Bandaríkin og Íran á leið inn í stríð?

Vandamálið við ríkisstjórn Donalds Trumps er að í dag - eru engir sem hvetja til varfærni þar lengur til staðar; heldur eru það Pompeo og Bolton - sem báðir tveir hafa í fortíðinni hvatt til stríðs gagnvart Íran.
--Trump sjálfur hefur ekki skafað af því, kallað Íran miðju hins illa í Mið-Austurlöndum, það gengur svo langt aftur sem til - kosningabaráttunnar 2016 er Trump þá þegar, fór að hamra gegn Íran, styðja sjónarmið í þá átt - að Íran væri orsök alls slæms í Mið-Austurlöndum.
--Tilraunir til að kenna Íran um allt sem miður hefur farið á því landsvæði, eru að sjálfsögðu ekkert annað en -- tilraun til sögufölsunar.

  1. Hinn bóginn, ef einungis er horft á málið út frá sjónarmiðum landa eins - Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna; þá er smávegis til í þessu.
  2. Að hvernig áhrif Írans hafa vaxið, hvernig Íran hefur unnið margvíslega sigra í -proxy- stríðum milli þeirra fjenda; hefur auðvitað verið á þeirra kostnað.

--En þ.e. einungis hægt að túlka Íran sem miðju hins illa, ef málið er einungis skoðað út frá, óförum fjenda Írans sbr. Saudi-Arabíu, sem sannarlega hefur ekki gengið vel í proxi stríði sínu við Íran hér og þar um Mið-Austurlönd.
--Og, enginn forseti Bandar. í seinni tíð er eins mikill vinur SA - og einmitt Trump.

Tal Trumps um Íran - hlýtur að hafa komið sem himnasending fyrir krónprins SA.
Í kosningabaráttunni 2016 - kvartaði Trump sáran undir skorti á stuðningi Bandaríkjanna við sína stuðningsmenn innan Mið-Austurlands í forsetatíð Obama.
--Enda var enginn vinskapur milli Sauda og Obama. 
--Má segja, Trump hafi bætt um heldur betur ef miðað er frá hagsmunum SA og UAE.

Iran nuclear deal: what has Tehran said and what happens next?

Trump’s Iran policy is making war more likely

Trump’s Iran Policy Is Becoming Dangerous

Iran-US tensions escalate as Trump imposes new sanctions

Mynd sem sýnir vel hve fjalllent Íran er!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Ríkisstjórn Bandaríkjanna er greinilega á hættulegri siglingu!

Ekki enn ástæða til að fullyrða að stríð sé á næsta leiti - rétt að ryfja upp, að Trump virtist ganga mjög langt fram á brúnina 2017 gagnvart Norður-Kóreu, áður en leiðtogi þess lands -- blikkaði a.m.k. að einhverju leiti, og viðræður hófust milli Bandar. og NK.

Það er enn möguleiki, að Trump sé einfaldlega að spila sama leikritið - að láta líta svo út, að stríð geti verið á næsta leiti, að allt sé mögulegt - bendi á að Bolton um daginn fyrirskipaði að flugmóðurskip ásamt fylgdarskipum mundi sigla inn á Persaflóa.

Trump skv. nýjustu fréttum, fyrirskipaði nýjar refsiaðgerðir á Íran - ofan á þær fyrri; nú er sjónum beint að málmiðnaði Írans - sem sé næst mesti útflutningur Írans í verðmætum eftir útflutningi á olíu. Nú skal gera allt til að loka á íranska hagkerfið.

Og Hassan Rouhani - tilkynnti, að Íran mundi næstu mánuði í skrefum draga sig til baka frá kjarnorkusamningnum -- Rouhani kynnti fyrstu skrefin sem:

  • Íran hætti að flytja út þungt vatn.
  • Og auðgað úran sem áskotnast úr ferli sem Íran hefur verið heimilað að stunda, þ.e. auðgun fyrir notkun í kjarnorkuverum -- það lág-auðgaða úran sem er þá umfram notkun, safnast þá fyrir.
    --Síðar gæti það verið notað, sett í þar til gerðar skilvindur, til að auðga það enn frekar.
  • Skv. Rouhani, verður það gert eftir 60 daga, þ.e. Íran fer þá að fullu að auðga úran að nýju.

Rouhani sagði, að innan þeirra 6o daga - hefði Evrópa tíma, til að koma fram með útspil.

France calls Iran to respect nuclear deal, warns of escalation

Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands skoruðu á Íran, að halda sig við samninginn.

  1. Íran hefur með þessu útspili fyrir sitt leiti - hert á sínum spilum.
    En eðli sínu skv. vill Evrópa ekki að Íran verði að kjarnorkuveldi. En Íran ræður þegar yfir eldflaugum er geta tæknilega borið kjarnasprengjur - og draga til Evrópu.
  2. Það var auðvitað vegna þeirra hagsmuna Evrópu, að ESB tók virkan þátt í kjarnorkusamningnum.
    --Bandaríkin hinn bóginn eiga ekkert á hættu, enda íranskar eldflaugar ekki með drægi þvert yfir hnöttinn.
    --Það sennilega er þáttur í því að Bandar. eru til í að labba frá kjarnorkusamningnum, síðan taka þá áhættu - að Íran ákveði að gerast kjarnorkuveldi.

--Íran ætlar sem sagt, að nota kjarnorkusamninginn sem svipu á Evrópu.
--Í von um að, sá þrýstingur leiði til þess að ESB komi með mun betra tilboð til Írans.

  • Höfum í huga hugsanlegt stríð við Íran er miklu umfangsmeiri atburður en innrásin 2003 eða átökin í Sýrlandi, eða stríðið gegn ISIS.
  • Þ.s. að Hesbollah án vafa tekur fullan þátt, þ.s. Íran hefur herlið í Sýrlandi, þ.s. mikið er að svokölluðum -militias- í Írak sem styðja Íran og eru vopnaðar, og munu án vafa taka þátt í átökum með Íran.
  • Þar með mundi stríð við Íran - draga Írak, Sýrland og Lýbanon - alveg örugglega inn í átökin - öll löndin í einu.
  1. Fyrir Evrópu er augljósa hættan -- flóttamanna-bylgja á skala, er gæti tekið langt um fram, bylgjunni er skall á Evrópu vegna borgarastríðsins í Sýrlandi.
  2. Hafandi í huga, hve katastrófísk áhrif slík risabylgja gæti haft á evrópskt samfélag - sem þegar er orðið nokkuð andsnúið flóttamönnum frá Mið-Austurlöndum.
  3. Þá klárlega hefur Evrópa og þar með - ESB, mikla hagsmuni af því - að koma í veg fyrir átök.

--Þannig, að Hassan Rouhani er ekki að tala í einhverri heimsku, er hann talar til ESB.
--Og fer fram á að ESB geri meira, mun meira - til þess að aðstoða Íran.

  • Það er sennilega of stuttur tími til þess að búa til - nýtt prógramm.
  • En ríkisstjórnir ESB landa, gætu ákveðið að sjálfar kaupa olíu í stór-auknum mæli frá Íran.

Vandinn í dag, eru að evr. einka-fyrirtæki þora ekki að versla við Íran, vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna sem í dag eru orðnar mjög harðar - beinast einnig gegn viðskiptum annarra.
Ríkisstjórnir ESB landa - aftur á móti - gætu sjálfar tekið þá áhættu.
--Ef þær það gerðu, mundi það stórfellt pyrra ríkisstjórn Trumps.
--En ég á ekki von á að það mundi hafa það alvarlegar afleiðingar, að það sé samt ekki heilt yfir betra fyrir ESB - að kaupa í auknum mæli íranska olíu, ef það mundi duga til þess að forða þeim stríðsátökum sem annars geta verið yfirvofandi.

En það virðist hugsanlegt að með þá Bolton og Pompeo í brúnni við hlið Trumps - sé ríkisstjórn Bandaríkjanna, hafin leit að tylli-ástæðu.

Eins og kemur fram í þessari umfjöllun, virðist Bolton vera að leika gamlan leik - að spila með upplýsingar um sjálfstæða shíta herflokka sem starfa í Írak og Sýrlandi, sem sannarlega eru ekki vinir Bandar. - en voru í samstarfi þó við þau í átökum við ISIS: The Flash Point Between America and Iran Could Be Iraq's Militias. Þeir hati samt Bandaríkin, og möguleiki á átökum við bandar. hermenn að sjálfsögðu fer vaxandi, vegna þess hve Bandar. skref fyrir skref sverfa að Íran. Bolton hefur látið flugmóðurskiptadeild sigla átt til Persaflóa.
--Bolton var auðvitað staðinn að því að spila með gögn, fyrir íraksstríðið 2003.

 

Niðurstaða

Ég hef hingað til ekki talið stríð Bandar. við Íran sennilegt - vegna nær óhjákvæmilegs umfangs þess. Meira að segja George W. Bush lét gera skýrslu um það hvað væri unnt að gera gagnvart Íran - hopaði undan frekar en að láta til skarar skíða. En umfang þess gæti hlaupið upp í ca. svipað og umfang átaka Bandar. í Kalda-stríðinu í SA-Asíu. Ef Íraks-stríðið var fyrir rest óvinsælt innan Bandar, og sannarlega stríðið í - Nam. Þá geti vart farið með öðrum hætti, ef ríkisstj. Bandar. hæfi sambærilegan skala stríð við Íran og bandamenn þess.

Það er líka það að Donald Trump vill hafa sigur í kosningum 2020 - óvinsælt stríð gæti skaðað þá möguleika. Hann fór eftir allt saman ekki í stríð við Norður-Kóreu. Hann vill draga Bandar. út úr Afganistan. M.ö.o. hefur Trump ekki virst stríðsmaður.

Hinn bóginn, virðist lítil ástæða að efa - þeir félagar Pompeo og Bolton, eru líklegir að gera sitt besta til að - æsa leika.
--Þeir gætu þannig séð - teymt Trump inn í stríð, jafnvel án þess að hann ætlaði sér slíkt.

En ég er á því að Trump hafi ekki gert vel er hann valdi þá tvo félaga saman inn í sína ríkisstjórn - þeir myndi þar stórvarasamt teymi.
--Stríð gæti raunverulega leitt Trump til taps í kosningum 2020.

En áhugi bandarísks almennings á stríðsþátttöku virðist mun minni í dag en oftast áður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Bandaríkin er eitt og Washington dc er annað. Washington dc er vatikanið og er allt þetta stríðsbrölt hluti af 900 ára stanslausu valdabrölti kaþolksu kirkjunnar og hefur ekki neitt með Usa að gera, heldur hefur þetta allt með heimsvalda stefnu og hagsmuni vatikansins að gera.

1000 ára ríkið er gamalt fyrirbrigði innan Vatkianið sem að er einskonar stefnuskrá, og þar segir .. að allur heimurinn eigi beint eða óbeint að vera kominn undir stjorn vaikansins,  á einhverjum tímapúnkti í 1000 ára sogu vatikansins. þetta er það sem að Nato snýst um og líka Esb. Esb er með Brussel sem FRAMHLIÐ en er í raun stjórnar af kaþolsku kirkjunni í Austurríki með beina símalínu inn til Romar og þaðan til Washington dc.

Öll þessi lönd sem að er verið að böggast í frá hálfu Washington Dc,, Ukraina, Ikraq, libya  etc etc eru allt lönd sem að eru ekki undir stjórn Vatikansins og eru ekki Rómversk kþaolsk.  þar liggur hundurinn grafinn. 

Washington DC tilheyrir ekki Bandaríkjunum. 

Washington DC er ekki eitt af fylkjum Bandaríkjana. 

Washington Dc er algera sjálfstætt riki og lýtur sínum eigin lögum sem eru lög eru lög vatikansins og það er enginn æðri þeim lögum og HAGSMUNUM HÆRRI, hvorki Demokratar eða republikanar eða heldur ekki Forsetin. Allir þurfa að lúta lögum og hagsmunum Vatikansin, og nær lýðræðið í Usa ekki nema upp að dyrum kaþolsku kirkjunnar go virkar svo lengi sem aðilar fara ekki gegn hagsmunum Vatikansins, en þá er til stofnum sem að heitir CiA , sem að er ekki leyniþjonusta bandaríkjanna, heldur er Cia leyniþjonsa k kaþolsku kirkjunnar og er fyrst og fremst ætlað að gæta hagsmunar Vatikansins bæði innan Usa og þar fyrir utan. Sá sme kom upp um barnaníð kaþolsku kirkjunnar i Washington dc fannst dauður 20 mánuðum seinna. 

það er Pafin í rom sem að er æðst ráðandi í Washington Dc en EKKI FORSETINN, eða Donald Trump.

Forseti Usa er einungis tol i höndununum á  Vatiakansinu og er fyrst og fremst ætlað að draga athygli frá Pafanum þvi að skuldinni er skellt á forsetan ´en ekki Pafan, en allt er þetta í raun og veru sýndarveruleiki sem að snýst fyrst og fremast og valdabrölt vatikansins, sem að skylir sér á bak við orðið BANDARÍKIN.

jESUÍTA EIÐURINN, er eiður sem að æðtu stjornendur vatikansin þurfa að gangast undir með ákveðinni viðhöfn og honum  eiga þeir síðan að fylgja með hagsmuni Vatikansin að leiðarljósi.

Í stuttu máli þá segir þar ,, Við förum gegn öllum þeim sem að ekki eru þá og þegar undir stjorn kaþolsku kirkjunnar og ef að við sigrum þá ekki með hloðlegum aðgerðum á bak við tjöldin þá förum við gegn þeim á opinberum vettvangi ,,,, etc etc ,,, síðan er ákveðin annar ljósleiki í orðum sem að fylgir í kjölfarið.

þetta er stríðið endalausia sem að ætlað er að ganga mann fram af manni þangað til að kaþolska kirkjan er búin að ná markmiðum sínum. 

Russland er á óvinalista bandaríkjanna, þrátt fyrir að Russar hafi aldrei gert bandaríkamönnum neitt. þá vakna spurningar um hvaða hagsmuni er þá verið að ræða. Jú svarið við þvi er að það eru hagsmunir Vatikansins i Usa sem að þetta snýstt um, sem að eru að reyna að tryggja það að áhrif Russa og kínverja innan þess svæðis sem vatikansið lítur á sem sitt yfiráða svæði verði helst enginn, þvi að vatikansið lítur á það sem  veikingu á Romversk kaþolksu kirkjunni, að fyrirtæki í Austri sé að hreiðra um sig innan svæðis Vatikansins, en Vatikansið vill hinsvegar að ÞESSU SÉ ÖFUGT FARIÐ og fyrirtæki vestanmeginn geti aukið völd sín austanmeginn, þvi að er áframhaldandi völd kaþolsku kirkunnar sem að felas í þvi á þannig veginn

þetta er það sem að WASHINGTON DC snýst um. Bandaríski herinn hefur ekkert með bandaríkin að gera, heldur er um að ræða her Kaþolsku kirkjunnar eru allt þetta endalausa hernaðarbrölt og herstövar í Usa fyrst og fremast Vatikanið.

Jésuíta eiðurinn segir líka, að allir þeir sem ekki séu undir stjórn Vatkansins, séu réttdræpir burt séð frá Stett eða stöðu, eða hversu þekktir og eða virtir aðilar eru innan þjóðfelagsins og þá sérstaklega ef að þeir vinna gegn hagsmunum vatikansins. John F kenedy for gegn hagsmunum vatikansin sem dæmi og setti Bandaríkin í Fyrsta sæti en hagsmuni vatikansins í 2 sætið. 

Israelsmann eru studdir af Washington Dc gegn Palestinu mönnnum, þvi að aukin völd Vatikansin á þvi svæði nást í gegnum isralesmenn og það er eina ástæðan fyrir þvi af hverju landnám israels er stutt af Washington dc, eða enginn mótmæli viðhöfð, en hvað verður um isrels þegar að fram liða stundir þegar að þeir hætta að þjóna tilgangi sínum þarna niður frá ??  Aukin völd fást oft með þvi að styðja einn hóp fólks gegn öðrum og láta þannig aðra vinna skítverkin fyrir sig og þetta er aldagamlt fyrirbrigði, sem að hefur nú verið stundað í IRAQ, LIBIU , UKRAINUM og svo framvegis. 

Washington Dc boggast i öllum þeim löndum sem EKKI ER ÞÁ OG ÞEGAR UNDIR STJORN PAFANS !!!!!

AF HVERJU SKYLDI ÞAÐ VERA ??? 

þau lönd sem að eru þa og þegar undur stjórn Vatikansins eru hinsvegar lain i friði af washington DC. 

KV

lig

Julial Assange , wikkileaks er gott dæmi um þetta. það er Vatikansið sem að er á eftir honum en ekki Bandarikjamenn.   

Lárus Ingi Guðmundsson, 9.5.2019 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 846767

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband