8.12.2019 | 22:45
Djúpur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi vekur spurningar um hugsanlega kreppu!
Þessi frétt kom fram í sl. viku - að samdráttur í iðnframleiðslu milli sl. árs og þessa árs, október á þessu ári borinn við október á sl. ári -- hafi verið 5,3%.
Eins og sjá má á mynd að neðan, hefur þýskur iðnaður ekki haft gott ár á þessu ári!
German industry hit by biggest downturn since 2009
Skv. könnun á bjartsýni vs. svartsýni helstu iðnframleiðenda, þá reikna flestir þýskir iðnrekendur með - frekari samdrætti út árið.
Far from bottoming out, Germanys industrial recession may be getting worse, -- Andrew Kenningham at Capital Economics -- The latest data support our view that a recession is still more likely than not in the coming quarters.
Framleiðsla bifreiða skrapp saman um 5,6 prósent milli mánaða frá sept. til október - heild 14,4% ef miðað er við okt. á sl. ári og okt. á þessu ári.
--Framleiðsla bifreiða styður nærri 3 milljón störf beint og óbeint í Þýskalandi skv. frétt.
Þannig að svo djúpur samdráttur í þeim geira getur vart annað en haft neikvæð áhrif á heildar-hagkerfið.
- Skv. efnagstölum 3ja ársfjórðungs, var heildarhagvöxtur í járnum 0,1%.
Neysla minnkaði um 1,9% milli mánaða í Þýskalandi, frá sept. til okt. - þar af 0,6% á evrusvæði öllu.
A turnround in manufacturing and thus of the German economy as a whole is thus not yet in sight, -- Ralph Solveen, economist at Commerzbank.
Á meðan heldur bandaríska hagkerfið enn dampi í ca. 2% hagvexti!
Spurning hve lengi það getur haldist.
Hafandi í huga að samdráttur var einnig hafinn í iðnframleiðslu í Bandar. -- Er líklega fátt annað en áframhaldandi vöxtur neyslu sem viðheldur honum -- enn.
--Atvinnuleysi þar er komið niður fyrir 3,3% -- sem telst óvenjulítið.
- Einhver ytri mörk hljóta vera á því hve lengi kaupgleði neytenda vex -- ef viðskiptalífið fyrir utan neysluhagkerfið - er hætt að vaxa.
Árið í ár er líklega 9-árið í samfelldum hagvexti síðan síðast var þar kreppa.
Sem mér skilst að geri þetta hagvaxtartímabil óvenjulangt -- en allt tekur enda.
--Einungis spurning um hvenær.
Hafandi þetta í huga, virðist a.m.k. hugsanlegt að spár sumra hagfræðinga um kreppu fyrir lok þessa kjörtímabils forseta í Bandaríkjunum komi til með að rætast.
--Hún gæti þá hafist nokkru á undan í Evrópu, síðan borist yfir hafið.
Enn halda bandarískir neytendur þó uppi hagvexti þar - þrátt fyrir veikleika í framleiðsluhagkerfinu.
--Meðan að Evrópa virðist þegar rétt við þau mörk að uppsveifla getur verið að sveiflast yfir í samdrátt.
Meðan allir hagfræðingar vita að kreppa kemur alltaf í lok hagvaxtartímabils - tekst þeim afar sjaldan að tímasetja kreppur rétt fyrirfram; þær blasa alltaf augljóslega við - eftirá.
Niðurstaða
Hagvöxtur almennt á Vesturlöndum virðist í rénun undir lok þessa árs, einungis í Bandaríkjunum lafi hann enn í um 2%. Einhver takmörk hljóta þó vera á því hve lengi kaupgleði neytenda þar í landi geti haldið uppi heildar hagkerfinu, þegar aðrir þættir þess virðast standa lakar.
Evrópa virðist greinilega með Þýskaland í fylkingarbroddi, lafa á blábrún næstu kreppu.
Spurning hvort Donald Trump verði svo óheppin að fá upphaf efnahagssamdráttar áður en kosningar fara þar fram nk. haust -- hann hefur verið ákaflega heppinn fram til þessa, tók við þegar hagvöxtur var búinn að standa í 6 ár - hefur því fleytt rjómann af heppilegri efnahagsstöðu.
--Þetta gæti þó allt eins lafað fram yfir kosningar, eins og er Obama fékk á sig kreppu rétt eftir að varð forseti 2008.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskhyggja þín um ófarnað Trumps er fremur hvimleið. Reyndu að sjá bjartari tíð
Halldór Jónsson, 8.12.2019 kl. 23:27
Hversu stóran þátt á viðskiptastríðið við Kína í þessu?
Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2019 kl. 23:36
Þetta er einfalt:
Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eðzlu sem veldur hagvexti... og svo framvegis.
Trump eykur á þetta ferli með viðskiftastríði við Kína, þar sem framleiðzla berst rá Kína til USA.
Í Þýzkalandi, þá miða menn vel áður en þeir skjóta sig í fótinn með því að reyna að þóknast umhverfis dauða-költinu. Þeir leggja álög á iðnaðinn sem hann stendur ekki undir, og reyna á sama tíma að keppa við Kínverja sem eru ekkert að reyna að þóknast einhverju dauða-költi.
Þess vegna er bras í Þýzkalandi en ekki í USA.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2019 kl. 20:31
Ásgrímur Hartmannsson, þú sleppir út mikilvægu atriði - ef neysla ein er þessa dagana að halda við hagvexti þ.e. aukning bjartsýni neytenda er enn að keyra neyslu-aukningu - neyslan skapar flr. störf við afgreiðslu í verslunum; að e-h þarf að borga fyrir þá neyslu.
--Flestar kreppur seinni ára í Bandar. - fara af staða þegar skulda-aukning neytenda, á endanum leiðir til þess að lán-veitendur fara að ókyrrast, aðgengi að neyslu-lánum þverr, og neytendur lenda í vandræðum með að halda áfram að safna skuldum.
--Þá snögglega snýst bjartsýni neytenda yfir í svartsýni, það verður snöggur samdráttur í neyslu - kreppa skellur snögglega á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:39
Þorsteinn Siglaugsson, flestir hagfræðingar virðast þeirrar skoðunar þáttur viðskiptastríðsins sé stór.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:41
Ég endurtek: "Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eyðzlu sem veldur hagvexti."
Þetta er ekkert á lánum.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2019 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning