25.1.2021 | 22:57
Mun Dominion Voting Systems koma öllum Trumps mönnum, jafnvel Trump sjálfum, í gjaldþrot? Dominion hefur meiðyrðamálsókn gegn Rudi Guilani!
Það sem ég skildi aldrei með ásakanir Trumps - Powell og Guilani gegn Dominion Voting Systems, það var það. --> Hvernig þeim í ósköpunum kom til hugar þau kæmust upp með þær!
Ég hef vitað síðan ég var unglingur, að reglur um meið-yrði virka þannig.
Að ef maður kemur fram með ásakanir er varða alvarlegt lögbrot!
--Er eins gott að maður hafi góðar sannanir fyrir málinu.
- Ef ekki er maður sjálfur í súpunni.
Enda virkar vestræn réttvísi, sá er ásakar þarf að sanna ásökun. - Þ.e. aldrei aðilinn sem er ásakaður, er þarf að sanna sakleysi sitt.
Hafandi í huga hve magnaðar ásakanir 3-menninganna gegn Dominion Voting Systems voru.
--Hugo Chavez hefði stofnað fyrirtækið, það væri enn í eigu fjölskyldu Hugo Chavez.
--Að fyrirtækið hefði staðið fyrir mjög stórfelldu kosninga-svindli, sem handbendi -eer- fjölskyldu Chavez.
Það hafa komið fram ótal hafnanir á þeim ásökunum!
Ekki einungis frá Dominion Voting Systems!
Tilvitnun í William Barr, fyrrum Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna undir Trump:
There's been one assertion that would be systemic fraud and that would be the claim that machines were programmed essentially to skew the election results. And the DHS and DOJ have looked into that, and so far, we havent seen anything to substantiate that,
Skv. orðum Barr, hafði Dómsmálaráðuneytið rannsakað ásakanirnar og engar sannanir fundið!
- Fyrir utan þetta atriði -- virðast lögfræðingar Trumps, þar á meðal virðist það eiga við Guilani - aldrei hafa flutt ásakanir þessar á Dominion Voting Systems fyrir rétti.
- Bendi fólki á, að skv. reglu innan bandar. dómskerfisins, er hægt að svipta lögfræðing réttindum, ef hann flytur fyrir rétti ásakanir sá veit eru rangar.
--Fólk getur dregið síðan eigin ályktanir.
Punkturinn er sá, að það bendi til þess -- að Guilani hafi allan tímann vitað.
Að ásakanirnar væru -- kjaftæði. Sidney Powell þar af leiðandi einnig.
En samt tekið þátt í -defamation- gagnvart Dominion Voting Systems.
--Bendi á þá fjölda blaða-manna-funda!
Donald Trump, Sidney Powell og Rudi Guilani!
Botna ekki í því hvernig þeim kom til hugar þau kæmust upp með þetta!
En lög eru skýr, hérlendis sem í öllum Vestrænum löndum -- að einstaklingar sem og lögaðilar, mega fara í skaðabóta-mál gegn aðilum; er koma fram með rangar ásakanir gegn viðkomandi undir vitna viðurvist.
- Það gat engum dulist, að Dominion Voting Systems, mundu fara í mál!
- Þar fyrir utan, gat það aldrei hugsast - að Trump gæti varið þau.
Þá meina ég, ef maður ímyndaði sér, hann hefði unnið kosningarnar, sem hann tapði. - Einfaldlega vegna þess, að völd forseta ná ekki yfir -- meiðyrðamál.
Forseta-náðun virkar ekki á slík mál. Sem eru alltaf, einkamál.
Þau höfðu því aldrei nokkra gilda ástæðu að ætla að þau gætu komist upp með að dreifa þessum söguburði um Dominion Voting Systems!
Dominion Voting Systems - hefur hafið málsókn gegn Rudi Guilani!
Dominion sues Rudy Giuliani for spreading US election fraud big lie
Bendi á að fyrirsögn fréttar vitnar í orð talsmanna Dominion!
Áður hefur Domion hafið málsókn gegn Sidney Powell:
Dominion sues pro-Trump lawyer Sidney Powell for defamation.
- Í báðum tilvikum krefst Dominion 1,3 milljarða.$.
Ég efa ekki að Dominion hyggist á málsókn gegn Trump sjálfum.
Þó fyrirtækið hafi ekki enn sent honum sókn - efa ég að spurningin sé einungis um daga upp í mesta lagi vikur.
--Fréttin um málsókn gegn Powell er frá 8/1 sl.
Þannig að það gæti þítt, nokkra vikna bið eftir því að Trump -- sé sent sókn.
- Ég get ekki komið auga á nokkra hina minnstu máls-vörn fyrir þá sem Dominion getur sínt fram á, að hafi rægt fyrirtækið -- með skýrum hætti, með því að á opinberum vettvangi með nægilega skýru orðalagi, hafa tekið undir ásakanirnar.
- Ég reikna fastlega með því, Dominion muni nk. mánuði hjóla í sérhvern þann - sem telst vera einstaklingur með einhver áhrif -- er hafi tekið undir þær ásakanir í vitna viðurvist með nægilega skýrum hætti.
Það fari eftir mati fyrirtækisins á tjóni af völdum viðkomandi, hvers verði krafist.
- Krafa Dominion á Donald Trump -- þegar hún kemur fram.
Gæti verið enn hærri upphæð, en kröfur Dominion á þau Powell og Guilani.
Hversu langt getur verið að Dominion gangi?
Ég reikna með því, að Dominion taki allt það sem -- þessir einstaklingar eiga.
Þvingi þau í gjaldþrot - sölu allra persónulegra eigna.
--Ef þau geta ekki borgað.
- Ef krafa á Trump verður hærri en 1,3ma.$.
Þá líklega mundi hann ekki eiga fyrir henni.
Og örugglega ekki geta slegið það hátt lán, þó allt væri lagt að veði. - Þannig að þá mundi Dominion líklega þvinga fram persónulegt gjaldþrot Trumps.
Útlit virðist að bæði Powell og Guilani standi fyrir því sama.
Að þegar Dominion er búið með þau -- eigi þau ekki skirturnar sem þau ganga í.
Niðurstaða
Orðalagið skulda-dagar á líklega vel við. Mér virðist flest benda til þess, að Dominion Voting Systems -- þvingi helstu talsmenn Trumps, og síðan Trump sjálfan líklega að auki.
--Í persónuleg gjaldþrot, þ.e. þvingi fram sölu allra þeirra eigna - full uppgjör þeirra búa, og endi með að skilja þau eftir - varla eigendur að skirtunum sem þau ganga í.
Hvort sem fólki finnst þetta makleg málagjöld eða ekki.
Virðist mér nánast allar líkur benda til þessara endaloka.
--Ætli þetta verði ekki víti til varnaðar til frambúðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.1.2021 kl. 01:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geisp
Snorri Hansson, 27.1.2021 kl. 08:47
Ég líka Snorri og ropi með!
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2021 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning