14.4.2018 | 02:04
Trump sagður hafa fyrirskipað hernaðarárásir á Sýrland
Þetta er haft eftir - FoxNews: Trump announces U.S. military strikes in Syria. Sem virðist hafa verið fyrst með fréttina í þetta sinn. Sjálfsagt hefur fjölmiðillinn gott samband við Hvítahúsið undir núverandi ríkisstjórn - Trump sagður fastur áhorfandi fréttaskýringa Fox.
Aðili tengdur ríkisstjórn Rússlands, spurði um daginn - hvað veitti Vesturlöndum rétt til að vera heimslögga?
Eins og hefur vel komið fram, er yfirlýstur tilgangur sá að refsa ríkisstjórninni í Damaskus, fyrir meinta eða raunverulega gasárás á bæinn Douma -- fyrir skömmu síðan, er rúml. 40 manns eru sagðir hafa látist.
- Svarið við spurningunni er einfalt - að enginn hefur beinlínis veitt Vesturlöndum slíkan rétt, frekar að þau hafa tekið sér hann.
- Hinn bóginn, er ekki til nokkur heimslögga á vegum SÞ-sem lagatæknilega ætti að vera sá aðili er refsar; en þá þyrfti það í reynd að vera - nokkurs konar her.
- Hinn bóginn, æxlast pólitík innan SÞ alltaf með þeim hætti, að neitunarvaldi er reglulega beitt, til þess að - lama getu stofnunarinnar sjálfrar til að beita sér; SÞ-her yrði að sjálfsögðu háður slíkum takmörkunum.
- En megin punkturinn er sjálfsögðu sá - að lög sem enginn framfylgir, er dauður bókstafur.
- Notkun eiturgasvopna er algerlega bönnuð skv. gildandi alþjóðalögum - og eins og mál virka innan ríkja, þegar lögregla tryggir að lögum sé framfylgt; þá klárlega heldur bann við notkun eiturgasvopna ekki gildi sínu - nema einhver taki að sér að refsa löndum fyrir að beita eiturgasvopnum.
Ég hef ekki orðið var við það, að nokkur önnur lönd sýni þann vilja í verki, að framfylgja því banni. Þvert á móti virðast þær líkur yfirgnæfandi, að enginn annar mundi taka upp keflið, ef Vesturlönd hættu að halda á því og beita því reglulega.
--Þannig að margvísleg boð og bönn, t.d. við klasasprengjum sem ekki eru í dag síður bannaðar, mundi verða dauður bókstafur - er fj. ríkja heims mundi beita vopnum af slíku tagi, án þess að sæta nokkrum viðurlögum.
- M.ö.o. mundu svokölluð alþjóðalög líklega almennt séð ekki halda.
- Svo það má segja, að Vesturlönd séu í reynd að verja sjálft reglukerfið sem þau kusu að koma á fót fljótlega í kjölfar Seinni Styrrjaldar.
--Enginn annar hafi enn sínt af sér þann vilja í verki, að vera tilbúinn að taka við því kefli.
Trump hafði dögum saman virst hikandi!
Mögulegt að hótanir Rússa hafi spilað einhverja rullu - en rússneskur hershöfðingi, beinlínis hótaði gagnárásum - á þann stað þaðan sem vopnum væri skotið.
Hinn bóginn, skv. frétt Financial Times: US naval presence off Syria sends clear signal. Er heil flugmóðurskipadeild mætt á Miðjarðarhaf Vestanvert - þannig að ef sá flugher er talinn með flugher Bandar. t.d. við Persaflóa, þá hafa Bandar. mjög mikið meiri styrk svo að ef Rússar mundu svara með gagnárásum - væru leikar afar ójafnir.
Jafnvel þó bestu vélar Rússa séu nokkuð góðar, hafi Bandar. ofurefli í fjölda véla.
"I dont think the Russians would target a warship or aircraft because they know they cant beat the US in a conventional war,..." - "But they can and would target cruise missiles to satisfy their honour."
Ég reikna með því að þessi skilningur sé réttur, Bandar. mundu einfaldlega þurrka út flughersveitir Rússa í Sýrlandi - ef þær gerðu tilraun til atlögu að flota Bandaríkjanna fyrir ströndum Sýrlands. Og það mundi taka skamman tíma!
En rússn. vélar án vafa gera tilraun til að skjóta niður stýriflaugar á leið til skotmarka.
Líklega ná þær einhverjum þeirra, þó án vafa muni það mörgum skotið að þó einhverjar farist á leiðinni - verði fyrirhuguð skotmörk líklega samt öll fyrir tjóni.
Niðurstaða
Menn geta rifist um það hvort gasárás átti sér stað. En a.m.k. sé það ekki ósennilegt, þó að hugsanlega sé orðið ómögulegt að færa fyrir því fullar sönnur - eftir að rússn. sérfræðingar hafa farið um svæðið, og sennilega gert sitt besta til að eyða öllum vísbendingum.
En það væri alveg í takt við aðferðir rússn. stjv. - að tryggja að aldrei verið færðar sönnur fyrir því, að þeirra fullyrðingar séu rangar.
Síðan muni menn standa í fylkingum - þeir sem styðja línuna frá Moskvu eins og í Kaldastríðinu sáluga, taka hráar sérhverja fullyrðingu frá Kreml -- sem sannleika.
Ég fullyrði sjálfsögðu ekkert hvað gerðist, einungis nefni að ég get vel trúað því upp á hersveitir Assads, að hafa beitt gasvopni þarna rétt undir lokin -- til að lama baráttuþrek síðasta hópsins sem enn var að berjast.
Vesturlönd hafa bersýnilega ákveðið að taka því sem gefnu að sú árás hafi farið fram, hvað akkúrat þau hafa fyrir sér þar um akkúrat hef ég að sjálfsögðu ekki hugmynd um, þó það skuli að sjálfsögðu ekki útilokast að einhver gagnaöflun hafi mögulega farið fram.
En í ljósi þess að nýlega taldi SÞ Sýrlandsstjórn hafa framið 11 gasárásir í stríðinu, að a.m.k. virðist það ekki sérdeilis ótrúlegt að Damaskus hafi framkvæmt slíkan verknað, eina ferðina enn.
--Eins og ég benti á, ef enginn refsar fyrir brot á alþjóðalögum verða alþjóðalög eins ómarktæk og lög innalands sem aldrei er framfylgt.
--Það megi því einnig líta svo á, að með því að viðhalda heimslöggu hlutverki sem Vesturlönd tóku sér - séu þau einnig að viðhalda því alþjóðareglukerfi sem þau kusu eftir Seinna Stríð að koma á koppinn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðkomandi lítur með þeim hætti á sjálfur að hann sé umvafinn einhvejum englum en ekki glæpalýð. Staðreyndin er sú, að Pafin í Róm, er æðsti maður NATO og ESB. þetta eru kaþolskar stofnannir og er fyrst og fremst ætlað að gæta hagsmuna Vatikansin og eru hluti af 900 ára stanslausu heimsvaldastefnu vatikansins. Staðreyndin er sú að þetta eru sem slíkar glæpastofnannir og hafa ekki neitt með FRIÐ á jörðu að gera, ekki frekar en spilling hjálptarstofnna hafa með Hjálp að gera, heldur eru þær hluti af sama 900 ára heimsveldis stefnu Vatikansins, enda eru stærstu hjálparstofnanir sem að hafa fengið fé frá almenningi Kaþolskar. Washington DC er ekki eitt af ríkjum Usa, helur svipar til Romar, enda aðalbækistoð Pafans og Vatikansins fyrir Norður, mið og suður Amerkiu. Allt sem að kemur þaðan, hvort sem að það er Usa herinn sem að er i raun her Vatikansins, og ehfur litð sem ekki neitt með bandaríkin að gera sem slík,er altaf ætðað að þjóna VATIKANSINU. Russar eru Grisk kaþolskir en Vatikanið er Romversk kaþolska kirkjan, sem að litur á upprisu Russlands sem efnahhagsveldir sem ógn við vold Vatikansins, og þeir líta svo á að það verði að stöðva með ollum þeim ráðum sem að hægt er enda er hinn rómversk kþaolski heimur allur að hrynja niður með SKELFILEGUM AFLEIÐINUM. Það vantar nefnilega stríð núna eins og í fyrra skiptið, til þess að endureisa vatikanið á kosntað skattgreiðanda beggja vegna við altanshafið. 2 Heimstyraldir til forna og RÓM fékk alveg að vera í friði ???? það sama er upp á teningnum núna. Usa annarsvegar og Washington Dc hinsvegar er langt í fra sami hluturinn. Esb og Nato er ekki neitt annað en harðsviraður,, kþaolskur glæpalýður eða Fastia lýður af vesrtu gerð með fullt af Nytsömum sakleysingum innanborð og þar þá vísa ég til islendinga. það er skrýtið að sjá ritara greinar, sem að ég svara hér að vera ekki búin að læra neitt af sögunni ? Irak, þar fundust ekki kjarnavopninn sem að þeir sögðu að mikil hætta stafaði af og Tony Blear í Uk baðst afsökunar á þvi að efnavopna árás sem að irkarar voru líka sakaðir um á þeim tíma, hefði ekki verið á rökum byggð. Wasongton Dc, er stjórnað af Pafanum í rom og kardinála elitan þar eru þeir sem að stjórna Usa og hafa alla tíð gert, enda litið á usa sem sína eign allt frá upphafi og þar sem að sú elíta lærði þegar að Irak kom, var hversu auðvelt það var að ljúga að þessum svo kolluðum VILJUGUM ÞJOÐUM ! Þeir hafa hafa notað þetta síðan og þar á meðal í Syrlandi, sama lygin upp á tengingnum þar sem að áfram snýst enn og aftur um Heimsvaldastefnu Vatikansin í 900 hundruð ár rétt eins og í Afganistan, Libyu, somalíu og irak og lengi má áfram telja.
Lárus Ingi Guðmundsson, 14.4.2018 kl. 18:05
Þetta er ekki alskostar rétt hjá þér Einar. Sameinuðu þjóðirnar hafa aðgang að her. Þetta eru herir bandalagsríkjanna. Til að það megi beita þessum herjum,þarf að liggja fyrir samþykk Öryggisráðsins. Það er því enginn vöntun á úrræðum til að framfylgja alþjóðalögum.
Vandamáliin byrja þegar það gerist að ríki fara að "framfylgja" alþjóðalögum á eigin spýtur , án aðkomu SÞ og án þess að liggi fyrir sekt. Árásin á Sýrland er dæmi um slíkt. Eyðng Líbíu er annað og innrásin í Írak er enn önnur. Það virðist vera að NATO ríkin hafi tekið sér í hendur vald öryggisráðsins og nota alþjóðalög sem yfirvarp fyrir hernaðaraðgerðum,alltaf á fölskum forsemdum. Aðferðin er að ljúga upp á eitthvað ríki ,að það hafi brotið alþjóðalög ,og fara síðan og geera árás á ríkið.
Meðan þetta ástand ríkir,er verra en ekkert að hafa alþjóðalög. Núna eru innrásir NATO eða einstakra NATO ríkja gerðar með alþjóðalög sem réttlætingu. Án þessara alþjóðalaga mundu þessi ríki þurfa að beita sínu ofbeldi á eigin ábyrgð.
Í gær horfði ég á í beinni útsendingu þegar Öryggisráð SÞ lagði blessun sína yfir árás þriggja ríkja á Sýrland. Árás sem augljóslega brýtur gróflega gegn grundvallarákvæði í stofnsáttmála SÞ og reyndar ástæðunni fyrir að SÞ eru til yfir höfuð. Þetta var ömurleg athöfn,þar sem lygin, skynhelgin og orðhengilshátturinn spilaði fyrstu fiðlu. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort það væri ekki betra að leysa upp öryggisráðið frekar en að láta það gefa út viðurkenningarskjal fyrir gróft brot gegn sjálfri tilvist samtakanna. Með þetta viðurkenningarskjal að vopni munu þessi ríki halda áfram að beita önnur ríki ofbeldi að villd.
Borgþór Jónsson, 15.4.2018 kl. 11:23
Öryggisráðið virkar einungis gegn ríkjum sem ekki eru í bandalai við neitt stórveldanna. Beiting efnavopna er nokkuð sem má ekki verða viðtekin venja. Því var algerlega nauðsynlegt að ráðast gegn þessum verksmiðjum.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2018 kl. 11:46
Vil bæta við hér.
Ég var rétt í þessu að hrfa á fréttamyndir frá efnarannsóknarstöðinni sem varð fyrir árás. Húsið er rústir einar og það líður léttur reykur frá rústunum. Víð rústirnar eru fréttamenn að taka viðtöl við einhverja og myndatökumenn standa í reyknum sem kemur frá rústunum. Þeir stilla myndavélum sínum upp í ca þriggja metra fjarlægð við rústirnar og við gangstéttarbrúnina. Um rústirnar flögra þrír hvítir smáfuglar. Hversu líklegt eða ólíklegt telurðu að þetta sé efnavopnaveerksmiðja?.
Þessi árás var ekki gerð fyrir neinn misskilning. Hún var ekki gerð af því að yfirmenn þessara ríkja vissu ekki betur. Þetta var tilefnislaus árás gerð með fullri vitneskju um að Sýrlensk stjórnvöld bera enga ábyrgð á eiturefnahernaði í Sýrlandi. Fulltrúi Sýrlands við atkvæðagreiðsluna í Öryggisráðinu upplýsti að á árinu 2017 heimsótti OPCW rannsóknarstofuna í tvígang og gerði engar athugasemdir við starfsemina.
Þessi árás var því algerlega tilefnislaus og gerð á upplognum forsemdum.
Borgþór Jónsson, 15.4.2018 kl. 11:46
Borgþór Jónsson, rosalegt væl er þetta - væntanlega treystir þú frásögn stjv. Sýrlands þann veg - enginn hafi farist. Þá er allt og sumt sem gerðist, eyðilegging mannvirkja -- það þykir mér ekki harkaleg refsing fyrir beitingu Assads á eiturgassvopnum um daginn.
--Greinilega var send aðvörun áður en flugskeytin voru send af stað.
--Í samanburði við hrikalega glæpi Assad stjórnarinnar, sem þú hefur stutt þó stjórnin hafi drepið hundruði þúsunda eigin borgara, stökkt milljónum þeirra á flótta.
Þá verður árás sem enginn fórst í, afskaplega léttvæg.
Síðan árétta ég, að ef enginn framfylgir banni við eiturgasvopnum, þá komast menn upp með beitingu þeirra - eins og Assad margítrekað skv. skýrslum SÞ-hefur leitast við, hafandi í huga að skv. SÞ-skýrslum hefur Assad áður beitt eiturgasvopnum í 11-skipti, þá eiginlega á hann inni mun meiri árásir af þessu tagi.
--Hugtakið réttlæti virðist algerlega í þoku hjá þér - maður sem styður með ráðum og dáð, mesta fjöldamorðingja heimsins núlifandi, versta harðstjóra hnattarins núlifandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2018 kl. 18:20
Vandamálið sem þú átt við að etja er að þú gefur þér í sífellu rangar forsemdur og byggir síðan alla rökseemdafærslu þína á því.
Það er ekkert sem bendir til að Assad hafi beitt efnavopnum um daginn. Ekki neitt.
Ef þessum forsemdum er kippt út,mundirðu samt sprengja upp Sýrland.?
Borgþór Jónsson, 15.4.2018 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning