Donald Trump einnig að draga liðssveitir Bandaríkjanna frá Afganistan -- munu Talibanar ráðast á Rússland síðar meir?

Það finnst kannski ekki öllum blasa við að Talibanar hugsanlega ráðist á Rússa - síðar meir. En það sem ég ætla að vekja athygli á eru löndin í kringum Afganistan!

Í dag stjórna Talibanar ca. helmingi landsins - þrátt fyrir að ríkisstjórn Afganistan njóti enn aðstoðar ca. 14þ. bandar. hermanna - og flughers Bandaríkjanna.

Image result for isis afghanistan map

Líkur virðast á að - ef þ.s. virðist að Trump fyrirhugi brotthvarf bandaríska hersins á nk. mánuðum verði að veruleika, að það leiði til fullnaðar-sigurs Talibana innan Afganistans að nýju.

  1. M.ö.o. að fyrra ástand komist á að nýju, Talibanar ráði landinu.
  2. Það líklega verði að víghreiðri fyrir alls konar íslamískar öfgahreyfingar til að beita sér um heiminn vítt - eða innan landanna í kring.

Það er eiginlega spurningin sem ég varpa fram - hverjar verða afleiðingarnar fyrir granna Afganistans, ef Talibanar aftur komast til valda?

Grannar Afganistan eru allt -- Múslimalönd, eitt þeirra er kjarnorkuveldi þ.e. Pakistan - Íran á aðra hlið, en síðan fyrir Norðan eru múslímalönd Mið-Asíu.

Spurning hvort að Afganistan yrði að miðju útbreiðslu Íslamista byltingar innan Mið-Asíu?

Image result for afghanistan map central asia

Innan Afganistan er hreyfing Talibana öflugasta Íslamista-hreyfingin, en ISIS hefur þó verið að eflast - og kvá ráða svæðum innan landsins!

Áður en George W. Bush - hratt Talibönum frá völdum í Afganistan, hafði al-Qaeda hreyfingin fengið að setjast að í Afganistan, og skipuleggja hryðjuverk frá Afganistan -- heiminn vítt.

Spurningin er hvernig samskipti Talibana - og ISIS munu þróast. En ISIS hefur hingað til ekki virt tilbúið að umbera nokkrar aðrar Íslamistahreyfingar - eftir allt saman þykist ISIS eitt hafa rétt til að skilgreina Íslam.

Það hafa við og við verið átök milli Talibana og ISIS -- skilst mér. ISIS innan Afganistan virðist þó fyrst og fremst stunda hryðjuverk - ráða óverulegum landsvæðum.

  1. Einn möguleikinn væri sá, að Talibanar semdu frið við ISIS.
  2. Gegn því, að ISIS fengi að nota Afganistan sem miðstöð - án þess að stunda árásir innan landsins.
    --Síðan gætu auðvitað málin þróast þannig að Talibanar umberðu ekki ISIS yfirleitt.

Spurningin sem ég velti fram - er hvort Afganistan er líklegt að verða dreyfingarmiðstöð fyrir alþjóðlegan Íslamisma, ef Talibanar ná völdum?

 

Sum landanna í kring, gætu verið veik á svellinu gagnvart öfga-íslamistum!

Kyrgistan og Tadjikistan t.d. kvá vera - bláfátæk lönd, ekkert gas - engin olía. Þar dettur mér í hug, að öfga-Íslamistarnir ættu hugsanlega auðveldan leik að hreiðra um sig -- dreifast þangað frá Afganistan.

Síðan koma lönd eins og Turkmenistan og Úsbekistan -- það eru olíu- og gasauðug lönd, sem eiga peninga -- en auði mjög misskipt, m.ö.o. gríðarlega auðug elíta er stýrir auðlyndunum, auðnum lítt dreift til almennings.
--Lögregla og her líklega þó mun sterkari í þeim löndum.

Samt ætti að vera yfrið næg óánægja -- til að veita öfga-íslamistum fótfestu.

  1. Spurningin er þá, hversu vel gæti - öfga-íslamistum gengið að hreiðra um sig í þessum löndum, eftir að Afganistan væri aftur orðin að miðju útbreiðslu öfga-íslamisma?
  2. Ég er þá að gera ráð fyrir því, að Afganistan breiddi úr sér öfga-íslamisma, eins og eitri væri sáð í kring.

 

Punkturinn með hugsanlega hættu fyrir Rússland er sá, að innan Rússlands sjálfs eru Múslimasvæði, ekki mjög mörg ár síðan - Téténar gerðu uppreisn!

Ef öfga-íslamistar næðu það mikilli útbreiðslu út frá Afganistan, að þeir yrðu áhrifamiklir innan ofangreindra landa -- næðu jafnvel völdum innan einhverra þeirra.

Gætu þeir farið að sá sér út um allt svæðið, þ.s. Íslam er að finna.
Þá væri Rússland að sjálfsögðu inni í þeirri mynd.

Það þarf vart að nefna að Pakistan er nærri.
Og það land hefur kjarnorkuvopn.

Ef Afganistan yrði að miðju nokkurs konar - kalífadæmis.
Þá er rökrétt fyrir það á einhverjum punkti að beina sjónum að Pakistan.

 

Niðurstaða

Það veit eiginlega enginn hversu stór hætta Talibanar eru - þegar þeir um hríð réður næstum öllu Afganistan, þá komu þeir á fót stjórnarfari sem var það íhaldsamt skv. túlkun á siðareglum - að meira að segja Saudi-Arabía leit út fyrir að vera frjálslynt land.

Þ.s. að Vesturlönd studdu andstæðinga Talibana - þá hjálpaði það þeirra andstæðingum að halda velli, en ef við gerum ráð fyrir sem sennilegt -- að Donald Trump klippi alfarið á Afganistan.

Þá líklega mundu Talibanar ná landinu alfarið. En það er einmitt punktur, að við vitum ekki hvernig Talibanar hefðu hagað sér -- ef þeir hefðu ekki enn á þeim punkti þurft að fókusa á innanlandsátök. Eina sem við vitum, að alls konar öfgahópar fengu að starfa undir þeirra pylsfaldi - og það voru þeir hópar er beittu sér utan Afganistan.

Það þíðir m.ö.o. að það gæti allt eins verið að það væru ekki endilega Talibanar sem slíkir sem dreifðu sér um Mið-Asíu, heldur hópar er fengu að starfa í skjóli hjá þeim.

  1. En punkturinn er sá, að líkur virðast til þess að með brotthvarfi Bandaríkjanna.
  2. Verði Afganistan aftur að miðstöð hættulegs öfga-íslamisma.

Sem slík miðja, gæti Afganistan reynst ógn sannarlega fyrir löndin allt í kring.
Og auðvitað, slíkir hópar sannarlega gætu skipulagt þaðan, hryðjuverk á Vesturlöndum.

  • Eftir allt saman skipulagði síðast hópur er fékk að starfa undir þeirra pylsfaldi, það stærsta hryðjuverk sem nokkru sinni hefur verið framið innan Bandaríkjanna.

Slíkt getur að sjálfsögðu endurtekið sig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Fyrir örfáum mánuðum náðu löndin  sem liggja að Kaspíahafi samkomulagi um nýtingu vatnsins ,fiskveiðar og lagningu t.d. gasleiðsla á botni þess. Einnig um það að utanaðkomandi  aðilar fái ekki að hreiðra um sig á svæðinu. Rússar munu sjá um hernaðarlegar varnir og eftirlit. Um þessi mál hafði verið deilt mikið og lengi. Það eina sem ekki er búið að ná samkomulagi er framtíðar borun í botni vatnsins.

Snorri Hansson, 22.12.2018 kl. 00:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri Hansson, virkilega það barnalegur að halda slíkt samkomulag stoppi íslamista í því að smygla sér inn í þau lönd?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2018 kl. 02:31

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Einar, þú ert svo blindur af Rússa hatrinu að það nær engri átt ... persónulega, vona ég að ISIS og Islamistar séu það heimskir að þeir ráðist á Rùssa ...

Örn Einar Hansen, 22.12.2018 kl. 20:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, mér virðist þú sjá hatur í öllum hornum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.12.2018 kl. 02:07

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Gleðifréttir fyrir bandaríkjamenn, og friðarsinna allstaðar.  Sparar kananum formúgu, og herinn þarf ekki lnegur að labba á jarðsprengjur.
Ekki get ég séð að nokkur innan Talibana-flokksins sé svo vitlaus að fara að ybba gogg við rússa.  Svo það verður ekki vandamál.  Svo þaðan mun ekkert koma næstu 50 árin annað en ópíum.

Nú, ef evrópumenn hafa einhverjar áhyggjur af einhverjum terroristum, hvort sem þeir heita Al Kæda, ISIS eða bara Einar, þá þurfa þeir bara að fylgjast með landamærum sínum.  Það ætti að verða létt verk.

Nema þeir geri eitthvað heimskulegt eins og að liðka fyrir flæði flóttamanna.

En hverskyns fáviti myndi gera svoleiðis?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2018 kl. 09:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru þrjú sem hafa opnað fyrir slíkt flæði: Katrín Jakobsd., Sig. Ingi og Bjarni Ben.! En vel gerir Einar Börn að benda á þá hættu sem hér getur verið fram undan og þyngt róðurinn hjá Rússum.

Jón Valur Jensson, 23.12.2018 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband