Upphaf gossins í Fragradalsfjalli Reykjanesi sýnir hve erfitt er að spá fyrir gos! Engin leið heldur að spá fyrir lengd goss! Ekki stærra gos á Hawaii eyjum stóð yfir í áratugi!

Ef maður mundi tína saman röksemdir þess að þetta gos gæti orðið langt:

  1. Er sjálfsagt rétt að fyrst nefna, að vikurnar áður en gosið hefst var eins og allir vita virkni á gangi er kvíslaðist fyrst í NV-frá Fagradalsfjalli með stöðugum jarðskjálftum í átt að Keili.
    Síðan stoppaði sá gangur, þá fer annar gangur að kvíslast frá Fagradalsfjalli til SA-einnig með stöðugri jarðskjálftavirkni, sú virkni stóð einnig yfir rúma viku sá gangur stöðvast einnig.
    Þá færist virkni-miðjan aftur í meginfjallið, Fagradalsfjall -- sú virkni varir í um tæpa viku áður en gos hefst. Það sem markar það 3-ja stig, skjálftar smærri - en einnig færri yfir daginn.
    --En flest benti til þess, allan tímann hafi flæði af kviku inn í eldstöðvarkerfið verið svipað, þ.e. svipað vatnsflæði Elliðaár.
    Nú er gos er hafið, virðist flæðið enn ca. það sama, þ.e. flæði Elliðaár.
    --Þ.e. sá stöðugleiki í aðstreymi kviku til kerfisins yfir rúmlega 3ja vikna tímabil ég vísa til, sem hugsanlega vísbendingu 1) að gos gæti varað nokkurn tíma.
  2. Síðan eru þekkt gos er voru ekki stór per dag sem þó náðu að standa yfir árum saman!
    --Svipað stórt gos per dag í fjallinu, Kilauea Hawaii, stóð yfir frá janúar 1983 - sept. 2018. Lengsta samfellda gos sem vísindin hafa fylgst með!
    --Surtseyjar gos hefst líklega 13. nóv. 1963 talið lokið 5. júní 1967 -- það gos var aldrei risa stórt; en ég er ekki viss nákvæmlega hversu stórt samaborið við núverandi. Heildar-rúmmál þess goss, deilist auðvitað á öll árin sem það stóð yfir, þannig að dag fyrir dag var það líklega aldrei mjög stórt.
  3. Á Íslandi eru til nokkrar dyngjur sem taldar eru myndaðar eftir gos er stóðu mörg ár, þ.e. myndast af gríðarlega mörgum hraunlögum - slíkt gos þarf ekki vera mjög stórt per dag - einungis að vera nægilega stöðugt nægilega lengi - til að senda frá sér stöðugt nýtt lag af efni yfir eldstöðina er þá smám saman hleðst upp skref fyrir skref hærra.
    --Ef um er að ræða langt hraun-gos, endar eldstöðin hugsanlega sem dyngja.
    --Ef dyngju-gos er samt smátt per dag, þá þurfa hraunin ekki endilega að streyma langar leiðir, enda þarf hraun að glíma við storknun/kólnun - það kólnar/storknar að ofan, en einnig í endann -- sem kannski þíðir að sennilegra væri frekar að stöðin ítrekað sendi frá sér nýtt hraunlag ofan á, þannig að hraunin á endanum yrðu þikk, en ekki endilega að þau næðu mjög langar leiðir frá eldstöðinni.
  4. Þetta eru auðvitað einungis vangaveltur - en á grunni þeirrar þekkingar ég hef.
    Vísindin á Íslandi hafa aldrei séð dyngjugos - nema hugsanlega Surtseyjar-gos hafi orðið dyngja ef það hefði orðið á landi.

Ég er alls ekki að spá því að gosið verði langt.
Einungis að benda á það sem möguleika!

Eiginlega að segja, allt sé opið er kemur að spurningu um lengd goss.

Bæti þessari áhugaverðu frétt við: Hugsanlegt að hrauntjörn myndist í dalnum.

 

Fjórar myndir!
Mynd tekin 20/3/2021

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos1.jpg

Mynd tekin 21/3/2021

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos2.jpg

Mynd tekin 22/3/2021 - greinilega fullt af eldgosamóðu í dalnum!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eldgos3.jpg

Mynd tekin 23/3/2021 - mikil eldgosamóða!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/elgos4.jpg

 

Mjög áhugavert að gos komi í Fagradalsfjalli!

Vísindavefurinn: Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Myndin er sókt á Vísindavefinn!

  1. Sannarlega er það rétt að ekki hafi gosið á landi á Reykjanesskaga síðan 1240.
    En það eiginlega nær ekki alveg yfir - hversu merkilegt Fagradalsfjallsgosið er.
  2. Málið er, að þetta kerfi hefur ekki gosið í heil 6.000 ár.

Yngsta eldstöðin í kerfinu þar á undan er -- Keilir.
Keilir er einmitt u.þ.b. 6000 ára.

  • Punkturinn er auðvitað sá, að við höfum eiginlega enga hugmynd um það hvernig þetta eldstöðva-kerfi hagar sér.

Við heyrðum öll vísindamenn benda á hversu tiltölulega lítil þau hraungos voru er komu upp á Reykjanesi í jarðeldum er stóðu frá miðri 12. öld fram til 1240.
--Sem auðvitað er engin ástæða til að véfengja.

Það sem ég bendi á, að það sé hugsanlega opin spurning hvort sá samanburður.
Gefi raunverulega vísbendingu um hegðan kerfis, sem hafði enga sýnilega virkni þetta lengi!

Mynd af Fagradalsfjalli sjálfu!

 

Niðurstaða

Það að nú skuli gjósa í eldstöðva-kerfi sem ekki hefur gosið úr í 6000 ár. Eiginlega segir manni að við á Íslandi getum ekki afskrifað nokkra eldstöð á Íslandi sem er nokkurs staðar nærri því rekhryggjakerfi er liggur í gegnum landið.
Hengillinn sem dæmi hefur ekki gosið í langan tíma, en er alveg örugglega virkur.

Nýja gosið í Fagradalsfjalli þó lítið - virðist stöðugt, auk þessa auðsýna sambærilegt flæði ca. rennsli Elliða-ár og jarðfræðingar töldu sig greina samfellt rúmar 3-vikur á undan er virkni var í gangi er orsakaði gríðarlegan fjölda jarðskjálfta.
Að heildar-kviku flæði sé enn það sama og talið var vera vikurnar 3-á undan, gæti verið vísbending þess að þetta gos gæti ef út í það er farið hugsanlega staðið í langan tíma.

Að sjálfsögðu er allt opið þar um, ef núverandi gosrás lokast en kvikuaðsteymi héldist enn þarna undir, gæti gosið þá hugsanlega færst m.ö.o. opnast á öðrum stað dögum jafnvel vikum síðar.
Eða að gosið einfaldlega viðhelst þarna, vikum - mánuðum - jafnvel árum saman.

Ef það yrði mjög langt, gæti það alveg fyllt upp þann dal þ.e. nú statt í, og hraun farið að flæða út fyrir -- hinn bóginn ef framleiðsla gossins væri áfram lítil per dag, ef maður hefur í huga að kvika kólnar stöðugt um leið og hún hefur yfirgefið gig - þá þarf ekki vera að hraun geti runnið langan veg út af kólnun.
Kannski mundi frekar hlaðast upp sirpa af endurteknum hraunlögum ofan á nokkurn veginn sömu hraunin.

Þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós, en síðast sviðsmyndin væri þá sennilega svokallað -- dyngjugos. Að gosrásin endaði fyrir rest sem dyngja. En hraunin frá henni yrði í þykkum bunka hraun ofan á hrauni ofan á hrauni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"
Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna. cool

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju. cool

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið." cool

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 21.3.2021 kl. 15:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, mannkyn hefur frá ískjörnum er teknir voru á Suðurskautslandi yfirlit yfir samsetningu loftslags á hnettinum er nær aftur heil 800.000 ár, og skv. því yfirlyti hefur CO2 magn aldrei verið hærra allt það tímabil en seinni hluta 20. aldar og árin frá upphafi þeirrar 21.  Þessi 800þ. ár voru risagos sbr. Tambora hamfarirnar miklu snemma á 19. öld og enn stærra gos er varð fyrir 70þ. árum einnig í Indónesíu, svokallaður Toba atburður. Það eiginlega segir okkur að til þess að slá út útblástur mannkyns sl. 2 aldir -- þyrfti atburð af stærðargráðu er væri algerlega óþekkt sl. 800þ. ár.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2021 kl. 15:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.

Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.

Trölladyngjukerfið er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.

Brennisteinsfjallakerfið er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.

Hengilskerfið er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."

(Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga - Skipulagsstofnun)

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum:

Hraun

Þorsteinn Briem, 21.3.2021 kl. 15:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, eldstöðvakerfið tengt Fagradalsfjalli -- er oftast nær ekki talið með á þessum yfirlits-myndum. Líklega vegna þess að það sýndi enga virkni á 12-13. öld. Ég reikna með að eftir þetta nýjasta gos -- verði það eldstöðvakerfi talið með hér eftir. En þ.e. á milli Svartsengis og Krísuvíkur eins og myndin sem ég fann sýnir.
Myndirnar eins og þær sem þú sýnir -- eru þá úreltar. Eiginlega voru þær aldrei réttar. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2021 kl. 16:02

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem -- Þorsteinn, taktu eftir, Fagradals-kerfið hefur ekki gosið í heil 6.000 ár á undan. Síðasta gos þar var fyrir 6.000 árum sbr. fjallið Keilir. Okkar vísindamenn, hafa verið að greina mjög nákvæmlega sirpu gosa frá kerfum á Reykjanesi er hafa orðið sl. 2-3þ. ár. Flest bendi þó til að það sé lítið kerfi með sprungu-sirpu með miðju ca. við Fagradalsfjall, m.ö.o. það sé eitt eldstöðvakerfið enn. Væntanlega verða okkar vísindamenn nk. mánuði önnum kafnir við að endurskoða þær sviðsmyndir af eldstöðvakerfum þeir hafa byggt upp í gegnum árin. En þeir virðast pent ekki hafa reiknað með Fagradals-kerfinu, væntanlega vegna þess að það hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut sl. 6.000 ár frá því Keilir gaus -- þar til að nú gís í dal við Fagradalsfjall sjálft. Ég geri ráð fyrir að öll kortin sem sína gos-kerfi Reykajness -- verði uppfærð á næstunni. Bendi þér á að Vísindavefurinn sýnir Fagradalsfjall sem eldstöðvakerfi nú.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2021 kl. 16:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ekki ætti að leggja flugvöll í Hvassahrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ. cool

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað um að flokkurinn ætli að hætta því?!

Og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.300 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum?!

Kom Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, byggði nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ?! cool

18.3.2021 (síðastliðinn fimmtudag):

Vegagerðin flytur í Suðurhraun 3 í Garðabæ í maí

Suðurhraun 3. Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hafa gengið vel. …

Kom Sjálfstæðisflokkurinn í veg fyrir að álver yrði reist í Straumsvík?!

Gamalt hraun við álverið í Hafnarfirði:

Reykjanesbraut er lokuð meðan almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar ná utan …

Þorsteinn Briem, 21.3.2021 kl. 17:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef nýr flugvöllur verður ekki lagður við Hafnarfjörð verður innanlandsflugið einfaldlega flutt af Vatnsmýrarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar og flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll. cool

"Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

(Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014.)

Hins vegar er hægt að reisa varnargarða gegn hraunrennsli og kæla hraun með vatni eða sjó til að stöðva framrásina, eins og gert var í Vestmannaeyjum.

Og varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús. cool

4.3.2021:

Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu

Nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Ríkið getur hins vegar selt landið undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni. cool

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 98% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir
austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

14.8.2020:

Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar

4.3.2021:

Flokkarnir sem mynda meirihlutann í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum

Þorsteinn Briem, 21.3.2021 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856028

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband