23.8.2019 | 00:19
Grænlandsdraumar Trumps vitfyrring eða misskiling speki?
Rétt að hafa í huga að Grænland hefur í raun um áratugaskeið verið nokkurs konar bandarískt -protectorate- þ.s. Danmörk mundi í reynd í stríðsátökum fyrst og fremst leggja áherslu á varnir Danmerkur. Meðan að herstöð Bandaríkjanna á N-Grænlandi þaðan sem rekin er flugsveit, og er staðsett ákaflega öflug radarstöð er horfir yfir pólinn, hefur síðan í kringum 1950 verið þungamiðja varnarvígbúnaðar á Grænlandi.
Túle-herstöðin nyrst á Grænlandi!
Bandaríkin virðast í seinni tíð hafa vaxandi áhyggjur af aðgengi að verðmætum málmum.
Grænland virðist hafa málma í jörðu í verulegu magni, þá einmitt af því tagi sem teljast til sjaldgæfra og afar verðmætra tegunda!
Á Grænlandi eru afar gömul berglög yfir milljarð ára gömul í tilvikum!
Greenland, mineral & exploration outlook
Eins og þarna kemur fram, er fjöldi rannsóknar-verkefna í gangi, þ.s. leitað er málma í vinnanlegu magni - af fulltrúum málmleitarfyrirtækja.
Ef vinnanlegt magn finnst, sem talið er vinnanlegt með hagkvæmum hætti.
Virðist mér að líkur væru góðar að vinnsla mundi hefjast.
Enda möguleikar þá á að Grænland geti haft tekjur af.
--Það virðist ekki augljóst, að Trump þurfi að hafa nokkrar áhyggjur.
Bandaríkin geta beitt áhrifum sínum, að augljóslega getur Danmörk ekki varið Grænland gegn ásælni öflugra 3-ju ríkja, og þrýst á að t.d. kínversk fyrirtæki fái ekki verkefni í Grænlandi.
T.d. virðist að þrýstingur Bandaríkjanna á Dani, hafi verið megin ástæða þess - að Grænland hætti á sl. ári við verkefni, þ.s. kínverskur aðili ætlaði að reisa flugvelli.
- Punkturinn er sá, að það blasir ekki endilega við að Bandaríkin þurfi að eiga Grænland.
- Þar sem að veikleiki Dana, að þeir eru algerlega háðir Bandaríkjunum um varnir þess, ætti rökrétt að þíða - að Danir ættu ávalt að vera til í að beita sér fyrir hagsmuni Bandar. innan Grænlands í þeim tilvikum, sem utanaðkomandi 3-ja land sem Bandar. vilja ekki sjá koma sér fyrir á Grænlandi, ber víurnar í Grænland eða Danmörku.
Bandaríkin geta auðvitað vel haft efni á að kaupa Grænland!
Þar sem að landið hefur sjálfræði - þyrfti að senda Grænlendingum sjálfum tilboð!
Comment - sem ég sá á vefnum part grín og alvara, var stungið upp á milljón dollurum per haus.
Vegna fámennis íbúa Grænlands, væri það ekki nema nokkur prósent af því sem Bandar. verja til hermála á einu ári.
- Megin spurningin: Er hvort nokkur þörf sé fyrir Kana að eiga Grænland?
--Þ.s. Danir rökrétt væru Könum alltaf svo þægir, þ.s. þeir eiga allt undir Könum þegar að Grænlandi kemur. - Mér hefur virst að fyrirkomulagið sé þægilegt fyrir Kana, þ.e. Danir reka Grænland - Kanar reka herstöð, sjá um varnir Grænlands.
--Þó Grænland hafi heimastjórn, njóti hún verulegs fjárstuðnings af hálfu Danmerkur.
Danir séu m.ö.o. enn með Grænland -- on US sufferance.
Niðurstaða
Ég tek fram að sjálfsagt sé það mögulegt fyrir Dani - Grænlendinga og Bandaríkjamenn, að semja sín á milli um að -- forsjá yfir Grænlandi færist yfir til Bandaríkjanna. Og það þarf ekki endilega vera slæm útkoma fyrir Grænlendinga -- það fari eftir því akkúrat hvernig mundi semjast. Það geti vel verið að Bandar. mundu setja meiri kraft í málmleit og hugsanlega vinnslu á Grænlandi. Ef semdist með hagstæðum hætti fyrir Grænlendinga um það hvernig tekjum þeirra af slíkri vinnslu yrði háttað, gæti útkoman bætt hag landsmanna þar.
--Hinn bóginn er það algerlega óvíst, fer eftir hvernig semdist.
Hinn bóginn eins og ég bendi á, séu Danir rökrétt Könum það þægir, þ.s. þeir eiga allt undir því að Kanar verji Grænland -- fyrir 3-ju löndum.
--Að líklega sé alger óþarfi fyrir Kana að breyta núverandi ástandi í Grundvallaratriðum.
Áhugi Kínverja á Grænlandi, geti bent til þess að vaxandi áhugi á Grænlandi sé ekki einungis til staðar í Bandaríkjunum. Danir mega auðvitað ekki vera steinsofandi í þeim málum.
--Það gæti auðvitað hugsanlega verið að Könum þyki Danir ekki nægilega á varðbergi.
Sem gæti legið að baki þeim óvænta áhuga á að kaupa Grænland er hafi sprottið fram skyndilega.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Emil. Einkennilegt hve bandaríkjamenn koma sein in í þetta dæmi núþegar Kínamenn eru farnir að kaupa upp innviði í Grænlandi. Þeir áttu að vakna upp þegar Núbó var að reyna að kaupa Grímstaði til þess að reisa túrista borg fyrir verkamenn og Kínamenn voru um það bil að byrja námurekstur í Grænlandi.Ég tel að Danir verði að huga að öryggi Evrópu en þarna er Kína komin með aðstöðu til að byggja herstöð og ein upp í Finnmörk og svo vegurinn sem er komin upp til Evrópu. Evrópu menn eru algjörlega sofandi. Kína á þvílíkt af hergögnum að þótt þeir sendu part af honum digði það að taka alla Evrópu.
Valdimar Samúelsson, 27.8.2019 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning