Stefnir í Trump verði að sætta sig við transfólk innan hersins

Í júlí á þessu ári sendi Donald Trump frá sér tilskipun þar sem svokölluðu - transfólki, var bannað að starfa innan hersins. En bann tilskipunin gekk það langt, að ekki átti að vera nóg að banna transfólki að vera hermenn - þeir áttu ekki fá að gegna nokkru starfi á vegum hersins.

Sjá umfjöllun mína: Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.

Tilvitnun - Donald Trump: "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military," - "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"

Þetta er auðvitað alger þvættingur -- tilskipunin mætti tafarlaust víðtækri andstöðu innan hersins - og það voru hermenn sem komu fram til að óska eftir lögbanni.

U.S. military must accept transgender recruits by Jan. 1, judge rules

Justice Department reviewing options after ruling on transgender recruits: White House

http://img.thedailybeast.com/image/upload/v1491941164/articles/2017/02/22/bully-trump-s-new-target-transgender-students/170222-Trump-Guidance-on-trans-rights-tease_arrzac.jpg

Innan bandaríska heraflans hefur lítill fjöldi hermanna síðan Obama heimilaði formlega transfólk í hernum 2016 - starfað fyrir opnum tjöldum!

Mótbáran að það sé sérstaklega erfitt - kostnaðarsamt, að hafa slíka hermenn.
Að það skapi vandamál tengd móral innan hersins.
Eru sömu mótbárur og heyrðust á sínum tíma, þegar rætt var að heimila konum að vera hermenn.
--Þetta er mjög einfalt, þ.e. ekki stærra vandamál.
--Meint vandamál í tengslum við móral reyndust ekki vera fyrir hendi.
--Og kostnaður að sjálfsögðu langt í frá vandamál, enda bæði kyn þá lengi búin að starfa innan hersins.

Að sjálfsögðu að nokkur fjöldi hermanna koma fram 2016 - sýni að nokkur fjöldi transfólks hefur starfað árum saman innan hersins, án vandamála sem nokkur hafi veitt athygli.

  1. Eins og kemur fram í frétt, gaf Obama út 2016 tilskipun um formlega innskráninu nýrra yfirlýstra transhermanna -- James Mattis hafði frestað dagsetningunni til jan. 2018.
  2. Skv. úrskurði Colleen Kollar-Kotelly alríkisdómara í Washington, skal herinn standa við jan. 2018, m.ö.o. fylgja fyrirframgerðri áætlun um að veita móttöku transfólki sem yfirlýstir trans einstaklingar hefðu áhuga á herþjónustu.

Colleen hafnaði því að bann tilskipun Trumps fengi að standa meðan verið væri að fjalla um hana á æðra stigi innan bandaríska dómskerfisins.

Annars vegar skv. þeim rökum að herinn hefði haft nægan tíma til undirbúnings.
Og hins vegar að líklegt væri að bann við transfólki teldist mismunun skv. bandarískum lögum og stjórnarskrá - því væntanlega brot á hvoru tveggja.

Skv. Sarah Sanders er ríkisstjórn Trumps alls ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttu sinni fyrir því að - fá bann við transfólki innan hersins í hrint í framkvæmd:

"The Department of Justice is currently reviewing the legal options to ensure the president’s directive is implemented,"

 

Niðurstaða

Það er mjög greinileg staðfesting þess hversu fullkomlega forpokaður Donald Trump er, auk þess að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna virðist í engu skárri hvað það varðar; þessi barátta ríkisstjórnar Trumps fyrir því - að fá svokallað transfólk bannað við öll störf hverskonar innan bandaríska heraflans, ekki einungis sem hermenn.

Afstaðan er að sjálfsögðu fullkomlega úrelt.
Og í engu samræmi við þekktar staðreyndir.
En greinilega i samræmi við þekkta fordóma!

  • Á 21. öld er algerlega það algerlega úrelt hugsun, að banna einstaklinga á grunni þess hvað þeir eru.
    --Slíkt að sjálfsögðu flokkast undir mismunun, augljóst brot á prinsippinu, allir séu jafnir fyrir lögum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrelt?

Heirðu drengur, hvað heldur þú að "her" sé? leikfangastofa fyrir kjánaprik?

Herafli er eitthvað sem er notað til að drepa fólk, þeir sem þar eru verða að hafa testerónið í lagi, svo ekki sé meira sagt.  Fólk með persónulega vandamál, eiga ekki heima í her eða lögreglu.  Þá mátt svo sem halda því fram, að þeir séu bara "kvennasálir" í karlalíkama ... eða "karlasálir" í konulíkama. Við búum á jörðinni, ekki ímyndunarkufli Jólasveinsins.  Menn, sem eru fæddir með tippi, en halda að þeir séu betur staddir með pjötlu hafa ekkert að gera með byssu í hönd.

Hnífur og skæri, eru ekki barnameðfæri.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 06:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, þetta kalllast - fordómar. Reynslan sýnir að konur og transhermenn eru engu síður færir í því að drepa annað fólk. M.ö.o. það í engu komi niður á bardagagetu herja - það hefur ísraelski herinn rækilega sannað, og auðvitað sjálfur bandaríski í ítrekuðum hernaðarátökum.
--Kalla þetta fólk með persónuleg vandamál, eins og um t.d. geðveiki væri að ræða - er fullkomlega hneykslanlegt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2017 kl. 08:42

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri ekki hægt að fórna þessu tranz-fólki einhversstaðar í fremstu víglínu;

t.d. með því að henda því út úr flugvélum í fallhlífum yfir  norður-koreu að nóttu til og láta það fella forsetann þar í landi með einhverjum hætti?

Jón Þórhallsson, 12.12.2017 kl. 12:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sumt í svörunum er nú augljóslega illa hugsað.

En að þú skulir nenna þessu, Einar, það skil ég ekki. Þá mættirðu heldur huga að greinarmerkja- og stafsetningu þinni, t.d. vantar hér "að" sem 3. orð í sjálfri fyrirsögninni. Gangi þér vel.

Jón Valur Jensson, 12.12.2017 kl. 13:34

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hann vinnur þetta fyrir Hæstarétti eins og innflytjendabannið. 

Guðmundur Böðvarsson, 12.12.2017 kl. 23:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjokkerandi fordómar, Jón Þórhallsson, og Guðmundur Böðvarsson.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2017 kl. 07:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru það "fordómar", Einar, að líta á þann, sem fæddist með tippi og er kannski orðinn faðir þriggja barna, sem KARLMANN, bara af því að viðkomandi telur sig kvenmann "í röngum líkama" og reynir að láta breyta sér í kvenmann?

Er ekki best að US Armed Forces sleppi bara öllu þessu veseni og gefi þessu liði frí frá því að vafstra með hergögn?

Jón Valur Jensson, 13.12.2017 kl. 08:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, geturðu ekki látið náttúruna sjálfa kenna þér sannleikann?

Jón Valur Jensson, 13.12.2017 kl. 08:06

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón , þetta eru að sjálfsögðu fordómar hjá þér enda löngu búið að sýna fram á það læknisfræðilega - að þetta eru ekki einhverjir hugarórar hjá þessu fólki - m.ö.o. þetta sé meðfætt hjá þeim, eins og samkynhneigð sé meðfædd.
--Heili karlmanns virkar aðeins öðruvísi en heili kvenmanns - við getum kallað það, fæðingagalla ef við viljum - að sá sem lítur úr sem karlmaður sé fæddur samt með heila kvenmanns, eða öfugt að einstaklingur sem lítur úr sem kvenmaður sé fæddur með heila karlmanns.
--En þetta sé samt sem áður, óumbreytanlegur veruleiki þessa fólks - að ef þ.e. rétt skilgreindur fæðingagalli - að því lýður sem hitt kynið.
-------------------

"Er ekki best að US Armed Forces sleppi bara öllu þessu veseni og gefi þessu liði frí frá því að vafstra með hergögn?"

Þetta er - réttindamál, að allir séu jafnir fyrir lögum.
Það stendur meira að segja í stjórnarskránni. Og þ.e. ekki flóknara en að heimila konum að vera hermenn.
--Það þarf mjög sterk málefnaleg rök fyrir því, að banna hópi að starfa við varnir þegna landsins.

Það er þegar fj. slíkra starfandi í hernum - er komu fram opinberlega eftir að Obama heimilaði þeim formlega að starfa fyrir opnum tjöldum innan hersins.
--Þeir hafa greinilega starfað árum saman í hernum án þeirra meintu vandamála sem haldið er á lofti -- eins og konur hafa starfað innan hersins án vandamála.

Þetta er alls ekki flóknara en að hafa 2-kyn starfandi, að hafa fólk sem fætt er í röngu kyni. 
--Þannig að ergo falla öll rök fyrir því að banna þeim að vera starfsmenn hersins burtséð frá hlutverki innan hersins - um sjálf sig.

"Eru það "fordómar", Einar, að líta á þann, sem fæddist með tippi og er kannski orðinn faðir þriggja barna, sem KARLMANN, bara af því að viðkomandi telur sig kvenmann "í röngum líkama" og reynir að láta breyta sér í kvenmann?"

Í dag er hægt að sýna fram á að þetta séu ekki hugarórar, heldur sé Þetta læknisfræðilegar staðreyndir -- sem unnt er að greina læknisfræðilega, þ.e. með nákvæmum heilalínuritum.
--Annar hefði fyrri skoðun læknavísinda ekki vikið fyrir þeirri sýn sem er ríkjandi í dag.

Þannig að - já - sannarlega eru það fordómar, að afneita skilningi læknavísinda í dag.
----------------
Þú væntanleg enn afneitar skilningi nútíma vísinda á loftslagsmálum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2017 kl. 08:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Einar, þú ert á algerum villigötum hér.

Ekkert barn getur átt tvær blóðmæður og engan blóðföður, það er líffræðilega séð ómögulegt. Klónun er öðruvísi mál, en hér er ekki um klónun að ræða.

Ef þetta eru þín "vísindi", þá gjaldfellirðu sjálfan þig í fleiri efnum en þessu.

Allt fyrir einhverja kjánalega meðvirkni með tízkustefnu sem er nú um stundir ofarlega á baugi hjá svokölluðum "concerned" álitsgjöfum, en verður það ekki endilega eftir hálfa eða heila öld, jafnvel ekki í hinum léttvæga fjölmiðlabransa!

Jón Valur Jensson, 13.12.2017 kl. 09:36

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, það hafa orðið framfarir í vísindagreiningum á heilastarfsemi - svo ég endurtek það, að það telst í dag vísindalega sannað að fólk með þ.s. gjarnan er kallað "kynbrengl" sé með meðfæddan galla.
--Þ.s. í dag er unnt að sjá greina að svo sé með áreiðanlegum hætti í háþróuðum greiningartækjum --> Þá telst þetta, læknisfræðilega greint ástand.
---------------
Það sé því af of frá að þetta snúist um tísku eða hugaróra.
**Ég get ekki samþykkt að það sé kjánalegt að fylgja vísindalegri þekkingu.
**Þetta er þekking sem var ekki til þegar ég fæddist, ekki heldur er ég komst á fullorðinsár - en sl. 25 ár hefur vísindatæknileg framþróun gert greiningaraðferðir það nákvæmar; að tekist hefur að fullkomlega sanna að "trans" fólk sé raunverulega haldið brenglum.
-----------------

    • Vísindin eru ekki að horfa á þetta út frá þeim litningum sem viðkomandi fæddist með.

    Heldur út frá nútíma greiningum á heilastarfsemi, sem hefur á undanförnum árum -- sýnt fullkomlega fram á að "trans" fólk fer ekki með fleipur.
    ------------------
    Sannast sagna átta ég mig ekki á þessari þrjósku þinni - að sætta þig ekki við breytingar á vísindalegri þekkingu.

    Þú ert nú í tveim atriðum með þrjóska afstöðu þ.e. í loftslagsmálum þ.s. "manmade warming" er einnig fullkomlega vísindalega sannað og sættir þig ekki heldur við nýlega vísindalega þekkingu er hefur sannað einnig fullkomlega að "trans" fólk fer ekki með fleipur.

    --Þrálkelkni er eina ástæðan sem ég kem auga á.
    --En þú virðist ekki sætta þig við, að þekking á þessum tilteknu tveim málum hefur breyst síðan þú komst á fullorðinsár.
    ------------------

    Ég aftur á móti aðlaga afstöðu mína eftir því sem vísindum fleyir fram.
    Og það eru samfélög manna einnig að gera!
    --Þess vegna sé verið að heimila "transfólki" að vera hvað það er víða hvar - sú stefna vinnur ekki vegna þess að um tísku er að ræða, heldur vegna þess að hún er á grundvelli vísindalegrar þekkingar.

    Þannig er hún að vinna eins og mörg önnur eldri þekking er við ólumst upp við - vann á sínum tíma, þegar fólk lagaði sig að framförum í þekkingu.

    Þannig á fólk að haga sér - laga sig að þekkingarlegum framförum -- ekki þrjóskast á móti þeim.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.12.2017 kl. 10:41

    12 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Greyið mitt gráa, þér er ekki viðbjargandi. 

    Karlmaður, fæddur með drengstippi, verður alltaf karlmaður, þótt reynt sé að bæla það niður með hormónum og sníða hann til. Þetta kynferði hans birtist í hverri einustu frumu líkama hans. En þú hallast að gervifræðum.

    Jón Valur Jensson, 13.12.2017 kl. 12:36

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband