Donald Trump þvingar fram "government shutdown" í von um að fá vegginn sinn fullfjármagnaðan!

Þetta er alveg örugglega í fyrsta sinn að sjálfur forsetinn -- þvingar fram lokun eigin ríkisstjórnar. En tilgangur Trumps virðist sá að þvinga fram fulla fjármögnun á veggnum fræga á landamærum við Mexíkó sem hann lofaði að láta reisa.
--En deilur um þann vegg, eru ekki einungis við Demókrata, heldur einnig hluta þingmanna Repúblikana.
--En tæknilega gæti Drump samt fengið sitt fram gegn andstöðu hluta Repúblikana, ef Demókratar samþykktu að greiða atkvæði sitt með fjármögnun veggsins fræga eða ófræga.

Hinar árlegu -skuldaþaks- umræður á Bandaríkjaþingi hafa fjölda skipta reynst skrautlegar - en alveg eins og á Íslandi þarf að samþykkja fjárlög; en ólíkt því sem tíðkast á Íslandi. Hefur bandaríska alríkið ekki heimild að taka skammtímalán til að brúa bil þangað til að næstu fjárlög hafa verið samþykkt.

Þannig ítrekað stendur bandaríska ríkisstjórnin frammi fyrir lokunum, ef viðræður milli flokka á þinginu stranda á skeri.

Trump's dealmaker image tarnished by U.S. government shutdown

Trump to Democrats: no immigration talk until U.S. government reopened

Factbox: What happens in a U.S. government shutdown?

 

Rétt í samhenginu er að ryfja upp skoðanir Trumps á "government shutdown" sem hann setti fram í tíð Obama forseta!

Donald Trump 2013:"The problems start from the top and have to get solved from the top," - "“The president is the leader, and he’s got to get everybody in a room and he’s got to lead."

  1. Þetta sagði Trump í viðtali á FoxNews. En eins og frægt var þá stóð Obama í tvö skipti frammi fyrir lokunum ríkisstjórnar sinnar - vegna harðrar deilu við þingmeirihluta Repúblikana.
  2. En Repúblikanar gerðu þá stífar kröfur um - niðurskurð á ríkið, er gengu mun lengra en það sem Obama lengi vel vildi sættast við.
  3. Á endanum náðist samkomulag -- eitt þeirra atriða sem áhugavert er að ryfja upp, er að m.a. þvingaði meirihluti Repúblikana fram niðurskurð á útgjöldum til hermála.
    --Áhugavert vegna þess, að ein helsta krafa Trumps forseta, hefur verið um aukið fé til hermála.

 

Hvað segir síðan Donald Trump í dag, um það hverjum þetta er að kenna?

Donald Trump 2018: "This is the One Year Anniversary of my Presidency and the Democrats wanted to give me a nice present," - "DemocratShutdown."

  1. Í þetta sinn stendur styrrinn annars vegar um ákvörðun Donalds Trumps á sl. ári, að loka á prógramm um hóp einstaklinga sem nefndir eru "dreamers" í bandarískri umræðu. En um er að ræða hóp af fólki sem kom til Bandaríkjanna sem börn, hafa síðan dvalist það lengi í landinu að þeir eru flesti fullorðnir orðnir í dag - uppaldir í Bandaríkjunum, bandarískir að siðum, og þekkja ekki sitt heimaland sem þeir upphaflega komu frá.
    --Rétt að ryfja upp, að Donald Trump hefur sjálfur sagt: "I love these kids"
    Trump hefur ítrekað í umræðunni, sagst elska þetta fólk - og vera tilbúinn í samvinnu við Demókrata að leita uppi lausn sem tryggi áframhaldandi veru þeirra innan Bandaríkjanna.
    --En þrátt fyrir það, hafa tilraunir til að ná slíku samkomulagi nú ítrekað strandað á síðustu stundu -- eftir að Donald Trump hefur lýst yfir andstöðu.
  2. En Trump heimtar að fá samþykki Demókrata fyrir fullri fjármögnun síns veggs.
    --Nú í fjögur skipti, hafa menn talið samkomulag í höfn -- nema að Trump sjálfur hefur í hvert skipti; eftir að menn töldu sig hafa hann með - líst yfir andstöðu.
    --M.ö.o. Trump hefur skipt um skoðun.

Vilja ímsir meina að Trump flipp floppi milli afstöðu harðlínu andstæðinga innflytjenda, er vilja reka þetta fólk úr landi.
Og þess að vera einungis volgur í þeirri afstöðu að vilja fólkið áfram í landinu.

Hinn bóginn grunar mig sterklega að -- Trump sé raunverulega sjálfur að stunda "brinkmanship" þ.e.  notar "dreamers" sem agn á Demókratana, segist vilja hafa þá áfram í landinu - virðist ætla að samþykkja að þeir verði áfram; en bakkar síðan á síðustu stundu - heimtar að fjármögnun veggjarins sé afgreidd.

En rétt er að ryfja upp að fyrir nokkrum mánuðum sagði Trump sjálfur í flimtingum, að hann mundi frekar sjálfur loka alríkinu -- en að veggurinn fengi ekki fjármögnun.
--Virðast margir hafa gleimt þeim brandara eða kannski ekki brandara, Trumps.

Mér virðist nú að Trump hafi raunverulega ekki verið að grínast!

  1. Rétt að nefna að Repúblikanar hafa enn nauman þingmeirihluta í báðum þingdeildum.
  2. Þetta kvá fyrsta "government shutdown" þegar forseti hefur meirihluta þingmanna síns flokks í báðum deildum.

Hinn bóginn, er hópur íhaldssamra Repúblikana sem vilja hafa ríkið sem minnst -- eru fyrst og fremst fókusaðir á niðurskurð; ekki sérdeilis áhugasamir um slíka kostnaðarsama framkvæmd.
--Trump hefur aldrei verið viss um atkvæði þess hóps.

En ef hann getur þvingað Demókrata til að greiða veggnum atkvæði - fengi hann vegginn fram án þess að þurfa að hafa áhyggjur af litlum hópi Repúblikana þingmanna.

Mér virðist ljóst að Trump sé að spila -- í þeirri von að ná þeirri þvingan á endanum fram.

 

Trump segir nú, hann muni ekki samþykkja að "dreamers" fái framlengingu á dvöl í landinu, nema að Demókratar fyrst samþykki fjárlög með fullri fjármögnun á sínum vegg!

  1. Demókratar virðast lítt áhugasamir - kannski geta þeir hugsað sér að láta lokun ríkisstjórnar vara um einhverja hríð.
  2. Þetta er þá spurning um það, hverjum bandaríska þjóðinn kennir málið.

En líklegt virðist að Donald Trump haldi fundi með fólki, þ.s. hann leitist við að setja málið upp þannig -- að það snúist um innflytjendamál fyrst og fremst.
Í von um að fá hópa innflytjenda-andstæðinga að fullu sér að baki.

  1. Hinn bóginn, ef lokun ríkisins heldur áfram -- þá hætta margvíslegar opinberar þjónustur að virka.
  2. Og það er líklegt að skella á almenningi innan tíðar!

Sbr. fólk hættir að fá bæturnar - bætur frá MediCare og MedicAid stoppa.
--Fatlaðir og aldraðir hætta þá að fá sínar bætur.
--Einnig þeir sem eru sjúkir, og eiga réttindi í sjúkratryggingakerfinu opinbera.
Starfsmenn alríkisins fá ekki heldur launin sín!
Og þjóðgarðar reknir af alríkinu loka, t.d. var frétt um að fólk hefði komið að lokuðum dyrum á frelsisstyttunni á laugardag.

  • Það gæti því orðið áhugavert að sjá -- hver fær sökina af hálfu almennings, ef lokun alríkisins helst lengur en nokkra daga.

 

Niðurstaða

Spurning hvort það er ekki rétt að það meinta orðspor sem Trump hélt á lofti í kosningabaráttunni 2016 "dealmaker" hafi ekki beðið verulegan hnekki nú. En deilan um "dreamers" og vegginn hefur nú staðið samfellt a.m.k. síðan nærri mánaðamótum okt./nóv. Trump hefur ávalt sagst síðan hann lokaði alríkisprógramminu er hélt utan um þann hóp einstaklinga - ákvörðun sem hann hefur aldrei raunverulega útskýrt. En er hann lokaði því prógrammi, var þar með engin trygging lengur fyrir því að sá hópur væri ekki rekinn úr landi. Þó sá hópur hefði alist upp í Bandaríkjunum og hefði enga jarðtengingu við það land sem hver og einn þeirra kom frá - sem barn. Fólk komið á fullorðins ár, með vinnu í Bandaríkjunum og skólagöngu.
--Fæstir þeirra virðast hafa orðið ríkisborgarar.

Allan tímann eftir sína ákvörðun, hefur Trump ítrekað sagst elska þetta fólk og það vera sjálfsagt að leita uppi lausn til að það fólk fái áfram að vera í Bandaríkjunum -- en samtímis hefur hann alltaf heimtað að veggurinn sem hann lofaði í kosningabaráttunni, fái fulla fjármögnun.
--Afar kostnaðarsöm framkvæmd, sem meira að segja ekki allir Repúblikanar vilja fjármagna.

Hingað til hefur Trump ítrekað hafnað á 11-stundu þegar samkomulag milli þingmanna flokkanna virtist nálgast höfn.
Þar af leiðandi er mjög erfitt að líta málið með öðrum hætti en þeim --> Að það sé Trump sjálfur sem hafi þvingað fram "government shutdown."

  1. Hann sé að spila þann leik, að þvinga fram lokun ríkisstjórnar sinnar.
  2. Í þeirri von, að hann geti þvingað fram fulla fjármögnun á veggnum.

--Hann m.ö.o. vonist til þess, að Demókratar gefi eftir - til þess að vernda þennan hóp "dreamers."

  • Ég held það hljóti vera í fyrsta sinn, að sjálfur Forseti Bandaríkjanna þvingar fram lokun alríkisins er það lýtur hans stjórn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

allt sem Dónald Trump gerir sem forseti er aðgerð framkvæmd í fyrsta sinn eftir því sem andstæðingar hans útvarpa og þeim svíður undan; sá fyrsti sem vindur sér í að efna loforð með geltandi halarófu hælbíta á eftir sér! Úff þrekvirki að vinna við slíkar aðstæður,það kemur sér vel að vera aðgætinn,ákveðinn og òhræddur,þegar ástfólgið lýðræðisríki er í húfi og það öflugasta.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2018 kl. 10:33

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það verður gaman að sjá hvernig þessu líkur. Þarna loka Democratar á framgang fjárlaga, þótt Repúblicanar hafi forsetann og meirihluta í báðum deildum þingsins.

Já ráðherra kerfið, New Worla Order kerfið, er hálf ráðþrota með málefnin, einhversstaðar var sagt að herinn ætlaði að taka völdin, ef kerfið myrti forsetan, Trump.

Kerfið verður að leggjast á bæn, og biðja Guð um að gefa sér ástúð og umhyggju, svo að kerfið geti lifað án forseta morða, ég fletti upp frá Linkoln og til Kennedys og bróður hans, Róbert Kennedy, var hann ekki dómsmálaráðherra.

000

Compare U.S. Presidents Assassinated

http://us-presidents.insidegov.com/saved_search/US-Presidents-Assassinated

000

List of United States presidential assassination attempts and plots

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_United_States_presidential_assassination_attempts_and_plots

Contents

 [hide

          Egilsstaðir, 21.01.2018  Jónas Gunnlaugsson

          Jónas Gunnlaugsson, 21.1.2018 kl. 12:20

          3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Jónas Gunnlaugsson, spurning hver lokar - því Trumpurinn hefur ekki samþykki alla sinna þingmanna gagnvart kröfunni um vegginn -- ef hann hefði gefið það eftir; væri löngu búið að klára fjárlögin.
          --En endurtek, Repúblikanar hafa meirihluta í báðum þingdeildum.
          En Trump hefur ekki alla sína þingmenn með sér í veggmálinu.
          Sumum finnst þetta óþarfa eyðsla vilja frekar spara það fé hafa fjárlögin lægri. Þeir sömu vilja líklega ekki heldur auka fjárframlög til hermála - sem Trump einnig vill.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 12:24

          4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Jónas Gunnlaugsson, þess vegna vil ég meina að það sé Trump sjálfur sem hafi lokað - en hann hefur nú í fjögur skipti í röð, hafnað samkomulagi um fjárlög - vegna þess að hann var ekki sáttur með fjárframlög á vegginn sinn.
          --Hann sé að leitast við að þvinga vegginn fram - það á þingmenn beggja flokka.
          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 12:26

          5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Helga Kristjánsdóttir, þú ert hreikin af því. Áhugavert.
          --Bendi á að ef lokanir standa lengur en nk. viku þá fer almenningur að verða verulega var við þær - í því að bætur hætta að berast til þeirra sem treysta á bætur frá ríkinu; og þeir eru fjölmargir.
          **Ekki fyrirframljóst hverjum þeir kenna!
          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 12:28

          6 Smámynd: Mofi

          Ertu alveg viss um að þetta sé Trump að kenna en ekki Demókrötum?  https://www.dailywire.com/news/26107/whos-blame-government-shutdown-democrats-heres-why-ben-shapiro#

          Mofi, 21.1.2018 kl. 14:23

          7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          Hreikin,? Aðgerðarleysi veldur sífellt meiri skaða eftir því sem lengra líður,róttæk aðgerð stuggar við enhverju/m,en er langt í frá óbætanleg á meðan forsetinn lítur handleiðslu guðs sem gefur ástúð og umhyggju og vísa þá til Jónasar Gunnlaudssonar.

          Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2018 kl. 14:58

          8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          Afskaðu; Jónasar Gunnlaugssonar..Gott að fá þennan link Mofi.

          Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2018 kl. 15:01

          9 Smámynd: Mofi

          Helga, ef þú hafðir gaman af greininni þá muntu hafa enn meira gaman af þessu: https://www.youtube.com/watch?v=cedjy9AGOvk

          Mofi, 21.1.2018 kl. 15:47

          12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Slóðirnar hans Mofa hér í athugasemdunum, ég set þær inn í Word, enter fyrir aftan slóðirnar, þá verða þær bláar, vel slóðirnar, copyera, afrita slóðirnar, eða allann textann í Wordinu og pasta, lími svo í athugasemd hér.. 

            https://mofi.blog.is/blog/mofi/

          Klikka á slóðirnar til að skoða.

          BREAKING NEWS TRUMP 1/21/18: How mean-spirited the Democrats are?

          https://www.dailywire.com/news/26107/whos-blame-government-shutdown-democrats-heres-why-ben-shapiro#

          000

          BREAKING NEWS TRUMP 1/21/18: How mean-spirited the Democrats are?

          https://www.youtube.com/watch?v=cedjy9AGOvk

          Jónas Gunnlaugsson, 21.1.2018 kl. 17:23

          13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

          Það þarf 60 atkvæði í Öldungardeildini til að hægt sé að setja framlengingu fjárlaga til atkvæðisgreiðslu upp eða niður með einföldum meirihluta atkvæða. Þetta er svokölluð Filibuster regla.

          Republikanar eru með 51 þingmann í Öldungardeildini og demókratar eru með 49, sem sagt repúblikanar þurfa 9 atkvæði frá demókrötum til að koma framlengingu fjárlaga til atkvæðagreiðslu. 

          Það vor aðeins 5 demókratar sem greiddu atkvæði með repúblikönum og 4 repúblikanar sem greiddu atkvæði með demókrötum. Þannig að stoppa filibuster féll með 50 á móti 49, sem sagt 10 atkvæðum frá 60.

          Þar sem hnífurinn stendur í kúnni, þetta eru fjárlög, en demókratar vilja gera svokallaða illegal aliens löglega, en þetta frumvarp er um fjárlög, en ekki ilegal aliens. 

          Demókratar halda í gíslingu fjármunum sem þarf til að greiða hermönnum launin sín ásamt öðrum starfsmönnum og til að halda öllum ríkisstofnunum opnum. Það er aðeins 17 prósent af ríkisstofnunum USA sem eru lokaðar allt annað gengur eins og ekkert hafi gerst.

          Niðurstaða; demókratar hugsa betur um illegal aliens heldur en löglega innflytjendur og ríkisborgara USA. Hvernig ættli þetta endi, jú það má búast við að taflinu verði snúið við og repúblikanar bæti við meirihluta sinn í báðum deildum þingsins i þingkosningunum í nóvember, en það var talið að repúblikanar mundu tapa meirihlutanum í báðum deildum.

          MAGA

          Með kveðju frá Houston 

          Jóhann Kristinsson, 21.1.2018 kl. 17:24

          14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Jóhann Kristinsson, þ.e. bull. Hermenn fá laun sín greidd. Aftur á móti gildi það ekki um aðra ríkisstarfsmenn. En hermenn á vakt á herstöðvum út um heim eða sjóliðar úti á hafi eða á vakt á flotastöðvum -- séu undanskildir.
          --Ekki klár á hve mörg ár þetta hefur gilt.
          **Rétt að ryfja upp að Repúblikanar lokuðu á ríkisstjórn Obama a.m.k. tvisvar.

          Bendi þér á að Trump hefur marsinnis sagst elska þann hóp "dreamers" sem deilt er um - og einnig margsinnis sagts til í að semja um veru þeirra áfram í landinu.
          Þ.e. fólk sem búið hefur í landinu frá barns aldri -- afar harkaleg afstaða að vilja reka það úr landi. Fólk sem flest hver nýtist landinu, margt hvert talar ekki mál síns upphaflega heimalands og margt hver hefur óveruleg tengsl við það.
          --Eru Bandaríkjamenn að flestu leiti nema ríkisfangi.

            • Deilan er um vegginn hans Trumps -- nema þú vitir betur en Trump sjálfur, m.ö.o. dragir í efa orð Trumps sjálfs er hann margsinnis hefur sagst vilja þennan hópa áfram í landinu.

            • Trump vill fjármögnun á þann vegg -- Demókratar vilja það ekki.

            Þannig að deilan snýst sannarlega um atriði er tengist fjárlögum.
            --Þ.e. Trump sjálfur sem hefur blandað "dreamers" inn í málið.

            Mér virðist til þess að beita Demókrata þrístingi -- því hann veit að þeir vilja þá meir áfram í landinu, en hann sjálfur. M.ö.o. sé það Trump sem sé að nota það mál - fremur en Demókratar.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 23:43

            15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

            Helga Kristjánsdóttir, hvernig getur Trump haft ástúð og umhyggju að leiðarljósi - er hann hótar að vísa verulegum fjölda fólks úr landi, sem hefur búið þar frá barnsaldri - vinnur þar og starfar, talar flest hvert einungis ensku og hefur gengið í bandar. skóla, borgar skatta innan Bandar. o.s.frv.
            --Sé ekki hvernig þú færð það út að hann gangi á guðs vegum eða auðsýni ást og umhyggju.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 23:46

            16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

            Mofi, "Ertu alveg viss um að þetta sé Trump að kenna en ekki Demókrötum?" - Alltaf spurning hvernig þú túlkar málið. Trump mun að sjálfsögðu segja það Demókrötum að kenna - þar sem þeir hafi ekki enn samþykkt fulla fjármögnun veggjarins hans.
            --Trump lítur örugglega svo á að Demókratar séu þeir sem stoppa málið vegna þess að þeir vilja ekki enn samþykkja fjármögnun á veggnum hans -- sem hluta af fjárlögum.

            Hinn bóginn er rétt að benda á að flokkarnir á þingi virtust í 4-skipti nærri samkomulagi, og að í þau 4-skipti lét Trump flokkana vita að hann væri ósáttur.
            --Sem flokkarnir eðlilega tóku þannig að hann mundi beita neitunarvaldi.

            Í hvert sinn sagði Trump, það verður að fjármagna veginn. Frumvarpið verði að vera nægilega sterkt gegn aðsókn fólks yfir landamærin.
            --Þannig að mér virðist það mun eðlilegri túlkun máls, að eigna Trump sjálfum þessa lokun á alríkið.

            En mjög líklegt sé að ef Trump hefði ekki - barið hnefanum í borðið í 4-skipti, að þá væri fjárlagafrumvarp komið í gegn - en líklega án þess að veggurinn hans fengi fjármögnun.
            --Það kaldhæðna virðist vera að mögulegt hafi verið að mynda þingmeirihluta fyrir fjárlögum án veggjarins.

            Við það sé Trump einnig ósáttur að hl. hans eigin þingmanna -- séu tilbúnir til slíks samkomulags án veggjarins.
            Þannig sé Trump sennilega samtímis að beita þrýstingi á Demókrata og þá Repúblikanaþingmenn.
            --Þetta sé "bringmanship."
            --------------
            Ég tel að túlkun mín sé sennilega rétt að Trump sé að beita þrýstingi -- beita báða þingflokkana þrýstingi.
            Að hann hafi nú staðið við nokkra mánaða gamalt loforð -- að frekar loka ríkisstjórninni, en að veggurinn fái ekki fjármögnun.

              • Síðan geta aðrir túlkað málið með sínu nefi.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 22.1.2018 kl. 00:24

              17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

              Það er meira bullið í þér Einar.

              Hermenn fá enginn laun fyrr en að það er búið að opna ríkið aftur, nema ef það eru sett braðarbyrgðarlög að leifa launa greiðslu hermanna á meðan ríkið er lokað. Það er frumvarp í burðarliðnum um einmitt að leifa launagreiðslu til hermanna og sennilega landamæraverði á landamærunum.

              Það sem verður að gerast líka er að þegar frumvarpið fyrir fjárlög verður samþykkt þá verður að setja í frumvarpið auka tillögu að hermennirnir fái greidd laun fyrir þann tima sem USA var lokað annars fá hermennirnir ekki greitt fyrir þann tima og þetta á við alla ríkisstarfsmenn sem mæta ekki til vinnu í dag Mánudag og þá daga sem þessar 17% rikistofnanir sem verða lokaðar.

              Það hefur aldrei gerst að viðbóta lögin um greiðslu til hermanna og ríkisstarfamanna hafi ekki verið samþykkt, það eina sem gerist engin fær greidd laun af þessum 17% ríkisstarfsmönnum og hermönnum fyrr en ríkið opnar aftur.

              Þetta er líka áróðurinn sem notaður er að það sé verið að halda launum hermanna í gíslingu. Það er enginn breyting á því hvernig herinn starfar þeir fá bara greitt seina, svo hefur það alltaf verið í öllum 18 ríkis lokunum USA frá því 1976.

              Rétt hjá þér að það var lokun í Obama rikistjornini í 14 eða 16 daga man það,ekki nakvæmlega, en það sem gerðist í næstu þingkosningum þá varð meirihluti meiri fyrir Republikanana. Sem sagt kjósendur töldu að republikanarnir hefðu gert rétt.

              Málið snýst ekki um það hvort þetta fólk sem er komið á fertugs aldurin í það minsta sumir. Það sem stendur í þingmönnum er að repúblikanar vilja girða fyrir að það þurfi að gera þetta aftur eftir 10 ár, en demókratar vilja það ekki. Sem sagt að byggja vegginn, enda innflutning sem er byggður á fjölskyldu tengslum, enda innfluttning sem er byggður á happadrættis innflutningi auka mannskap á suður landamærunum ásamt öðru.

              Verður innfluttningsfrumvarrpið að veruleika, kanski, en það er auðséð að það verður ekkert gert í því fyrr en ríkið er fjármagnað aftur.

              Það er ekki rétt hjá þér að Trompið hafi blandað Innfluttningsfrumvarpinu DACA saman við fjárlögin heldur er það Chuckie Schumer og Nancy Palozi. Fyrst að ganga frá fjárlögunum og svo að ganga til verks með DACA, það er það sem Trompið hefur sagt.

              Trompið hefur sagt að hann sé til búinn að skrifa undir DACA lögin fyrir illegal ailiens sem verða gerðir löglegir, en mað skilyrðum um framtíðina. Það sem Chuckie Schumer vill ekki eru skilyrðin um framtíðina enda vilja demókratar opinn landamæri.

              Kveðja frá Houston

              Jóhann Kristinsson, 22.1.2018 kl. 18:47

              18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

              Troops' paychecks would be suspended but military ... - USA Today

              Hér er USA Today frétt um laun hermanna og það verði engin breyting á störfum þeirra.

              https://www.usatoday.com/story/news/...paychecks...military.../1028517001/

               

              Jan 12, 2018 - But their paychecks will not be issued until there's an agreement on funding the government. "First item is military personnel report to work," Norquist said. "But we are not able to pay them until the shutdown ends. Civilians, it depends on what we call 'excepted activities.' If they're performing an excepted ...

              Bara googla Einar þá færð þú frettirnar eins og þær eru en ekki fake news einso hjá CNN sem þú færð fletar heimldir frá.

              WASHINGTON — President Trump accused Democrats on Friday of holding American troops' paychecks hostage in their quest to strike a deal on immigration – but it all rests on lawmakers' willingness to bust a Jan. 19 deadline to reach an agreement to fund the government.  

              If lawmakers can't agree on a deal, the government will shut down. Pentagon officials say that means troops – even those deployed to war zones in Iraq, Syria and Afghanistan – would not get paid on schedule. But that doesn't mean the military will collapse: Ships continue to steam, warplanes fly and troops go on patrol.  

              Some Democrats have announced that they will not support a spending bill without an agreement on the issue of "DREAMers." Trump killed the Obama-administration Deferred Action for Childhood Arrivals that had provided legal protection to as many as 800,000 immigrants who were brought to the country illegally as children, and challenged lawmakers to come up with a solution. 

              This week, Trump demanded that a fix for the DREAMers must include money for a wall along the border with Mexico, one of his central campaign promises. "It's got to include the wall. We need the wall for security," Trump said at a news conference Wednesday. "Any solution has to include the wall, because without the wall, it all doesn’t work."The issue will come to a head in the coming days, and Trump is already staking out his negotiating position. "Sadly, Democrats want to stop paying our troops and government workers in order to give a sweetheart deal, not a fair deal, for DACA," Trump tweeted. "Take care of our Military, and our Country, FIRST!"

              Ég held Einar að þessi grein sýni fram á að þú ferð ekki með rétt um þetta mál.

              Kveðja frá Houston

              Jóhann Kristinsson, 22.1.2018 kl. 19:06

              19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

              Government shutdown 2018: Will the U.S. military get paid?

                Last Updated Jan 22, 2018 7:34 AM EST

                While a high percentage federal employees are subject to a mandated furlough as Washington faces day two of a government shutdown, members of the U.S. military are operating as business as usual, but will not see a paycheck while lawmakers debate an agreement on spending. 

                Do members of the military get paid during a shutdown?

                Only once Congress acts. According to the Department of Defense, the military, along with "essential" civilians, will not be paid until funds are appropriated. Troops will continue to earn their paychecks but won't receive them unless and until a new spending bill that includes backpay is passed.

                The 1.3 million uniformed military personnel will still be on duty and national security operations will continue. But paychecks will be further delayed if the shutdown lasts beyond Feb. 1, because pay is issued only twice a month, on the first and the 15th.

                "Congress has to go back after the shutdown is over and vote to pay them for the time during the furlough," Office and Management and Budget Director Mick Mulvaney said on CBS News' "Face the Nation" on Sunday.

                Með kveðju frá Houston

                Jóhann Kristinsson, 22.1.2018 kl. 19:12

                20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                Jóhann Kristinsson, það þíðir að þeir eru enn á launum - m.ö.o. þeir gegna launaðri vinnu þá daga þann tíma sem ríkið helst lokað, ólíkt flestum öðrum ríkisstarfsmönnum er fá ólaunað frý. Þó það sé óhentugt að launin geti borist seint inn á reikning þeirra sé enginn vafi sé að ríkið greiði fyrir rest fyrir þeirra vinnufrankag; sem þíði að hermenn geta auðveldlega samið við bankann sinn um skammtímalán eða stækkaða heimild á reikningnum sínum er gildi einungis þangað til launin berast inn á hann.
                --Þannig sé ólíklegt að hermaður lendi í vandræðum - ólíkt venjulegum ríkisstarfsmanni sem fái ekkert meðan ríkið helst lokað.

                Þ.e. mín túlkun að svarið mitt að ofan hafi verið rétt. Þeir séu áfram á launum, í launaðri vinnu meðan flestir aðrir ríkisstarfsmenn fái ekki að vinna og fái því engin laun - svo lengi sem ríkið helst lokað.

                Kv.

                Einar Björn Bjarnason, 22.1.2018 kl. 20:12

                21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                Jóhann Kristinsson, - "Ég held Einar að þessi grein sýni fram á að þú ferð ekki með rétt um þetta mál." 

                Ég túlka þetta akkúrat öfugt að þeir séu í launaðri vinnu ólíkt flestum ríkisstarfsmönnum sem skikkaðir séu í ólaunað frý meðan ríkið helst lokað - hermönnum verði alltaf greitt fyrir sína vinnu þó launin geti borist seint; það að enginn vafi sé að ríkið borgi þeim rökrétt þíði að ólíkt þeim flestum ríkisstarfsmönnum sem skikkaðir eru að taka ólaunað frý - ættu hermenn ekki að lenda í greiðsluvandræðum, því bankarnir ættu að vita að hermennirnir fá alltaf sína peninga fyrir rest.
                --Ég lít því ekki svo á ég hafi farið með rangt mál.

                "Trompið hefur sagt að hann sé til búinn að skrifa undir DACA lögin fyrir illegal ailiens sem verða gerðir löglegir, en mað skilyrðum um framtíðina. Það sem Chuckie Schumer vill ekki eru skilyrðin um framtíðina enda vilja demókratar opinn landamæri."

                Þú raun og veru staðfestir að allar mínar túlkanir séu réttar - þ.e. Trumpurinn hafi blandað þessum hóp inn í málið; sbr. þín orð eigin að Trumpurinn hafi sagts hafna að staðfesta lög um þá einstaklinga að kröfu Demókrata -- nema að Trumpurinn fái A)vegginn sinn full fjármagnaðan og B)fjárlög samþykkt.

                En með því að hafna að staðfesta lög um þann hóp - blandar hann þeim deilum saman, þ.e. Trumpurinn sjálfur.

                Demókratar hafa allan tímann verið andstæðir veggnum --> Mig grunar vaxandi sterklega, að Trumpurinn sé að nota mál þessa hóps sem komu til Bandar. sem börn; til að beita á Demókrata -- til að þrýsta á þá að greiða veggnum hans atkvæði.

                En ég hef aldrei keypt skýringar Trumpsins fyrir því af hverju hann batt enda á prógrammið sem hélt utan um þá - ákvörðun er skóp óvissuna um veru þess hóps innan Bandar.

                Ég held nú hann hafi allan tímann ætlað að nota þann hóp -- sem beitu á Demókrata.

                Ergo sé það hann sem blandi þessum málum saman - það liggi alveg á tæru í mínum augum.
                -----------------
                Þetta er auðvitað bandarískt mál algerlega!
                Mér er þannig séð sama þó Trumpurinn beiti máli þessa hóps til að reka Demókrata í átt að hans vilja.
                Hvort það tekst honum kemur í ljós - en skv. nýjustu fréttum stendur til að veita skammtíma opnun á bandaríska ríkið.

                Kv.

                Einar Björn Bjarnason, 22.1.2018 kl. 20:28

                22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

                Hafðu þetta eins og þú vilt, en eins og það er sannað hermenn fá ekki launagreiðslu meðan að ríkið er lokað, en fá hana þegar frumvarpið er samþykkt með viðbót að allir sem urðu fyrir launaskerðingu, fái greitt fyrir þá daga sem að ríkið var lokað.

                https://www.washingtonpost.com/local/its-like-the-factory-shut-down-for-washington-region-furloughs-impact-is-acute/2018/01/21/c27b9ec4-fef8-11e7-9d31-d72cf78dbeee_story.html

                http://www.foxnews.com/politics/2018/01/22/government-shutdown-federal-workforce-benched-as-furloughs-begin.html

                Kveðja frá Houston

                Jóhann Kristinsson, 22.1.2018 kl. 22:11

                Bæta við athugasemd

                Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                Um bloggið

                Einar Björn Bjarnason

                Höfundur

                Einar Björn Bjarnason
                Einar Björn Bjarnason
                Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                Jan. 2025
                S M Þ M F F L
                      1 2 3 4
                5 6 7 8 9 10 11
                12 13 14 15 16 17 18
                19 20 21 22 23 24 25
                26 27 28 29 30 31  

                Eldri færslur

                2025

                2024

                2023

                2022

                2021

                2020

                2019

                2018

                2017

                2016

                2015

                2014

                2013

                2012

                2011

                2010

                2009

                2008

                Nýjustu myndir

                • Mynd Trump Fylgi
                • Kína mynd 2
                • Kína mynd 1

                Heimsóknir

                Flettingar

                • Í dag (20.1.): 10
                • Sl. sólarhring: 10
                • Sl. viku: 65
                • Frá upphafi: 859307

                Annað

                • Innlit í dag: 10
                • Innlit sl. viku: 57
                • Gestir í dag: 10
                • IP-tölur í dag: 10

                Uppfært á 3 mín. fresti.
                Skýringar

                Innskráning

                Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                Hafðu samband