Tilskipanir sem Trump gaf út fyrir 2 vikum reynast haldlitlar eins og búist var við -- fanar segja Trump hafa gert allt sem hann gat; það á hinn bóginn er ekki satt!

Ég var með færslu um þetta fyrir tveim vikum: Trump gefur út 4 tilskipanir er gætu allar með tölu reynst ólöglegar! Vegna þess, að þingið fer með skattamál, löggjafarvald og þingið eitt getur veitt heimildir til meiriháttar útgjalda!
Ég gat þá ekki með 100% öryggi fullyrt að tilskipanir Trumps væru hald-litlar.
En nú eftir 2-vikur er einmitt hvað mig sterklega grunaði að birtast!

Financial Times hefur nú birt mat á reynslunni fram til þessa:
Trump’s executive orders provide little money for jobless.

President Trump

Flestir ættu að vita að Trump gaf út þær tilskipanir í kjölfar þess að bandaríska þingið náði ekki niðurstöðu um útgáfu nýs lagapakka til stuðnings við almenning og fyrirtæki!

Eins og ég benti á hefur framkvæmdavaldið sem Trump er í forsvari fyrir - ekkert löggjafarvald, og að auki ræður þingið yfir öllu fjármagni.
--Það blasti því strax við, að tilskipanirnar mundu hafa afar litla merkingu.

  • Þ.s. Trump hefur ekki löggjafarvald - þá hefur tilskipun ekkert hald t.d. fyrir rétti.
    Aðilar geta því langsamlega líklegast hundsað þau fyrirmæli.
  • Og þ.s. þingið hefur ekki látið framkvæmdavaldið hafa meiri peninga, hefur Trump einungis þá peninga sem - gilda skv. fjárlögum sem síðast voru samþykkt fyrr á þessu ári, og þ.s. árið er meir en hálfnað.
    --Er líklega takmarkað eftir af fé.
    --Þar fyrir utan, getur Trump ekki - tekið allt rekstrarfé út árið af heilu rekstrarliðunum.

Það blasti því strax við að mjög sennilega hefði Trump alltof lítið fé til umráða.

  1. Acting on his own, Mr Trump said he would provide up to $400 a week in extra aid to unemployed Americans.
    ...$600-a-week in emergency jobless benefits expired on July 31...

    The Treasury department’s daily operating cash statement shows that since Mr Trump’s announcement, only $324m in federal disaster funds have been used for unemployment payments.
    By contrast, the $600-a-week in emergency jobless benefits translated into about $15bn a week in aid.

    Hafið í huga að síðan Trump undrritaði tilskipun, hefur atvinnu-lausum fjölgað um milljón -- greiðslur 2 vikur eru einungis: 2% af þeim greiðslum er áður voru.

    Sambærileg væri að ef persóna var að fá 200þ. áður - væri nú að fá einungis 4þ.kr.

    Ég ályktaði fyrir tveim vikum, að útspil Trumps að undirrita tilskipanirnar væri fyrst og fremst pólitísk sýndarmennska.
    --Klárlega er það nær fullkomlega gagnslaust fyrir almenning, að fá einungis 2% af þeim peningum sem almenningur áður fékk.
    --Trump lofaði e-h í kringum 80%.
  2. Varðandi fyrirmæli hans -- að hindra útburði úr leiguhúsnæði fyrir stúdenta.
    Er afar óljóst hvort það hafi nokkra merkingu.
    Bendi aftur á, Trump getur ekki einhliða breytt lögum.
    Lögin gilda þar af leiðandi áfram.
    --Þannig að ef lögin áður heimiluðu útburði.
    --Þá halda útburðir áfram.

    Eiginlega verður að líta á tilskipun þá -- sem tilmæli.
    Ekki gera þetta -- plís. 
    En er einhver ástæða að ætla, að aðili sem vill reka einstakling úr leiguhúsnæði.
    Taki mark á - tilmælum er hafa enga lagalega merkingu?
  3. Síðan varðandi tilmæli Trumps til skatt-yfirvalda, að heimila launa-mönnum að fresta greiðslum launa-skatts.
    Bendi aftur á, að það er einungis frestun greiðslu.
    Vegna þess að - tilskipun Trumps hefur enga lagalega merkingu - gilda lögin enn.
    --Þ.e. skattalög að sjálfsögðu.

    Nú er bent á vanda, nefnilega þann -- að launa-skattar fjármagna tiltekna hluti.
    Sú starfsemi sem þeir skattar fjármagna -- hafa ekki annað fé upp á að hlaupa.
    Hvaða starfsemi?

    These taxes are used to pay for social insurance programmes such as Social Security and Medicare.

    M.ö.o. Trump er þá -defunding Mediccare and Medicaid- til ársloka.

    Ef maður gefur sér það að margir launamenn ákveði að fresta greiðslum launaskatts.

    Mig grunar að það eigi eftir að valda vandræðum -- þegar Medicaid og Mediccare -- geta ekki lengur sent tékka til fatlaðra og aldraðra.
    Hef það á tilfinningunni.

    Trump skv. því einfaldlega búið til nýtt vandamál.

    Væntanlega ekki fyrr en við nk. mánaðamót þegar hávaðinn út af -defunding Medicaid and Mediccare- hefst.

Rétt að benda á, að kosningar eru ekki fyrr en í nóvember.
Næsti mánuður er september.
--Þegar reiður múgur aldraðra og fatlaðra stendur fyrir framan Hvíta-húsið ca. um miðan september.

Þá gæti mig grunað að afleiðingar þeirrar ákvörðunar að -defund Medicare and Medicaid- út árið, geti reynst slæmar fyrir Trump.
--Tja, á kjördag.

Með öðrum orðum virðist mér það - afskaplega vanhugsuð aðgerð hjá honum.
Mig grunar að hávaðinn eigi eftir að reynast mikill, þegar tékkarnir hafa ekki borist.

  • Til að kóróna allt, hefur efri deild Bandaríkjaþings, sú með Repúblikana meirihluta, ákveðið að taka sér frý -- þ.e. næsti fundur ekki fyrr en í september.

 

Niðurstaða

Sumir segja - Trump hafi verið að gera sitt besta!
Málið það er einfaldlega ekki satt!

Það besta hefði verið, ef Trump hefði undanfarna mánuði setið sameiginlega nefndarþingfundi beggja þingdeilda - hlið við hlið með leiðtogum beggja þingdeilda.
Að gera slíkt er þáttur í því að vera forseti - því forseti á að leiða.
Ef þingið getur ekki náð niðurstöðu, getur það verið mjög alvarlegt.
--Þá er það einmitt hlutverk Þjóðarleiðtogans, að stíga inn (step up) -- vera á þeim sáttafundum deildanna.

Hinn bóginn hefur Trump nærri því allt þetta ár, hafnað því að vera á fundum þ.s. báðir leiðtogar þingdeildanna eru, m.ö.o. hann hafnar því að hitta Nancy Pelosi.
Það pent er ekki ábyrg afstaða forseta - hann ákveður ekki hver er leiðtogi þingdeildar, hann m.ö.o. verður samt að mæta, vera á staðnum er mikið liggur við.
--Annað er ábyrgðaleysi gagnvart þjóðinni og hlutverki þjóðarleiðtoga.

Trump hefur í fortíðinni, sagst vera góður samningamaður, hann átti einmitt að sanna svo væri með því að sitja þessa fundi.
Til samanburðar, gerði Obama slíkt margoft.
Aðrir forseta hafa einnig gert þetta, ef ástæða hefur verið til.
--Til að tryggja að mikilvæg lagasetning nái fram, hafa fyrri forsetar margoft mætt til að sitja með þinginu, svo þeir geti talað um fyrir fólki.

Forseti á að leiða - ef þingleiðtogar ráða ekki við málið - á hann að stíga fram!
--Ekki með - innantómum undirskriftum.
Heldur með því að - taka beinan þátt í sáttaferlinu milli þingdeilda, varðar þá tilteknu mikilvægu lagasetningu.

  • Það að Trump gerði enga tilraun til slíks.
    M.ö.o. hann hefur einungis rætt við leiðtoga efri deildar, nærri allt þetta ár.
  • Þíðir að hann var ekki búinn að gera sitt besta.

Það þíðir, að undirritun tilskipananna - tilskipana sem í annan stað eru langt frá að leysa vandamálin er voru undir, og á hinn bóginn -- líklega búa til nýtt alvarlegt vandamál -defunding Medicare and Mediaid.

Sýnir fram á gjaldþrot forsetans sem leiðtoga.

Hann getur ekki bent á þingið.
Er hann sjálfur gerði enga tilraun, nákvæmleg enga.
Til að leita sátta milli þingdeildanna, m.ö.o. mæta sem sáttasemjari á sameiginlega þingfundi er fjölluðu um hinar mikilvægu lagasetningar.

Ef hann hefði verið búinn að gera sitt besta.
Væri hann búinn að öðlast rétt til að benda á aðra.
--En er hann gerði enga slíka tilraun, samtímis nær allir fyrri forsetar margoft mættu á þingfundi, er mikið lá við.

Þá hreinlega hefur Trump enga sanngjarna mótbáru.
--Bendi á að líklega hefur hann búið til nýjan vanda, sbr. -defunding Medicare and Mediaid.-

Ég reikna með því að það verði hávaði út af því, síðasta mánuðinn fyrir kosningar.
Ekki beint gott veganesti fyrir loka-hnykk kosninga-baráttunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stóðu demókratar í vegi fyrir því að framlengja frestunina á nauðungarsölum og útburðum?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2020 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 97
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 949
  • Frá upphafi: 858683

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 793
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband