Trump lofar kjósendum 10% skattalækkun -- á tíma stórfellds hallarekstrar á ríkissjóð Bandaríkjanna

Ég er einmitt fyrst og fremst að velta fyrir mér ábyrgðaleysinu - en ég reikna með því að Trump meini þetta, en hann hefur nú nægilega oft staðið við það sem hann segir til þess að maður ætti ekki sjálfkrafa reikna með að hann meini ekki það sem hann segir.
--Nýlega var sagt frá því að reiknað er með mesta hallarekstri í 6 ár á bandaríska ríkinu.

Málið er að hagvöxturinn er í hámarki þetta ár.
Þetta ár ætti ekki vera verulegur rekstrarhalli - þvert á móti afgangur.
--Fyrir 6 árum voru Bandar. nýlega stigin upp úr kreppu, ríkið enn að fást við hennar afleiðingar. En nú 6 árum síðar, nú þegar hagkerfið keyrir á öllum sílindrum, er afsökun fyrir rekstrarhalla horfin.
--Hættan er auðvitað, að ef hann er 3,9% af þjóðarframleiðslu í 4% hagvexti.
--Verður hann meiri nk. ár, þegar reiknað er með 2,5% hagvexti.
--Síðan enn meiri árið þar á eftir, þegar áætlaður hagvöxtur er 1,8%.

  • En áætlanir um hallar, reikna að sjálfsögðu ekki með, enn frekari skattalækkunum!

Trump eyeing a 10 percent middle-income tax cut plan

Í ljósi þessa, virðist manni fullkomlega ábyrgðalaust, að lofa 10% skattalækkun -- til fjölmennasta hópsins sem greiðir skatta.
--DT er að gera þetta á kosningafundum þessa dagana, nú örskömmu fyrir þingkosningar.

Ég treysti mér ekki að segja, hve mikil aukning rekstrarhalla ríkissjóðs mundi af hljótast.
En aukning skulda ríkissjóðs Bandaríkjanna verður þá að sjálfsögðu - ennþá hraðari.

Sjá mína fyrri umfjöllun: 779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington.

--Þegar var orðið ljóst, að hallinn yrði mjög áhættusamur -- næst þegar kemur kreppa.
--Mér virðist með þessu, fjárhættuspilarinn kominn upp í DT.
En hann er ekki lengur að spila með sinn persónulega auð. Heldur framtíð Bandaríkjanna sjálfra. Hvað gerist ef skuldasöfnun ríkisins - verður stjórnlaus?

  • Hvernig tónar það við slagorðið "Make America Great Again?"

 

Niðurstaða

Mér virðist nýjustu kosningaloforð karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu, hreinlega vera fullkomið ábyrgðaleysi - pópúlismi af hæstu gráðu. Ég meina er Bandaríkjamönnum orðið fullkomlega slétt sama um stöðu eigin ríkissjóðs?
--Einu sinni þíddi það að vera íhaldsmaður, ráðdeild.
--En núna virðast svokallaðir íhaldsmenn engu skárri pópúlistar en nokkurr annarr. 

Ég meina hröð stjórnlaus skuldasöfnun, er raunverulega alvarlegur hlutur.
Í tíð Ronalds Reagan, voru Bandaríkin ekki - nettó skuldarar.
Bandaríkin geta ekki kennt um hnignun eigins hagkerfis, þar sem tölur sína vöxt iðnframleiðslu flest ár eftir það.
--Bandaríkin verja í dag verulega minna fé til hermála, en 1993.
--Mun minna en þau gerðu í tíð Reagans.

  • Það er eins og Bandaríkjamenn, vilji ekki lengur borga fyrir að reka ríkið.
  • En þ.e. erfitt að sjá hvað umfram skattalækkanir Bush, sem Obama gat ekki tekið til baka, síðan nú frekari skattalækkanir Trumps þar á ofan - séu að skapa þetta viðvarandi halla-ástand og upphleðslu skulda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við þurfum að vita hverjum USA skuldar.  Það er líka mikilvægt.  Menn þurfa að lána þeim viljandi.  Þegar menn hætta að vilja lána, þá náttúrlega hættir ríkið að geta skuldað meira.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2018 kl. 19:56

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar er þetta eki alveg rétt hjá þér Einar.

Þeir verja meira enn 50% hærri upphæð til hermála en að meðaltali í kaldastríðinu ,léðrétt fyrir verðbólgu.

Þeir verja hinsvegar lægra hlutfalli af þjóðarframleiðslu til hermála.

Borgþór Jónsson, 24.10.2018 kl. 10:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er alltaf hægt að borga hvað sem er með seðlaprentun ef þjóði hefur innlenda mynt. Grikkir eða ítalir geta ekki leyst sín mál þannig. Þjóðverjar geta það vegna þess að þeir hafa aga.

Halldór Jónsson, 24.10.2018 kl. 21:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, hlutfall er þjóðarframleiðslu er hvað skiptir máli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.10.2018 kl. 22:45

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, ef þú vilt hleypa öllu upp í óðaverðbólgu. En massív prentun í góðu hagvaxtarástandi mun án nokkurs vafa skapa verðbólgu. Það mundi að sjálfsögðu eyða upp lífskjörum íbúa Bandar. - og skaða traust gjaldmiðilsins.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.10.2018 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband