Það er búið að vera nokkurt drama í kringum Tesla fyrirtækið bæði vegna mála tengdum Elon Musk sjálfum - en hann virtist hafa lent í slæmum stress vandamálum, neyddist til að samþykkja að ráða fyrir sig stjórnanda í kjölfar skrítins máls þar sem Musk sagðist íhuga að taka fyrirtækið af markaði, hætti síðan við -- kærumál fylgdu þessu og úrskurður bærrar stofnunar, Musk samdi um málið við yfirvöld, samkomulag að hann minnki afskipti af rekstri fyrirtækisins.
Tesla shares jump as Musk delivers quarterly profit, cash
Tesla shares jump after first profit in 2 years
- "third quarter net income of $312m, or $1.75 a share"
- "...losses of $4.22 a share in the second quarter..."
- "Revenue jumped by 129 per cent, to $6.8bn."
- "...recording $880m of positive free cash flow..."
- "...cash reserves...climbed $700m to nearly $3bn."
- "...shares up 20 per cent on the week at $323.78."
Skv. þessu virðist Tesla líklega komið fyrir horn!
Söluaukning Tesla verður að teljast dramatísk þetta ár: Number of Tesla vehicles delivered worldwide from 3rd quarter 2015 to 3rd quarter 2018 (in units).
- Q1 - 29.980
- Q2 - 40.740
- Q3 - 83.500
Skv. því gæti fyrirtækið náð svipaðri árssölu og Porche.
Model 3 -- getur vart talist ódýr bíll. Þó hann sé ódýrari en fyrri Tesla bílar.
Tesla fyrirtækið er enn einungis að smíða skv. pöntunum fyrir útgáfur með verðmiða milli 45.000$ og 55.000$.
Tesla Model 3 review: we drive Musk's EV for the people
Persónulega finnst mér Tesla ganga ívið of langt með því að hafa virkilega allt á stóra skjánum -- mér skilst t.d. að ef menn vilja stilla speglana, þurfi að fletta uppi í rétta undirflokknum fyrir stýringu spegla á skjánum. M.ö.o. engir takkar fyrir speglastýringu.
--Mér finnst betra að hafa nokkuð af tökkum fyrir það sem maður oftast notar.
Ég neita því þó ekki að þetta er flott í einfaldleika sínum.
Það virðist mjög horft á hvað er smart - bíllinn er óneitanlega útlitslega flottur.
Eina gagnrýnin sem ég hef almennt séð frá ökuþórum er hafa prófað gripinn - sé fjöðrun ívið í harðara lagi, m.ö.o. menn finni vel fyrir ójöfnum. Fjöðrunin sportleg frekar en þægileg.
Aksturseiginleikar séu góðir - sportlegir meina þeir.
Ég á ekki von á því að fjárfesta í einum slíkum - ívið of dýr.
Niðurstaða
Fljótt á litið virðist Musk vera takast að gera Tesla fyrirtækið að hörðum keppinaut á markaði fyrir lúxusbifreiðar í sambærilegum verðflokkum og þeim sem Bens - Audi og BMW hafa lengi framleitt bifreiðar fyrir.
Áhrif fyrirtækis Musks eru óumdeilanleg - þó Tesla taki ekki beint yfir heiminn.
Þá hefur fyrirtækið haft óumdeild svokölluð - halo áhrif, þ.e. umpólað ímynd rafbíla.
Nú þykja rafbílar svalir, áður fyrr átti það einfaldlega ekki við.
- Ég hugsa að það væri mjög erfitt fyrir Tesla að færa sig neðar en þetta.
Næstu módel fyrirhuguð virðast vera -- ofurdýr sportbíll eða "roadster" - stóri 40 tonna trukkurinn - og Model Y sem kvá eiga vera jepplingur þróaður á sama undirvagni og Model 3.
--Væntanlega þá á svipuðu verðbili eða eitthvað dýrari.
Skv. því er fyrirtækið ekki með áform að færa sig neðar en ca. BMW 3 lína eða Bens C class.
Pöpullinn væntanlega þarf þá að horfa til annarra framleiðenda.
--Get bent á einn áhugaverðan: Hyundai Kona Electric 64kWh Premium SE 2018 UK review.
--Sá kvá hafa rafgeymi með ca. 480km. drægi.
Það þíðir akstur til Akureyrar án stopps er raunhæfur möguleiki.
Kostar minna en Tesla Model 3.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Einar. Tesla er eini bíllinn sem ég hef ekki trú á. Ég sá þennan fyrsta sem var glæsikerra en bara gat ekki sett þetta í samband við raunveruleikan. Það er einhvað far our við þessa hugmynd eins mans en það virðist sem hann einn sé með þetta. Svo lýsir það Musk dálítið að senda bíl út í geiminn á kostnað allra hluthafa. Spurning hvar eru þeir framleiddir
Valdimar Samúelsson, 26.10.2018 kl. 08:49
Þegar það er verið að hugsa um þungaflutninga um landið ,er spurning hvort það gæti borgað sig að leysa málið með rútum og vörubílum sem væru tengdir við streng yfir veginum ,en hefðu jafnframt rafhlöðu sem gæti gert bílnum kleyft að keyra 60-100 km frá strengnum sem lagður væri um hringveginn.
Þetta gæti verið þjóðhagslega hagstætt.
Líklega mundi þetta spara 10 til 15 milljarða í innkaupum á rafhlöðum og draga jafnframt úr mengun. Landsvirkjun mundi eiga strenginn og selja aðgang að honum.
Við höfumm þá sérstöðu á Íslandi að hafa bara einn veg sem allir flutningar fara um,og vegalengdir út frá honumm eru í öllum tilfellum stuttar,oftast minni en 50 Km.
Borgþór Jónsson, 26.10.2018 kl. 09:39
Gott hjá Borgþóri. Sé þetta fyrir mér og enn betri hugmynd að setja skíðalyftu staura meðfram öllum vegunum og svo að húkka sér far. Ísland er alltaf í fararbroddi eða er elítan sem þykist vera í fararbroddi fyrir engu.
Valdimar Samúelsson, 26.10.2018 kl. 10:59
Það er reyndar merkilegt að Reykjavíkurborg hafi ekki íhugað þennan kost.
Borgin hefur áhuga á að skifta yfir í rafknúna vagna fyrir árið 2030.
Með því að nota trollybus gætu þeir sennilega sparð sér 3 milljarða í innkaupum á vögnum og hleðslustöðvum.
Að auki kæmi minni rafmagnskostnaður af því að það þarf ekki stöðugt að vera flytja þung batterý
Á móti kæmi kostnaður við að koma upp rafkerfi við helstu akstursleiðir.
Borgþór Jónsson, 26.10.2018 kl. 13:07
Sammála þér hér, góð grein ... vil einnig bæta við, að Tesla fyrirtækið hefur reynst góður viðauki í bílamarkaðinum, og þá sérstaklega "alternative energy" markaðinum.
Örn Einar Hansen, 26.10.2018 kl. 19:57
Valdimar Samúelsson, Framleiddir í Kaliforníu skilst mér. Tesla bandarískur framleiðandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.10.2018 kl. 22:05
Borgþór Jónsson, væri óskaplega kostnaðarsamt í uppsetningu - en til þess að slíkt gangi upp, þarf fararæki örugglega að keyra eftir spori -- sporvagnar áður fyrr í borgum voru oft settir upp með rafmagnstengingu að ofan. Ef menn hafa hikkstað við að leggja lest til Kefló - hikksta þeir örugglega á að leggja braut með spori alla leið norður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.10.2018 kl. 22:08
Ég er ekki að tala um léttlest,heldur system svipað og trollybus sem keyrir eftir venjulegum vegi.
Það er nú vaxandi áhugi á þessari aðferð aftur,vegna þess að aðferðin hefur þróast eins og annað. Nú þarf ekki lengur að leggja rafstrengi nema á aðalleiðir þar sem margir vagnar keyra oftast sömu leiðina. Þegar þeir þurfa að fara út af þeirri leið,aftengjast þeir sjálfkrafa rafstrengnum og keyra á lítilli rafhlöðu þangað til þeir koma aftur á aðalleiðina.Þá tengjast þeir aftur sjálfkrafa við rafstrenginn og hlaða rafhlöðurnar að nýju.
Vagnar sem fara upp í Breiðholt og Fell mundu eingöngu vera tengdir við streng á Miklubraut og Breiðholtsbraut og svo framvegis.
Trollybus kostar eftir mínum upplýsingum +- 20 milljónir ef hann er með rafhlöðu sem fleytir honum 15 Km ,en rafstrætó +- 65 milljónir +6 milljónir í hleðslustöð á hvern vagn (tölur frá Mannvit).
Verðmunurinn á rafstrætó og trollybus er því ca 50 milljónir sinnum 150 strætóar = 7,5 milljarðar. Þá er spurning hvort það er hægt að leggja rafstreng á helstu aðalleiðir fyrir þann pening.
.
Gróflega talið sýnist mére að stofnleiðir frá Mosfellsbæ,út á Seltjarnarnes og suður í Helluhraun séu um 70 km. Það þarf að leggja streng báðar leiðir þannig að hann yrði 140 Km.
Ef við gefum okkur að hver Km kosti 40 milljónir í lagningu + endabúnað er kostnaðurinn samtals 5,6 milljarðar mínus 7,5 milljarða sparnaður í kaupum á rafhlöðum.
Ég hef svo sem ekkert fyrir mér nema að það kostar um 26 milljónir að leggja jarðstreng í dreifbíli á hvern Km, með endabúnaði. Efni ,hönnun og vinna. Loftlínur eru töluvert ódýrari,sérstaklega í þéttbýli.
Svarið er því ekkert augljóst.
Síðan þegar þarf að endurnýja vagnana myndast aftur 7,5 milljarða sparnaður,en nú eru strengirnir til svo þessir 7,5 milljarðar eru þá hreinn sparnaður.
Ég held að þetta sé alveg hægt ,ef menn eru örlítið hagsýnni en í braggabyggingunni.
Það sem mér finnst aðallega sérkennilegt ,er að þessi möguleiki hafi ekki verið skoðaður þegar Mannvit gerði úttekt á þessum málum fyrir borgina.
.
Varðandi hringveginn er þetta flóknara.
Þar er augljóslega ódýrast að nota dísilknúinn vörubíl.
En ef mönnum er alvara í að raforkuvæða umferðina er spurningin hvað er ódýrasta leiðin til langs tíma.
Við getum aðeins reynt að bera þetta saman við hitaveitu. Til skamms tíma hefði verið ódýrara að sleppa hitaveitunni og kynda með rafmagni.Framkvæmdin er miklu ódýrari.
Til lengri tíma hefur hitaveitan yfirburði.
Þegar við erum að tala um vöruflutninga koma ný sjónarmið inn í myndina,en það er þyngd ökutækisins.
Ef þú ert að keyra á fólksflutningabíl þarftu ekki að hafa áhyggjur af þyngd bílsins. Hún er alltaf undir leyfilegum heildarþunga.
Ef þú ert að aka vörum reynirðu hinsvegar alltaf að vera sem næst leyfilegum heildarþunga til að fá sem mestar tekjur á hverja ferð.
Ef þú þyngir bílinn,minkarðu hlassið sem gefur þé tekjur.
Ef þú þarft að keyra stöðugt með fimm tonna rafhlöðu ,ertu að rýra tekjur bílsins um einhverja upphæð.
Bíll sem keyrir frá Egilsstöðum til Reykjavíkur verður þannig fyrir tekjutapi sem nemur ca 90.000 á hverja ferð. Fimm bílar á dag í 200 daga gera tekjutap upp á ca 90 milljónir
Þar að auki þyrftu viðkomandi fimm vörubílar að fjárfesta í rafhlöðum fyrir að minnsta kosti 250 milljónir á núverandi verðlagi til að geta haft viðunandi drægi.
Við þetta bætist svo ótiltekinn fjöldi hleðslustöðva sem þyrfti að dreyfa um landið og kosta 6 milljónir á hvert hleðslustæði,bara búnaðurinn fyrir utan aðstöðu.
Reyðarfjörður er svo með annan samskonar skammt og svo ramvegis.
Þar við bætist rútuumferð,sem er nokkuð mikil orðin og fiskflutningar svo eitthvað sé nefnt.
Bílar sem keyra á staði sem eru við hringveginn þurfa nánast enga rafhlöðu. Þeir geta því ferðast með hámarks hlass. Þeir sem keyra á flesta staði utan hringvegar þurfa litla rafhlöðu af því þessar vegalengdir eru oftast stuttar.
Það sem gerir þetta hagstæðara og öðruvísi en í öðrum löndum er að allir bílar sem ferðast um landið eru að keyra sama veginn.
Það sem gerir þetta erfiðara er að þrátt fyrir allt er umferð hérna frekar lítil.
.
Þessi mannvirki gætu svo þjónað að minnsta kosti tvennskonar öðrum tilgangi.
Það er nú komin upp umræða um hvernig eigi að dreyfa fimmtu kynskóð farsíma um landið. Þarna er komin lausn á því,eða að minnsta kosti mundi þetta gera kostnaðinn við það meira viðráðanlegann.
.
Þarna opnast líka möguleiki á að lýsa upp hringveginn. Þetta mundi auka umferðaröryggi verulega yfir vetrartímann.
Það kann að virðast alveg út í hött að gera þetta við fyrstu sýn,en setjum þetta í samhengi.
Gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins samanlagt mundi ná norður fyrir land og allt að Djúpavogi að minnsta kosti. Enginn hefur áhyggjur af kostnaðinum við að lýsa það upp.
Kostnaður við götulýsingu í Reykjavík er nálægt 500 millj á ári, raforka,viðhald og nýjar lagnir . Hringvegurinn er rúmlega helmingi lengri.
Nýtt kerfi sem sett væri upp í dag væri töluvert ódýrara í rekstri en núverandi kerfi í Reykjavík. Minna viðhald og verulega minni rafmagnsnotkun.
Þetta er ekkert óhugsandi,en spurning hvort menn vilja leggja pening í þetta.
.
Ég er í sjálfu sér ekkert að krefjast að menn fari þessa leið enda hef ég ekki nein endanleg svör um þetta.
Mér finnst hinsvegar að það ætti að skoða þetta ,af því að svarið er ekki endilega augljóst um hvert skal halda,horft til lengri tíma.
.
Ég hef orðið vitni að einum orkuskiftum og mér er ljóst að þetta er gríðarlegt átak.
Þegar Hitaveita Egilsstaða og Fella var sett á laggirnar var það gríðarlegt átak. Ekki bara fyrir bæjarfélagið ,heldur líka fyrir heimilin.
Svo til öll hús í bæjarfélaginu voru hituð með rafmagnsþilofnum af einhverju tagi.Það þurfti að leggja vatnsofnakerfi í flestöll hús auk kostnaðarins við stofnlagnir lagnir í götur.
Margir voru ekki sáttir við að þurfa að henda út glænýju ofnakerfi með tilheyrandi kostnaði.
Í dag er þetta einn ódýrasta hitaveita landsins og allir fyrir löngu búnir að gleyma hvað þetta var erfitt í byrjun.
Borgþór Jónsson, 27.10.2018 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning