Fyrirhugar Rússland hafnbann á svæði Úkraínu við Azovshaf?

Atburðarás sl. daga hefur hleypt athygli heimsins aftur að Úkraínu, í kjölfar þess að rússnesk yfirvöld hertóku tvö lítil skip í eigu flota Úkraínu, er þau hugðust fylgja litlum dráttarbát og pramma í gegnum svokallað - Kerch sund, framhjá Krímskaga inn á Azovshaf.

Ágætis gerfihnattamynd

Related image

Rússland hefur reist brú yfir Kerch sund, nefnd Krímar-brúin!

Image result for kerch strait bridge

Kort sem sýnir helstu staði við Azovshaf!

Image result for sea azov map area

Málið er hve auðvelt er að beita brúnni til að blokkera traffík!

Hæsta hafið á henni hleypir í gegn skipum mest 35m. háum, sem takmarkar nokkuð stærð skipa.
Hinn bóginn, það þarf ekki meira til - til að stöðva umferð, en að staðsetja skip þar.
--Ef skip er staðsett hreyfingarlaust í megin brúarhafinu, kemst ekkert annað stórt skip.

Ef marka má fréttir - voru rússnesk yfirvöld með ásakanir um það, að prammi væri fullur af sprengi-efni, hugsanlega, að úkraínsk yfirvöld fyrirhuguðu árás á brúna.
--Hinn bóginn, er atburðurinn klárlega skilaboð til Úkraínu - að Rússland geti stöðvað umferð, hvenær sem er.

Úkraínsk yfirvöld hafa kvartað yfir því, úkraínsk skip séu stöðvuð - oft tafin allt að tveim dögum, vegna nákvæmra skoðana sem Rússar heimta.
--Þetta hafa rússn. yfirvöld þvertekið fyrir að sé rétt, sagt athuganir taka 2-3 tíma.

Petro Poroshenko sends message with Ukraine martial law plan

Poroshenko vill geta beitt - herlögum innan einstakra svæða Úkraínu.
--Ef maður íhugar hugsanleg rök fyrir því.

  1. Ímyndum okkur, Rússland beiti sér með þeim hætti, að grandskoða hvert einasta skip sem siglir til hafna Úkraínu við Azovshaf undir brúna - skoðun í hvert sinn taki 2-3 daga.
    --Hefði það væntanlega lamandi áhrif á efnahag svæðisins út frá borginni, Mariupol.
  2. Á svæðinu eru Rússar í bland við Úkraínumenn, í hlutföllum frá ca. 50/50 í Mariupol niður í 30/70.
    --Það mætti ímynda sér, Rússland mundi samtímis róa í íbúum, hvetja til uppreisnar - með loforði um betri tíma, ef þeir mundu verða hluti af Rússlandi.

--Slíkt samhengi gæti skapað verulega miklar æsingar á svæðinu, og uppþot.
Ef Poroshenko óttast raunverulega e-h af þessu tagi, gætu lög sem heimila sett séu herlög í einstaka héröðum - markast af slíkum ótta.

Síðan getur hver sem er metið sjálfur/sjálf - líkur þess að eitthvað þvíumlíkt gerist.
En rússnesk yfirvöld virtust fullyrða, að pramminn sem úkraínskir byssubátar fylgdu, gæti verið að flytja sprengiefni til að sprengja brúna!
Greinilega, getur tæknilega hvaða skip sem er, verið að flytja sprengiefni.
--Þannig, rússn. yfirvöld geta þar með kosið að beita sama yfirvarpi - ítrekað.

Eiginlegt hafnbann á strönd Úkraínu við Azovshaf mundi á hinn bóginn vekja sterk viðbrögð.

 

Niðurstaða

Ég fullyrði ekkert hvað er í gangi. Hinn bóginn er atburðarásin all sérstök. Ég samþykki ekki að það að sigla skipum frá einni strönd Úkraínu til annarrar - sé "provocation."
--Hinn bóginn, geta yfirvöld þannig stemmd, ákveðið að nánast hvað sem er sé "provocation."

Bendi á að Rússland siglir reglulega með herskip um Bosporus-sund, það hafi hingað til ekki talist "provocation." Ég sé engan mun þarna á milli!

Full ástæða til að fylgjast með. En án vafa mundu Vesturveldi bregðast við því, ef rússn. yfirvöld færu að sverfa harkalega efnahagslega að byggðum Úkraínu við Azovshaf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þar sem Ukraína hefur hótað að sprengja brúna, hefur Rússland fulla ástæðu til að "banna" þeim umferð.

Örn Einar Hansen, 28.11.2018 kl. 15:58

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að þú sért að misskilja viljanndi.

Það komast öll skip undir brúna sem geta siglt á Azovhafi. Siglingaleiðin er svo grunn að strærstu skip komast ekki þarna um .Hún fer allt niður í 7 metra að mér skilst.

Þessi siglingaleið er mest notuð af Rússum og að sjálfsögðu mundu þeir ekki setja brú sem takmarkar möguleika þeirra á siglingum um sundið.

.Þegar siglt er um sund þem þetta þarf að biðja um leifi.Þetta á bæði við um Bosporussund og Kehrs sund.

Það sem var óvenjulegt við þeta ferðalag Úkrainsku herskipanna var að þau báðu aldrei um slíkt leyfi,en sigldu á fullri ferð að brúnni ,brúnni sem Poroshenko hefur ítrekað sagt að væri löglegt skotmark.

Það hefur komið fram að skipstjórarnir höfðu skipun um að svara ekki ef þeir væru kallaðir upp,enda gerðu þeir það ekki.

Í þessu felst ögruninin.

Rússnesku varðskipin stöðvuðu svo skipin með lágmarks valdbeitingu.

Enn og aftur bregðast Rússar við með ótrúlegri hófsemi. Það er enginn vafi að Bandarískt herskip hefðu sökkt Úkrainsku herskipunum ,verandi í sömu stöðu.

.

það er ekkert ögrandi við að Úkrainski flotinn sigli þarna um ,enda gera þeir það iðulega.

Það sem er ögrandi er ef þeir fylgja ekki reglum,svara ekki kalli og hafa í frammi ógnandi tilburði við mannvirki sem þeir hafa hótað að sprengja í loft upp. 

Borgþór Jónsson, 28.11.2018 kl. 16:12

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það má svo kannski bæta við að það er eins og NATO ríkjunum sé ekki sjálfrátt.

Það er greinilegt að þau vilja knýja fram stíð á milli Rússlands og Úkrainu.

Með því að taka undir með nasistunum, espa Evrópuríkin þá upp .Þegar þetta fær svona góðar viðtökur,endurtaka þeir þetta að sjálfsögðu aftur og aftur,eða eitthvað svipað.

Alveg þangað til Rússarniir taka alvarlega í hrygginn á þeim.

Það er svo sem skiljanlegt að Bandaríkjamenn vilji stríð í Evrópu ,enda hafa þeir alltaf hagnast á því,en það er illskiljanlegt af hverju Evrópuríkin haga sér svona.

Kannski við eigum eftir að sjá Merkel bjáfast í slóðina eftir landa sinn Hitler. Og kannski snúa til baka í slóðina eftir Napoleon.

Hver veit.

Borgþór Jónsson, 28.11.2018 kl. 16:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, Úkraínumenn - segjast hafa gefið allar aðvaranir um komu skipanna. Hinn bóginn, viðurkenna þeir ekki rétt Rússlands, til að ráðskast með það - hvort þeir sigli þarna eða ekki. M.ö.o. eins og gildi um það er Rússland siglir um Bosporus, sé það réttur Úkraínu skilyrðislaust að sigla þarna - hvað skipin séu að gera, komi þeim ekki við. Ég er eiginlega sammála því, enda sigla Rússar um Bosporus þegar þeim sýnist svo - Tyrkir fylgjast með úr landi, en stöðva ekki skip þeirra. Þar sem ég sé enga ástæðu til að taka endilega sögu Rússa fram yfir sögu Úkraínumanna - stendur eftir atburðurinn án fullra skýringa. A.m.k. sýndu Rússar þarna vald sitt - þeir vilja ráða því hver siglir þarna um, ef einhver var ögrunin - þá er það augljós neitun Úkraínumanna að Rússar hafi þarna, umráðarétt. En sú afstaða er auðvitað í takt vð það - að Rússar hafa ekkert erindi með það í fyrsta lagi að vera þarna á Krímskaga - þeir fengu ekki nokkra heimild Úkraínu til að reisa þessa brú. Þannig skiljanlegt að Úkraínmönnum sé í nöp við þetta ástand allt saman, enda skaginn enn hernuminn af Rússlandi. Skaginn enn lögmætur hluti Úkraínu - burtséð frá aðgerð Rússa, og ólögmætri atkvæðagreiðslu á skaganum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.11.2018 kl. 21:10

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Úkrainumenn viðurkenna rétt Rússa í þessum efnum og það birtist í samningi sem var gerður um þetta efni árið 2003.

Samnigurinn var gerður í kjölfarið á átökum sem urðu á milli þessara ríkja á því ári.

Úkrainumenn hafa fylgt þessum samning og reglum hans í 15 ár og það hafa ekki verið nein vandræði í öll þau ár.

Það sem gerðist á laugardaginn var að Úkrainumenn ákváðu að fylgja ekki þessum reglum.
Það sem Rússar gerðu var að framfylgja reglunum með minnsta mögulega afli.

Þarna var því um vísvitandi aðgerð að ræða til að efna til átaka. Það vissu allir að Rússar mundu bregðast svona við og þeir höfðu allann rétt til að gera það.

Þetta hefur ekkert með Krímskaga að gera ,enda er samningurinn frá 2003.

Rússar geta ekki farið um Bosporussund nema með leyfi Tyrkja. Reyndar getur ekkeret skip farið um Bosporussund án leyfis Tyrkja. En allir fá að fara um sundið ef þeir biðja um leyfi.

Ef einhver reyndi að fara um Bosporussund án leyfis ,yrði skipið stöðvað. Fyrir þessu eru bæði öryggis ástæður og einnig praktískar ástæður. Það þarf að stýra umferðinni um þessi sund.

Sama gegnir um Azov hafið. Allir fá leyfi til að fara inn á Azov haf,ef þeir biðja um leyfi. Það eru engin dæmi um annað.

Undantekningin frá þessari reglu er að herskipum frá þriðja aðila er óheimilt að fara inn á hafið. 

.

Rússar geta ekki sannað að Úkrainumenn hafi ekki spurt um leyfi eðli málsins samkvæmt. Það verða að vera Úkrainumenn sem leggja fram sönnun þess að þeir hafi farið fram á heimild.

Það hafa þeir ekki gert. Örugglega af því að þeir geta það ekki. Og þeir geta það ekki af því þeir gerðu það ekki. 

Borgþór Jónsson, 28.11.2018 kl. 23:27

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þess má geta að þegar þessi átök stóðu yfir ,lögðu þrjú Úkrainsk herskip úr höfn í Mariopol og stefndu á átakasvæðið.

Þeim var snúið við með aðstoð þyrlu og tveggja herþotna.

Nokkrum klukkutímum áður höfðu þessi skip siglt í gegnum sundið,án vandræða.

Þau höfðu beðið um leyfi.

Borgþór Jónsson, 28.11.2018 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 928
  • Frá upphafi: 858701

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband