Útlit fyrir annan leiðtogafund milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna

Ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist hafa ákveðið að taka það sem - jákvæða vísbendingum þegar NK hélt stóra hersíningu um daginn, en lét vera að hafa stórar eldflaugar með í síningunni.

Donald J. Trump@realDonaldTrump
North Korea has just staged their parade, celebrating 70th anniversary of founding, without the customary display of nuclear missiles. Theme was peace and economic development. “Experts believe that North Korea cut out the nuclear missiles to show President Trump......

Veit ekki hvaða sérfræðinga Trump vísar til - en það gæti einfaldlega verið vísun á mat hans eigin samstarfsmanna í Hvíta-húsinu.

En Trump er síðan ekkert að skafa af þessu - rétt að muna að Kim Jong Un er enn einræðisherra alræðisríkis sem heldur miklum fjölda fólks í þrælkunarbúðum, og landið fúnkerar sem nokkurs konar fangelsi fyrir eigin landsmenn, m.ö.o. skotið á fólk er gerir tilraun til að sleppa yfir landamærin - eins og var á landamærum A-Þýskalands og V-Þýskalands í Kaldastríðinu.

--Ég kann því eiginlega ekki við það, að hann segist líka við einræðisherra NK.
--En rétt að muna til viðbótar, hann lét myrða bróður sinn ekki fyrir mörgum árum í Malasíu.

Um daginn sagði Kim Jong Un að hann hefði sömu tiltrú til Trumps og áður - fyrir það þakkaði Trump honum; Trump þakkar Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu fyrir að segjast hafa trú á Trump.

Donald J. Trump✔@realDonaldTrump
"Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!"
10:58 AM - Sep 6, 2018

Eins og mér fannst um dagnn er ég skrifaði pistilinn minn hlekkjað á að ofan.
Þá fannst mér þetta hljóma sem að Kim Jong Un væri að undirbúa að senda Donald Trump beiðni um leiðtogafund.
--Og nú virðist einmitt það hafa gerst!

North Korea's Kim asks Trump for another meeting in 'very warm' letter

Donald Trump prepares for second summit with Kim Jong Un

Talsmaður Hvíta-hússins sagði eftirfarandi!

"The primary purpose of the letter was to request and look to schedule another meeting with the president, which we are open to and are already in the process of co-ordinating,..." said Sarah Sanders, White House press secretary.""

Sem verður eiginlega ekki skilið með öðrum hætti en að líklega verði af fundinum.

 

Niðurstaða

Fréttirnar eru á þessum punkti afar óljósar - eiginlega það eina ljóst að það stefnir á annan leiðtogafund. Eiginlega dálítið sérstakt hversu rosalega jákvæður í orðaræðu Donald Trump er gagnvart - einræðisherra NK. Kim Jong Un lét ekki einungis myrða bróður sinn, heldur einnig mág sinn. Fyrir utan að hann fyrirskipaði fjölda aftaka meðal embættismanna skömmu eftir valdatöku.
--Kim Jon Un er enn sami maðurinn sem fyrirskipaði þessa hluti.

Donald Trump fer þarna fagrari orðum um morðingjann í Pyongyang en flesta leiðtoga bandalagsríkja Bandaríkjanna!
--Sjálfsagt verður af þessum leiðtogafundi.

Hvað gerist á þeim fundi kemur í ljós.
En þetta er farið að hljóma sem að Trump dreymi um Nóbel.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 859340

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband