23.12.2017 | 00:32
Trump er með lista yfir lönd sem skapraunuðu honum - mun hann gera eitthvað í Því að refsa þeim?
Ég er að vitna í hótanir frá sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ-Nicky Haley, en henni var greinilega ekki skemmt - þegar allsherjarráð SÞ tók til atkvæðagreiðslu ályktun, þ.s. allsherjarráðið áréttaði sinn skilning að engin breyting á stöðu Jerúsalem hefði átt sér stað þegar Donald Trump formlega viðurkenndi borgina sem höfuðborg Ísraels - að staða borgarinna væri enn með þeim hætti, að borgin væri ekki viðurkennd höfuðborg Ísraels, og að breyting á þeirri stöðu yrði að framkvæma sem hluta af víðtækri sátt milli Palestínumanna og Ísraela.
Donald Trump og Nicki Haley
Nicki Haley:
- "As you consider your vote, I encourage you to know the president and the US take this vote personally." - "The president will be watching this vote carefully and has requested I report back on those who voted against us,"
--Þetta sagði hún fyrir atkvæðagreiðsluna, að því yrði veitt athygli hvaða lönd greiddu atkvæði gegn vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
**Eftir atkvæðagreiðsluna var hún greinilega bálreið! - "I must also say today: When we make generous contributions to the UN, we also have expectation that we will be respected," -. "Whats more, we are being asked to pay for the dubious privileges of being disrespected." - "If our investment fails, we have an obligation to spend our investment in other ways The United States will remember this day."
Ekki fylgdi nákvæmlega sögunni í það skiptið - hvaða fjármuni rætt var um.
En síðar kom fram, að ríkisstjórnin mundi íhuga að minnka fjárframlög til landa sem hefðu að mati ríkisstjórnar Bandaríkjanna - brugðist trausti Bandaríkjanna.
En þ.e. ekki unnt að skilja orð Haley með öðrum hætti - en að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi líti atkvæðagreiðsluna -- móðgun.
Skv. fréttum féll atkvæðagreiðslan þannig að:
- Fulltrúar 128 landa völdu að skaprauna ríkisstjórn Bandaríkjanna.
- Fulltrúar 35 landa völdu hjásetu.
- Fulltrúar 9 landa greiddu atkvæði með.
Áhugavert er hvaða lönd greiddu atkvæði með fyrir utan Bandaríkin og Ísrael.
- Guatemala, Honduras, Marshall Islands, Micronesia, Nauru, Palau, Togo.
Einmitt - eitt fátækt Afríkuland mjög háð aðstoð að utan, 4 örlítil eyríki, síðar kom í ljós að Donald Trump samþykkti að viðurkenna umdeilt kjör þess sem sagður er hafa unnið nýlegar forsetakosningar í Honduras sem líklega keypti atkvæði þess lands - Guatemala hefur lengi fylgt mjög náið Bandaríkjunum að málum.
U.S. backs re-election of Honduran president despite vote controversy
Það segir töluvert um óvinsældir Donalds Trump út um heim, að einungis þessi lönd greiddu atkvæði með auk Bandaríkjanna sjálfra og Ísraels - og eitt þeirra var keypt til.
--M.ö.o. ekkert mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna.
- Meira að segja Bretland var í hópi landa sem greiddi atkvæði gegn vilja Bandar.
Arab states believe U.S. aid secure despite defying Trump Jerusalem move
Í hinni fréttinni kemur fram að stjórnendur Arabaríkjanna telja Bandaríkin muni ekki refsa þeim - þó það hafi verið tillaga þeirra fyrir SÞ - sem hratt atkvæðagreiðslunni af stað.
Nicki Haley bauð síðan fulltrúum nokkurs fjölda ríkja til vinakvöldverðar!
Nikki Haley's New Best Friends at the UN
Mig grunar satt skal segja að afleiðingarnar verði nákvæmlega engar aðrar - en pyrringur í Washington.
Þetta sé væntanlega gott dæmi þess að menn eigi aldrei að koma fram með hótanir, sem þeir ætla ekki að standa við - en það mátti greinilega skýna í aðvörun um afleiðingar í fyrstu orðsendingu Haley þ.s. hún varar fulltrúa aðildarríkja SÞ við því að Bandaríkin muni veita því nána athygli með hvaða hætti atkvæði verða greidd.
--Ef Bandaríkjastjórn gerir nákvæmlega ekki neitt - munu menn hika enn síður næst þegar Haley beitir þrýstingi.
Niðurstaða
Málið er að nálgun ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum er ekki að virka. Ég man enn eftir því að skömmu eftir að Bush tók við völdum virtist Hvítahúsið hissa, að veröldin beygði sig ekki í einu og öllu eftir vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Það virðist skýna í svipaða afstöðu nú - að veröldin ætti að beygja sig undan mikilfengleika Bandaríkjanna. En orð Haley um móðgun - að Bandaríkin borgi stærsta framlag einstakra þjóða til SÞ. Mátti sannarlega skilja sem kröfu um slíkt.
--Trump gæti auðvitað refsað löndum sem skapraunuðu Bandaríkjunum, ef hann gerir það ekki - þá tekur enginn nokkurt mark á næstu hótun Haley.
--Hinn bóginn, mundi slíkt ekki endilega leiða til þess, að orðum Bandaríkjastjórnar yrði hlítt.
Það mundi einnig skaða orðstír Bandaríkjanna ef þau fara að beita slíkum meðölum, vegna atkvæðagreiðsla sem falla ekki þeim að skapi.
- Að sjálfsögðu draga Bandaríkin sig ekki úr SÞ - og þau hætta ekki heldur að borga til SÞ.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já nú er það spurningin hvað gerir Trompið?
Það hefur ekki reinst vel að halda að Trompið standi ekki við loforð sin, ég held að það hafi sýnt sig að hann stendur við loforð sín.
Já meira að segja Tjallarnir stóðu ekki með USA, mikið er heimurinn breytur.
Ef Trompið mundi segja astala vista bye bye við SÞ þá mundu vinsældir hans fara upp úr öllu, meiri hluti fólks í USA vill ekki að USA sé meðlimur í SÞ.
Mér þykir ólíklegt að USA hætti að borga, en það gæti verið að USA mundi borga töluvert minna en 22% af árlegum kostnaði SÞ. Hver ættli að borgi mismuninn, Stórasta Land í Heimi?
Hvað gerðist með NATO?
Af hverju fóru NATO þjóðir allt í einu að borga? Ættli það sé af því að Trompið er svo óvinsæll og það fer enginn eftir því sem hann segir, hvað heldur þú Einar?
SÞ hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir USA og ekki bara það heldur eru SÞ þekktar fyrir að klúðra næstum öllu sem þau koma nálægt.
Ég held að það verði engin eftirsjá þó svo að SÞ loki sjoppunni, nema kamski Hammas sjá eftir sjoppunni.
SÞ er sjoppa þar sem Palestínumenn geta ögrað öryggi Ísrael og ef litið er yfir feril SÞ þá er það aðal umfjöllunin í öryggisráði SÞ og Alsherjarþingi SÞ að Hamas vil að Ísraelar séu skammaður hegna þeim fyri eitthvað sem Hamma átti upptökin á.
Ég er með uppástungu skipta um nafn á SÞ og nefna það Árásarráð Hammas og flytja draslið til Palestínu, sem er ekki til, þannig að það verður svolítið erfit að flytja draslið til lands sem er ekki til.
Með innilegri Jóla kveðju frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 23.12.2017 kl. 01:14
Jóhann, þetta sýnir að valdastaða Bandaríkjanna er minnkuð - að meira að segja tjallarnir sjá ekki lengur ástæðu til að hoppa -- þegar Bandaríkin segja, hoppið.
"Ef Trompið mundi segja astala vista bye bye við SÞ þá mundu vinsældir hans fara upp úr öllu, meiri hluti fólks í USA vill ekki að USA sé meðlimur í SÞ."
Eitt skipti gengu Sovétríkin út þegar atkvæðagreiðsla þar var í gangi - þeir endurtóku það ekki. Því þá tóku Vesturveldin ákvörðun sem þeir vildu ekki.
--Ef Bandaríkin labba út -- mundu Bandar. geta treyst á atkvæði Frakka og Breta ef Kína og Rússland -- legðu til e-h sem skaðaði hagsmuni Bandar?
Það gæti t.d. verið alþjóðlegar refsiaðgerðir á Ísrael.
Algerlega óhugsandi að Bandar. gangi út - enn síður að SÞ verði lagt niður.
"Af hverju fóru NATO þjóðir allt í einu að borga?"
Það hefur ekki gerst enn -- NATO þjóðir gáfu innihaldslaust loforð sem Washington lét gott heita, að innan X-ára mundu þau ná markmiði því sem Trump heimtaði.
--Ef þær standa við það, þá á ég lóð á Tunglinu sem ég get selt þér.
Gleðileg jól.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.12.2017 kl. 07:32
Vesalings angurgapanum honum Guðlaugu Þór verður ekki boðið í janúarveizluna hjá frú Haley!
En fyrir milljónastuðning hans við fósturdrápsssamtökin International Planned Parenthood (viðbragð hans þegar Trump tók réttilega af þeim 100 millj.$ árlegan styrk) ætti að draga þennan Milljónastyrkja-Guðlaug fyrir rétt, Landsdóm ef ekki vill betur til, enda ENGIN HEIMILD FYRIR ÞESSU Í ÍSLENZKUM LÖGUM. Með þeim styrk stuðlar hann að fjöldadrápum á ófæddum börnum í þriðja heiminum! Niður með þá ríkisstjórn sem leggur blessun sína yfir slíkt.
Jón Valur Jensson, 23.12.2017 kl. 07:41
Eru þjóðirnar að beygja sig fyrir hryðjuverkum, og olíupeningum? Okkur er sagt að Sádi-Arabía stjórni 80% af Federal Reserve, það er dollara-bókhalds-félaginu, sem stýrir fjármálakerfinu og þá elítunni
Flestir fjölmiðlarnir eru undir stjórn þessara afla. Vei þeim stjórnmálamanni sem hlýðir ekki fjármálakerfinu. Þá er allt tínt til, að gera þeim stjórnamálamanni lífið leitt.
Fjármálakerfið á stórfyrirtækin, og Sameinuðu þjóðirnar líka.
Þessi elíta gerir ekkert í málefnum Kúrda, sem eru 35 miljónir, í Tyrklandi, Sýrlandi, Iraq og Iran. Þessi elíta gerir ekkert í málefnum Tíbeta, þá refsar Kína. Elítan gerir ekkert í málefnum Shíta í Sádi-Arabíu, til að þóknast Elítunni. Í Yemen gerir bakstjórnkerfið ekkert. World 'turns blind eye' to Yemen – UN-
Þarna sýnist að þjóðirnar 128 hlýði yfirboðurunum í blindni.
Við hefðum átt að reyna að aðstoða bakstjórn veraldarinnar, til að hætta gömlu aðferðunum, og lagfæra allt´sem miður fer.
Það er að koma meiri skilningur, og almættið er tilbúið að hjálpa okkur sem erum vanþroskaðir, en við verðum að vilja það.
Ef við eigum ekkert gott til, þá er að biðja Guð um að gefa okkur það góða og taka burtu hatrið.
Guð vill að allir bjargist.
Jafnvel ræninginn á krossinum, var tekin í sátt, í upprifjun og endurmenntun.
39Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hæddi hann og sagði: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“
40En hinn ávítaði hann og sagði: „Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi? 41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst.“ 42Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!“
43Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
Egilsstaðir, 23.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.12.2017 kl. 20:21
Ég sé ekki ástæðu til þess að USA beygi sig fyrir vilja annarra landa, né heldur að önnur lönd beygi sig fyrir vilja USA. Öll þessi lönd eta fyrir mér gert það sem þeim sýnist, viðurkennt hvað sem er, bannað það sem þeim dettur í hug og lögleitt whatever.
Ekki mitt vandamál.
Og alveg mega SÞ gufa upp fyrir mér, sé ekki að þau samtök séu peninganna virði nema síður sé.
NATO má fara að endurskoða. Það eru hernaðarsamtök sem hafa komið sér vel fyrir okkur. Spurningin er bara núna hver óvinurinn er. Getum við í alvöru ekki bara stundað bisness við Rússa?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2017 kl. 21:45
Ef USA væri ekki lengur í SÞ þá væri þeim nákvæmlega sama hvað er kosið um enda þyrfti USA ekkert að fara eftir því sem kaffiklúbburinn SÞ væri að kjósa um, banna eða hvern fjandan SÞ er að gera.
Það er ekki rétt að NATO þjóðir hafi ekki borgað, en það væri flott ef þær gerðu það ekki, þá er næsta spil fyrir USA að ganga út úr NATO.
Refsiaðgerðir gegn Ísrael, ekki þykkir mér það líklegt Sádí-Arabía er að vingast við Ísraela til að standa á móti Íran, sádarnir eru skíthræddir við persana.
Ef ég man rétt að þá voru það Evrópumenn sem voru að skíta í brækurnar fyrir 100 árum og svo aftu 20 árum seinna. Það voru ekki USA eða Kanada sem voru að tapa þessum styrjöldum.
Ef ég man rétt þá hafa Evrópu þjóðir ekki komið USA til hjálpar hvort sem það er í baráttu við aðrar þjóðir eða hjálp þegar náttúruöflin gera usla í USA.
Evrópa hefur verið og verðu fyrir sig, hugsun Evrópu er Ég, Ég aftur Ég, hafa litið með hjálparstörf að gera nema að þeir fái eitthvað fyrir það.
Evropa gat ekki einu sinni séð um Balkanskaga vitleysuna, komu grenjandi til USA eftir hjálp. Enda er Evrópa peningalaus og hafa varla fyrir klósettpappír á rassgatið á sjálfum sér þegar Evrópa hefur klúðrað öllu og gert í buxurnar.
Það væri mjög að mínu skapi, burtu með NATO, burtu með SÞ, enda er það sjálfgert ef USA hættir að borga, ekki hafur Evrópa efni á að standa undir kostnaðinum.
Hvenær ættli múslimarnir taki yfir Evrópu kanski efti 20 til 30 ár eða jafnvel fyrr. Sharia er alveg nógu gott fyrir rassgatið á Evrópu, ekki hef ég samúð með þessum vitleysingum og það er komin tími að Evrópa sjái um sig sjálf.
Hvað kemur okkur við hvað Tjallarnir, Frakkarnir, Kína og Rússland gera og hvað kemur þessum þjóðum það við hvað USA er að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þessar 4 þjóðir eru ekki vanar að standa með USA nema ef þær fá einhvern pening fyrir, hver þarf á svoleiðis vináttu að halda?
Komið að reiknis dögunum fyrir Evrópu, verður að sjá um sig sjálf.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 24.12.2017 kl. 23:45
Rússland, Pútin, lokaði strax á viðskipti við löndin sem, skapraunuðu Rússlandi, settu viðskiptabann á Rússland.
Það er oft að menn svara fyrir sig.
Ef þú villt ekki vinna með mér, þá er það þitt mál.
Nú, á ég að fara að snúast í kring um þann aðila sem vill ekki vinna með mér?
Er fólkið í Bandaríkjunum, orðið þreytt á því, að láta segja sér að nú þurfi að herja á hinum ýmsu stöðum, vegna,
og það er ekki sagt, baráttu peningaaflana, nú 80% undir stjórn Sádi-Arabíu.
Þá er aðal málið, að þjóðirnar neyðist til að láta peninga elítuna skrifa tölu, í Federal Reserve,
og þykjast lána þjóðunum.
Allar þjóðirnar og Bandaríkin líka, eru húsdýr á bás hjá þessari einkareknu peninga elítu, bókhalds færslu elítu,
sem aðeins skrifar töluna, og segist svo hafa ánað peningabókfærsluna.
Auðvitað verðum við að læra að peningar eru aðeins, bráðnauðsynlegt bókhald fyrir öll viðskipti á jörðinni.
Látum menntakerfið kenna okkur þetta strax.
Auðvitað kaus Bandaríska þjóðin frambjóðandann, sem sagðist vilja stöðva þennan ósóma,
og vildi fara að vinna fyrir fólkið.
Egilsstaðir, 31.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 31.12.2017 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning