21.12.2017 | 00:24
Ný skattalög í Bandaríkjunum veita millistétt skattaafslátt í 8 ár, en fyrirtækjum skattaafslátt til frambúðar
Þetta atriði verður væntanlega notað í næstu kosningaherferð í Bandaríkjunum af Demókrötum. En skv. könnunum er vel rúmur meirihluti Bandaríkjamanna andvígur skattafrumvarpinu sem báðar deildir Bandaríkjaþings hafa nú samþykkt.
--Reiknað fastlega með því að Donald Trump skrifi undir!
Sjá ágætt yfirlit: Whats in the final Republican tax bill
Breytingar á tekjuskattsþrepum einstaklinga gilda frá 2018 - 2026.
- Athygli vekur að hætt var við afnám erfðaskatts fyrir einstaklinga - er gilti einungis fyrir eignir umfram 5 milljón dollara; þess í stað var það þrep hækkað í 10 milljón dollara -- sem væntanlega fækkar mjög verulega þeim er borga þann skatt síðar meir.
- Einfaldað er kerfi í tengslum við - persónuafslátt einstaklinga. En persónuafsláttur einstaklinga var hækkaður - en á móti afnumið margvíslegt þ.s. einstaklingar áður máttu draga frá. Kerfið þannig einfaldað - sumir græða/sumir tapa.
--Sérstakur frádráttur af skatti fyrir hvert barn, 2-faldaður.
- Skattur hlutafélaga lækkaður í 21% úr 35%.
- Skattur á fyrirtæki sem ekki eru hlutafélög "pass-through" lækkar í 29,6%.
- Svokallaður "alternate minimum tax 20%" fyrir hlutafélög er lagður niður -- en sá gilti ef skattstofn endaði ella lægri en það hlutfall.
- Bandaríkin hætta að skattleggja hagnað af starfsemi fyrirtækja sem skráð eru í Bandaríkjunum - á erlendri grundu. Sem líklega kemur sér mjög vel fyrir risafyrirtæki með starfsemi í fjölda landa utan Bandaríkjanna.
- Fyrirtækin greiða í eitt skipti skatt á erlendan hagnað sinn - síðan ekki söguna meir.
- Hinn bóginn --> Er lagður lágmarks skattur á greiðslur og peningafærslur frá rekstri innan Bandaríkjanna, til reksturs í eigu sama fyrirtækis á erlendri grundu. Að auki settar takmarkanir á tilfærslu "intangible assets" t.d. "patent."
--Fyrir viku sendu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB bandaríska þinginu kvörtun út af þessu ákvæði -- og hótuðu gagnaðgerðum.
--Sennilega á þetta, að hamla gegn þeirri venju stórfyrirtækja - að flytja mikilvægar eignir í eigu fyrirtækisins til lágskattasvæðis; og láta síðan annan rekstur borga stórfé til eignarhaldsfélags varðveitt í skattaparadís.
**Þannig séð getur þetta ákvæði skoðast sem áhugaverð nýung! - Fyrirtæki fá að úrelta fullt andvirði nýfjárfestingar í nýrri verksmiðju eða búnaði frá fyrsta ári, sem lækkunar sinna skatta --> Þetta ákvæði gildi einungis í 5 ár.
--Líklega vonir til þess ákvæðis að það leiði til snöggrar aukningar fjárfestingar -- Trumpurinn að hugsa til kosninga 2020.
--Ef hann næði kjöri, mundi það ekki skipta hann máli þó ákvæðið falli niður. - Þak sett á lækkun skatta sem fyrirtæki geta fengið vegna skulda -- þ.e. 30% af tekjum er mynda skattstofn.
--Þetta dregur væntanlega verulega úr skattahagræði fyrir verulega skuldug fyrirtæki.
--Hinn bóginn, kannski þíði það - að ekki verði lengur eins skattalega hagkvæmt að láta fyrirtæki safna miklum skuldum. - Skattahagræði fyrir svokallaða -- græna orku, er viðhaldið óbreyttu.
Það sem án vafa verður mest gagnrýnt!
"OBAMACARE MANDATE: Repeals federal fine imposed on Americans under Obamacare for not obtaining health insurance coverage, a change expected to undermine the 2010 healthcare law."
Málið er að "Affordable Care Act" skildaði tryggingafélög að selja tryggingu til allra.
Tilgangur þess að gera það að skildu fyrir alla að kaupa tryggingu.
Var sá að dreifa áhættunni fyrir tryggingafélög þ.s. svo þau fengu fleiri lágáhættu tryggingar á móti - tryggingum með háa áhættu.
--Þannig að þá fjölgar líklega tryggingafélögum sem fara að tapa fé á þeim tryggingapúlíum sem "ACA" bjó til.
Enda hrósaði Trump sé með því að segja:
"We have essentially repealed Obamacare and well come up with something that will be much better,"
Betra í hvaða skilningi -- en óhjákvæmilega munu tryggingafélög bregðast við óhagstæðari "púlíum" með því að hækka iðgjöld til þeirra sem enn verða eftir í "púlíunum."
Þau áhrif bætast þá við áhrif -- forsetatilskipunar Trumps, sem felldi niður opinbera styrki alríkisins til fátækra kaupenda. En þeir fólu í sér að alríkið greiddi ca. helming á móti fátækum tryggingakaupanda.
--Niðurfelling þeirra styrkja mun á nk. ári klárlega fækka þeim sem geta fjárfest í tryggingum um milljónir.
--Dýrari iðgjöld vegna óhagstæðari púlía - fækka þeim enn frekar.
Republican U.S. tax bill deals biggest blow yet to Obamacare
"The nonpartisan Congressional Budget Office said 13 million people will lose coverage over the next decade, and insurance premiums will rise 10 percent annually for most years over the same period."
Þetta þíðir einfaldlega að ótímabærum dauðsföllum Bandaríkjamanna - fjölgar um þúsundir per ár, þ.s. án tryggingar þarf viðkomandi að greiða lækningar fullu verði.
Það þíði, að fátækir njóta ekki fríðinda heilbrigðiskerfisins - hafa eingöngu aðgengi að neyðarmóttökum sjúkrahúsa.
Leita sem sagt eingöngu aðstoðar þegar þeir eru orðnir alvarlega veikir.
Nettó áhrif þar af leiðandi - - verra almennt heilsufar fátæks fólks, er líklega leiði til meðalskerðingar lífaldurs fátæks fólks innan Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Skattabreytingar fyrirtækja geta styrkt efnahag fyrirtækja - á hinn bóginn er óvíst að því mundi fylgja eins mikil aukning fjárfestinga og vonast er eftir. En eigendur væru líklegir til að taka a.m.k. einhvern drjúgan hluta þessa viðbótar fjármagns sem eftir verður í fyrirtækjum til sín í formi arðgreiðsla.
Ef það mundi verða meginútkoman að eigendur taki féð til sín með aukningu arðgreiðsla - mundu skattabreytingarnar verulega auka á auð eigenda fyrirtækja.
Á sama tíma og lífskjör fátækra Bandaríkjamanna eru stórskert með því að gera þeim mun erfiðar um vik með að eignast heilbrigðistryggingar.
Samtímis renna tekjuskattlækkanir einstaklinga út 2026.
--Þannig að hrópað verður að skattabreytingarnar auki verulega bilið milli ríkra og fátækra.
--Það kemur í ljós þegar næst verður kosið í Bandaríkjunum 2018 til Fulltrúadeildar, hvort Demókrötum tekst að nýta sér skattabreytingarnar með þeim hætti að afla sér fylgis.
- Augljóslega vex persónulegur hagnaður Trumps - en sem eigandi fjölda fyrirtækja er persónuleg hagnaðarvon hans augljós.
--Einhverjir pólitískir andstæðingar munu nota það.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 856026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Firsta spurning; af hverju ættli það sé að skatta lækkanir gildi bara til 8 ára? Veist þú það Einar?
Af hverju ættli það verði 13 milljón sem fara út úr ObamaCare (eg held að sú tala verði hærri), getur þér dottið það i hug Einar?
Tryggingarfélögin voru hvert af öðru hætt að bjóða ObamaCare tryggingar af því að það virkaði ekki, fólk hætti að borga iðgjöld af því að það átti ekki fyrir að borga framlög sem það þurfti að borga sem var komið í tugþúsundir áður en tryggingar borguðu.
Til dæmis fyrir rúmum ári þá var aðeins eitt tryggingarfyrirtæki í Iowa ríki sem bauð upp á ObamaCare tryggingar öll hin voru hætt.
ObamaCare var að lognast út af, það koma fáir, ef einhverjir, til með að missa ObamaCare.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 04:26
Hann skilur þetta ekki Jóhann. Hann "heldur" að af því að Obama var svartur, og socíalisti að þá geti það ekki verið neitt að því sem hann kom á framfæri.
Liberalistar gera sér ekki grein fyrir því, að þeir eru mestu "rasistar" sögunnar. Þetta er eins og í Svíþjóð, þegar þeir tala um að þurfa að "hjálpa" aumingja aumingjunum ... þeir skilja ekki, að baki þessu liggur "kynþáttafordómar". Svona eins og Villti Villi, sem skrifar "fordómafullar" greinar um Íslendinga, en fer síðan í lögregluna ef einhver annar "vogar" sér að vera með fordóma af trúarástæðum.
Ekkert okkar, ég ekki heldur ... gerum okkur grein fyrir því, hvar við stöndum. Það er alltaf auðvelt að dæma náungan. Þess vegna þarftu að reyna að skýra betur, hvaðan þú kemur þegar þú bendir Einari á "galla" Obamacare.
Og ... ekki bara að skýra gallana, en á hvaða hátt bætir núverandi tillaga stöðuna?
Kreppuannáll (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 11:24
Jóhann, "Af hverju ættli það verði 13 milljón sem fara út úr ObamaCare" þ.e. vegna hreinnar illmennsku Donalds Trumps -- að taka út styrkina sem alríkið veitti - til kaupa fátækra Bandaríkjamanna á heilbrigðistryggingum.
--Þú ættir með rétti að vera logandi reiður yfir þessu - því með þeim hætti; þá flosna meir en tugur milljóna út úr kerfinu - þ.s. tryggingar verða of dýrar til þess að þeir geti keypt þær.
--Þar með, vernar til muna aðgengi þeirra að heilbrigðiskerfinu; þetta mun kosta ótímabær dauðsföll.
Þannig er Trump með þeirri ákvörðun og þingmenn Repúblikana er þátt tóku, orðnir fjöldamorðingjar. Þ.e. þeir munu nk. ár raunverulega verða sekir um dauða þúsunda eigin landsmanna per ár, því að milljóni verða utan almenns aðgengis að læknum og heilsugæslu -- vegna þess að niðurgreiðslurnar til þeirra voru teknar út.
Þetta sem Trump og Repúblikanar eru að gera -- heitir skepnuskapur/mannvonnska.
Þeir eru að vinna hreint skemmdarverk á kerfi, sem þú bullar að hafi ekki verið viðbjargandi -- þ.e lýgi þeirra fjölmiðla sem taka undir lygar Trumparanna og þeirra Repúblikana sem þátt í þeim taka.
Hnökrarnir á kerfinu voru fyrst og fremst þeir - að það þurfti meira fjármagn inn í það. Kostnaður tryggingafélaganna við að að veita heilbrigðistryggingar til allra reyndist meiri en áætlað hafði verið.
**Lausnin var einföld -- setja aukið fjármagn í kerfið, og vanda tryggingafélaganna hefði verið mætt.
**Öll kerfi sem tryggja aðgengi allra - eru kostnaðarsöm.
Þetta hefði samt verið mun ódýrari lausn á því heldur en t.d. kerfið í Skandinavíu.
----------------
En auðugir Bandaríkjamenn eins og Trump hafa séð ofsjónum yfir þeim peningum sem fara í að tryggja bandarískum þegnum aðgengi að heilbrigðistryggingum -- þ.s. klíka þeirra sem borgar kosningabaráttu fjölda þingmanna á Bandaríkjaþingi - eigendur FoxNews eru að sjálfsögðu hluti af þeim hóp, FoxNews hefur einfaldlega verið að berjast fyrir hagsmunum sinna eigenda -- þeir notfærðu sér það gat sem kom í ljós innan kerfisins; til þess að skipuleggja aðför gegn því, í þeim tilgangi að svipta milljónir Bandaríkjamanna aðgengi að heilbrigðistryggingum.
--Þó það þíði framtíðar fjölgun dauðsfalla meðal almennings í Bandaríkjunum, vegna sviptingar aðgengis yfir milljóna tugs þegna Bandaríkjanna --> Þá eigi að síður, hafa þeir framfylgt þeirri aðför.
**FoxNews hefur greinilega verið notaður sem áróðursveita til að dæla lygum til bandar. þegna, sem styðja tilgang hinna auðugu Bandaríkjamanna -- þeirra tilgangur augljóslega sá að spara sér þá skatta sem fara í að tryggja hag fátækrai hluta þegna Bandaríkanna.
-----------------------
Vandamálin við kerfið hafa skipulega verið mikluð upp, í þrautskipulagrði áróðursherferð m.a. á FoxNews - gatið síðan notað sem afsökun af Trumpurum, öðrum sem tilheyra þessum misskunarlausa hópi auðmanna -- til þess að svipta yfir tug milljóna Bandaríkjamanna, raunverulegt aðgengi að heilsugæslu -- og þar með svo lengi sem það ástand varir, skapa þúsundir per ár af viðbótar ótímabærum dauðsföllu.
Endurtek -- þetta kallast réttnu nafni, illmennska. Trump, er illmenni. Þeir sem tóku þátt í þessu eru það líka. Þessi eina aðgerð Trumps, þó svo hann gerði ekkert annað slæmt, er nægileg til þess að titla hann svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.12.2017 kl. 11:32
Kreppuannáll, þú veist þá ekki að sá sem upphaflega kom fram það kerfi sem Obama síðar notaði - var frambjóðandi Repúblikana sem ekki náði kjöri sem forseti.
--Síðan þessi "andstyggðar" viðhorf -- að hjálpa aumingjum.
Þetta minnir á yfirlætisleg viðhorf yfirstéttarinnar í Evr. á 19. öld.
Síðan fullkomlega nauðgar þú hugtakinu "fordómar."
--Sem sagt, ef skattar eiga að standa undir aðgengi almennt að heilbrigðisþjónustu -- er það fordómar gegn ríka fólkinu. Þó svipt/skert aðgengi muni hægt og rólega á per áratug drepa tugi þúsunda.
--Þessi viðhorf þín eru andstyggð.
Ég loka nú á þitt aðgengi að þessari síðu. Ég vil ekki hafa þig lengur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.12.2017 kl. 11:53
Þú hlustar of mikið á CNN Einar, þessar 13 milljónir er ungt fólk sem vill ekki borga sjúkra reikninga eldra fólksins.
Það er auðséð að þú veist ekki mikið um sjúkratryggingarmál í USA, en áður en ObamaCare var sett inn í kerfið þá voru tryggingar hlunnindi hjá fólki sem vinnur.
Þegar fólk fer á ellilaun 65 ára þá fer það á MediCare sem er mjög svipað og islenzku sjukratryggingarnar bara ekki eins mikla biðlinur.
Ef fólk er atvinnulaust, þá getur það sótt um MediCaid sem er svipað og MediCare.
Sumt af því sem breyttist með ObamaCare er að fólk sem gat ekki fengið tryggingar vegna þess t.d. að það var með sjúkdóm sem að tryggingafyrirtækin vildu ekki taka á sig en ef þau gerðu það þá kostaði sjúkratryggingar mánaða gjöld mjög mikið.
Þetta var ástæðan að demókratar vildu setja alla í sömu tryggingu, hvort sem þú er kona eða maður, gamall eða ungur veikur eða heilbrigður. Það gat enginn komist undan því að vera ekki með tryggingar, það var ætlunin sem auðvitað varð önnur.
Það voru yfir 90% þjóðarinnar sagði fake News New York Times, sem voru með tryggingar sem all flestir voru ánægðir með. Til dæmis ungur og hraustur maður var ef hann var ekki í vinnu bara með voða sjúkratryggingu, sem kostar smá aura miða við ObamaCare tryggingarnar.
það var og er mjög auðvelt að koma þessum 5% til 10% sem eru með svo kölluð pre-existing medical problem, veikt fólk sem tryggingarnar vildu ekki tryggja en þurftu fjárhagslega aðstoð.
Það er að setja pre-existing medical problem fólk í hóp sem að ríkissjóður borgar umfram tryggingar sem að sjúkur maður þarf að borga mánaðarleg miðað við heilbrigðan mann.
Nei það kom ekki til mála að fólk fengi að velja sínar tryggingar og sníða þær eftir því sem fólk vildi. Demokratar kmunistarnir hentu öllum í sama pott og svo var hrært í pottinum.
Það kom á daginn að unga fólkið sem var ekki með atvinnu borgaði ekkert í ObamaCare pottinn, þess vegna fór svo að tryggingarfélög drógu sig út úr OnamaCare pottinum og skildi marga eftir án trygginga. Sem sagt að láta þá heilbrigðu og ungu borga fyri þá gömlu og veiku gengur ekki upp.
Demókratar eru kommúnistar og vilja að ríkið stjórni og eru með nefið niður í öllu alveg eins og kommúnista ríkið Ísland og Skandinavía. Þetta kerfi gengur ekki upp, enda er farið að hrykta í stöðum velferðarkerfisins í þessum löndum.
Það sem sennilega verður gert er að þeir sem eru með pre-existing medical condition verða áfram í MediCade prógramminu sem þeir enduðu all flestir í undir ObamaCar, sem upphaflega var ætlað fátækum og atvinnulausum og öll 50 ríkin og the Federal Government sjá til að greiða tryggingar gjöld umfram það sem heilbrigð manneskja þarf að greiða.
Hver verður niðurstaðan: Vonandi að það sem repúblikanar vildu í staðinn fyrir ObamaCare, allir heilbrigðir sem eru ekki með atvinnu fái að velja sinar tryggingar, þeir sem eru með atvinnu fá tryggingar frá fyrirtækinu og fátækir og pre-existing medical condition verða í MediCade hópnum. Með þessu þá verða all flestir ánægðir.
En mér fannst það svolítið skritið Einar að þú vildir ekki svara firstu spurningu minni; af hverju eru skattalækkanir fyrir einstaklinga bara í 8 ár?
Jú ástæðan eru auðvitað komunistarnir sem kalla sig demókrata, það þurfti 60% þingmanna efrideildar (Senate) til að gera skattalækkanirnar óendanlegur, en republikanarnir eru aðeins með 52%. Af því að það var enginn demókrati kommi sem greiddi atkvæði með frumvarpinu, þurfti ekki nema 8, það er ástæðan fyrir að skattalækkanir einstaklinga eru bara í 8 ár.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 20:28
Jóhann, öll lönd utan Bandaríkjanna láta þá heilbrigðu borga niður kostnað þeirra veiku - þ.e. ekki kommúnismi nema að þú skilgreinir nær öll lönd heimsins fyrir utan Bandaríkin - kommúnísk.
Þetta er hagur samfélagsins alls - en þeir sem eru heilbrigðir í dag - geta orðið veikir án fyrirvara. Stundum gleymir ungt heilbrigt fólk þessu meðan þ.e. ungt og hraust - og heldur sig eilíft.
Með því að tryggður sé aðgengi allra að góðri heilbrigðisþjónustu - er meðalheilbrigðisástand bætt, auk þess að meðal-lífsaldur hækkar.
--------------------
Það var einmitt rökrétt að kerfið væri stillt þannig upp að dreifa áhættunni - að allir væru settir í pott og hrært í, tek fram að ég styð eindregið þá hugmynd - tel mig ekki kommúnískan.
Ég lít ekki svo á að sú frelsishugmynd sem þú heldur á lofti sé mikilvægari, en þörf samfélagsins heilt yfir til þess að bæta meðal heilbrigði í samfélaginu öllu og hækka meðallífsaldur.
--Að sjálfsögðu þíddi það að heilbrigðri greiða niður fyrir þá sem eru það ekki.
--Sem einmitt er hin eðlilega rökrétta regla - sem gildir í nánast öllum löndum heims.
Vegna þess að þ.e. eina mögulega leiðin að heilbrigðiskerfi fyrir alla geti gengið upp.
Án einhvers forms þess að kostnaður sjúkra sé niðurgreiddur af heilbrigðum - þá er sjúkrakostnaður og hár fyrir marga sem eru sjúkir -- sem fjölgar ótímabærum dauðsföllum, dregur niður almennt heilbrigðisástand miðað við þ.s. það gæti verið ella, auk þess að meðallífaldur verður lægri en hann annars gæti verið.
Þetta þjónar hagsmunum fleiri - en fjöldi þeirra sem þú telur að traðkað sé á.
Það þíði að slíkt sé réttlátt!
"Demókratar eru kommúnistar og vilja að ríkið stjórni og eru með nefið niður í öllu alveg eins og kommúnista ríkið Ísland og Skandinavía. Þetta kerfi gengur ekki upp, enda er farið að hrykta í stöðum velferðarkerfisins í þessum löndum."
Þetta er snargalin fanatík. Þú ert hreinlega að skilgreina nánast allan heiminn - kommúnískan.
"Jú ástæðan eru auðvitað komunistarnir sem kalla sig demókrata, það þurfti 60% þingmanna efrideildar (Senate) til að gera skattalækkanirnar óendanlegur, en republikanarnir eru aðeins með 52%. Af því að það var enginn demókrati kommi sem greiddi atkvæði með frumvarpinu, þurfti ekki nema 8, það er ástæðan fyrir að skattalækkanir einstaklinga eru bara í 8 ár."
Nei ástæðan er sú - að lög Bandaríkjanna sem sett voru á kjörtímabili Obama - einmitt skv. vilja Repúblikana -- kveða á um "physcal responsibility" m.ö.o. skattalögin verða að ganga upp.
Ef skattalækkanir hefðu verið gerðar varanlegar - hefði verið engin leið að halda því fram að lögin væru "physcally responsible." En sumir þingmanna Repúblikana eru útgjaldahaukar - og voru sammála Demókrötum að frumvarpið mætti ekki búa til of miklar skuldahækkun alríkisins.
--Til þess að meirihluti næðist, varð að gefa eftir útgjaldahaukum.
Greinilegt er að FoxNews er áróðursmiðill sem engu er hægt að treysta. Þú þarft að hætta að taka nokkuð hið minnsta mark á þeim fjölmiðli.
"það var og er mjög auðvelt að koma þessum 5% til 10% sem eru með svo kölluð pre-existing medical problem, veikt fólk sem tryggingarnar vildu ekki tryggja en þurftu fjárhagslega aðstoð." - "Það er að setja pre-existing medical problem fólk í hóp sem að ríkissjóður borgar umfram tryggingar sem að sjúkur maður þarf að borga mánaðarleg miðað við heilbrigðan mann."
Það kemur á sama stað niður - ef fólk sem lendir utan trygginga -- fær beina styrki frá alríkinu. Það er það sama og að heilbrigðir borgi niður kostnað veikra.
--Ég væri alls ekki á móti því ef skipt væri yfir í ríkiskerfi eins og á Íslandi.
Þ.e. einungis annað form á því að heilbrigðir borgi fyrir veika. Hinn bóginn, grunar mig sterklega að ekki standi til að vera eins gjöfulir á slíka styrki -- og fengust í gegnum "Affordable Care Act" því ef styrkir á öðru formi yrðu jafn rausnarlegir -- væri sparnaður enginn.
--En greinilega vildu Repúblikanar minnka fjárframlögin.
En ég endurtek að vandi "ACA" var sá að það vantaði peninga -- framlög alríkisins voru ónóg.
Það þurfti að - rétta hlut fyrirtækjanna.
--En ef Repúblikanar skipta yfir í evrópskt kerfi í staðinn, þ.s. greitt er beint með skattfé væri það í lagi mín vegna -- en það mundi krefjast umtalsverðra skattahækkana.
Sem ég sé ekki gerast.
------------------
Þannig að óbreyttu stend ég við ályktanir í fyrri athugasemd.
Að verið sé að svipta milljónir Bandaríkjamanna verulegu leiti aðgengi að heilbrigðiskerfinu, a.m.k. færa þá hópa yfir í mun lakari aðgengi -- sem rökrétt þíðir fjölgun ótímabærra dauðsfalla meðal þeirra milljóna per ár.
M.ö.o. rökrétt að það þíðir einhver þúsund dauðsföll per ár til viðbótar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.12.2017 kl. 01:15
Þú ert með fullyrðingar sem standast ekki smá google search. Þú ættir að forðast að nota orð eins og allir og aldrei.
ObamaCare átti að vera fóðrað af fjármunum ríkisvalds, heldur voru allir settir í sama hópinn til að læka mánaðargjöld til tryggingarfelagana.
Þú átt sennilega erfit að skilja að tryggingarkerfið í USA er byggt upp á tryggingarfélögum á hinum frjálsa markaði, en ekki rikistryggingum.
Málið var að skylda alla að vera með tryggingar, en fyrir unga hrausta fólkið þá gekk það ekki upp og þess vegna er ObamaCare að lognast útaf.
Það er auðséð að þú heldur að ríkið viti betur en þú hvað þér er fyrir beztu og þar af leiðandi ert þú kommi.
Éghins vegar veit, ekki held, að hvað er mér fyrir beztu og þar af leiðandi er ég ekki kommi.
Það er öryggisnet fyrir sjúkratryggingar fyrir þá sem eru ekki í vinnu og hafa ekki efni á að greiða manaðargreiðslur fyrir tryggingar. Það furðu fyrirbæri gengur undir nafninu MediCade.
En mér finnst furðulegt af hverju þú ert að komentera um sjúkratryggingar í USA af því að þínþekkæing er á mjög lágu plani. Ég ef hrærst í tryggingarkerfi USA siðan 1976 og er nú á MediCare sem að ég greiddi í allan minn starfsaldur og þarf litið sem ekkert að borga.
Ef þú vilt bíða eftir hnjá eða mjaðmaliða aðgerð og bíða í um ár fyrir aðgerðinni þá er komma kerfið fyrir þig.
Ég á hinn bóginn vil fáaðgerðina ef ekki i þessari viku, þá næstu og það er ekki komma kerfi.
Bæði þú og ég greiðum nálægt því sömu upphæð til sjúkratrygginga, þú borgar með sköttum, fyrir mig var það fyrirtækið sem borgaði og var sú greiðsla talinn hluti af laununum sem ég fékk.
Svo einfallt er það komma system eða frjalsmarkaðar system, en að halda því fram að öll lönd láti þá heilbrigðu borga fyrir þá sjúku segir mér að þú hefur ekki verið i öðrum löndum nema i sumarfríi og þess vegna stenst ekki og eg veit að þú veist betur.
Þú ert kommi og ef það virkar fyrir þig þá er það bara gott. Ég er ekki kommi og það virkar mjög vel fyrir mig.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 02:20
Jóhann, bæti því við að ólíklegt er að þetta fólk umrædda sé í flestum tilvikum atvinnulaust - þannig að það mun ekki hafa þann rétt sem þú hélst fram að sækja um aðstoða sem slíkt -- þannig raunverulega falla milli skips og bryggju.
"ObamaCare átti að vera fóðrað af fjármunum ríkisvalds, heldur voru allir settir í sama hópinn til að læka mánaðargjöld til tryggingarfelagana."
Þetta er útúrsnúningur - allir voru settir í sama hópinn, til þess að lækka gjöld þeirra sem hafa sjúkdómasögu að baki sér eða hafa annan vanda sem líklegur var að hækka þeirra iðgjöld.
--Ég skil mæta vel hvernig að notast við tryggingafélög virkar.
"Málið var að skylda alla að vera með tryggingar, en fyrir unga hrausta fólkið þá gekk það ekki upp og þess vegna er ObamaCare að lognast útaf."
Þess vegna þurfti að skikka unga hrausta fólkið til að kaupa sér tryggingu - til þess að tryggingapúlían yrði ekki of óhagstæð fyrir tryggingafélögin; þannig að iðgjöld yrðu meðaltali ekki of há.
--Þetta er mjög einföld röksemdafærsla.
Það að einhver andstaða væri við þá framkv. - er ekki undarlegt, þess vegna þörf á að gera þetta að skildu.
Það er ekki ástæða að ætla að það geti ekki gengið upp --> Nema þú haldir fram að ómögulegt yfirleitt sé að tryggja að lögum sé framfylgt.
--Þú væntanlega mundir komast að því, ef þú brytist inn í verslun, að svo er ekki.
Ég sé ekki þetta vandamál - - nema í formi þinnar hugmyndafræðilegu afstöðu, að þú hreinlega vilt slíka íþyngjandi skildu ekki. En það að íþyngjandi skilda mæti andstöðu, þíðir ekki að ekki sé unnt að framfylgja löggjöfinni, þrátt fyrir þá andstöðu -- með eftirliti og þeirri refsingu sem lögin gerðu ráð fyrir.
"Það er auðséð að þú heldur að ríkið viti betur en þú hvað þér er fyrir beztu og þar af leiðandi ert þú kommi."
Þarna ertu einfaldlega að bulla - en þú samþykkir í fjölda tilvika sem eðlileg margvísleg persónulega íþyngjandi bönn sem eðlileg --> T.d. herþjónustu - ef landið sætti árás.
--Ef þú værir svo samansúrraður að þú værir raunverulega andvígur öllum formum af samfélagslegri ábyrgð.
Þá værir þú jafn mikið andvígur herþjónustu --> En þetta er ekki svipað fyrirbæri, þó það snúist ekki um að verjast árás á landið.
--En það gerist alltaf að einstaklingar leitist við að forðast herþjónustu, þá er beitt íþyngjandi úrræðum.
Samfélagið hefur einfaldlega þennan rétt - að þegar atriði er "common good" raunverulega; að þvinga einstaklinga sem ekki vilja spila með - einmitt með þvingandi úrræðum.
--Á því er enginn grunn eðlismunur - að setja lög með þvingunarrúrræði að fólk þurfi að kaupa sér tryggingu.
--Það er ekki kommúnismi að - samfélagið taki sér þann rétt, að skikka einstaklinga til að hegða sér í samræmi við heildarhagsmuni.
Annars þarftu rökrétt séð - einnig að berjast gegn því prinsippi sem er herþjónusta; ef samfélagsleg ábyrgð séu rangyndi.
--Þeir eru til þeir hægri menn sem berjast gegn samfélagslegri ábyrgð af öllu tagi.
Ég efa að þú sért kominn alla leið þangað --> En þú ert kominn afar langt á jaðarinn, þegar þú kallar -eðlilega- kvöð þegar greinilega er um að ræða að stýra atferli í átt sem þjónar augljóslega heildarhagsmunum "kommúnisma."
--Þetta er ekki, ríkið veit betur -- heldur fyrirbærið, samfélagsleg ábyrgð.
--Enda er "ACA" ekki ríkiskerfi -- heldur einkakrekið kerfi stærstum hluta, eins og þú bentir sjálfur á.
Ríkið setur kvaðir - eins og það gerir um fjölmörg atriði er lúta að samfélagslegri ábyrð - og það veitir fjárhagslega styrki; sem er ekki það sama og ríkið hafi tekið yfir stjórnina.
--Ef þ.e. kommúnismi að ríkið beiti fjárstyrkjum -- þá væri það kommúnismi í hvert skipti sem þingmenn fá styrki frá ríkinu fyrir málefnum sinna kjördæma.
Þetta "það er kommúnismi" er það fáránlegt, slík steypa. Þú þarft að hugsa þig um, en þú ert á einhverri skrítinni vegferð þegar þú ert farin að hrópa "kommúnismi" að öllu því sem þér mislíkar.
"Það er öryggisnet fyrir sjúkratryggingar fyrir þá sem eru ekki í vinnu og hafa ekki efni á að greiða manaðargreiðslur fyrir tryggingar. Það furðu fyrirbæri gengur undir nafninu MediCade."
Flest það fólk sem fellur út úr kerfinu - líklega hefur vinnu.
Þ.e. einnig augljóst að tilgangur þingrepúblikana er að spara fé.
Ef fólkið gæti gengið inn í annað jafnkostnaðarsamt fyrirkomulag, væri sparnaður ekki til staðar.
Þannig að greinilega dettur þetta fólk inn í mun lakari aðgengi.
Eins og þú sjálfur sagðir síðast -- ef þeir eru atvinnulausir hafa þeir aðgengi að sjúkratryggingum sem slíkir.
En á hinn bóginn, skv. minni vitneskju -- er það kerfi afar strangt með það, að fólk þarf að taka þeirri vinnu sem býðst; þá er það strax dottið úr þeim rétti.
--Langsamlega flestir af þessum einstaklingum eru líklega í þeirri stöðu að þeirra tekjur séu nægilega háar svo þeir eiga ekki rétt í gegnum MedicAid -- en sama tíma verði tryggingar þeirra það dýrar; að þeir geta ekki keypt þær.
Hugtakið sem þú þarft að muna er "working poor" -- síðan þarftu einnig að muna að þeir sem eru í áhættuflokki fá mun dýrari tryggingar; þá er auðvelt að sjá af hverju hægt er að vera í starfi - en hafa ekki efni á tryggingum.
Í langsamlega flestum tilvikum hefur þetta fólk líklega ekki þann rétt sem þú fullyrðir það hafi -- heldur falli það eins og sagt er á íslensku, milli skips og bryggju kerfislega.
Verði raunverulega utan kerfa! Þar með utan aðgengis að flestu leiti að heilbrigðisþjónustu.
--Þannig að þetta sé allt rétt sem ég hef verið að segja!
"En mér finnst furðulegt af hverju þú ert að komentera um sjúkratryggingar í USA af því að þínþekkæing er á mjög lágu plani. Ég ef hrærst í tryggingarkerfi USA siðan 1976 og er nú á MediCare sem að ég greiddi í allan minn starfsaldur og þarf litið sem ekkert að borga."
Þú ert á eftirlaunum - þ.e. ekki sama kerfið.
"Bæði þú og ég greiðum nálægt því sömu upphæð til sjúkratrygginga, þú borgar með sköttum, fyrir mig var það fyrirtækið sem borgaði og var sú greiðsla talinn hluti af laununum sem ég fékk."
Það sem þú ekki tekur tillit til - er að langt í frá öll störf veita aðgengi að sambærilega rausnarlegum tryggingum. Ef þú hefur verið í góðu starfi hjá öflugu og traustu fyrirtæki -- haldið því starfi lengi; gengur dæmið upp fyrir þig persónulega.
En fjölmargt fólk, kemst ekki að hjá fyrirtækjum sem hafa samið um slíkar rausnarlegar tryggingar fyrir sitt fólk; en eðlilega kostar það fyrirtækin nokkuð að gera slíkt - svo þau rökrétt gera slíkt ekki nema það borgi sig fyrir þau.
Mjög mikið af fyrirtækjum eru að reka þ.s. kallst "láglaunastörf" og ég þori að veða að sjúkratryggingar fólks í afgreiðslustörfum hvort sem um er að ræða "diners" eða verslanir. Eru ekki nærri eins rausnarlegar.
"Svo einfallt er það komma system eða frjalsmarkaðar system, en að halda því fram að öll lönd láti þá heilbrigðu borga fyrir þá sjúku segir mér að þú hefur ekki verið i öðrum löndum nema i sumarfríi og þess vegna stenst ekki og eg veit að þú veist betur."
Þú greinilega metur þetta þannig -- fyrst þetta virkaði fyrir mig. Þú lokar þú augunum fyrir þær mörgu milljónir manna sem falla milli skips og bryggju - hafa annað af tvennu störf þ.s. fyrirtækin annað af tvennu veita ekki sjúkratryggingar eða þær eru mun lakari en sú er þú vart með svo mörg ár.
--Eða hafa sjúkrasögu þannig tryggingar eru of dýrar.
Ég stend við þá fullyrðingu að öll lönd heimsins láta þá heilbrigði borga fyrir þá sjúku.
Það sé eina leiðin til þess að kerfi sem tryggi aðgengi allra geti mögulega gengið upp.
--Þér greinilega virðist slétt sama fyrst að þetta virkaði fyrir þig persónulega.
"Þú ert kommi og ef það virkar fyrir þig þá er það bara gott. Ég er ekki kommi og það virkar mjög vel fyrir mig."
Og þú ert öfgahægrimaður -- þeir sem öskra kommi gagnvart eðlilegri samfélagslegri ábyrgð, eru fasistar.
Þ.s. "ACA" gerði var þetta að búa til púlíur - síðan veita ríkisstyrki svo púlíurnar virkuðu.
Síðan kom í ljós að féð veitt var ekki nægilegt - því tap var á púlíunum; þá var lausnin einföld að veita meira fé.
Þetta var einkakerfi að stærstum hluta - þ.s. inngrip ríkisins var einungis það að skikka fólk til þátttöku og veita fé; meðan að fyrirtækin veittu þjónustuna.
Að þú kallir þetta kommúnisma -- er snar galin fanatík, fasismi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.12.2017 kl. 11:21
Það er ekki eðlileg samfélags ábyrgð að láta ríkið tæma veski fólks fyrir aðra, það er kommúnista hugsun sem augljóslega þú aðhillist, en eg ekki.
Ekki er ég fasisti því þeir eru socialistar og ekki er ég Nazisti af því að þeir eru socialistar, einfallt mál, socialistar og kommúnistar hafa engan rétt á sér.
Ef þú vilt setja einhvern stimpil á mig þá notaðu orðið rasisti eða eitthvað sem þér dettur í hug, að vera kallaður kommúnisti eða sósíalisti er mér mjög ógeðfellt. Í guðanna bænum gerðu það ekki.
Ef þú lest boðskap Karl Marx og Lénin þá held ég að þú fattir það að þú ert eldrauður kommi.
Með innilegri Jóla kveðju frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning