Spurning hversu raunhæf ofurvopn Pútíns eru? Og hvort þau eru ofurvopn

Áhugaverðasta vopnið er líklega -- Avangard.

Days after Helsinki summit, Russia shows off Putin's 'super weapons'

Sem á að vera ofurhljóðfrá róbótísk ör-flugvél sem unnt er að setja í stað -- kjarnaodds ofan á stóra eldflaug.
--Pútín fullyrti Mac 20. Sama hraða og langfleyg eldflaug.

Hugmyndin virðist að flugvélinni sé skotið á loft af langdrægri eldflaug - slíkar hafa getað náð Mac 20 síðan á 6. áratugnum.
--En hvort að ör-flugvélin raunverulega virkar er annað mál.

En Bandaríkin hafa verið að prófa sambærileg farartæki svokallaðir "hypersonic  waveriders" um árabil - við og við gert flugtilraunir einmitt með því að skjóta tilraunavél með eldflaug.

Tæknilega getur þetta virkað - en stóra spurninging er hvort raunverulega svo sé, eða hvort að Pútín sé að flytja íkjusögur!

En ef tækið virkar, þ.e. nær að fljúga fleytandi kerlingar á efstu lögum lofthjúps Jarðar.
Þá er það sannarlega rétt, að slíkt tæki væri mun fremur fært um að breyta sinni stöðu, þannig víkja sér undan hugsanlegri - gagnflaug; en klassískur kjarnaoddur sem hefur afar takmarkaða getu til að framkvæma stefnubreytingu.

Russia's new hypersonic weapon will likely be ready for war by 2020

Rétt að benda á þesslags "intelligence reports" hafa verið oft sögulega mistækar. 
Sögulega hafa þær oft stórlega ofmetið getu bandarískra andstæðinga - eitt frægasta dæmið er John F. Kennedy hélt á lofti svokölluðu "missile gap" sem reyndist byggt á stórlegu ofmati á þeim vopnakerfum er Sovétríkin þá réðu yfir.
--Svo ég mundi taka því með saltkornum þó einhverjir bandarískir greinendur trúi fullyrðingum rússneskra stjórnvalda.

  1. Hinn bóginn, ef slíkt vopn raunverulega virkar.
  2. Gerir það öll eldri form langdrægra kjarnorkuvopna úrelt á stundinni.

--Slíku tæki verður vart varist, nema með vopnakerfum sem komið er fyrir, í geimnum.
--Þetta þíddi þá yfirvofandi vopnavæðingu geimsins í stórum stíl.

Auðvitað mundi Bandaríkin smíða sambærilegt vopn fljótlega.
Þannig að öll kjarnorkuveldi væntanlega yrðu að setja upp, varnarkerfi í geimnum.

A.m.k. þau sem ætluðu sér að vera samkeppnifær!
afleiðingin yrðu nýtt stórfellt vopnakapphlaup - þó Pútín hafi í ræðu sinni talað um að vilja ekki vígbúnaðarkapphlaup.
--En það hafa alltaf verið afleiðingar nýrrar vopnatækni, að þvinga fram viðbrögð.

 

Ofurvopn tvö - Burevestnik!

Ef myndin sýnir rétt hlutföll - tækið á myndinni er ekki í leiktjaldastíl.

Þá er þetta afar stór "cruise-missile."

  • Augljóslega er þetta ekkert ofurvopn!

New Russian intercontinental cruise missile may endanger US national interests

  1. Fyrsta sem þarf að hafa í huga, þó langfleyg - ef maður gefur sér að hún virkar, m.ö.o. að sýningin hafi ekki verið plat. Að öll eldflaugin verður að sjálfsögðu geislavirk - um leið og kjarnorkumótorinn virkjast.
    Þetta er einföld ályktun, en tilraunir sem gerðar voru fyrir mörgum árum með kjarnorkuknúnar flugvélar - sýndu að til þess að verjast geislun kjarnaofns, yrðu geislahlífar vera það þungar; að afleidd vél hafði mjög takmarkað burðaþol og varð einnig vera frekar stór.
    --Þannig, líklegast væri -- að ómönnuð flaug hafi engar geislahlífar um kjarnaofn. Það væri líklegasta aðferðin til að búa til kjarnorkuknúið farartæki sem ekki væri óheyrilega stórt um sig og alltof þungt.
    --Þannig að þá verður allt tækið hágeislavirkt nánast um leið og það er ræst.
  2. Punkturinn er sá, að geislavirk rák er vel sýnileg úr gerfihnetti. En til eru gerfihnettir nægilega næmir til að geta fylgst með flutningum á kjarnasprengjum á jörðu niðri, eða geislavirkum efnum öðrum -- ef þær eða þau efni eru ekki höfð undir þykkri blýkápu. Slík rák er auðvitað enn sýnilegri -- í lofthjúpnum. Gert til að fylgjast með hugsanlegu smygli á geislavirkum efnum eða jafnvel sprengjum.
    --Flaugin, sem í raun væri róbótísk flugvél, yrði þá fljótt afa sýnileg - því unnt að sjá nánast strax hver stefna hennar væri, og hvert væri heitið, og því skipuleggja heitar viðtökur.
    --Þvert á móti væri mun auðveldar að skjóta slíkan grip niður en ballístíska flaug.
  3. "We’ve started the development of new types of strategic weapons that do not use ballistic flight paths on the way to the target. This means that the missile defense systems are useless as a counter-means and just senseless,"
    --Sem er að sjálfsögðu kjaftæði hjá Pútín - hvaða hljóðfrá orrustuvél sem er gæti skotið gripinn niður.
    --Einnig hvaða eldflaugavarnarkerfi sem er - eftir allt saman hafa verið til í áratugi flaugar er geta skotið niður flugvélar -- "cruice missile" er flugvél. Og þannig eru slíkir gripir skotnir niður, af orrustuvélum eða hvaða loftvarnarflaug. Gagnflaugakerfi ráða að sjálfsögðu við þau að auki, enda geta þau einnig skotið niður flugvélar - en þ.e. miklu mun auðveldara fyrir þau kerfi í sannleika sagt!
    Tal Pútíns að þar sem hún hafi ekki "ballistic" flug sé ekki unnt að skjóta gripinn niður - sé augljóst kjaftæði.

 

Ofurvopn 3 - Kinzhal

Mynd sýnir Mig 31 skjóta flaug sem sögð er vera Kinzhal!

Mig 31 er langfleyg orrustuvél rússneska flughersins - hún er fremur stór, búin langdrægum radar -- en það mikilvægasta; nákvæmlega ekki neitt "stealthy."

  • Það sem þyrfti til, að slík flaug yrði eitthvað verulega varasöm, væri að henni væri skotið af flugvél -- sem væri "stealthy."
  1. Það er ekki nokkur möguleiki að flaugin sé "hypersonic" nema í skamman tíma. Það er vegna gríðarlegs hitanúnings - er framkallar brjálæðislegan hita á skömmum tíma.
    --Það mikinn, að allir málmar bráðna.
    Mörgun sinnum hafa verið gerðar tilraunir með þróun eldflauga-vopna sem eru "hypersonic" í nokkrar sekúndur. 
    Mikið hefur verið um pælingar um skriðdrekaflaugar sem drepa með hraðanum einum, Bandaríkin varið miklu púðri í slíka þróun síðan frá 9. áratugnum - án þess að taka nokkur þeirra vopnakerfa sem þróuð voru til notkunar - - en þannig flaug mundi drepa með hraðanum einumg sbr. "kinetic kill."
    --Allar svokallaðar, gagnflaugar eru auðvitað - hyper-sonic sem ætlað er að skjóta niður langdrægar flaugar.
    En til eru auðvitað flaugar er beita sprengihleðslum - í stað ógnarhraða.
    Þannig eru flestar skriðdreka-flaugar!
    **Avangard -þarna efst- gæti raunverulega virkað, vegna þess að hún á að fleyta kerlingar á allra efstu toppum lofthjúps Jarðar - en þ.e. eina leiðin fyrir "hypersonic" flug lengur en nokkrar sekúndur að ganga upp.
  2. Það er ástæða af hverju orrustuflugvélar fljúga almennt ekki hraðar en MAC 2 - sama á við um "cruice missiles" sem raunverlega fljúga eins og flugvélar, knúnar gjarnan samskonar aflgjöfum.
    --Til hafa verið MAC 3 njósnaflugvélar - en þær voru einmitt afar dýrar í rekstri og smíðum, því til þess að þola MAC 3 innan lofthjúps Jarðar, þurfti að smíða þær úr afar dýrum hitaþolnum efnum.
  3. En MAC 3 telst ekki "hypersonic" heldur allt ofan við MAC 5.
    --Þá erum við að tala um algerlega absúrd hita-álag.

Vopnið er þá ekkert ofurvopn - líklegast hefur það þotuhreyfil fyrir flug á lengri vegalengdum, á meðan flaugin flýgur á bilinu MAC 1,6-2. 
--Þannig að unnt sé að smíða hana út efnum sem kosta ekki 100-falt meir en efni sem þarf fyrir venjulegar eldflaugar, sem þíddi að Rússland hefði ekki efni á nema örfáum.
--Ekki einu sinni Bandaríkin hafa talið það ómaksins vert að smíða langdrægar "cruice" flaugar sem fara hraðar en MAC 1,6-2. M.ö.o. betra að geta smíðað 100 flaugar - frekar en eina.

  • Bendi á að líklega er ekki til í heiminum nægilega hitaþolið efni fyrir "hypersonic" flug neðarlega í lofthjúpi Jarðar - er muni taka einhvern umtalsverðan tíma.

Sem sagt, á lokasekúndum flugs, rétt áður en flaugin hittir -- væri virkjaður öflugur eldflaugahreyfill, sem setti flaugina á "hypersonic" lokahraða.

--Flugvélarnar sem ætla að skjóta flauginni, þurfa að komast nægilega nærri. Bandarískar AWACS radarvélar sjá langar leiðir - langt út fyrir hvað radar orrustuvélar getur mögulega séð. M.ö.o. þær mundu sjá alveg örugglega sérhverja rússneska vél áður en hún gæti skotið sinni eldflaug.
--Þá væru orrustuvélar sendar af stað strax - í dag hafa allar slíkar vélar radara færir um að sjá skotmörk fyrir neðan þær, og færir um öruggt mið á slík skotmörk.

Cruice eldflaugar eru ekkert annað en - mini flugvélar.
Sem sagt, eins og ég benti á, einungis um leið og Rússland ræður yfir torséðum sprengjuvélum eða torséðum orrustuvélum sem geta borið slíkar flaugar -- gætu þær hugsanlega komist nægilega nærri áður en skotnar niður, til að geta skotið þeim flaugum "hættulega" nærri.

 

Niðurstaða

Mér virðist - Avangard, eina raunverulega áhugaverða vopnið. Auðvitað svo fremi það virkar á annað borð. Ekkert hefur enn frést af því að Bandaríkin séu við það að setja neitt sambærilegt í notkun, þó er vitað um rannsóknir á þeirra vegum í mörg ár.

Ég hef nokkrar efasemdir að Rússland með miklu minni fjárráð sé líklegt að hafa verið á undan þeim -- en ef maður gefur sér að vopnið virkilega virki.

Þá sannarlega væri það byltingarkennt, þ.e. algerlega ómögulegt fyrir núverandi gagnflaugakerfi að granda þeim.

Sem eins og ég benti á, gerði allar eldri gerðir langdrægra eldflauga - þar á meðal Rússa eigin, snarlega úreltar.

Þetta kallaði að sjálfsögðu tafarlaust á - nýtt stórfellt vopnakapphlaup.
En hingað til hefur vopnatækni sem breytir stöðu mála - alltaf kallað á snör viðbrögð.

--Nánast eini möguleikinn virðist, að beita vopnakerfum í geimnum.
--Þá allt í einu mundi blasa við stórfelld vopnun sporbauga Jarðar.

En væntanlega munu öll kjarnorkuveldi er geta mögulega haft efni á geimvörnum, vilja í kjölfarið setja upp slík kerfi.

Þetta er svipað að fyrst í stað voru skriðdrekar óstöðvandi. Eða þangað til sérhönnuð skriðdrekavopn voru þróuð. Sem gerðist mjög fljótt í kjölfarið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

"ramjet" är ofurvopn ... um það er ekki að deila. Hér hafa rússar tekið skref, sem er fram yfir allt annað. Tekist það sem vesturlöndum tókst ekki.  Sama á við flugflota þeirra ... þær geta flogið 4 sinnum oftar, á sólarhring, en flugflotinn hér á vesturlöndum.

Engar "skriðdrekaflaugar" eru "hybersonic".  Og "kinetic kill" er fyrst og fremst átt við "uran" kúlur kanans.

"Active" armor, eru "sprengihleðslur" sem springa út-á-við, þegar flaug/skot nálgast.  "Uran" kúlurnar fletjast út, þyngdin skapar "kinetic" energy, en þær verða síðan að "dufti", sem er sami hluturinn og er í sveppaskýum og gerir "kjarnorkusprengju" svo hættulega.  Allar "kjarnorkusprengjur" eru "óhreinar" og því verður eitrun af rykinu ... en til eru svokallaðar "hreinar" kjarnorkusprengjur, þó svo að flestir haldi að þær séu bara á teikniborðinu ... þá eru þær komnar miklu lengra en það. En slíkar sprengjur mynda ekkert "eitrað" sveppaský.

Næsta kapphlaup innan kjarnavopna, sem þegar er hafið ... eru "hreinar" sprengjur.

Restinn hjá þér, er bara kjaftæði og þekkingarleysi hjá þér sjálfum ... að Pútin "mikli" getu vopnanna, ábyggilega ... allir monta sig af sínu og sínum.

Örn Einar Hansen, 20.7.2018 kl. 09:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, ha - ha - ha, í dag eru til margar ramjet eldflaugar í notkun.

"ramjet" är ofurvopn ... um það er ekki að deila."

Virkilega lestu þá um bresku "sea dart" frá 1973, sem ekki er lengur í notkun en var með ramjet.
https://en.wikipedia.org/wiki/Sea_Dart

Bristol Blodhound var einnig merkileg ramjet flaug frá 6. áratugnum.
https://en.wikipedia.org/wiki/Bloodhound_(missile)

Margar ramjet flaugar hafa verið smíðaðar - síðast af Kína.

Hsiung Feng III -- https://en.wikipedia.org/wiki/Hsiung_Feng_III

Ramjet er ekki ný tækni -- fyrstu tilraunir með ramjet eru það gamlar sem frá 4. áratug 20. aldar.

Og Loockheed SR71 blackbird var ramjet. Svokölluð turbo-ramjet, þ.s. hreyfillinn var samsettur, þannig hann virkaði sem þotuhreyfill á tiltölulega litlum hraða en síðan við ákveðinn hraða og flughæð var slökkt á túrbínunni lokað fyrir loft-inntakið og restin af ferðinni flogin með hreyflana starfandi sem ramjet.

Þannig flugu þessar vélar í áratugi langmestan tímann á MAC 3 sem ramjet.

"Engar "skriðdrekaflaugar" eru "hybersonic"."

Bandaríkin virðast hafa þróað tvær hypersonic-anti-tank flaugar en einhverra hluta vegna, ekki valið að taka þær í notkun: 
https://en.wikipedia.org/wiki/Compact_Kinetic_Energy_Missile
https://en.wikipedia.org/wiki/MGM-166_LOSAT

""Active" armor, eru "sprengihleðslur" sem springa út-á-við, þegar flaug/skot nálgast."

Slíkt virkar eingöngu gagnvart -- shaped charged árás. M.ö.o. flaug er búin sprengioddi sem á að eyðileggja skriðdrekann.
Það hefur enga virkni gagnvart öðrum tegundum árása, sbr. kinetic kill eða kúlu úr mjög öflugri byssu.

""Uran" kúlurnar fletjast út, þyngdin skapar "kinetic" energy, en þær verða síðan að "dufti", sem er sami hluturinn og er í sveppaskýum..."

Lestu fyrst um kjarnasprengjur hvernig þær virka áður en þú skrifar.
Úran sem slíkt er ekki geislavirkara en svo - að persóna getur haldið á því, að gera slíkt er ekki banvænt.
--Svokallað lággeislavirk úran er þá úran þ.s. samsætur sem eru geislavirkar hafa mestu eiðst.

Þannig að þá gerir duftmengun eiginlega ekki neitt af sér þ.s. geislavirknin er nánast engin.
Eins og að anda að sér hverju öðru ryki.

**En hágeislavirkt duft eftir kjarnorkusprengingu er allt annar hlutur.
**Þ.e. geislunin sem drepur -- ekki duftmyndunin sem slík.

"Næsta kapphlaup innan kjarnavopna, sem þegar er hafið ... eru "hreinar" sprengjur.."

Hrein kjarnorkusprengja er - fullkominn ómöguleiki.Þær verða aldrei búnar til.
--Eina hugmyndin sem til er um vopn sem hafa enga geislun en svipað afl, eru "kinetic kill" vopn er væri skotið af óskaplegu afli.

Til þess þyrfti mjög öfluga línuhraðla t.d.
En þ.e. engin möguleg leið að því að gera kjarnasprengju hreina!

Það sem menn hafa verið að tala um varðandi kjarnasprengjur, er sprengja sem býr fyrst og fremst til - geislun, m.ö.o. hefur minni sprengikraft. Slík sprengja er - enn óhreinni.

Pútín er einn mesti lygalaupur allra tíma - öllu sem hann segir þarf að taka með fyllstu varúð.
--Þ.e. augljóst kjaftæði að kjarnorkuknúin cruise flaug sé óniðurskjótanleg.

Í dag eru allar orrustuvélar búnar "loock-down-shoot-down" rödurum, þ.s. radarinn getur miðað á ofurlágfleyg skotmörk með sömu nákvæmni -- í dag hafa flestar vélar að auki færni til að miða á mörg skotmörk í einu -- til viðbótar tíðkast í dag svokkallaður "data link" þ.e. ein vél sér eitthvað upplýsingar sendar strax til næstu véla, þá er vélin sem sér miðstöð gagnárásarinnar tímabundið.
--Þannig allur hópurinn getur skotið skv. miði þeirrar einnar sem sér.

Þannig þetta er eins og ég sagði -- langfleygar radarvélar eiga í engum vandræðum oftast nær að sjá aðvífandi lágfleygar cruise flaugar -- þær kalla á loft orrustuvélar; meira að segja er það þannig að radar-vélin sjálf getur gefið þotunum gögn gegnum "data link" þannig ef mikið liggur á -- geta þoturnar um leið og komnar í færi - skotið skv. radargögnum frá stóru radarvélinni.
--Sá radar sér miklu lengra en radar orustuþotnanna sjálfra.
--Þá gildir það sama að allar þoturnar komnar í færi gætu skotið skv. því miði sem þær fengu.

Það eru m.ö.o. engin sérstök tæknileg vandkvæði við það að skjóta niður "cruice" flaugar.

--Fyrir utan að geislavirk slík flaug á flugi, væri sýnileg fyrir tilverknað þann að vera orðin hágeislavirk frá tiltekinni gerð gerfihnatta.
--Það væri ef e-h er, enn auðveldara að skjóta niður þessar kjarnorkuknúnu róbótflugvél eða cruis missile.

-----------------------

Avangard er eina þessara vopna nokkur ástæða til velta fyrir sér fyrir alvöru.
Hinn bóginn er orðum Pútíns aldrei treystandi - þetta geta allt verið leiktjöld.
Ég á frekar von á því svo sé.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 20.7.2018 kl. 12:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er engu að treysta í þessum efnum. Á flugsýningunni í París 1995 var búist við að X-31 þota Bandaríkjamanna yrði stóri senuþjófurinn þegar hún sýndi einstæða flugfimi sína, sem byggðist á svonefndum "stefnukný" (vector thrust). 

Stóra stundin rann upp en vonbrigðin urðu gríðarleg þegar þessi nýja hátæknþota hélt sig fjarri vellinum og sýndi lítið sem ekkert af því sem gumað hafði verið af. 

Daginn eftir fóru Rússarnir á loft á Sukhoi-37 þotu og gerðu þvílíkar kúnstir rétt fyrir ofan hausamótin á áhorfendum að annað eins hafði aldrei sést. Allt var þetta mögulegt með yfirburða færni flugmannanna við að nota stefnuknýstækni þotunnar. 

Á Parísarsýningunni tveimur árum síðar voru þeir aftur mættir og metfjöldi kom til að njóta snilli senuþjófanna frá 1995. 

Jú, þeir fóru á loft en flugu síðan frá vellinum til að hnita þar hringi um stund. Þá tilkynnti þulurinn að vegna bilunar í hjólabúnaði yrði ekkert úr atriðinu. Þeir gátu sem sagt ekki gert það sem hægt er að gera á aumustu Piper Apache smáflugvél: Að taka hjólin upp! 

Ómar Ragnarsson, 21.7.2018 kl. 01:22

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Munið þið eftir generalnum í Dr. Strangelove sem sagði: Gee, I wish we had one of them Doomsday machines. En ein slík var nóg til að eyða hnettinum. 

Ja við megum ver  þakklát fyrir Donald Trump sem er að reyna að draga úr spennunni í vígbúnaðarmálum. Þá koma fífl eins og þessi Paul Bryant og reyna að magna upp kalda stríðið og gera Rússa tortyggilega og óvini.

Spennuslökun milli Pútíns og Trump er fyrsta skrefið sem okkur vantar.

Halldór Jónsson, 21.7.2018 kl. 15:52

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, ekkert hefur gerst ennþá. Persónulega á því að best væri að fjarlæga allar flaugar í svokölluðum sílóum. En Bandar. og Rússland héldur eftir færanlegum flaugum hvort sem landfæranlegum eða um borð í kafbátum.
--Ástæðan er sú, að flaugar í sílóum eru alltaf þekkt skotmörk, og talið menn vilji beita þeim áður en þær eru eyðilagðar.
--Slíkt minnki viðbragðstímann, menn óttist að missa getuna til að geta svarað, svo íti undir skjótari viðbrögð.
Meðan að flaugar sem hafa óþekkta staðsetningu að varðandi þær geta menn rökrétt verið rólegri.
Gefið sér lengri tíma til að íhuga málið - það gefi betra svigrúm til að íhuga málin.

En það eru þekkt dæmi um villuskilaboð í "early warning" kerfi, auk þess bregst það við sérhverju geimskoti - hvort sem um er að ræða skot á gerfihnetti eða tilraunaskot á eldflaug -- sem skýri af hverju venja er að tilkynna slík skot alltaf með góðum fyrirvara! En ef gleymist að tilkynna, mundi kerfið væntanlega sjálfkrafa gefa aðvörun -- og þá væntanlega hefst strax greiningarvinna!

All aukið svigrúm sé til að bæta öryggið, draga úr hættu á mistökum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.7.2018 kl. 16:06

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson, en síðan hefur Lockheed Martin F-22 Raptor eins og þekkt er notast við stefnukný - kannski þegar á reyndi var málið að NASA fékk ekki heimild PENTAGON fyrir sýningunni. Seinni árin nota þróaðar útgáfur af Sukhoi SU-27 einnig stefnukný. Ég er ekki frá því að Eurofighter Typoon hafi hann einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.7.2018 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband