18.12.2018 | 23:03
Donald Trump segir 17.000 skeiti hafa verið eydd af starfsmanni FBI!
Ég tékka eins og fjömargir reglulega á Twítunum hans Trumps, og eitt þeirra vakti athygli mína:
Skv. þeim fréttum sem ég gat fundið um þetta!
Þá er í gangi innanhúss rannsókn á Peter Strzok og Lisa Page, sem virðast hafa verið í nánum samskiptum - hvort þau voru elskendur eins og DT heldur fram, skiptir fyrir mig engu máli.
Símar sem þau höfðu notað síðan þau bæði tóku þátt í rannsókn á E-mail máli Hillary Clinton voru rannsakaðir.
Skv. frétt, höfðu fulltrúarnir skilað símunum inn - skv. reglum FBI, eftir að tímabili notkunar var lokið.
Og símarnir höfðu verið endurstilltir í svokallaðar "factory" stillingar - sem væri vanalegt.
Í rannsókn á símunum, fundust fjöldi skilaboða - sem ekki höfðu lent inni í kerfi FBI - sem safnar saman slíkum skilaboðum og heldur utan um, svo unnt sé að skoða þau síðar.
--Rannsakandi FBI virðist ekki halda því á lofti að skilaboðum hafi verið eitt með ólöglegum hætti.
--En fyrst að skilaboðin fundust - þá veit FBI væntanlega sjálft innihald þeirra.
Trump alleges misconduct after discovery of FBI texts
Sjá sjálfa skýrslu FBI: Report of Investigation: Recovery of Text Messages From Certain FBI Mobile Devices
- Gluggaði aðeins í skýrsluna - skv. henni, virðist það einfaldlega hafa gerst - að bug í prógrammi í Samsung S5 síma, hindraði hugbúnað á vegum FBI - í því að sjálfvirkt afrita skilaboðin og varðveita.
- Þannig að skv. skýrslunni, er ekki verið að afhjúpa eitthvert hneyksli.
Spurning þá hvort Donald Trump sé ekki aðeins að hlaupa á sig með hressilegum fullyrðingum - með stærsta hneykslið fram að þessu.
Eða er það einfaldlega svo - að DT talar alltaf í "hyperbole"?
Niðurstaða
Við skoðun á málinu virðist fullyrðing Donalds Trumps einfaldlega ekki standast. Með öðrum orðum, í twíti um málið fari hann með staðlausa stafi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.12.2018 kl. 11:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og DT heldur fram? Vandamálið er hvað þú fylgist illa með...https://www.youtube.com/watch?v=3xyPFfozPDE
Guðmundur Böðvarsson, 19.12.2018 kl. 05:09
Uh, og hvað með það að þau tvö hafi haft skoðanir? Sé ekkert "relevance." FBI er stór stofnun - útilokað að þar séu ekki einnig einhvers staðar starfsmenn með öfugar skoðanir.
--Komdu með einhver rökstuðning um það, hvað bendi til þess að FBI sé hlutdrægt?
--Það eitt að rannsaka DT sé ekki eitt út af fyrir sig sönnun, og eiginlega að til staðar séu tveir Demókratar í allri stofnuninni, ekki sönnun heldur - þ.s. í það stórri stofnun væri annað útilokað miðað við allan starfsm.fjöldann.
-------------------
Alveg "crazy" að halda því fram að FBI hafi komið myldilega fram við Clinton.
Ég meina, FBI -- í raun gerði DT að forseta. Eða það eru mjög góðar líkur á að rannsókn FBI hafi minnkað fylgi við Clinton nægilega til að DT náði kjöri. Enda í nokkrum fylkjum mjótt á munum -- rökrétt að álykta að seinni rannsóknin er stóð yfir loka-vikur kosningabaráttunnar er lauk einungis örfáum dögum fyrir kjördag. Hafi gert DT að forseta.
Þess vegna hefur mér ætíð virst gagnrýni á FBI um linkinnd gagnvart Clinton stórskrítin.
--Ég sé enga ástæðu að ætla að skoðanir tveggja fulltrúa sýni að FBI sé hlutdræg.
--Eða það að rannsaka forsetann sé klárlega nornaveiðar.
Menn eiga aldrei að trúa pólitíkusum í blindni sérstaklega ef þeir eru óánægðir með e-h.
Þvert á móti virðist mér FBI vera til fyrirmyndað - athafnir FBI sýni að FBI sé raunverulega sjálfstæð stofnun. Það að stofnunin hafi rannsakað tvo áhrifamestu pólitíkusa Bandaríkjanna, frekar e-h sem Bandaríkjamenn ættu að vera stoltir með.
--Eiginlega er ég gulur og grænn af öfund yfir því að Bandaríkin hafi þetta öfluga rannsóknarstofnun er veitir pólitíkinni í Bandar. þetta öflugt eftirlit.
Greinilega er enginn svo stór eða mikilvægur að FBI þori ekki að rannsaka viðkomandi.
Það sé einfaldlega frábært.
--Það þíðir ekki að ég gefi mér fyrirfram sekt eða sakleysi DT.
En ef ástæða er til að rannsaka á að rannsaka, greinilega átti að rannsaka Clinton.
Rannsókn FBI þar um hafi verið réttmæt.
Mér virðist af því sem fram hefur komið að líklega sé rannsókn FBI á DT einnig réttmæt.
Að DT öskri ítrekað eins og sprunginn grís -- samsæri, samsæri - nornaveiðar, truflar mig nákvæmlega ekki neitt -- ekki heldur að fylgismenn taki undir.
Enda er ég fylgismaður hvorki Repúblikana né Demókrata.
Ég leiði það hjá mér þegar pólitíkusar öskra eins og sprungnir grísir - á Íslandi líka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2018 kl. 11:22
Einar Góð grein en ég veit ekki enda er þetta leikrit hjá Guðmundi nokkuð nær lagi. .Einar ég myndi treysta Trump í því sem hann er að gera og farðu að stúdera Muller og hina sem þú segir aldrei orð um.
Trump né stjórn hans á þetta skilið það veist þú eða átt að vita og kannski ertu Soros maður.?
Valdimar Samúelsson, 19.12.2018 kl. 15:39
Valdimar Samúelsson, þú ættir að vita Valdimar - að ég fylgi engum sérstökum.
Ég fylgi ekki Trump né er ákveðinn á móti honum. En eins og við aðra stjórnmálamenn. Er ég ófeiminn að álykta þegar mér virðist sá fara með rangt mál.
Ég kem ekki auga á skynsama ástæðu til að efast um heilindi FBI. Mér virðist nálgun FBI á mál Clinton - ekki hafa verið ósanngjörn, að sjálfsögðu gerði FBI Clinton ekki nokkurn greiða - enda ætti sérhver skynsamur maður að sjá, að rannsóknin skaðaði hennar orðstír mikið, að ekki er ólíklegt að sú rannsókn hafi riðið baggamun á að Trump varð forseti. Enda mjótt á munum í nokkrum fylkjum.
--Þess vegna hef ég aldrei getað samþykkt þá ásökun, að Clinton hafi fengið of mjúka meðferð.
**Ég leyfi mér einfaldlega að fylgjast með fréttum, draga eigin ályktanir - læt ekki stjórnmálamenn hugsa fyrir mig, eiginlega sama hver sá hugsanlega ágæti maður heitir eða hvaða landi sá stjórnar, eða starfa innan.
**Það sem hér kemur fram eru alltaf mínar ályktanir - sem ég tek sjálfur ábyrgð á.
-------------------
Ég hef fylgst með rannsókn Mueller - ég dreg einfaldlega enga ályktun af henni eða um hana.
Sú rannsókn á eftir að skila niðurstöðu - þar á meðal dreg ég enga álykun af eða á um sekt eða sakleysi Trumps.
--Neitun hans hef ég í huga, en tek hana greinilega ekki til greina, án þess að fullyrða að sú neitun sé röng.
Ég er alveg með það í myndinni að Trump sé sekur -- ég hef enn fyllsta traust á FBI.
Mér virðist FBI ekki hlutdræg -- þegar kom í ljós að tveir fulltrúar voru hlutdrægir, voru þeir teknir út úr því rannsóknarteymi, sem var að sjálfsögðu rétt að gera, auðvitað eiga fulltrúar sem rannsaka ekki vera hlutdrægir.
--Útkoman á eftir að koma í ljós.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2018 kl. 22:52
Einar ég veit að þú ert ekki hlutdrægur og alltaf gaman að lesa skoðanir þínar en stundum hittir þú á viðkvæm málefni í mínum huga en á fer maður kannski verja. Gaman að lesa grein um þennan rithöfund í mogganum Michael Holluembeek? en svo þýðir greinarhöfundur líklega franska orðið leikari sem trúður. Fyrst hælir Michael honum en þýðandi lætur hann segja trúður. Þegar sagt er þú ert nú meiri trúðurinn er ekki sama að segja þú ert nú meiri leikarinn. Gleðileg jól og þakka allar greinarnar.
Valdimar Samúelsson, 20.12.2018 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning