Þingmenn Demókrata og Repúblikana ná skammtímasamkomulagi sem opnar á ríkisstjórn Trumps fái fjármögnun þannig ríkisstarfsmenn fái greidd laun - lág ekki fyrir hvort Trump mundi undirrita það samkomulag

Um er að ræða nokkurra vikna frest sem notaður verður til að halda áfram samningaviðræðum bandarísku þingflokkana um stór útistandandi deilumál - er virðast orðin tengd umræðunni um fjárlögin, hvort sem menn vilja eða ekki.
--Þ.e. spurningin hvort veggurinn hans Trumps fær fjármögnun skv. kröfu Trumps.
--Og spurningin hvort að samkomulag næst um hóp sem í bandarískri umræðu eru gjarnan nefndir "dreamers" sem komu til Bandaríkjanna ólöglega á barns aldri - skv. bandarískum lögum þá er að sjálfsögðu ekki unnt að ákæra börn fyrir það að foreldrar komu þeim yfir landamærin - það fólk hefur síðan flest hvert dvalist það lengi í Bandaríkjunum að það er í raun og veru Bandaríkjamenn í öllum háttum - hefur gengið í bandaríska skóla, og eru oftast nær í vinnu.

  1. Áframhaldandi dvöl þessa hóps í landinu varð að opinni spurningu er Trump slóg af prógramm sem hélt utan um þann hóp á sl. ári -- Trump hefur þó alltaf sagst áhugasamur um að veita þessum hóp viðvarandi dvalarleyfi.
  2. En Trump hefur alltaf tengt það við kröfuna um að Demókratar samþykki fulla fjármögnun á vegginn hans -- -- Þess vegna túlka ég það þannig, að það sé Trump sem hafi blandað málefni svokallaðra "dreamers" inn í umræðuna um fjárlög.
  3. Trump virðist mér, klárlega beita þeim hópi - sem Demókratar vilja ólmir halda í innan landsins - fyrir sinn vagn í von um að það þrýsti Demókrötum að samþykkja vegginn.

--Ég er eiginlega orðinn nærri alveg viss, að Trump hafi líklega slegið af prógrammið sem hélt utan um þann hóp -- í því skyni að nota þá til að smala Demókrötum til að samþykkja vegginn hans, enda þá þegar löngu ljós andstaða Demókrata við þann vegg.
--Það mætti sannarlega kalla - harða pólitík. En hún sé a.m.k. ekki heimsk pólitík - þ.e. ef það virkar.

Senators strike deal to end government shutdown

Lawmakers strike deal to reopen US government

 

Trump er greinilega full alvara að fá vegginn fjármagnaðan!

Eins og rás atburða sl. daga sýni - sé hann til í að taka áhættuna á því, að deilan um vegginn leiði til einhverra stöðvana á ríkinu -- en ef þær vikur sem nú fara í hönd leiða ekki til samkomulags; þá mundu mál aftur koma að sama punkti.
--En Trump lofaði því fyrir nokkrum mánuðum, að hann mundi frekar loka á ríkið en falla frá kröfunni um vegginn.

Trump virðist mér greinilega nota málefni "dreamers" þ.e. undanfarna tvo mánuði hefur hann í um 4-skipti hafnað samkomulagi sem þingflokkarnir höfðu náð sín á milli skv. þeim orðum "weak on immigration" sem þíðist sem - ekki gengið frá samkomulagi um vegginn.
--Trump hefur allan tímann tengt þau tvö mál saman -- þannig að það sé alveg á tæru hvað mig snertir að Trumpurinn beiti máli þessa hóps sem þvingun á Demókrata.

  1. Þannig sé það því Trump sjálfur -- sem blandar málefni "dreamers" inn í umræðuna um fjárlögin.
  2. Með því að neita að samþykkja nokkurt samkomulag um þann hóp -- án þess að samtímis fylgi samkomulag um vegginn hans.

Þetta er minn skilningur -- ég held að sá skilningur sé réttur.

Þetta er ekki "partisan" skilningur -- því mér er slétt sama hvort veggurinn verður reistur eða ekki, og þannig séð einnig sama hvort hópurinn verður í Bandar. eða ekki.

Ég hef þar með ekki ástæðu fyrir "bias" í greiningu um þau mál.

  • Sannarlega er ég andvígur afstöðu Trumps í tilvikum sérstaklega er kemur að afstöðu hans til alþjóðaviðskiptasamninga -- um hríð var ég andvígur afstöðu hans til NATO enda notaði hann þá orðalag sbr. NATO úrelt, virtist skapa óvissu um það hvort Bandaríkin mundu verja öll NATO lönd - hvort tveggja mjög áhættusamt ef hann hefði haldið þesskonar afstöðum til streitu.

En það þíði ekki að einhver allsherjar andstaða við Trump liti mína sýn á hans aðgerðir.
Ég hef auðvitað aldrei talist til hans aðdáenda - og mun áfram gagnrýna þau atriði sem ég verð ósammála ef og þegar þau koma fram.
--Alveg eins og ég gjarnan gagnrýndi á sínum tíma Bush forseta harðlega fyrir sumt.

 

Niðurstaða

Ef Trump samþykkir það bráðabirgðasamkomulag sem náðst hefur milli flokkanna - þá er lokun frestað um nokkrar vikur meðan gerðar verða frekari tilraunir til sátta um stóru deilumálin. Greinilega er algerlega trúverðugt að Trump mun slá af sérhvert samkomulag sem ekki inniheldur fjármögnun á veggnum hans - nú þegar Trump hefur blandað málunum saman, þá sé ljóst að Demókratar fyrir sitt leiti munu hafna sérhverju samkomulagi um þann vegg og fjárlögin -- sem ekki innihaldi samkomulag um hópinn sem gjarnan í bandarískri umræðu nefnist "dreamers."
--Þetta hafi greinilega þróast í "standoff" þ.s. hvorugur vill bakka, en þó báðir þurfa að gefa eftir ef þeir ætla að fá sitt fram!

Það sé væntanlega einmitt sú útkoma sem Trump hefur verið að leita eftir - að þvinga Demókrata til að samþykkja veginn sinn - út á það að hann samþykki að "dreamers" fái áfram landvist.
--Mér virðist stefna í að Trumpurinn hafi betur að því leiti þ.e. að gambýtturinn hans að beita þeim hópi fyrir þann vagn sinn, líklega heppnist fyrir rest.

Það sé hörð pólitík hjá Trump -- en ekki heimsk.
-------------------
Ps: Eins og síðar hefur komið fram í fréttum samþykkti Trump samkomulag flokkanna þannig að bandaríska ríkið hefur aftur opnað í samræmi við bráðabirgðasamkomulag bandarísku þingflokkanna frá því í gær.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband