Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði fer fram í Katalóníu gegn vilja stjórnvalda Spánar er reyna allt til að hindra og skemma framkvæmd

Eitt af vandamálunum er stjórnarskrá Spánar frá 1978 er segir - samband héraða við Spán órjúfanlegt. Stjórnarskrárdómstóll Spánar hefur fyrir bragðið lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Ríkisstjórn Spánar með Mariano Rajoy í fararbroddi hefur ávalt sagt að það komi ekki til greina að heimila eða umbera að atkvæðagreiðslan fari fram.
--Ríkisstjórn Spánar hefur sent 5000 lögreglumenn, með fyrirskipanir um að tryggja að engar kosningamiðstöðvar verði settar upp í opinberum byggingum.
--Í sl. viku var fjöldi embættismanna héraðsstjórnar Katalóníu handteknir, fyrir óhlýðni við spænsk stjórnvöld og fyrir að umbera lögbrot.
--Á sama tíma var hald lagt á mikið magn kjörgagna af hálfu spanskra yfirvalda.

  • Spænsk yfirvöld vilja meina að þau hafi lagt meira eða minna í rúst skipulag atkvæðagreiðslunnar.

Þrátt fyrir þetta segja 2/3 bæjar- og borgarstjóra í Katalóníu ætla heimila atkvæðagreiðslunni að fara fram.
--Búist er við miklum mannfjölda á götum og torgum helstu borga Katalóníu á sunnudag er atkvæðagreiðslan skal fara fram.

Og skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar segjast hafa virkjað varaáætlanir, að atkvæðagreiðslan fari fram. Virðist hugmynd skipuleggjenda að nota fjöldann til að torvelda ríkislögreglunni sitt starf.

Spain says most potential voting stations for Catalan vote closed

Catalans occupy 160 schools in bid to allow referendum

What happens after the Catalan vote takes place?

http://www.seville-traveller.com/wp-content/uploads/2015/09/political-map-of-Spain.gif

Ef allt fer sem horfir mætast stálinn sinn á sunnudag er atkvæðagreiðslan fer fram!

Áhugaverðasta spurningin snýr að héraðslögreglunni 17th. manna, ef þeir hafa sig lítt frammi er á reynir -- er vafasamt að 5.000 lögreglumenn - sem spænsk stjórnvöld sendu sérstaklega á vettvang, séu færir um að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.

En skipanir liggja fyrir frá spænskum yfirvöldum til lögreglumanna í héraðinu og þeirra sem spænsk yfirvöld sendu sérstaklega á vettvang - að gera allt til að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.

Catalonia’s economic strength fuels independence push

  1. Katalónía er auðugasta hérað Spánar, um 19% heildarhagkerfisins.
  2. Meðalhagsæld íbúa er vel yfir meðaltali spánar.
  3. Katalónía hafi á að skipa blómlegri iðnaði en önnur héröð Spánar.
  4. Og hafi Katalónía undanfarin ár fengið til sín hlutfallslega meiri erlendar fjárfestingu en önnur héröð Spánar.

Sumir telja að það sé ekki síst - hlutfallsleg efnahagsleg velsæld Katalóníu, er skapi áhugann á sjálfstæði frá Spáni. En mörgum í Katalóníu finnist blóðugt að sjá skattfé frá héraðinu fara til annarra héraða þ.s. skatttekjur er renna til Madrídar frá Katalóníu eru einnig ofan við meðaltal, vegna hlutfallslegs ríkidæmis héraðsins.

  • Þetta auðvitað þíðir að það liggja miklir hagsmunir í því fyrir spænska ríkið, að halda í allt þetta skattfé.
  • Og auðvitað fyrir fátækari héröð Spánar, að geta fengið hluta af því skattfé sem styrki frá ríkisstjórn Spánar.

--Líklega sé þar með stuðningur við sjálfstæði Katalóníu óverulegur utan Katalóníu sjálfrar.

Hinn bóginn virðist mér að harkan í nálgun spænskra stjórnvalda sé ekki líkleg til að sefa sjálfstæðisþorsta Katalóna. Það þveröfuga virðist mér sennilegt að ef spönskum stjórnvöldum tekst að hindra það að verulegu leiti að atkvæðagreiðslan fari fram, þá sé það líklegt að gera mörgum katalónskum sjálfstæðissinnum heitt í hamsi.

 

Niðurstaða

Það er ólíkt til að jafna nálgun stjórnvalda á Spáni og stjórnvalda í Bretlandi. En fyrir örfáum árum heimiluðu bresk stjórnvöld almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sú atkvæðagreiðsla eins og flestir ættu að muna fór þannig að naumur meirihluti greiddra atkvæða studdi áframhaldandi samband skotlands við Bretland.
--Bresk yfirvöld höfðu lofað fyrirfram að virða niðurstöðuna hvor sem hún yrði.

Mér virðist það sé alveg möguleiki til staðar að aðfarir spænskra stjórnvalda geti orsakað á einhverjum enda - átök við sjálfstæðissinnaða Katalóna. Þá meina ég átök sem feli í sér eitthvað meira en fjölmennar mótmælastöður á götum og torgum.
--Ef spænsk stjórnvöld vildu vera skynsöm, ættu þau að boða allar héraðsstjórnir Spánar til viðræðna um framtíðar fyrirkomulag sambands þeirra við Spán.

En lausnin getur vel legið í auknu sjálforræði, og því að héröð haldi eftir hluta skatttekna -- í stað þess að féð renni allt til Madrídar og einungis til baka í samræmi við vilja og dynnti stjórnvalda í Madríd.
--En það virðist að deilan við Katalóníu hafi byrjað sem deila um skattfé.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið með Spán er, að þeir eru ekki eins séðir og bretar ... stór hópur Skota, eru bretar og ekki skotar.  Sama á við um Kína, sem hafa sjálfsagt lært þetta af bretum ... en þeir hafa gert gífurlegan innflutning af meginlands kínverjum inn í Hong Kong.  Þannig að Hong Kong búar, eru í stórfelldum vandræðum og "sjálfstæði" þeirra ... útilokað.

Spánn, er aftur á móti alltof "barnalegir" og gera þetta ekki :-)

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 22:56

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ánægjulegt að mér hafi tekist að þroska þig aðeins Einar.

Síðast þegar sambærilegur atburður gerðist kallaðir þú ákaft eftir að fólkið væri drepið sem sóttist eftir aukinnii slálfstjórn.

Þú orðaðir það sem svo að ríkinu væri fullkomlega heimilt að beita hernum til að halda ríkinu saman.

Þetta var að sjálfsögðu Donbass og Luhansk héröðin í Úkrainu,sem sóttust ekki einu sinnii eftir sjálfstæði heldur réttinum til að halda eftir auknum hluta af skattfé.

Ástæðan var að þeir töldu með réttu eða röngu ,að þeir sem stærstu skattgreiðendur landsins ættu að njóta skattpeninga í meiri mæli en þeir gerðu.

Stjórnvöld í Úkrainu fóru strax og án nokkurra viðræðna ,og með fullum stuðningi þínumm ,og byrjuðu að drepa fólkið.

.

Nú virðist þú hafa þroskast nokkuð og vilt frekar viðræður en manndráp.

.

Af því að þú ert krati ert þú alveg ófær um að læra af sögunni eða að skilja hvernig fólk virkar yfir höfuð.

Það sem við erum að horfa á í Katalóníu er vægt tilfelli af fjölmenningu að liðast í sundur.

Nú þegar harðnar á dalnum hafa Katalónar komist að þeirri niðurstöðu að afkoma þeirra verði betri ef þeir losa sig frá fátækari hlutum Spánar.

Þetta stafar af fjölmenningu í landinu. Katalónar hafa einfaldlega ekki samkennd með öðrum íbúum Spánar þegar harðnar á dalnum.

Þeir hugsa einfaldlega fyrst og síðast um afkomu eigin ættbálks.

Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það. Svona er mannskepnan.

.

Það er fullt af svona tímasprengjum út umm alla Evrópu og þrýstingurinn í þeim mörgum er stöpugt að aukast.

Staðan er ekki allstaðar með sama hætti,en af sama meiði.

.

Illkynja fjölmenning er svo það sem er stundað í Vestur Evrópu ,þar sem alls óskyldir þjóðfélagshópar sem eiga enga sameiginlegar rætur og hafa enga samkennd hver með öðrum ,rotta sig saman í hverfum.

Þegar erfiðleikar steðja að ,sýður upp úr á milli þessara hópa. Þarna er engin aðgreining möguleg eins og í Katalóníu og Donbass.

Menn munu standa gráir fyrir járnum á götuhornum og við sjáum senur eins og í Sýrlandi og Ruanda.

Þessu eru allir búnir að átta sig á ,nema Svíar. Þeir virðast ennþá lifa í draumnum um fjölmenningu.

Lausnarorðið í dag er aðlögun.

Ég held að flestir geri sér í raun grein fyrir að það er ekkert til sem heitir að aðlaga svona fjölmenna hópa innflytjenda. Þeir eru og verða alltaf sérstök þjóð innan ríkisins.

Í aðstæðum sem þessum er raunar ekkert annað í boði en fjölmenning.

Ég veit ekki af hverju menn eru að japla á þessu orði ,Aðlögun,  en sennilegast er að stjórnmálamenn séu að reyna að breiða yfir hversu herfileg mistök þeir gerðu með að leyfa óheftann innflutning á fólki til Evrópu.

Mistökinn eru einfaldlega of hrikaleg til að þeir treysti sér til að standa frammi fyrir því ,eða öllu heldur að standa frammii fyrir kjósendum og viðurkenna fyrir þeim hvað þeir hafa gert.

.

Þegar afkomendur okkar fara í bókasafnið munu þeir finna bókina um Merkel í sömu hillu og bókina um Hitler,Quisling Idi Amin og Rauðu Knmerna.

.

Bókin um Putin verður aftur á móti í gullbandi í sömu hillu og Ganhi, Mandela og Martin Luter og verður ekki lánuð út af safninu. 

.

En hvað verður um Katalóníu,?

Þarna mu Evrópusambandið ráða för.

Ríkjum er lang oftast mjög illa við svona aðskilnaðarhreyfingar og ESB er engin undantekning frá því.

Þetta hafa Krímverjar fengið að reyna í gegnum árin og ekki síst nú í dag.

En ESB vill heldur ekki standa fyrir annarri borgarastyrjöld í Evrópu eins og það gerði í Úkrainu.

Mér finnst því líklegast að ESB sé núna að gera Katalónum ljóst "as we speak" að þeir muni ekki fá aðgang að ESB og muni jafnvel verða sniðgengnir af sambandinu.

Vistin í Katalóniu verður ekki góð með umlukið fjandsamlegu Evrópusambandi.

Á sama tíma er verið að segja Spánverjum að þeir verði að semja um  meiri sjálfstjórn Kataloniu ,ella verða fyrir reiði sambandsins.

Eins og staðan er hjá Spánverjum núna er örugglega verra að baka sér reiði ESB og Evrópska Seðlabankans en að missa Katalóníu

Minn peningur er því á aukna sjálfstjórn ,því bæði Katalonia og Spánn eru ofurseld ESB. 

Borgþór Jónsson, 1.10.2017 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 856020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband