Micheael Cohen að reynast stór akkílesarhæll fyrir Donald Trump?

Eftir að upp komst um daginn um það að lögfræðingur Donalds Trumps, Michael Cohen hafði tekið upp fjölda einkasamtala sinna við Donald Trump, sem og við aðra skjólstæðinga sína. Er óhætt að slesst hafi upp á vinskap þeirra og Trumps.

Prosecutors have at least 12 recordings by Trump lawyer Cohen

--Nú benda fréttir til þess að opinber yfirvöld hafi hafið formlega rannsóknir á Cohen, hvort starfsemi hans sem lögfræðings hafi í atriðum varðað við lög.
--Á föstudag fullyrti Cohen að Donald Trump hefði haft vitneskju um fund sem fór fram í Trump turni fyrir forsetakosningarnar 2016 - mál tengd þeim fundi hafa m.a. verið til rannsóknar hjá FBI síðan.

Vegna þess að á þeim fundi voru þeir Donald Trump yngri, Paul Manafort, Jared Kushner - og það sem umdeilt er, rússneskur lögfræðingur, Nataliya Veselnitskaya, sem viðurkennt sé af DT jr. að hafi ætlað að falbjóða upplýsingar er áttu að koma Hillary Clinton ílla!

  1. Það er m.ö.o. ekki umdeilt um hvað fundurinn átti að vera.
  2. Það er ekki heldur umdeilt - að kaup á gögnum frá útlendingi ætlað að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandar. - er ólöglegt athæfi.
  • Aftur á móti neita allir er á fundinum voru - að kaupin hafi farið fram.
    --Skv. frásögn, þá hafi er á reyndi, rússneski lögfræðingurinn falboðist eftir fundinum á fölskum forsendum - ekki reynst hafa meint gögn undir höndum.
    --Hinn bóginn skv. e-mailum DT jr. er höfðu lekið, frægt að hann sagði "I love it" er hann frétti um tilboð lögfræðingsins -- virtist sem að þeir sem mættu hefðu mætt með alvarlegar hugleiðingar um slík kaup.

Augljóslega hefur rannsókn FBI - á þeim fundi, haft þann sterka grun til viðmiðunar - að þau kaup hafi farið fram - þó því sé neitað!

Eldri umfjallanir:

  1. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
  2. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum

Seinna er slettist upp á vinskap milli Steve Bannon og Donalds Trumps - kom í ljós að Bannon hafði afar harðar skoðanir á þessum tiltekna fundi, sjá:

Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni

Þau ummæli voru ævintýralega harkaleg í ljósi þess að þá vann hann fyrir Trump.

Stóra spurningin núna er -- vissi Donald Trump forseti fyrirfram um fundinn.
Eða vissi Donald Trump forseti -- ekki fyrirfram um fundinn.

 

Micheael Cohen segir Donald Trump hafa vitað fyrirfram um umræddan fund!

Cohen says Trump knew about Trump Tower meeting with Russians

  1. Skv. fréttum, virðist Cohen í viðræðum við Robert Mueller - að falbjóða það sem hann veit í skiptum fyrir -- vernd fyrir málsókn; sambærilegt við það sem Mueller hefur áður gert t.d. við Michael Flynn.
  2. Greinilegt að þetta sé raunverulegt miðað við viðbrögð Rudy Guilandi:
    "He cannot be believed," Rudy Giuliani, a lawyer for Trump, told Reuters on Thursday, referring to Cohen. "If they rely on him ... it would destroy whatever case they have."

Höfum í huga - Cohen sem nú sögn hefur engan trúverðugleika, var mikilvægur lögfræðingur Donalds Trumps, og sá greinilega um margvísleg viðkvæm mál.
--M.ö.o. var honum treyst, það einungis fyrir örskömmu síðan.

Slíkt "plea bargain" samkomulag er alltaf gert á þeim grunni, að aðili er hefur líklega sannaða sök á sig -- selur vitneskju sína um -þriðja aðila- gegn vernd.
--Þetta er mjög algeng aðferð, þegar lögregla er að fiska eftir hærra settum aðila, að handtaka -litla fiska- með vitneskju, með það markmiði að safna aðilum með - nothæfa vitnisburði.
--M.ö.o. smám saman að byggja upp framtíðar dómsmál.

Mér hafa virst aðfarir Muellers - benda einmitt til slíks athæfis.
Að hann stefni að dómsmáli - sem beinist að fundinum í Trump turni er haldinn var 2016.
--En Mueller er þegar með þrjú slík "plea bargain" aðila taldir hafa vitneskju um þann fund.
--Og augljóst virðist að málaferli gegn Manaford - beinast að því að þvinga hann að auki til samstarfs.

Ef Cohen hefur þ.s. Mueller metur - nothæfa vitneskju, þá kannski fær hann að fljóta með.
--Spurning hvað hann akkúrat veit, og hvort hann hefur gögn.

 

Donald Trump neitar að hafa fyrirfram vitað um Trump turns fundinn!

Trump denies knowing of son’s Russian meeting

Trump denies knowing of 2016 Trump Tower meeting with Russians

"Donald J. Trump@realDonaldTrump.....I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary’s lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice! 11:56 AM - Jul 27, 2018"

--Það mátti að sjálfsögðu búast við ásökuninni um lygar, eftir allt saman er nú hafin rannsókn á Cohen - þó engin ákæra liggi fyrir.
--Hinn bóginn, er rétt að benda á að þegar hafa 3-einstaklingar samið um "plea bargain" við Mueller.

Það er að sjálfsögðu alls ekki fyrirfram ljóst að Mueller semji við Cohen.
Til þess þarf Cohen að geta stutt við væntanlegan málarekstur og rannsókn, geta falboðið eitthvað betra en - munnmæli.

Rétt að vitna til Steve Bannons: "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."

Ég sannast sagna á pínu erfitt með að trúa því að -- Donald Trump yngri, hefði gert þetta, án þess að hafa borið málið fyrst undir Donald Trump þá forsetaframbjóðanda.

Enda hefur manni alltaf virst Donald Trump vera slíkur maður -- að alltaf vilja hafa stjórnina á sinni persónulegu hendi, m.ö.o. þó hann hafi marga þjóna - sé hann sá er taki ákvarðanir.

En klárlega getur verið erfitt að sanna að hann hafi vitað fyrirfram!

  1. En höfum í huga, að samsæri um lögbrot í þessu tilviki - ef sannast.
  2. Væri í engu smærri ástæða fyrir -impeachment- en þegar Bill Clinton var dreginn fyrir þingið - gefið að sök hafa logið að þinginu um - Lewinski. 
    --Það var skv. mínu minni, öll ákæran - um lygar gagnvart þinginu.

Til þess að "impeachment" sé lögleg aðgerð - þarf að vera unnt að sanna lögbrot á viðkomandi.
Þátttaka í samsæri um lögbrot - er einnig lögbrot.

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. "A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election."
  2. "A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value."

--Samsæri um lögbrot er seinna atriðið, þ.e. að stuðla vísvitandi að því að lögbrot fari fram -- ef hægt er að sýna fram á að Trump forseti vissi fyrirfram un fundinn, að hann gaf heimild fyrir honum -- þá væri hann þar með sekur um brot á því ákvæði bandar. laga - svo fremi að samtímis sannast að ólöglegu viðskiptin fóru fram.
--Fyrra atriðið sýnir fram á að það markmið að kaupa af rússneska lögfræðingnum, var sannarlega lögbrot -- þess vegna neita allir er á fundinum voru er upp komst um það mál, að salan hafi farið fram.

 

Niðurstaða

Eins og mér virtist ljóst í júlímánuði á sl. ári, að þá er Trump turns fundurinn að reynast mál sem sé að elta Trump forseta á röndum. En þarna er mál þ.s. FBI og Mueller greinilega telja líklegt - að unnt sé hugsanlega að tengja Donald Trump forseta beint við lögbrot.

Greinilega standa tvær opnar spurningar - fór salan fram. En ef gögnin voru keypt af rússneska lögfræðngnum, þá skv. til vitnuðu lagaákvæði var framið lögbrot af þeim einstaklingum er þátt tóku í þeim fundi af hálfu framboðs Donalds Trumps.

Það þíddi m.ö.o. að sonur Trumps, Donald Trump yngri gæti þá lent í réttarsal fyrir dómi og þar með ræst eftirfarnandi ummæli Steve Bannons!

Steve Bannon: "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."

En mjög sennilega yrði slíkum réttarhöldum einmitt sjónvarpað! 

Hin spurningin er auðvitað hvort unnt sé að sanna fyrirfram vitneskju Trumps forseta sjálfs. Ef það reynist mögulegt -- mundi Mueller væntanlega vísa málinu beint til Bandaríkjaþings og afhenda þinginu öll rannsóknargögn; enda einungis þingið sjálft sem getur tekið þá ákvörðun af eða á um að ákæra réttkjörinn forseta landsins.

  • Hinn bóginn blasir sá möguleiki við að slík sönnun sé ekki möguleg -- en að unnt sé samt sam áður að ákæra alla þá er sátu fundinn.
    --Þannig að sonur Trumps lendi einmitt í beinni útsendingu í réttarsal undir formlegri ákæru.

Slík réttarhöld mætti sannarlega kalla réttaröld aldarinnar, ef af þeim réttarhöldum yrði!
Bendi á að sonur forseta hefur enga sérstaka vernd, þannig að saksónari getur hjólað beint í hann um leið og nægilega sannfærandi gögn liggja fyrir.
--Sama gildir að sjálfsögðu um Jared Kushner.

  • Forseti getur auðvitað náðað þá - eftir dómur hefur fallið.
    --En náðanir í eðli sínu eru alltaf eftir á.
  • Hinn bóginn geta náðanir verið tvíbeittar - því um leið og einstaklingur hefur verið náðaður, getur sá einnig talað opinskátt um mál, án þess að eiga nokkuð á hættu.

Trump forseti þarf því að hafa mjög gott traust til sérhvers þess hann mundi náða.
--Íhugum t.d. Jared Kushner sem er líklega sjálfur undir rannsókn. Ef síðar hæfist mál gegn honum, en hann væri með forsetanáðun á bakinu um mál tengd Trump turns fundinum - gæti hann þá falboðið vitneskju um þann fund án nokkurrar persónulegrar áhættu nema kannski að þá gæti endir orðið á hjónabandi hans við dóttur Donalds Trumps.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband