Deila um sendiherra skekur hugsanlega samskipti Bandaríkjanna og Bretlands

Sl. sunnudag war DailyMail með eftirfarandi frétt: Leaked secret cables from ambassador say the President is 'uniquely dysfunctional and his career could end in disgrace'. Sú frétt virðist byggð á viðhorfum Kim Darroch sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum til ríkisstjórnar Donalds Trumps sem koma fram í skýrslum hans um innanlandsmálefni Bandaríkjanna til breskra stjórnvalda - rétt að taka fram að sendiherrar ríkja gegna m.a. því hlutverki að senda til eigin ríkisstjórna reglulega þeirra greiningar á málefnum þess lands þar sem þeir eru sendiherrar.
Þannig aðstoða þeir eigin ríkisstjórnir í því að viðhalda skilningi á aðstæðum í því landi.
--Þær skýrslur eru á hinn bóginn leyndargögn!
--Þess vegna hafa bresk stjórnvöld óskað eftir sakamálarannsókn á lekanum.

British Red-Faced Over Leaked Cables Criticizing Trump

Talsmaður breskra stjórnvalda: We have made clear to the U.S. how unfortunate this leak is. The selective extracts leaked do not reflect the closeness of, and the esteem in which we hold, the relationship. At the same time we have also underlined the importance of ambassadors being able to provide honest, unvarnished assessments of the politics in their country,...

Bresk stjórnvöld m.ö.o. koma eigin sendiherra til varnar. Þó þau segist ekki endilega sammála hans skoðunum á ríkisstjórn Donalds Trumps.

Trump eins og mátti búast við bregst hinn versti við - enda lýsingar Darrochs á ríkisstjórn hans klárlega töluvert neikvæðar -- sbr:

  1. We don't really believe this Administration is going to become substantially more normal; less dysfunctional; less unpredictable; less faction riven; less diplomatically clumsy and inept.
  2. He also says that he doesn't think Trump's White House will 'ever look competent'
  3. President may nonetheless 'emerge from the flames, battered but intact, like [Arnold] Schwarzenegger in the final scenes of The Terminator'

Þó Darroch sé greinilega alls ekki aðdáandi ríkisstjórnar Trumps - varar hann fólk við því að halda Trump endilega á förum úr Hvíta-húsinu 2020.

 

Viðbrögð Trumps:

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 8 I have been very critical about the way the U.K. and Prime Minister Theresa May handled Brexit. What a mess she and her representatives have created. I told her how it should be done, but she decided to go another way. I do not know the Ambassador, but he is not liked or well....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 9 The wacky Ambassador that the U.K. foisted upon the United States is not someone we are thrilled with, a very stupid guy. He should speak to his country, and Prime Minister May, about their failed Brexit negotiation, and not be upset with my criticism of how badly it was...

Donald J. Trump@realDonaldTrump Jul 8 ....thought of within the U.S. We will no longer deal with him. The good news for the wonderful United Kingdom is that they will soon have a new Prime Minister. While I thoroughly enjoyed the magnificent State Visit last month, it was the Queen who I was most impressed with!

Donald J. Trump@realDonaldTrump 9 Jul ...handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæt yfirferð á málinu, takk fyrir það.

Ég held að Boris Johnsson [BJ] hafi komið upp um sig í gær í kappræðunum á ITV, hann er og verður undirlgægja trúðsins Trump.

Ekki einu sinni gat hann fordæmt ummæli trúðsins heldur snúið málinu klaufarlega að keppinauti sínum.

Mögulega gæti þetta orðið til að fækka atkvæðum meðlima Íhaldsflokkins til BJ, ef það er e-ð sem Bretar og Englendingar um leið er að e-r þjóð, leiðtogi taki þá sem sjálfssagðan hlut.

Þarf svo ekkert að ræða viðbrögð trúðsins. Þau voru trúðsleg.

En þetta mál gæti flækt Brexit, því ekki víst að allir íbúar Bretlands vilji falla í hendur USA með alla sína viðskiptasamninga og eiga þá undir duttlungafullum trúð.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2019 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband