8.12.2019 | 22:45
Djúpur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi vekur spurningar um hugsanlega kreppu!
Þessi frétt kom fram í sl. viku - að samdráttur í iðnframleiðslu milli sl. árs og þessa árs, október á þessu ári borinn við október á sl. ári -- hafi verið 5,3%.
Eins og sjá má á mynd að neðan, hefur þýskur iðnaður ekki haft gott ár á þessu ári!
German industry hit by biggest downturn since 2009
Skv. könnun á bjartsýni vs. svartsýni helstu iðnframleiðenda, þá reikna flestir þýskir iðnrekendur með - frekari samdrætti út árið.
Far from bottoming out, Germanys industrial recession may be getting worse, -- Andrew Kenningham at Capital Economics -- The latest data support our view that a recession is still more likely than not in the coming quarters.
Framleiðsla bifreiða skrapp saman um 5,6 prósent milli mánaða frá sept. til október - heild 14,4% ef miðað er við okt. á sl. ári og okt. á þessu ári.
--Framleiðsla bifreiða styður nærri 3 milljón störf beint og óbeint í Þýskalandi skv. frétt.
Þannig að svo djúpur samdráttur í þeim geira getur vart annað en haft neikvæð áhrif á heildar-hagkerfið.
- Skv. efnagstölum 3ja ársfjórðungs, var heildarhagvöxtur í járnum 0,1%.
Neysla minnkaði um 1,9% milli mánaða í Þýskalandi, frá sept. til okt. - þar af 0,6% á evrusvæði öllu.
A turnround in manufacturing and thus of the German economy as a whole is thus not yet in sight, -- Ralph Solveen, economist at Commerzbank.
Á meðan heldur bandaríska hagkerfið enn dampi í ca. 2% hagvexti!
Spurning hve lengi það getur haldist.
Hafandi í huga að samdráttur var einnig hafinn í iðnframleiðslu í Bandar. -- Er líklega fátt annað en áframhaldandi vöxtur neyslu sem viðheldur honum -- enn.
--Atvinnuleysi þar er komið niður fyrir 3,3% -- sem telst óvenjulítið.
- Einhver ytri mörk hljóta vera á því hve lengi kaupgleði neytenda vex -- ef viðskiptalífið fyrir utan neysluhagkerfið - er hætt að vaxa.
Árið í ár er líklega 9-árið í samfelldum hagvexti síðan síðast var þar kreppa.
Sem mér skilst að geri þetta hagvaxtartímabil óvenjulangt -- en allt tekur enda.
--Einungis spurning um hvenær.
Hafandi þetta í huga, virðist a.m.k. hugsanlegt að spár sumra hagfræðinga um kreppu fyrir lok þessa kjörtímabils forseta í Bandaríkjunum komi til með að rætast.
--Hún gæti þá hafist nokkru á undan í Evrópu, síðan borist yfir hafið.
Enn halda bandarískir neytendur þó uppi hagvexti þar - þrátt fyrir veikleika í framleiðsluhagkerfinu.
--Meðan að Evrópa virðist þegar rétt við þau mörk að uppsveifla getur verið að sveiflast yfir í samdrátt.
Meðan allir hagfræðingar vita að kreppa kemur alltaf í lok hagvaxtartímabils - tekst þeim afar sjaldan að tímasetja kreppur rétt fyrirfram; þær blasa alltaf augljóslega við - eftirá.
Niðurstaða
Hagvöxtur almennt á Vesturlöndum virðist í rénun undir lok þessa árs, einungis í Bandaríkjunum lafi hann enn í um 2%. Einhver takmörk hljóta þó vera á því hve lengi kaupgleði neytenda þar í landi geti haldið uppi heildar hagkerfinu, þegar aðrir þættir þess virðast standa lakar.
Evrópa virðist greinilega með Þýskaland í fylkingarbroddi, lafa á blábrún næstu kreppu.
Spurning hvort Donald Trump verði svo óheppin að fá upphaf efnahagssamdráttar áður en kosningar fara þar fram nk. haust -- hann hefur verið ákaflega heppinn fram til þessa, tók við þegar hagvöxtur var búinn að standa í 6 ár - hefur því fleytt rjómann af heppilegri efnahagsstöðu.
--Þetta gæti þó allt eins lafað fram yfir kosningar, eins og er Obama fékk á sig kreppu rétt eftir að varð forseti 2008.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskhyggja þín um ófarnað Trumps er fremur hvimleið. Reyndu að sjá bjartari tíð
Halldór Jónsson, 8.12.2019 kl. 23:27
Hversu stóran þátt á viðskiptastríðið við Kína í þessu?
Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2019 kl. 23:36
Þetta er einfalt:
Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eðzlu sem veldur hagvexti... og svo framvegis.
Trump eykur á þetta ferli með viðskiftastríði við Kína, þar sem framleiðzla berst rá Kína til USA.
Í Þýzkalandi, þá miða menn vel áður en þeir skjóta sig í fótinn með því að reyna að þóknast umhverfis dauða-költinu. Þeir leggja álög á iðnaðinn sem hann stendur ekki undir, og reyna á sama tíma að keppa við Kínverja sem eru ekkert að reyna að þóknast einhverju dauða-költi.
Þess vegna er bras í Þýzkalandi en ekki í USA.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2019 kl. 20:31
Ásgrímur Hartmannsson, þú sleppir út mikilvægu atriði - ef neysla ein er þessa dagana að halda við hagvexti þ.e. aukning bjartsýni neytenda er enn að keyra neyslu-aukningu - neyslan skapar flr. störf við afgreiðslu í verslunum; að e-h þarf að borga fyrir þá neyslu.
--Flestar kreppur seinni ára í Bandar. - fara af staða þegar skulda-aukning neytenda, á endanum leiðir til þess að lán-veitendur fara að ókyrrast, aðgengi að neyslu-lánum þverr, og neytendur lenda í vandræðum með að halda áfram að safna skuldum.
--Þá snögglega snýst bjartsýni neytenda yfir í svartsýni, það verður snöggur samdráttur í neyslu - kreppa skellur snögglega á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:39
Þorsteinn Siglaugsson, flestir hagfræðingar virðast þeirrar skoðunar þáttur viðskiptastríðsins sé stór.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:41
Ég endurtek: "Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eyðzlu sem veldur hagvexti."
Þetta er ekkert á lánum.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2019 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning