24.1.2018 | 23:12
Erdogan í símtali við Trump heimtar að Bandaríkin hætti stuðningi við sýrlenska Kúrda, hótar árásum á bæinn Manbij þ.s. bandarískar sérsveitir eru staðsettar
Ef marka má það sem haft er eftir heimildamönnum um innihald símtals Trumps og Erdogans. Þá fór Trump fram á að Tyrkir mundu takmarka aðgerðir við Afrin hérað eingöngu, og binda endi á þær aðgerðir sem fyrst.
Hinn bóginn ef marka má heimildir, þá heimtaði Erdogan á móti að Bandaríkin hættu öllum stuðningi við sýrlenska Kúrda, og hótaði að víkka út árásir tyrkneska hersins til svæðisins í kringum bæinn Manbij -- rúmlega 100km. austar en Afrin hérað.
Trump warns Erdogan to avoid clash between U.S., Turkish forces
Turkey's Erdogan calls on Trump to halt U.S. arms support for Syrian Kurdish militia
Erdogan says to extend Syria operation despite risk of U.S. confrontation
Erdogan threatens to extend Afrin operation to Manbij
Þetta kort virðist sýna nokkurn veginn stöðuna í dag!
Bandaríkin eru talin af erlendum fréttaskýrendum vilja halda í Incirlik herstöðina í Tyrklandi
Þaðan hafa Bandaríkin einna helst flogið til að gera loftárásir á stöðvar ISIS liða. Þó tæknilega gætu Bandaríkin sent flugmóðurskipadeild inn á Miðjarðarhaf og staðsett nægilega nærri á hafinu undan strönd Sýrlands.
Þetta hafi takmarkað viðbrögð Bandaríkjanna fram að þessu - sem leitist við að blíðka Tyrki með eftirgjöfum. Nýjasta útspilið - frá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Tyrkir geti fengið 30km. öryggissvæði innan Sýrlands.
--Tyrkir hafa kallað það áhugaverða hugmynd en ekki samþykkt.
Vilja líklega miklu meira -- en veik viðbrögð Bandaríkjanna fram að þessu, gætu talið Erdogan trú um að Tyrkjum sé óhætt að ganga skrefinu lengra.
En ef Tyrkir ráðast að Manbij svæðinu -- væri áhættustigið hækkað töluvert, þar sem bandarískir sérsveitamenn hafa aðstöðu á því svæði.
Þannig að möguleiki er að bandarískir sérsveitamenn gætu fallið í árásum Tyrkja á það svæði, eða að árekstrar geti orðið milli tyrneskra hersveita og bandarískra sérsveitaliða.
Ef Tyrkir hefja árásir þar um slóðir líka -- en skv. fréttum hafa YPG sveitir Kúrda mannað víglínur á því svæði, og búa sig undir átök.
Þá er erfitt að sjá hvernig Bandaríkin geta lengur komist hjá því, að velja.
- Enn er reynt að halda í bandalagið við Tyrkland.
- En ef Bandaríkjamenn falla í tyrkneskri árás, þá mundi það óhjákvæmilega skapa reiðibylgju innan Bandaríkjanna -- sem erfitt væri að sjá að Trump gæti leitt hjá sér.
Niðurstaða
Bandalag Tyrklands og Bandaríkjanna virðist í dauðateygjum -- Tyrkland virðist afar nærri þeim stað að stíga þau skref sem geta tafarlaust bundið endi á hið langvarandi bandalag Bandaríkjanna og Tyrklands.
Erdogan virðist telja sig ekki minni spámann en Donald Trump ef marka má samræður forsetanna tveggja. Þar sem Erdogan virðist gera kröfur á Bandaríkin - og ekki hlusta á tilmæli Trumps, þess í stað hóta árásum á svæði þ.s. bandaríska sérsveitamenn er að finna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru uppi háværar raddir um að það eigi að fleygja Tyrkjum úr NATO á meðan islamistarnir eru við völd þar. Ef það yrði gert, þá gæti NATO gert árásir á tyrkneskar hersveitir í Sýrlandi, og um leið styrkt Kúrdana, seme eru þeir einu í Sýrlandi og Írak, sem berjast gegn Al-Qaida og Al-Nusr.
Aztec, 25.1.2018 kl. 20:23
Aztec, fyrst þurfa Kanar að tæma Incirlik stöðina af bandarískum fjölskyldum, flugvélum og starfsmönnum - annars gæti fólkið orðið gíslar Tyrkja. Það eitt að Trump fyrirskipaði að stöðin yrði yfirgefin - væru skilaboð til Erdogans.
--Trump gæti að auki skipað flugmóðurskipadeild að halda inn á Miðjarðarhaf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.1.2018 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning