29.12.2017 | 21:59
Donald Trump virðist hafa mistekist að hindra innritun transfólks í herinn nk. mánudag
Sennilega afhjúpa fá mál betur gamaldags fordóma Donalds Trumps en tilraunir hans til að setja bann við innritun svokallaðs transfólks í bandaríska herinn - en bann tilskipun Donalds Trump gekk það langt, að ekki átti einungis að banna transfólki að vera hermenn, heldur átti að banna því að starfa yfir höfuð í hernum.
--En herinn hefur einnig fjölda fólks starfandi á skrifstofum, mötuneytum - og þannig má lengi telja störf sem eru á vegum hersins, en sem ekki teljast í almennum skilningi til hermennsku.
Tilvitnun - Donald Trump: "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military," - "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"
Alveg makalaust á 21. öld, að forseti Bandaríkjanna leggi blátt bann við störfum transfólks innan herafla Bandaríkjanna - algerlega óháð tegund starfs.
Fordómar, er eiginlega vægt til orða tekið!
Fyrri umfjallanir:
Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.
Nú þegar einungis 3-dagar eru til stefnu, blasir ekki við hvað ætti geta hindrað innritun transfólks nk. mánudag
Ríkisstjórn Trumps hefur ekki með nokkrum formlegum hætti viðurkennt ósigur í málinu enn - en allar tilraunir stjórnar Trumps til að stöðva framkvæmd innritunarinnar nk. mánudag, hafa farið út um þúfur -- mætt hverri hindruninni á eftir annarri, innan bandaríska dómskerfisins.
Til að hafa allt rétt - þá formlega heimilaði Obama transfólki að starfa fyrir opnum tjöldum innan hersins, 2016.
Skv. tilskipun hans, átti innritun transfólks á hefjast sl. sumar.
En þeirri innritun var frestað af varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fram til 1. jan. 2018.
Síðar kemur bann tilskipun Trumps til sögunnar, sem vitnað er til að ofan!
Þá rísa upp meðlimir herafla Bandaríkjanna, sem kæra þá tilskipun til bandarískra dómstóla -- sumir höfðu starfað innan hersins lengur en áratug, sá þekktasti segist ætla að vera innan hersins þar til sá mundi fara á eftirlaun, m.ö.o. allan sinn starfsferil.
Bandarískir dómstólar hafa fram að þessu komið í veg fyrir að sú bann tilskipun Trumps fái að virkjast -- Trump er þó enn með kærumál í gangi á æðra dómstigi.
En tilraunir hans til að fá lægra dómstil til að heimila tilskipuninni að vera virka meðan fjallað væri um málið á æðra dómstigi -- fóru endanlega út um þúfur í sl. viku.
--Þannig að nú blasir ekkert við sem líklega getur hindrað innritun transhermanna fari fram nú nk. mánudag!
Barring late legal twist, U.S. military to accept transgender recruits
Niðurstaða
Augljóslega þarf bandaríski heraflinn á öllu því fólki, sem vill þar starfa. Mótbárur þær sem ríkisstjórn Trumps kom fram með - flokkast án undantekninga undir; fáránlega fordóma. En þær mótbárur eru gamalkunnar, þar sem þær eru nánast þær sömu og heyrður fyrir rúmum aldarfjórðungi er umræða var uppi um að heimila konum að taka þátt í bardögum á landi. En þær höfðu þá um nokkurt skeið tekið þátt í bardögum í öðrum hlutverkum, t.d. sem flugmenn.
Engar þeirra mótbára reyndust á rökum reystar - bendi á að konur hafa barist með landher Ísraels "IDF" síðan á 9. áratugnum er Ísrael hersat Líbanon. Flækjustigið að hafa hermenn sem telja sig annað kyn er þeir fæddust sem, virðist mér engu stærra.
En ég bendi á að nútíma heilagreiningar hafa sannað fullkomlega að transfólk fer ekki með fleipur - þú færð ekki kynbreytingu nema að standast greiningu. Nú, ef þetta er ástand sem unnt er að greina með læknisfræðilegum hætti. Þá greinilega er um að ræða ástand sem viðkomandi fæddist í.
Þannig að þá er verið að gera tilraun til að banna fólk fyrir það sem það er.
Sem telst alls ekki viðeigandi á 21. öld!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Transfólk í hernum leitar sér 20 sinnum oftar læknisþjónustu en meðalhermaðurinn. Það er eitthvað sem þið Trump hatarar verðið að skilja.
Guðmundur Böðvarsson, 30.12.2017 kl. 12:48
Guðmundur Böðvarsson, virkilega - hvaða gögn hefur þú fyrir þér þar um? Ég samþykki ekki orð einhvers bloggara, ekki heldur neitt frá FoxNews né Breitbart.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2017 kl. 14:05
Eigum við á öndverðum meiði að þola að vera kallaðir ómarktækir einhverjir bloggarar,ef skrifum undir fullu nafni á bloggi Evrópufræðings,? Það er vitað að andstæðingar Donalds Trump eru ekki með heilli há eftir að hann komst til valda og ekki bætir það skap þeirra þegar fólkið finnur á eigin skinni bættan hag.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2017 kl. 21:38
Helga, enginn getur krafist þess að verða trúað án þess að vísa til nothæfra heimilda fyrir sínum fullyrðingum. Fullorðin kona ætti að vita að gróa spynnur marga söguna - orðrómur og munnmæli ganga um víðan völl án tengingar við sannleika.
--Þannig að eðlileg krafa er að menn sýni heimildir sýnar.
--Annars eiga þeir ekki heimtingu á að vera teknir alvarlega, svo einfalt er það.
Það þurfa auðvitað vera nothæfar heimildir -- að vísa í skoðun einhvers annars, er ekki nothæf heimild.
Ef t.d. viðkomandi gæti vísað í skýrslu á vegum PENTAGON t.d. eða annars bandar. stjórnvalds - væri það nothæf heimild. Sérstaklega þegar fullyrðing af ofangreindu tagi er um að ræða -- eða læknisfræðilegar skýrslur, en ef það sé rétt að slíkt fólk þurfi mjög mikla læknisþjónustu umfram aðra hljóta þær læknisfræðilegu heimildir vera til.
Þannig eðlilegt er að vera afar skeptískur ef viðkomandi getur ekki birt nokkra heimild fyrir sinni fullyrðingu.
--Það stendur alltaf á þann er fullyrðir, að sanna sitt mál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.12.2017 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning