10.4.2018 | 04:27
Rússland virtist hóta hugsanlegum hernaðarátökum við Bandaríkin, ef Trump lætur af hótun um árás á Sýrland - vegna gasárásar á Douma í Sýrlandi
Fyrsta lagi bendir flest til þess að gasárás hafi raunverulega farið fram - fullyrðingar aðila tengdir stjórnvöldum Rússlands, fela í raun í sér fulla viðurkenningu þess, að slík gasárás hafi sannarlega farið fram!
Hinn bóginn, þá virðast af fulltrúum rússneskra stjórnvalda, endurteknar klassískar skýringar þ.e. skýringar sem áður hafa heyrst - en ef marka má skýrslu sérfræðinga á vegum Sameinuðu Þjóðanna, á undanförnum árum hafa sýrlensk stjórnvöld framið alls -- 11 gasárásir, þ.e. síðan sýrlensk stjv. áttu að hafa skilað inn öllum sínum gas-sprengjum.
Skv. því, annað af tvennu, héldu þau eftir einhverjum sprengjum, eða hafa búið til nýjar síðan.
Umdeilt myndband dreift af svokölluðum "hvítum hjálmum" - sem Assad kallar hryðjuverkamenn!
Moscow issues stark warnings on risks of US military action in Syria
US and Russia trade accusations after alleged chemical weapons attack in Douma
- Hvaða samsæriskenningu, halda rússnesk stjórnvöld á lofti að þessu sinni?
- Kenningin er á þá lund, að Bandaríkin hafi sjálf framið þessa árás, eða að uppreisnarmenn sjálfir hafi framkvæmt hana - um svokallaða "false flag" árás hafi verið að ræða, til þess - tja - að framkalla tylliástæðu til að ráðast á Sýrland -- en Trump fyrirskipaði á sl. ári flugkeytaárás á sýrlenska herstöð í kjölfar gasárásar á sl. ári sem SÞ-telur eftir rannsókn hafa verið framkv. af stjv. Sýrlands.
- Þetta er auðvitað frekar mögnuð fullyrðing!
- Fyrsta lagi, þó Bandaríkin eigi dróna og torséðar vélar - eru þær ekki, ósýnilegar berum augum -- Austur-Ghouta er búið að vera umkringt í fjölda ára nú, og hefur verið undir harðri atlögu í nokkrar vikur -- hvernig ættu uppreisnarmenn þar að eiga gassprengju, eða vera færir eftir fjölda ára langt umsátur, að búa sjálfir til þau eiturefni sem til þyrfti? Af hverju notuðu þeir þá ekki - gassprengjuna þegar árásir á svæðið hófust fyrir nokkrum vikum, til að drepa hluta árásarhersins?
- Rússneskar flugvélar fljúga þarna stöðugt yfir, og svæðið sem uppreisnarmenn enn ráða - er mjög saman skroppið, og sjálfsögðu algerlega umkringt og undir mjög nánu eftirliti - þannig erfitt að sjá hvernig nokkur utanaðkomandi hafi getað nálgast svæðið á lofti.
- Bandarískir flugumenn þyrftu að vera meiriháttar kraftaverkamenn, að geta laumast inn á umkringt árum saman svæðið -- með þau tæki og tól sem til þyrfti, svo unnt væri að reka litla efnaverksmiðju, verið tilbúnir að dyljast innan um uppreisnarmenn -- alla leið þangað til, að þeir eru umkringir í sínu hinsta vígi á litlu broti af sínu upphaflega umráðasvæði -- þeir þyrftu að vera harðir jaxlar til að vera tilbúnir í slíkt, og sennilega með flr. líf en 10 þau sem kettir eiga að hafa, til að hafa ekki látið lífið - meðan uppreisnarmenn hafa barist vikum saman á sífellt minnkandi svæði.
--M.ö.o. er erfitt að sjá hvernig slíkt "false flag" árás meint, væri yfir höfuð framkvæmanleg.
--Þessi saga virðist það fjarstæðukennd að ég sé ekki ástæðu að ræða hana alvarlega.
Erfitt að taka nokkurt mark á yfirlýsingum rússn. stjv. að hafa rannsakað vettvang meintrar gasárásar -- ekki fundið ummerki - því ég sé ekki annað en að rússn. rannsóknaraðili mundi segja það sama í báðum tilvikum - þ.e. ef árásin átti sér stað en rússn. stjv. vilja halda öðru fram, eða ef slík fullyrðing væri raunverulega rétt.
En mér virðast rússn. talsmenn nokkuð tvísaga - því það getur ekki samtímis verið rétt, að árás hafi ekki farið fram.
Eða að hin ásökunin, þ.s. bent er á annars vegar Bandar. eða uppreisnarmenn sjálfa.
Niðurstaða
Varðandi það hvort að gasárásin fór fram, virðast mér ásakanir frá Damaskus og þeim aðilum innan Rússlands - sem halda á lofti samsæriskenningum af tvennu toga, þ.e. að uppreisnarmenn sjálfir hafi framið árásina sem Damaskus klassískt heldur fram, eða hin kenningin að um "false flag" árás sé að ræða skipulagða af Bandaríkjunum -- í reynd viðurkenning þess að slík árás vissulega hafi átt sér stað.
Það sé þá óbein viðurkenning þess, að það sem fer fram á myndbandinu að ofan sé sennilega sannleikanum skv. -- þó haldið sé fram öðrum söguskýringum skv. þeim tvennum samsæriskenningum, en fram kemur í myndbandinu um það hverjir frömdu þá árás.
- Af hverju ættu sýrlensk stjv. sjálf hafa framið þá árás?
- Einfaldasta skýringin væri væntanlega sú - að loka vígi uppreisnarmanna, sé ákaflega rammgert - og töluvert manntjón yrði af áhlaupi.
- Það sé því freystandi, þ.s. allir uppreisnarmenn í A-Ghouta séu nú á mjög takmörkuðu svæði, að fækka þeim með gasvopnum, til að fækka þeim sem falla fyrir rest er áhlaupið á endanum á sér stað.
--Slíkt væri grimm aðgerð, en ekki endilega of grimm þegar tekið er mið af aðförum sýrlenskra stjórnvalda árin sem stríðið hefur staðið - og sbr. rannsóknir SÞ-er benda til alls 11 gasárása sýrl. stjv. síðan stríðið hófst.
Bandaríkin örugglega framkvæma einhverjar árásir, líklega með stýriflaugum eins og síðast.
--Það sem fyrst og fremst virðist áhugavert, eru hótanir rússn. aðila um það, að mun harðari mótaðgerðir gegn Bandar. en áður - sem gæti verið hótun um einhver konar átök.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og þú rifjar sjálfur upp eru hryðjuverkamennirnir búnir að halda fólki þarna í gíslingu til fjölda ára. Allan þennan tíma eru Bandaríkjamenn búnir að moka vopnum inn á svæðið ,sem hryðjuverkamennirnir hafa svo notað til að verjast og dæla sprengjumm yfir óbreytta borgara í Damaskus. Af hverju heldurðu að það sé eitthvað sérstakt vandamál að senda inn efnavopn.?
Ástandið í Ghouta er alveg eins og hver önnur hefðbundin gíslataka.Það er ekkert vandamál fyrir Rússa og Sýrlendinga að taka hryðjuverkamennina út, það sem er flókið er að taka þá út og drepa sem fæsta gísla í leiðinni. Það sem eykur svo enn á vandamálið er að eins og venjulega njóta hryðjuverkamennirnir aðstoðar Bandaríkjamanna og Breta.
Bandaríkjamenn eiga sífellt erfiðara með að réttlæta veru sína í Sýrlandi og þurfa nú að búa til eitthverja til sýningu til að halda fótfestu sinni þarna. Flestum er orðið ljóst í dag,að Bandaríkjamenn voru aldrei að berjast gegn hryðjuverkamönnum ,heldur að styðja við bakið á þeim til að ná fram pólitískum markmiðum sínum. Að sjálfsögðu getur enginn sagt neitt upphátt, vegna þess að því ríki er samstundis refsað grimmilega. Heimsbyggðin er nú meira og minna í gíslingu fasistastjórnarinnar í Washington.
Rússar hafa á hinn bóginn hagað baráttu sinni gegn hryðjuverkaliðinu með skynsömum hætti. Barátta þeirra er ódýr,svo ódýr að þeir geta í raun auðveldlega haldið henni áfram til eilífðarnóns ,ef þörf er á. Þeir hafa leitt hjá sérallar ögranir Bandaríkjamanna og haldið sig eingöngu við stríðið gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjamönnum til hrellingar hefur barátta Rússa verið fádæma árangursrík og nú er svo komið að þeir eru langt komnir með að eyða hryðjuverkaher Bandaríkjanna. Við eru vitni að því hvernig gremja og árásargirni Bandaríkjamanna vex með hverjum deginum.
Bandaríkjamenn reyna nú að magna upp stríðið aftur, og eru hugsanlega að leita eftir beinum átökum við Rússa í Miðausturlöndum. Þessi "false flag" aðgerð er líklega ætluð til þess.Átök í Miðausturlöndum yrðu Rússum afar óhagstæð og þess vegna forðast Rússar þau eins og heitann eldinn. En Bandaríkjamenn halda aftur á móti áfram að ögra á öllum vígstöðvum.
Það er með öllu óútreiknanlegt hver ferillinn í þessu verður,vegna þess að þeir sem stjórna þessu í Bandaríkjunum í dag eru ekki heibrigt fólk.Venjulegt fólk getur með engu móti sett sig inn í svona hugsunarhátt. Væntanlega halda þeir að þeir geti stjórnað þessu stíði eins og þeir hafa stjórnað öðrum stríðumm á síðustu áratugum. Komi hinsvegar til átaka við Rússa,munu Rússar velja vígvöllinn og það verður ekki Miðausturlönd. Rússar munu að sjálfsögðu heyja stíðið á þeim vígvelli sem er þeim hagstæðastur,en það er Evrópa. Þegar Rússar meta það svo að stríð verði ekki umflúið munu þeir gera árás. Fyrsta sem við munum sjá er alger eyðing Svartahafsflota Bandaríkjanna og eldflaugavarnarkefið í Póllandi. Þetta er frekar einföld aðgerð sem tekur bara ca hálftíma +-. Svo verður stutt hlé meðan NATO ákveður hvernig bregðast eigi við. Það verða síðustu klukkutímarnir sem við höfum.
Ég sé í sjálfu sér ekki að það verði hægt að koma í veg fyrir þetta úr því sem komið er. Bandaríkjamenn munu knýja þetta fram. Bretar standa eins og venjulega þétt við hlið þeirra og Frakkar drullast eins og hýenur í blóðslóðina til að hirða upp einhverja mola sem falla til. Vesaldómur annarra Evrópuríkja er svo alger. Ég geri ráð fyrir að flestir séu búnir að gera sér grein fyrir þessari hættu og einhvejir eru farnir að muldra í hálfum hljóðum. En efnahagur flestra Evrópuríkja er með þeim hætti að Bandaríjamenn geta lagt hann í rúst með einfaldri reglugerðarbreytingu. Þess vegna munu þessar þjóðir,þar á meðal Íslendingar hengslast þegjandi inn í þessa atburðarás.
Borgþór Jónsson, 10.4.2018 kl. 09:15
Boggi, það er algerlega útilokað að Bandar. hafi getað mokað í þann hóp vopnum - endurtek að sá hópur hefur verið umkringdur her Assads - í árafjöld.
Það geti því einfaldlega ekki staðist.
-----------------
Síðan er algerlega útilokað, að þetta sé gíslataka. Það geti ekki staðist heldur - í alvöru talað, að samtímis berjast við stjórnarherinn árum saman - og halda íbúum í gíslingu, vera umkringdir allan tímann.
Það getur ekki heldur staðist - enginn mannlegur máttur er fær um slík afrek, enginn getur haldið út slíkt margra ára umsátur -- án mjög verulegrar samvinnu íbúa.
**Þvert á móti, hafa þeir haldið svo lengi út -- einmitt vegna þess að þeir sem berjast, eru stórum hluta eiginmenn og synir þeirra kvenna sem eiga þarna heima.
**Stríðið í Sýrlandi hefur allan tímann, verið fj. uppreisn íbúa þeirra svæða þ.s. hefur verið barist og enn er barist.
Það að uppreisnarmenn hafa haldið svo lengi út í umsátri árum saman - er fullkomin sönnun þess, að það sé það eina sem geti staðist -- þ.s. ekkert vopnað lið sé fært samtímis án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar - en umkringdir er engin möguleiki að þeir hafi notið slíkrar aðstoðar frá nokkrum aðila þeir sem verjast í A-Ghouta alveg burtséð frá hverjum hvort sem er Bandar. eða nokkrum öðrum; nema að uppreisnarmennirnir sem þarna hafa setið -- standi einnig fyrir íbúana sem þar hafa samtímis búið.
Þú átt aldrei að hlusta á fullyrðingar fjölmiðla Damaskus stjórnarinnar þeir flytja aldrei annað en lygar -- það hafi alltaf verið lýgi, að uppreisnin sé einhver utanaðkomandi innrás -- þetta hafi alltaf verið íbúa-uppreisn, alltaf verið borgarastríð.
**Enginn her geti það sem Assad heldur fram, barist umkringdur árum saman án þess að nokkur geti aðstoðað en umkringdur her getur ekki fengið nokkra utanaðkomandi aðstoðm -- eða hvernig ætti það að vera mögulegt -- og samtímis verið að þvinga svo margt fólk með ótta og ofbeldi til hlýðni -- slík saga geti ekki staðist.
Það sé magnað hvað þú ert bláeygur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2018 kl. 11:01
Ég verð að segja að afneitun þín er "amazing" eins og Bandaríkjamenn mundu segja.
Það er fullomlega vitað og töluvert um rætt, að þúsundir Evrópubúa hafa farið til Sýrlands til að berjast með hinum ýmsu hryðjuverkasamtökum. Það er enginn vafi.
Það er líka vitað að ca 7500 Rússar hafa farið þangað. Frá Evrópu og Rússlandi hafa því farið á bilinu 10 til 15.000 manns.
En þetta er bara smá brot. Mest kemur að sjálfsögðu frá öðrum ríkjum Miðausturlanda og Afríku. Margir koma frá fyrrum ríkja Sovétríkjanna í suðri.
Þetta er allt fullkomlega vitað Einar,og þú ert einn af örfáum mönnum á heimsvísu sem afneitar þessu.
.
Enginn her berst árum saman án utanaðkomandi aðstoðar. Það er ekki hægt,og hefur aldrei verið hægt. Fyrr eða seina klárast skotfærin.
Það er ekkert vandamál að halda fólki í gíslingu svo árum skiftir. Spurðu bara fólkið sem slapp úr prísundinni í Aleppo.
Eftir margra vikna orrahríð af áróðri þegar var verið að frelsa fólkið í Aleppo,þá hvarf Aleppo algerlega úr fréttunum. Algerlega,og það gerðist eins og hendi væri veifað yfir alla línuna.
Það er af því að hendi var veifað. Það var gefin út skipun um að við mættum aldrei heyra sögu þessa fólks. Sagan passaði nefnilega ekki við lygina sem var búið að fóðra okku á í marga mánuði.Þess vegna var gefin út skipun um að hundsa þetta fólk algerlega. Þær litlu fréttir sem komu,komu frá efnalauginni í London og áróðursdeild Nusra Front ,stundumm kallaðir White Helmets.
.
Þessi hernaður okkar vesturlandabúa í Sýrlandi er fullkomin viðurstyggð og ekki nokkur leið að réttlæta hann. Þess vegna er logið að okkur daglega.
Borgþór Jónsson, 10.4.2018 kl. 12:25
Boggi, hvað við það að þetta hérað nærri Damaskus hefur verið umkringt árum saman - er ekki skiljanlegt?
Umkringt þíðir, að ekkert kemst til þess svæðis, nema í gegnum raðir umsátursmanna.
Það skiptir engu máli að einhverjir gengu í lið með uppreisninni alla leið frá Evr. -- það sé enginn möguleiki, nokkur þeirra hafi náð til A-Ghouta, þ.s. A-Ghouta hefur verið umkringt nærri allan liðlangan tímann sem stríðið hefur staðið yfir.
Síðan hafa klárlega tugir þúsunda ef ekki yfir 100þ. uppreisnarmenn látið lífið í átökum - sem þíðir að nokkur þúsund frá Evr. skipta engu máli í samhenginu.
"Enginn her berst árum saman án utanaðkomandi aðstoðar. Það er ekki hægt,og hefur aldrei verið hægt. Fyrr eða seina klárast skotfærin."
Aftur, umkringt árum saman -- einungis spilling meðal raða stjórnarsinna, getur hafað gert þeim mögulegt að nálgast einhver vopn -- eftir að stríðið hófst.
--Augljóst afrek er að þetta fólk hafi haldið velli þetta lengi.
--Þeir hljóta að hafa náð til sín snemma í átökum einhverri drjúgri vopnageymslu, en vitað er að í upphafi átaka - gekk hluti stjórnarhersins í lið með uppreisn, þess vegna varð hún svo öflug strax - og hermenn þá tóku vopn með sér, létu greipar sópa um vopnageymslur.
En erfitt er hvaðan annars staðar liðsveitir í A-Ghouta hafa fengið vopn eftir það, nema að spilling hersveita er hafa umkringt svæðið megnið af stríðinu, sé slík - að umsátrið hafi verið hriplekt.
--Þú mátt ákveða hve spilltir þú trúir því að hermenn Assads séu.
"Það er ekkert vandamál að halda fólki í gíslingu svo árum skiftir. Spurðu bara fólkið sem slapp úr prísundinni í Aleppo.!
Það er að sjálfsögðu ekkert að marka þ.s. fólk segir frammi fyrir byssukjöftum - eftir að hermenn ógnarstjórnar Assads standa frammi fyrir þeim -- óttinn einn þíðír, að aumingja fólkið segir þ.s. þeim er sagt að segja -- flóknara er það ekki.
Assad er mesti harðstjóri plánetunnar í dag, hann hefur myrt hundruðir þúsunda eigin landsmanna, og sennilega tugir þúsunda hafa látið lífið vegna pyntinga meðan í hans fangelsum, sem meir eru í ætt við dauðabúðir.
Þegar þú býrð við ógnarstjórn er lætur fólk reglulega hverfa - þá er aldrei nokkurt að marka hvað fólk segir opinberlega, allar slíkar frásagnir eru alltaf í ógnarstjórnum - þ.s. það fólk telur stjv. vilja að það segi.
--Annars getur það horfið og dáið í dauðafangelsum ógnarstjórnarinnar.
Hvað þú trúir lygum ógnarstjórnarinnar er algerlega ótrúlegt.
Þ.e. alveg klárt að þetta hefur verið mannskætt borgarastríð - þ.e. lýgi Assads að ekki sé um borgaraátök að ræða, eða fólki sé hundruðum þúsunda eða milljónum saman jafnvel haldið í gíslingu.
Nei, þ.e. augljóst kjaftæði að liðsmenn í A-Ghouta hafi getað mögulega haldið fólkinu í gíslingu allan þennan tíma, í umsátri og síðan undir þetta harðri árás.
--Þú getur ekki barist á tvennum vígsstöðum með þeim hætti, ekki þetta lengi, og alls ekki undir þetta miklum þrýstingi -- uppreisnarmenn eru ekki ofurmenni.
Það stenst ekki. Enginn mannlegur máttur er fær um slík afrek. Það sé augljóst kjaftæði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2018 kl. 13:00
Hryðjuverkamennirnir eru engin ofurmenni,en þeir eru þeir einu sem hafa byssur á svæðinu. Þeir einfaldlega skjóta alla sem reyna að komast út.Þá hætta menn fjótlega að reyna. Fæstir vilja láta skjóta sig á færi. Aðeins örfáiir sleppa lifandi út.
.
Fæstir sem koma út af frelsuðu svæðunum kjósa að fara til Idlib. Öllum er það frjálst,en aðeins brot af fólkinu vill fara þangað. Það segir sína sögu. Þetta er fólkið sem var í gíslingu. Glæpaliðið er þegar farið til Idlib.
Það er rétt að það fóru bara rumlega 10.000 frá Evrópu og Rússlandi,en flestir komu frá öðrum múslimalöndum. Margfalt fleiri. Og peningarnir og vopnin komu frá vesturlöndum. Vopnin sem fundust í Aleppo og væntanlega í Ghouta komu ekki frá Sýrlenska hernum,þau komu frá vesturlöndum og Israel.
Þú ert vandamálið í hnotskurnn Einar. Ef ekki kæmi til þessi stuðningur við hryðjuverkamenn ,væru engin vandamál í miðausturlöndum.
Borgþór Jónsson, 10.4.2018 kl. 13:24
Boggi, guðs bænum hættu þessu bulli - þú ert að tala um að vera umkringdir árum saman, allan tímann undir hörðum árásum -- það getur ekkert varnarlið barist samtímis við eigin íbúa og utanaðkomandi her í það langan tíma og samtímis haldið velli.
--Þú getur bara gert annaðhvort - en það þyrfti svo ótrúlegt púður í að halda svo fjölmennum hóp í gíslingu -- tugum þúsunda manna. Til þess að gæta fanga, þarf fjölda fangavarða - þannig virkar það í öllum fangelsum, og það eru veggir og afmarkað svæði. Við erum ekki að tala um fangelsi, heldur svæði með íbúum er lifðu áfram því lífi sem þeir gátu.
--Punkturinn er, að þeir gátu sloppið ef þeir vildu.
Þetta sást mæta vel þegar ráðist var að ISIS í Írak - t.d. Mosul borg. Bardagar um hana stóðu nokkra mánuði - og mjög fljótlega eftir að Mosul var umkringd, fóru íbúar að smygla sér út til að sleppa.
--Þ.e. vegna þess, að lið er heldur íbúum föngnum getur ekki samtímis barist harðri baráttu og haldið íbúum.
Alveg þveröfugt þá standa uppreisnarmenn í nágrenni Bagdad, árum saman - án nokkurs verulegs flótta íbúa af svæðinu í umsátri.
Það að íbúar Mosul flúðu um leið og þeir framast gátu, sýnir að þeim var raunverulega haldið föngnum af ISIS.
Það að íbúar Austur-Ghouta þrátt fyrir áralangt umsátur, sátu sem fastast allt liðlangt umsátrið.
Sýnir eða sannar þvert á móti - að það sé algert bull, að þeim hafi verið haldið föngnum, eins og Assad lýgur.
"Fæstir sem koma út af frelsuðu svæðunum kjósa að fara til Idlib. Öllum er það frjálst,en aðeins brot af fólkinu vill fara þangað. Það segir sína sögu. Þetta er fólkið sem var í gíslingu. Glæpaliðið er þegar farið til Idlib""
Þú ert greinilega að trúa lygunum í sýrlenskum fjöliðlum eða rússn. - við vitum ekkert um það, að menn hafi setið frammi fyrir einhverju raunverulegu vali.
--Það sé í engu hægt að treysta nokkru sem sagt sé um málið í fjölmiðlum sýrl. stjv. né því sem sagt sé um málið í rússn. fjölmiðlum.
Einhverjum var heimilað að fara til Idlib -- þ.e. það eina sem við vitum.
Sannast sagna efa ég stórfellt að fólkið hafi fengið nokkurt val, nema afmarkaðir hópar þeirra sem voru best vopnaðir - og stjv. Sýrl. fannst einfaldast að losna við með þeim hætti.
--Það sést líka að þú trúir lygum Assads, hvernig þú beitir orðalaginu - glæpamenn, um það fólk sem hefur varist ásamt fjölskyldum sínum í árafjöld þarna, barist um svæðið í greinilegri örvæntingu árum saman - við hlið íbúa.
Ég efa að íbúarnir eigi gott hlutskipti í væntum í kjölfarið - greinilega hafa þeir stutt uppreisn árum saman - þannig greinilega verða þeir undir mjög nánu eftirliti innanríkisleyniþjónustu Assad stjórnarinnar.
Auðvitað eru svæðin sem þeir búa í rúst - eftir árásir Assad stjórnarinnar á þau árum saman.
Afar ósennilegt annað, en að Assar refsi þeim með því - að láta þá lifa þar í örbyrgð, hjálparlítið.
Mér finnst magnað hvernig þú styður alltaf grimmustu harðstjóra heimsins.
"Og peningarnir og vopnin komu frá vesturlöndum. Vopnin sem fundust í Aleppo og væntanlega í Ghouta komu ekki frá Sýrlenska hernum,þau komu frá vesturlöndum og Israel."
Aftur, þ.e. ekkert að marka sem sýrl. fjölmiðlar segja -- allt líklega lýgi, sama um rússn.
Endurtek - svæðið hefur verið umkringt þarna árum saman.
Ekkert getur hafa borist þangað - nema í gegnum raðir umsátursmanna sjálfra.
--Þú átt enn eftir að útskýra hvernig svæði sem er algerlega umkringt getur fengið vopn annars staðar frá?
--Svæðið er rétt við Damaskus, þannig að flugvélar flughers Assads sveima stöðugt meira eða minna þarna yfir - svo loftleiðin er lokuð, og landleiðin er það einnig.
Augljóst ruglg því að þar hafi verið að finna vopn frá öðrum löndum. Nema að spilling Assad liða sé slík að umrátrið hafi verið hriplekt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2018 kl. 15:41
Þeir eru ekki að berjast við eiginn íbúa,þeir eru að skjóta gíslana ef þeir reyna að sleppa. Reyndar eru þeir líka skotnir eða skornir á háls þó þeir reyni ekki að sleppa.
Þú manst,gíslarnir hafa engin vopn. Það er ekkert flókið að skjóta þá sem reyna að fara í gegnum víglínuna.
.
Ég þarf ekkert að útskýra hvernig vopnin komust inn á svæðið,ég var ekki á staðnum. Hitt er annað mál að það sér hver heilvita maður að hryðjuverkamennirnir geta ekki dælt út sprengjumm daglega í fjögur ár ,án þess að fá ábót.
.
Vafalaust mun þetta fólk lifa við sult og seyru,enda er það ætlun Bandaríkjamanna. Þeir hafa nú hernumið tekjuöflunarmöguleika Sýrlands ásamt hrðjuverkamönnunum félögum sínum ,auk þess sem þeir koma í veg fyrir að matvæli og lyf komist til Sýrlands.
.
Borgþór Jónsson, 10.4.2018 kl. 21:00
Nú hafa Sýrlendingar og Rússar farið þess á leit við OPCW að þeir sendi rannsóknarteymi til að rannsaka meinta efnavopnaárás í Douma.
Þetta er í fyrsta skifti sem slíkt svæði er ekki á yfirráðasvæði hryðjuverkamanna.
Hingað til hefur verið stuðst við sýni sem hafa verið sköffuð af hryðjuverkamönnum til að rannsaka slíka atburði. Svipað og er gert í Bretlandi núna,þar sem þeir sem eitruðu fyrir fólkinu sjá um rannssóknina.
.
Ég er núna að horfa á fund í öryggisráðinu þar sem Bandaríkjamenn og Bretar fara hamförum til að koma í veg fyrir að málið verði rannsakað. Þetta er frekar pínlegt að horfa á þetta.
Svíar hafa líka snúist gegn eigin tillögu í málinu,enda gerir hún óvart ráð fyrir að málið verði rannsakað nú þegar.
Til vara hafa svo Bandaríkjamenn sent flotadeild til Sýrlands. Þeir ætla alls ekki að missa af því að drepa einhverja og reyna að koma í veg fyrir með hervaldi að málið verði rannsakað.Greinilega eitthvað óhreint í pokahorninu.
.
Nú er allt gamla gengið mætt. Bolton sem hrakti forstöðumann OPCW úr starfi á dögunum fyrir Íraksstríðið vegna þess að forstöðumaðurinn var búinn að ná samkomulagi við Saddam Hussein um að OPCW kæmi inn í Írak og staðfesti að það væru engin gereyðingarvopn.
Og við sjáum líka Tony Blair rísa upp frá dauðum og krefjast árásar á Sýrland. Maðurinn sem lét drepa Breskann vopnaeftirlitsmann af því hann var í þann veginn að upplýsa að það væru engin efnavopn í Sýrlandi. Þetta getur bara ekki mistekist með þessu úrvalsliði. Eða hvað?
Borgþór Jónsson, 10.4.2018 kl. 21:32
Borgþór Jónsson,"Þeir eru ekki að berjast við eiginn íbúa,þeir eru að skjóta gíslana ef þeir reyna að sleppa."
Hættu þessu kjaftæði - endurtek, að ISIS tókst ekki að hindra íbúa Mosul borgar frá því að sleppa frá þeim - og það voru mörg vitni af því að þeir skutu á fólk á flótta, en slíkar tilraunir einfaldlega dugðu ekki til.
--Borgin tæmdist samt hratt af fólki, eftir að her Bagdadstjórnarinnar, var búinn að umkringja Mosul.
Það er einfaldlega augljóst kjaftæði að íbúar hverfisins í útjaðri Damaskus hafi ekki bersýnilega stutt uppreisnina.
--Endurtek, það sé einfaldlega ekki mögulegt að halda íbúum í gíslingu tugþúsundum saman eins og þú heldur fram, samtímis verjast umsátri.
Fólk einfaldlega flýr - og það er til í að taka verulega persónulega áhættu, eins og dæmin frá Mosul sanna.
--Dæmið frá Mosul sýnir fullkomlega þvílíkt kjaftæði þú ítrekar heldur á lofti.
"Ég þarf ekkert að útskýra hvernig vopnin komust inn á svæðið,ég var ekki á staðnum."
Að sjálfsögðu þarftu að útskýra það -- fyrst þú fullyrðir tiltekin vopn hafa verið þarna, þegar það er eiginlega ómögulegt.
Ég segi einfaldlega - ómögulegt, nema þú getir sýnt fram á annað.
Enda, svæðið árum saman algerlega umkringt - og í útjaðri Damaskir, rétt við nefið á flugher Assads.
--Landleiðin og flugleiðin samtímis lokuð.
Þá klárlega stenst það ekki að þau vopn hafi verið þarna sem þú hélst blákalt fram að hefðu fundist.
--Það geti ekki staðist -- nema að hermenn Assads hafi sjálfir smyglað þeim þangað, það sé virkilega eina mögulega leiðin.
"Vafalaust mun þetta fólk lifa við sult og seyru,enda er það ætlun Bandaríkjamanna. Þeir hafa nú hernumið tekjuöflunarmöguleika Sýrlands ásamt hrðjuverkamönnunum félögum sínum ,auk þess sem þeir koma í veg fyrir að matvæli og lyf komist til Sýrlands."
Þ.e. Assad sjálfur sem eyðilagði þetta land -- enginn annar ber þá ábyrð.
--Það var hann sem hóf borgarastríðið sjálfur, er hann skipaði hernum að skjóta á þ.s. á þeim punkti voru fjölmenn en óvopnuð mótmæli.
--Eftir að sú skothríð hófst, gekk hluti stjórnarhers Assads til liðs við uppreisnina.
Svipað og gerðist í Bandar. er borgarastríð þar hófst á 7. áratug 19. aldar.
En klofningur her er ekki sérlega sjaldgæft fyrirbæri þegar borgarastríð allt í einu blossar upp.
Sá klofningur skýri af hverju uppreisnin var svo öflug strax, og af hverju það myndaðist strax valdatóm á stórum svæðum landsins.
Ef Assad hefði látið af völdum eins og krafist var -- hefði ekkert borgarastríð orðið.
--Þá hefði þetta verið eins og í Túnis, þegar Ben Ali steig upp í flugvél og fór.
--Eða í fyrrum A-Evrópu er kommúnisminn þar hrundi, er leiðtogar ríkisstjórnanna gáfust hver eftir öðrum upp án hernaðarátaka.
"Hingað til hefur verið stuðst við sýni sem hafa verið sköffuð af hryðjuverkamönnum til að rannsaka slíka atburði. Svipað og er gert í Bretlandi núna,þar sem þeir sem eitruðu fyrir fólkinu sjá um rannssóknina."
Þ.e. kjaftæði - fulltrúar SÞ-þá fóru inn á þau svæði, og tóku sýni.
Það er að sjálfsögðu engu hægt að treysta eftir að svæðið er fallið - enda vel mögulegt að afmá öll verksummerki, sem örugglega er í gangi akkúrat núna - til að tryggja að ekkert fynnist.
--Þetta er ekkert annað en, skipuleg yfirhylming.
Þetta orðalag þitt -- hryðjuverkamenn/glæpamenn -- er þér til minnkunar.
En þarna lýsir þú baráttu íbúa svæðisins með þeim hætti.
"Ég er núna að horfa á fund í öryggisráðinu þar sem Bandaríkjamenn og Bretar fara hamförum til að koma í veg fyrir að málið verði rannsakað. Þetta er frekar pínlegt að horfa á þetta."
Hættu þessu kjaftæði - það fer fram rannsókn á vegum SÞ. Eins og fyrri skiptin. Sú er þegar hafin.
--Hvorki Rússar né Assad hefur nokkurn áhuga á fyrirbærinu sannleikur.
Þeir tveir eru mestu lygalaupar jarðríkis - báðir blóðundar persónulega ábyrgir fyrir dauða meir en 100þ. manna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2018 kl. 04:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning