Eftir nýja álagða tolla Trumps á Kína, andar nýjum kulda í samskiptum við Kína? Stefnir á kalt stríð?

Eins og fram hefur komið í fréttum hækkaði Donald Trump - refsitolla sem áður hann hafði lagt á 200ma.$ dollara innflutning frá Kína - í úr 10% í 25% sl. fimmtudag.
Á föstudag var orðið ljóst að viðræður Kínastjórnar og ríkisstjórnar Bandaríkjanna um viðskipti - voru farnar út um þúfur.
--Eins og gjarnan í deilum -- kenna aðilarnir hinum um.

Bandaríkjastjórn fullyrðir að Kínastjórn hafi dregið í land miðað við hvað hún áður hafði boðið, að Trump sé einuungis að beita Kína þrýstingi til að standa við fyrri yfirlýsingar.

Meðan að ríkisstjórn Kína talar um freklegan og ósanngjarnan yfirgang.

Trump says talks with China will continue as trade war escalates

US-China trade talks end without agreement

Mér virðist aðferð Trumps ekki vera virka neitt rosalega vel!

Hann virðist viðhafa þá aðferð að fara af stað með látum - með rosalega stórar kröfur, leggur á tolla þegar í upphafi ef háværar kröfur dugðu ekki til að veita málinu næga athygli, síðan hótar frekari tollum þar við - ef kröfum er ekki mætt.

Eina landið sem ég hef orðið þess var að hafi dregið verulega í land undir slíkri aðferðafræði -- er Mexíkó. Enda það land óskaplega háð Bandaríkjunum efnahagslega.
--Hinn bóginn, virtist mér Kanada lítt gefa eftir, þegar ég skoðaði hinn nýja NAFTA samning.

  • Þ.e. einmitt hvað mig grunaði, að aðferðafræðin mundi einungis virka á lönd sem -- gætu ekki sagt, nei.

Trump virðist ekki vera að draga ESB að landi, einu fréttirnar er borist hafa um þær viðræður -- er pattstaða, síðan eiginlega heyrist ekki neitt - en ég er viss að ríkisstjórn Bandaríkjanna mundi ekki þaga yfir því, ef vel gengi þar.

Xi Jinping virðist ekki heldur falla kylliflatur, ef marka má það sem maður hefur hingað til heyrt - þá eru tilboð Kína lang undir því sem Bandar.stjv. hefur verið að krefjast; en þó hefur verið boðið að auka kaup á hrávörum frá Bandar. - Þ.e. landbúnaðarsvæðum, og ásamt olíu og gaskaupum - boðið að losa um einhverjar viðskiptareglur.
--Xi virðist hafa gert tilraun til að kaupa Trump, með því að bjóða það sem mundi koma sér vil fyrir aðila er studdu Trump, þ.e. landbúnaður - olía og gas.

  • Það áhugaverða er, Trump virðist hafa verið að reyna að fá Kína - til að sætta sig við það að - a.m.k. einhverjir tollar Bandar. stæðu áfram.
    --Sama tíma, og hann hefur heimtað meiri eftirgjafir frá Kína.

Skv. þessu, virðist Trump hafa mjög mikla trú á því að spil Bandar. séu ákaflega sterk.
M.ö.o. sú hugmynd að Kína geti ekki komist af án Bandaríkja-markaðar!
--Ég held að það sé algerlega pottþétt örugglega stöðulegt ofmat.

  1. Eitt sem getur auðvitað gerst, að það hreinlega brotni upp úr tilraunum til viðræðna.
  2. Og löndin tvö, stefni í átt til kalds-stríðs.

Stöðulegt oftmat ef Donald Trump eins og mig grunar, ofmetur sína samningsstöðu - heimtar meira an Kína treystir sér að gefa eftir -- þá gæti það auðvitað aukið mjög líkur á fullu niðurbroti samskipta.
--En eitt vandamál, sem Trump virðist ekki íhuga - er staða Kína gagnvart þriðju löndum.

En Kína þarf að sjálfsögðu að íhuga, að hvað það gefur eftir til Bandaríkjanna.
Kunni að leiða til sambærilegra krafna frá þriðju löndum á Kína.
Bandaríkin eru ekki nema - tæplega 20% af heimshagkerfinu, 18% rámar mig.
ESB sem heild er a.m.k. svipað hlutfall heims-hagkerfisins!
--Þannig, að Kína þarf væntanlega að íhuga þann kostnað sem því gæti fylgt, ef Kína þyrfti að veita svipaðar tilslakanir til - þriðju aðila.

  • Punkturinn er sá, að það getur verið að Trump sé að heimta meira - en það hreinlega borgar sig fyrir Kína að gefa eftir, jafnvel með það hugsanlega í húfi að missa öll viðskipti við Bandaríkin!

Ég setti kortið að ofan upp, því það sýnir það svæði sem mest í dag er deilt um milli Bandaríkjanna og Kína -- Suður-Kína-Haf!
Spratly-eyjar, eru svæðið þ.s.Kína er að smíða eyjar, gera að her/flotastöðvum!
Ég árétta, að það sjálfsögðu er frekja af hálfu Kína, vera að eigna sér það svæði.

Hinn bóginn er einnig hægt að gera of mikið úr þessu!

  1. Mér finnst þetta t.d. ekki nærri eins slæmt, og stuðningur Bandaríkjastjórnar við mannskætt stríð -- Saudi-Arabíu og Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmanna í Yemen.
  2. En á Spratly eyjum býr enginn, enginn hefur þar nokkru sinni búið - enginn á þær formlega, þetta svæði var í rifrildi milli grannlanda Kína sem rifust um eign á svæðinu án þess að vera búin að klára það rifrildi - sem þíddi, enginn formlega átti eyjarnar.
    --Þó þetta sé frekja, er það þar með - ekki innrás. Enginn hefur látið lífið fyrir utan einn kínverskan flugmann.

Þess vegna virðist mér umtal í Bandaríkjunum um - það sem sannarlega er frekja gagnvart grannlöndum Kína -- samt vera yfir strikið.

  • Ég tel mig vita hvað Bandaríkjunum sennilega raunverulega gengur til!

Málið er að Kína er með a.m.k. 2 flugmóðurskip langt komin í smíðum.
Bætist það þá við eitt þegar ný-smíðað, og annað sem þeir höfðu keypt frá Úkraínu - hálfsmíðað sovéskt flugmóðurskip, sem Kína síðan fullkláraði.
--Kína mundi þá eiga - 4 flugmóðurskip.

Þau 2-skip sem Kína rekur í dag, eru skilst mér of smá til þess að stórar herþotur geti fullkomlega nýtt sér þau.
--En hin 2-í smíðum, kvá vera umtalsvert stærri - alvöru risaskip.

Málið sem ég held, er að Kína ætlar að nota Suður-Kína-Haf sem öruggan leikvang fyrir flota sinn -- meðan verið er að þjálfa áhafnirnar í notkun skipanna, yfirmenn skipanna í því að nýta þau almennilega, og flugmenn í því að fljúga frá flugmóðurskipum.
--Allt dæmið þarf að samhæfa, til þess að þetta verði eins og smurð vél, mun þurfa gott æfingasvæði.

  • Bandaríkin sjálfsagt skilja málið, að þarna muni Kína ætla sér að búa til þann framtíðarflota - sem hugsanlega síðar verður nægilega sterkur til að standa í hárinu á bandaríska flotanum.

En það er drottnun heimshafanna sem er kjarninn í veldi Bandaríkjanna.
Stór floti muni tryggja öryggi kínverskra kaupsiglinga, þannig að Bandar. treysti sér ekki til að hugsanlega skipta sér af þeim!
--En í dag, er floti Bandar. enn það öflugur, að Bandar. er enn tæknilega það kleyft - að setja hafnbann á Kína.

Bendi á að hafnbannsflotinn þyrfti ekki endilega að vera staddur mjög nærri Kína-strönd.
Gæti haldið sig utan flugþols kínverskra orrustuvéla!
--En með nægilega öflugum flota, gæti Kína lyft þeirri tæknilegu ógn.

  • Jafnvel þó hún sé ekki mjög líkleg - breytir það samt valdahlutföllum, því jafnvel þó einungis tæknilegur möguleiki - hlýtur Kína að vera að taka tillit til þess möguleika.
    --Á eftir, gæti Kína gengið mun lengra en áður, gegn hagsmunum Bandar!

Það er örugglega sú ógn sem Bandaríkin sjá - og er sennilega að baki látum Bandar. út af Suður-Kína-Hafi.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ríkisstjórn Donalds Trumps sé með stöðuglegt ofmat - Trump og félagar, eru stöðugt að tala um hagkerfi Bandaríkjanna. Hinn bóginn, þá er það mjög minnkað miðað við það sem áður var sem hlutfall heims hagkerfisins. En ef miðað er við PPP mælingu, er virði bandar. hagkerfisins - innan við 20% af heimshagkerfinu. 
--PPP kvarði sýnir Kína þegar stærra hagkerfi en Bandar. En ef mælt er í Dollar, þá er bandar. hagkerfið ennþá töluvert verðmætara, ennþá verðmætast.

Hinn bóginn er Kína stærsta útflutningshagkerfi heimsins - það flytur mest inn af hráefnum einnig. Þeirra viðskipti í varningi eru stærri en í nokkru öðru hagkerfi.
--Það er unnt að nefna fleiri tölur sem veita vísbendingu þá, að Kína sé þegar í dag stærra en hagkerfi Bandaríkjanna -- Dollar mælingin er ekki eina sem máli skiptir.

Heilt yfir er ESB svipað stórt hagkerfi og Bandaríkin. Aðeins stærra, ef miðað er við PPP mælingu, Bandaríkin ívið stærra ef matið er út frá Dolla.
--Ef maður miðar út frá viðskiptum með gæði - eru þrjú risahagkerfi.

  • Punkturinn í þessu er sá -- að séð út frá viðskiptum, eru þessi 3-hagkerfi. Líklega mjög nærri því að vera -- álíkta sterk, ef allt er skoðað í heild.
  • Ef Bandaríkin eru bara -- eitt af þrem.

Þá auðvitað eru þau ekki alveg í þeirri stöðu - að geta skipað hinum tveim fyrir verkum.

  • Öll önnur lönd eru þá samanlagt, stærri en hvert eitt risahagkerfanna 3ja.

Sem þíðir, að önnur lönd skipta einnig máli!
--Í viðskiptum, er heims-hagkerfið greinilega þegar -- multipolar.

Það þíðir að enginn í reynd - drottnar.
Þannig, að tilraun eins til að segja hinum fyrir - hljóti að enda með að virka ekki!

Einungis hernaðarlega eru Bandaríkin -- enn, langsterkust. 
En þ.e. mjög takmarkað hvernig það nýtist Bandaríkjunum -- í deilum af þessu tagi.
--Bandaríkin, álykta ég, geti náð samkomulagi -- en ekki nema þau gefi mikið eftir af sínum kröfum.

Annars sennilega enda mál svo að Trump nær ekki samkomulagi, deilur standa enn óútkljáðar er forsetatíð hans líkur.
--Auðvitað, með deilur í gangi, vaxa líkur á þróun yfir í kalt-stríð.

Þó ætla ég ekki að gefa mér það að mál endi algerlega pottþétt þar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 858751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband