nær fasisma Pinochets eða Frankos er ráku kapitalísk hagkerfi með einræðisfyrirkomulagi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.3.2021 kl. 01:19

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert hláturmildur í meira lagi Steini Briem.
Þú munt vera um það bil eini maðurinn sem hlær að Tupelov 95.
Tupelov 95 sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum hefurr marga góða eiginleika til hernaðar.
Hún er langdræg 
Hún getur flutt með sér 15 tonn af kjarnorkuvopnum sem hún getur skotið á skotmörk sem eru allt að 2500 Km í burtu.
Það vill segja að slík vél sem er stödd norðan við Finnmörk getur kveikt í Reykjavíkursvæðinu eins og það leggur sig án þess að það verði neinum vörnum við komið.
Eða London og Berlín.
NATO hefur enga nógu langdræga herþotu til að mæta henni áður en hún losar farminn.
Almennt eru Rússnesk vopn mjög notadrjúg sérstaklega flugvélar ,eldflaugavarnarkerfi og eldflaugakerfi sem eiga sér engann líka.
það er frekar sjaldgæft að fólk hlægi ef að þessum vopnum er beint að þeim.
Það vill okkur til happs að Rússar eru afar friðsöm þjóð.

Borgþór Jónsson, 30.3.2021 kl. 21:00

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 Borgþór Jónsson  - sérkennileg yfirlýsing að fyrst fjálglega lýsa 60 ára gömlu vopni síðan tilkynna að þjóð sem hefur slík vopn sé afar friðsöm -- topsy turvy. Hin svipað gamla B52 hefur alltaf verið betra og jafnframt fullkomnara vopn, þar fyrir utan eiga kanar tvær nýrri og verulega betri vélar en það.
Síðan fyndið eiginlega að nefna drægi orrustuvéla, eins og að innra drægi þeirra sé atriði -- er menn ráða fyrir tækni sl. 60 ár a.m.k. til að taka eldsneyti á flugi. NATO vélar fljúga heims-hornanna á milli, með þeim hætti, ef því er að skipta.
Ekki má gleyma að NATO hefur tekið í notkun nýja Stealth orrustuvél. Ef gamli Björninn - sér aldrei vélina er skaut hann niður? Björninn er afar sýnilegur á radar, hann yrði snarlega skotinn niður -- orrustuvél sægi strax hvert flaug stefndi -- tilkynning send til stjórnstöðva er mundu skrambla vélum til að skjóta flaugina niður.
Skiptir ekki miklu máli þó flaug hafi hönnun er leitast við að gera hana torséða. Ef vitað er nákvæmlega hvert hún stefnir, er ekki mikill vandi að skjóta slíka stýriflaug niður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2021 kl. 22:43

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem ræður úrslitumm um hvort einhver þjóð er friðsöm eða ekki ,er ekki hvort hún á mikið eða lítið af vopnum.
Það sem ræður þar úrslitum er hvort viðkomandi þjóð er sífellt að ráðast á aðrar þjóðir.
Ég fæ ekki betur séð að Rússar séu afar friðsamir miðaða við Bandaríkjamen ,til dæmis. Eða NATO.
Þú verður að hafa í huga að öll stríð þessara aðila,(og þau eru mörg) eru ólögleg árásarstríð.
Það má með nokkurri sanngirni segja að Rússar séu friðsamari en  Íslendingar í ljósi þess að við höfum stutt flest af þessum stríðum.
Það skyldi þó ekki vera að það endi með því að Katrín Jak sitji á sakamannabekk fyrir aðild að stríðsglæpum.
Það er margt ólíklegra en það.
Það verður að hafa í huga að öll þessi stríð voru fullkomlega ólögleg samkvæmt alþjóðalögum og teljast því stríðsglæpir samkvæmt laganna hljóðan.
.
Herþotur Bandaríkjanna geta ekki elt Björninn uppi af því að ef t.d. Raptorinn vildi elta hann uppi ,þarf hann að taka eldsneyti 6 sinnum áður en hann kæmist á staðinn þar sem Björninn var þegar hann skaut flaugunum. Þarna er miðaða við að Raptorinn sé á supercruse.
Björninn væri þá meira en þúsund kílómetra í burtu og eldsneytisvélin væri komin að ystu mörkumm drægni sinnar.
Raptorinn mundi ekki hafa sig heim aftur.
Ástæðan fyrir að Björninn sér hann ekki er ekki sú að Raptorinn sé ósýnilegur,heldur af því að Raptorinn kemst aldrei nógu nálægt honum til að koma inn á radar.
.
Tupelov 160 á heimsmetið í langflugi sprengiþotna sem er 25 klukkustundir og c 20.000 kílómetrar.
Hann er líka tvisvar sinnum hraðfleygari en B 52 og getur flutt meira en tvöfalt meira sprengu eða eldflaugamagn en B 52.



Borgþór Jónsson, 31.3.2021 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband