Hvað gerist ef leiðtogar Katalóníu lísa yfir sjálfstæði frá Spáni?

Sjálfsagt vita margir að almenn atkvæðagreiðsla þar sem kjósendur voru spurðir um það hvort Katalónía ætti að vera sjálfstæð frá Spáni eða ekki - fór fram á Sunnudag. Þrátt fyrir að yfirvöld á Spáni reyndu allt sem þau gátu til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.

Violence erupts as Catalans vote on split from Spain

From batons to barbecues, Catalan vote exposes police divisions

Catalan leader accuses Spain of 'unjustified violence' in referendum crackdown

http://www.seville-traveller.com/wp-content/uploads/2015/09/political-map-of-Spain.gif

Leiðtogar héraðsstjórnar Katalóníu hafa sagt munu lísa yfir sjálfstæði frá Spáni, ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er á þá lund að meirihluti atkvæða falli á þann veg!

Katalónía er að sjálfsögðu efnahagslega séð fullkomlega sjálfbær - ef út í það er farið, með nokkru stærra heildarhagkerfi en Portúgal, ca. 19% af heildarhagkerfið Spánar.

Hinn bóginn bendir ekkert til þess að spænsk yfirvöld hafi nokkurn hinn minnsta áhuga á að heimila héraðinu að - slíta sig frá Spáni.

  1. Lagatæknilega séð, er aðgerð héraðsstjórnarinnar kolólögleg, og hefur stjórnarskrárdómstóll Spánar líst atkvæðagreiðsluna ólöglega.
  2. Það er því fullkomlega í samræmi við lög Spánar, að um 5.000 manna lögreglulið sé sent af hálfu ríkisstjórnar Spánar - í tilraun til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.
  3. Eins og mig grunaði, gerði héraðslögregla Katalóníu ca. 17.000 lítt til að trufla gang atkvæðagreiðslunnar - virðist hún því víða um Katalóníu hafa farið fram.
  4. Meðan að spænska ríkislögreglan beitti sér einkum í Barcelóna borg sjálfri. Aðgerðir sem fengu mikla fjölmiðla-athygli.

--Héraðsstjórnin viðurkennir að spænska ríkislögreglan hafi nokkuð náð að trufla.

Þar sem að ríkisstjórn Spánar hefur líst alla aðgerðina lögbrot - þá má þess vænta að öllum líkindum að hún hundsi pent yfirlísingu héraðsstjórnarinnar um sjálfstæði.

Fyrir utan að, líklega mun Madríd - setja héraðsstjórn Katalóníu af, og taka yfir stjórn héraðsins. Sem er mögulegt að gera, í skilgreindu neyðarástandi.

Það þíddi líklega að héraðsstjórnin eins og hún legði sig, sennilega væri þá handtekin, og látin sæta refsiramma spænskra laga.

  • Í kjölfarið þyrfti spænska ríkið líklega að senda þjóðvarðaliða til héraðsins, því líklegt virðist að héraðslögreglan hafi of mikla samúð með sjálfstæðishreyfingunni til að vera - samvinnuþíð.

--Það er þá spurning hvað mundi gerast, þaðan í frá?

En það væri a.m.k. tæknilega mögulegt að sjálfstæðishreyfingin eða a.m.k. hluti hennar, mundi þá gerast - róttækur.

Ég er að meina, það gæti jafnvel gosið upp - skæruhreyfing, eins og í Baskahéröðum í áratugi á árum áður.

--Hættan væri þá, að efnahagslega séð blómlegasta hérað Spánar yrði fyrir verulegu tjóni.

Ekkert af þessu er orðið enn - kannski munu þess í stað spænsk yfirvöld leita sátta.
Hinn bóginn virðast líkur þar um - ekki miklar ef mið er tekið af afstöðu Mariano Rajoy.

 

Niðurstaða

Ég held að lausn á þessari deilu sé ákaflega möguleg, ef vilji til að leita málamiðlana væri til staðar. En eins og ég benti á í gær, þá virðist deilan hafa hafist út af deilum um skattfé héraðsstjórnarinnar - sem hún vill fá að  nota heima fyrir. Eins og nú er, rennur það allt til Madrídar - og síðan skaffar Madríd skv. fjárlögum fé til baka.

Í Bretlandi hefur breska ríkisstjórnin nú árum saman heimilað Skotlandi að halda eftir hluta af skatttekjum, og Skotland fékk fyrir nokkru árafjöld töluvert sjálfsforræði.

Mig grunar að sambærileg réttindi mundu duga katalónum.
--Það væri mun skárra en að taka áhættuna af því.
--Að hugsanlega alvarleg átök gjósi upp, með öllu því tjóni sem slík átök geta valdið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er það sem þeir gera: https://www.rt.com/news/405287-spains-pm-says-there-was-no-referendum/

Það voru mistök hjá þeim að senda lögregluna.  Þeir hefðu átt aðs enda lögfræðing.  Segja: "þetta er ólöglegt, þess vegna munum vin hunsa ykkur."

En nei.  Þeir eru hræddir um að héraðið lýsi bara einhliða yfir sjálfstæði.  Ef það tekst, sama hvernig, þá missa þeir ríkasta hérað landisns.

Þeir hefðu átt að semja við þá, ekki vera með þessa þrjósku.

Nú fer þetta illa.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.10.2017 kl. 19:44

2 Smámynd: Merry

Sjáðu þetta hér Einar,  lögreglan er skipað að starfa svona - hvað mun ESB segja? Ég held ekki að þeir muni segja neitt.

https://youtu.be/APsHNIrS7-s

Merry, 1.10.2017 kl. 22:52

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér þætti með ólíkindum ef Katalónar pressa fram sjálfstæði.

Þó ríkið sé blómlegt í dag mundi kjörin versna fljótt með viðskiftaþvinganir frá Spáni á aðra hönd og fjandsamlegt Frakkland á hina.

Þó Frakkar hafi haldið sér til hlés ,allavega opinberlega, munu þeir á nokkurs vafa snúast harkalega gegn Katalóníu.

Það sem Frakka vantar síst af öllu er að Landssvæði á þessu svæði nái að knýja fram sjálfstæði. Þá gæti Korsíka farið að hugsa sér til hreyfings aftur.

Forystumenn Katalóníu þurfa að vera meira en lítð ofstækisfullir ef þeir horfa fram hjá þessu.

Þar sem deilan er fyrst og fremst vegna fjármuni, verður hún leyst áður en upp úr síður.

En meðan á samningum stendur munu Katalónar örugglega halda pressunni með því að tala um sjálfstæði.

Borgþór Jónsson, 1.10.2017 kl. 23:28

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, hægt að skilja það með þeim hætti að tilgangur á endanum sé að knýja fram endurskiptingu fjármuna. Hinn bóginn hófst deilan á þeim punkti. Sjálfstæðissinnarnir virðast heitari þeir sem ráða nú - en þeir sem réðu á kjörtímabilinu á undan. Ég er ekkert viss þar af leiðandi að þeir sem nú ráða í héraðinu meini ekki þetta með - sjálfstæði.
--Óvíst þó að róttækir sjálfstæðissinnar hafi a.m.k. enn verulegan almennan stuðning héraðsbúa.

    • Vissulega mundu þrengja að efnahag, þ.s. Katalónía fengi ekki sjálfkrafa aðild að viðskiptasamningum - mundi vera litið á hana sem nýtt ríki, sem yrði að hefja aðildarferli - þá yrði að semja um alla hluti.
      --Þarf sennilega ekki viðskiptaþvinganir eiginlegar.

    • Skotum hefur einnig verið bent á það sama, að þeir þurfa að semja um sjálfstæðiskröfur -- hinn bóginn eru Bretar mun sveigjanlegri og gætu heimilað slíkt, ef Skotar samþykkja kröfur sbr. að taka við skuldum Bretlandseyja í hlutfalli við þjóðarframleiðslu, og fallast á þær aðrar kröfur sem Bretar koma fram með.
      --Aftur á móti virðist ósennilegt að Spánarstjórn, fallist á sjálfstæði Katalóníu undir nokkrum kringumstæðum.

    Spanska ríkið mundi líklega beita þjóðvarðarliðum og eigin hersveitum til að viðhalda lögum Spánar, þar.
    Frekar en að láta héraðið af hendi, og taka þá hugsanlega áhættu af átökum - eins og árum áður í Baskahéröðum.

    En mér finnst að það ætti að vera mögulegt fyrir Spán að heimila viðbótar takmarkað sjálfsforræði og að Katalónía héldi eftir hluta skatttekna heima fyrir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.10.2017 kl. 07:08

    5 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Það er til lítils fyrri Kataloníu að lýsa yfir sjálfstæði nema að ESB samþykki þá ákvörðun; sem að ESB vil væntanlega  ekki gera.

    (=Af þvíað katalónía er/yrði háð ESB vegna Evrunnar sem að þeir nota).

    Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 10:22

    6 Smámynd: Jón Þórhallsson

    ESB vil væntanlega að spánn tali einni röddu gagnvart ESB.

    Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 11:57

    7 identicon

    Í öllum tilvikum er þetta slæmt mál ...

    Í fyrsta lagi, getur Spánn gengið milli bols og höfuðs á andspyrnunni ... ef þeir vildu.  Þeir gera það ekki, sem betur fer ... en spurning hvort ekki væri betra fyrir allan heimin, að þeir gerðu það.  Að halda að einhver skríll gangi út á götur og lýsi yfir sjálfstæði sé eitthvað "gott" mál, er hrein fáfræði. Maður getur sagt sjálfum sér að spönsk yfirvöld taki rangt á málunum, en maður þekkir ekki öll atriði.

    Hér er um að ræða glæpamensku, þar sem ákveðin fjárhagsöfl eru að hvetja til upplausnar og sundrungar innan Evrópu. Að halda að einhverjar vesalingar í Katelóniu, sem gætu ekki einu sinni fundið upp klósett að skíta í, gangi út og "lýsi" yfir sjálfstæði sé einhver lausn ... er alveg út í hött. Að þeir þurfi yfir höfuð að gera þetta, sýnir að Katelónía hefur enga "stjórn" og er því ekki fær um málið. Ef þú þarft að fara á fund Konungs, og "biðja" um sjálfstæði ... hefurðu engan þann styrk, getu eða kunnáttu til að "hafa" sjálfstæði.

    punktur og pasta.

    Það sem verið að gera, er skapa upplausn, óreiðu ... og mögulega standa að borgarastyrjöld innan Evrópu.  Og með allan þann fjölda af "útlendingum" innan landamæra hvers ríkis, einnig Íslands ... haldið þið virkilega, að þið komist heilir á skinninu út úr því fári?

    Eruð þið með hausinn alveg á "kafi" í þjóðsögunum og ævintýrum.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 12:52

    8 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Einar ,sennilega er þetta rétt hjá þér ,eins og ég skil þig.

    Ræturnar af þessu eru sennilega tvennskonar. 

    Flestir líta á þetta sem von um betri afkomu ,en innan Katalóníu er líka minni hópur sem lítur á þetta sem endurheimt Aragon.

    Þjóðerniskennd er einkennilegur hlutur,hún deyr aldrei. Alveg sama hvernig henni er misþyrmt og hversu lengi hún þarf að lyggja í dvala.

    Þegar réttar aðstæður skapast ,blossar hún upp aftur. Hún er eins og trúarbrögð að þessu leiti.

    Og það er einmitt að gerast í Katalóníu núna. Tiltölulega lítill hópur þjóðernissinna hefur nú fengið blússandi byr,vegna efnahagsaðstæðna og margt bendir til að það verði endurvakið ríki sem hefur ekki verið til í 450 ár. Römm er sú taug sem rekka dregur.

    Svæðið sem núna stefnir á sjálfstæði er mun minna em Aragon var og mér finst einsýnt að hið nýja Aragon muni í framhaldinu gera landakröfur suður með Miðjarðarhafsströnd Spánar.

    .

    Ég er ekki talsmaður Balkaniseringar af ýmsum ástæðum.

    Í fyrsta lagi þá held ég að þetta dragi úr stöðugleika og komi sér illa fyrir íbúana til lengri tíma.

    Það verður miklu auðveldara að tuska Katalóníu til hernaðarlega eða efnahagslega heldur en Spán.

    .

    Í annan stað leiðir Balkanisering oft á tíðum til hörmunga og grófrar mismununar hluta íbúanna.

    Ágæt dæmi um þetta eru Litháen ,sem var einskonar Balkanisering á Sovétríkjunum ,og Kosovo sem er hluti Balkaniseringar á Júgóslavíu.

    .

    Í Litháen fékk fólk sem fætt var erlendis ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt þó það hefði búið alla æfi í Litháen.

    Þetta fólk var nær eingöngu Rússar.

    Í tuttugu ár gat þetta fólk ekki ferðast af því það fékk ekki vegabréf. Þegar ESB gerði athugasemdir við þessi mannréttindabrot leystu þeir málið með að gefa út sérstök vegabréf,sem virka í raun eins og Davíðsstjarnan forðum.

    Litháenska ríkið mismnar þessu fólki kerfisbundið. 

    Það hefur að sjálfsögðu ekki kosningarétt og getur ekki gegnt opinberum störfum.

    Það hefur að sjálfsögðu ekki aðgang að neinum styrkjakerfum og í sumum tilfellum nýtur það ekki eftirlauna.

    Rússar hafa brugðist við þessu með því að borga því fólki eftirlaun.

    Í Litháen er bannað að tala Rússsnesku opinberlega eða skrifa með nokkrum hætti. Veitingahúsum er til dæmis bannað að skrifa matseðil á Rússnessku ,jafnvel sem aukamáli á matseðlinum.

    Þessu er fylgt eftir af sérstökum lögreglusveitum og viðurlögin eru sektir eða fangelsisvist við ítrekuð brot.

    Í einkageiranum er það nú þannig að végabréfið góða sem Russarnir fengu er nú orðið merki fyrir atvinnurekendur og aðra ,að þeir geti níðst á þessu fólki að vild og missmunað því.

    Vegabréfið sýnir að þarna fer fólk sem nýtur ekki verndar Litháenska ríkisins,enda lætur Litháeensska ríkið þetta algerlega óáreitt.

    Vegabréfið gerir þeim kleyft að sigta út þetta fólk.

    .

    Í Kosovo,sem er annað dæmi um Balkaniseringu og raunar heitir Balkaniseringin eftir atburðum þar.

    Þar er ástandið ennú verra.

    Þar er hreinlega verið að útrýma kerfisbundið Serbum sem hafa alla sína hundstíð búið þar, mann fram af manni. Yfirvöld og friðargæsluliðið á svæðinu gerir ekkert þesu fólki til bjargar og þetta fær enga umfjöllun á vesturlöndum.

    Eitt af því sem er stundað þar er að Kossovo Albanarnir skjóta á heimili Serbanna á nóttunni. Þeir skjóta ekki fólið heldur á húsin.

    Yfirvöld aðhafast ekkert fólinu til bjargar. Friðargæsluliðið aðhefst heldur ekki neitt.

    Þegar íbúarnir bugast ,eru þeir fluttir í "öruggt skjól" af friðargæsluliðinu.

    Næsta dag flytur Kosov Albani inn í húsið án nokkurra afskifta opinberra aðila eða friðargæsluliðs.

    Eftir stutta dvöl í hinu "örugga skjóli" hrökklast þetta fólk venjulega allslaust úr landi.

    Svona virkar Balkanisering í mjög mörgum tilfellum.

    .

    Við vitum að sjálfsögðu ekki hvernig Balkanisering Spánar muni ganga fyrir sig.

    Kannski nota Katalónar Rússnesku aðferðina og allir íbúar landsins verða einfaldlega Katalónar, en þeir sem ekki vija una því flytja einfaldlega burt í friði.

    Í þessu eins og fleiru voru Rússar algerlega til fyrirmyndar,enda býr þar einstaklega hjartahlýtt og gott fólk.

    Borgþór Jónsson, 2.10.2017 kl. 12:59

    9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Katalóníumenn geta samkvæmt lögum SÞ lýst sig sem nýtt land /þjóð eins og Palestínumenn og ef Vestmannaeyringar vildu það. Eitt bréf með yfirlýsingu nægir.

    Valdimar Samúelsson, 2.10.2017 kl. 17:13

    10 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Þyrftu þeir þá ekki að sækja um aðild að ESB sem nýtt land með nýja stjórn?

    Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 17:59

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór, "Kannski nota Katalónar Rússnesku aðferðina og allir íbúar landsins verða einfaldlega Katalónar, en þeir sem ekki vija una því flytja einfaldlega burt í friði." - "Í þessu eins og fleiru voru Rússar algerlega til fyrirmyndar,enda býr þar einstaklega hjartahlýtt og gott fólk."

    Þú og þínar makalausu sagnfræðilegu túlkanir - við vitum að ekkert landsvæði sem ekki hefur "ethnic" rússneska íbúa tilheyrir Rússlandi - vegna góðsemi Rússa. Allar þjóðir sem Rússar hafa nokkru sinni ráðið yfir, tóku þeir yfir með hervaldi.

    Þetta er hvers vegna Rússar hafa oft verið hataðir af þeim þjóðum sem þeir ráða yfir - og hvers vegna eiginlega alltaf þegar rússneska ríkið veikist einhverra hluta vegna, að þá brjótast út vopnaðar uppreisnir einhverrar slíkrar þjóðar.

    Þ.e. þetta hatur sem ég vísa til, sem veldur sannarlega dapurlegri meðferð Eystrasaltþjóðanna á Rússum - en þú lætur alfarið vera að muna eftir þeim tugum þúsunda íbúa Eystrasaltlandanna er myrtar voru á tímum þeirrar ógnarstjórnar sem Rússland beitti þeirra landsvæði -- fyrstu áratugina eftir yfirtökuna 1940. Það að síðar slaknaði á valdstjórn Rússa yfir löndunum, þíddi ekki að allur sá fjöldi sem var myrtur -- hafi gleymst af hinum íbúunum.

    Þegar slíkar aðfarir eiga sér stað -- byggist upp hatur sem tekur margar kynslóðir að kulna.

    Varðandi Bosníu - gætir sama vanda hjá þér að -- stara algerlega einhliða á málið. En þú gleymir gersamlega fjöldamorðum Serba á þúsundum Bosníu Múslima í Bosníu-stríðinu
    --Þau morð hafa skapað þetta haturs ástand, sem skapar það ástand að bláir hjálmar SÞ þurfa að sérstaklega vernda byggðir Serba þar.

    ---------------------------
    Ef þú notar orðið "balkaníseríngu" getur þú byrjað 1918, er Austurríki-Ungverjaland keisaradæmið lagði upp laupana, og nokkrar þjóðir risu upp og hrifsuðu til sín sjálfstæði.

      • Rússland er að mörgu leiti - síðasta gamla fjölþjóðlega keisaradæmið.

      • Einnig haldið saman með hervaldi.

      Þetta er líklega hvers vegna Rússland viðheldur svo fjölmennum her, langtum stærri en þarf til þess að verja landamærin. Til þess að viðhalda nægilegri ógn - í innlendu samhengi. Svo þjóðirnar aðrir en Rússar, fái ekki - hugmyndir að þær geti risið upp, eins og Téténar reyndy og næstum tókst.

      --Landi einungis haldið saman með valdi, auðvitað mun tapa landsvæðum ef ríkið í miðjunni hrynur saman af einhverri ástæðu.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 2.10.2017 kl. 19:21

      12 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Þú misskilur mig aðeins þarna.

      Það sem ég átti við var að maður sem var fæddur í Litháen en var búsettur í Moskvu við hrun Sovétríkjanna varð sjálfkrafa Rússi með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

      Ef þeir vildu ekki una þessu,giltu sömu lög um þá og aðra útlendinga. Reyndar þurftu þeir að mæta á kontorinn og staðfesta vilja sinn. 

      Litháar fóru aðra leið eins og við vitum.

      Og ofan á þetta voru fyrrum ríki Sovétríkjanna leist út með gjöfum,af því að Rússar borguðu einir allar skuldir Sovétríkjanna.

      Upphaflega var meiningin að Evrópuhluti Sovétrikjanna og Kasakstan mundu greiða hlutfallslega,en þau gerðu það ekki og Rússar borguðu allt.

      .

      Varðandi hjaðningavígin í Litháen.

      Ég vil minna á að það voru ekki Rússar sem stóðu fyrir þeim heldur Sovétríkin.

      Kannski var Sovétmönnum þungt í skapi vegna framgöngu Litháa í stríðinu . Hún var ekki beinlínis geðsleg eins og þú veist.

      Þú verður að hafa í huga að Rússland er ekki Sovétríkin. Sovétríkin voru einfaldlega allt annað ríki ,ríki þar sem Litháar voru einmitt áberandi í NKVD og KGB og þar á meðal faðir núverandi forseta Litháen. Margt bendir til að forseti Litháen hafi verið á framabraut í KGB þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 

      Sovétríkjunum var sjaldnast stjórnað af Rússa og vissulega ekki á þeim tímum sem verstu glæpirnir voru framdir þar.

      Rússar voru á engan hátt undanþegnir því harðræði sem viðgekkst í Sovétríkjunum þegar verst lét.

      Það eru nokkur nöfn í uphafssögu Sovétríkjanna sem við þekkjum best.

      Ég held að af öðrum ólöstuðum hafi Stalin og Beria verið ógeðfelldustu mennirnir í því teymi. Þeir voru báðir Georgíumenn.

      Lenin var svo Rússi ,og sennilega skástur af þeim og Trotsky var Úkrainumaður.

      Sovétrrikin voru einfaldlega allt annað land en Rússland og sjaldnast stjórnað af Rússum.

      Ef þú hefur einhverja hvöt til að hatast út í það sem tengjast Sovétríkjunum sálugu ,væri eðlilegast fyrir þig að snúa hatri þínu að Georgíumönnum. Þeir lögðu línurnar fyrir Sovétríkin og fyrirskipuðu öll verstu illvirkin.

      Voru Rússneskir forystumenn Kommúnistaflokksins eitthvað betri á þessum upphafsárum og fram yfir stríð?

      Nei,en þeir voru svo sannarlega ekki verri.

      .

      Munurinn á Rússlandi og mörgum ríkjum Sovétríkjanna er sá að þegar þau liðu undir lok þá ákváðu Rússar að þetta væri nýtt land og þeir ætluðu að byrja upp á nýtt og vingast við heiminn.

      Mörg hinna ríkjanna byrjuðu strax að ota fingri að Rússlandi og kenna þeim einum um.

      Sumpart var þetta gert í hagnaðarskyni ,af því að viðkvæðið var alltaf að Rússar skulduðu þeim eitthvað. Þetta endaði með að Rússar borguðu allar skuldir þeirra ,til að halda friðinn.

      En það dugði ekki til,enn í dag eru Rússar rukkaðir.

      Sumpart er þetta af því að fólk sem fylgdi Nasistum að málum í stríðinu komst aftur til valda.

      Það hafí engu gleymt.

      NATO kynti svo undir ófriðnum. NATO slakaði aldrei á hernaðinum gegn Rússlandi ,enda hafði ekkert breyst í þeirra huga. Þeir voru ennþá á höttunumm eftir Rússneska auðnum á sama hátt og Pólsk Litháenska sambandið .Napoleon og Hitler. Þarna er enginn grundvallarmunur,aðeins ný nöfn.

      Pólsk Litháenska sambandið var sá eini af þessum aðilum sem náði fótfestu í Rússlandi.

      Harðræði þeirra gagnvart hinum hernumdu svæðum var svo yfirgengilegt of ógeðfellt ,að það var umtalað  við Evrópsku hirðirnar og kölluðu stjórnendur í Evrópu á þeim tímum ekki allt ömmu sína í þeim efnum.

      Þetta geturðu lesið um í sögubókum.

      Pólskir þjóðeernissinnar og aðilar innan Pólska hersins eru ennþá með hundshaus yfir að Rússar skyldu eyða pólska stórveldinu.

      Og ekki bætir úr skáka misheppnuð tilraun Pólverja 1920 til að endurheimta hluta þessa veldis.

      .

      Eftir að rykið settist eftir fall Sovétríkjanna hafa Rússar aldrei sýnt Eystrasaltsríkjunum óvild,þvert á móti hefur Rússland leitast við að halda við gömlum viðskiftaleiðum og samvinnu.

      Til dæmis hefur verulegur hluti Þjóðarframleiðslu Lettlands komið frá flutningastarfsemi fyrir Rússneska aðila.

      Þarna var bæði um að ræða hafnarstarfsemi og stór landflutningafyrirtæki

      Nú er þetta smá saman að leggjast af,af því Lettland er orðið svo fjandsamlegt Rússlandi ,að þeir geta ekki lengur treyst þeim fyrir þessum flutningum.

      Síðan nefna Lettar þetta sem dæmi um kúgun Rússa.

      En vasar stjórnarherranna bólgna.

      Vandamálin í samstarfinu eru öll tengd óvild valdhaf þessara ríkja og því að í hvert skifti sem þeir sýna Rússlandi einhverja óvild eða gera þeim einhverja skráveifu, berst þeim greiðsla frá Bandaríkjunum. Og ráðamönnum þessara ríkja finnst þeir aldrei vera nógu ríkir. Og hagsmunum íbúa þessara ríkja er kastað fyrir ljónin svo þessi óþverralýður geti hagnast.

      .

      Eystrasaltsríkin gætu sannarlega lært af Rússum í þessum efnum og líf þeirra yrði betra í framhaldi af því.

      Eins og þú kannski mannst þá réðust Þjóðverjar inn í Sovétríkin á sama tima og þeir atburðir sem þú vitnar til áttu sér stað.

      Þjóðverjar léku Sovétmenn býsna illa og ekki síst Rússa.

      Rússar bera engann kala til Þjóðverja í dag. Þeir óska bara eftir betri og meiri samskiftum og eiga við það gagnkvæmt hagkvæm viðskifti.

      Viðhorf Rússa er í grunninn, að það voru ekki Þjóðverjar sem réðust inn í Sovétríkin,það voru Nasistar. Við höfum enga ástæðu til að hatast við Þjóðverja.

      Af þessu gætu margir lært ,og þar á meðal þú með þitt kaldastríðsraus.

      .

      Rússland er langstæðsta ríki heims,fast að tvöfalt stærra en Bandaríkin. Landamæri Rússlands eru meira en tvöfalt stærri en Bandaríkjanna og við landamærin eða skammt frá Rússlandi eru mörg átakasvæði.

      Samt hafa Rússar verulega minni her en Bandaríkjamenn og eyða bara tíunda hluta þess sem Bandaríkjamenn gera til hermála.

      Við hvað eru Bandaríkjamenn hræddir? Er ástandið svona hættulegt innanlands  hjá þeim að þeir þurfa 50% stærri her en Rússar.

      Eða er hann kannski notaður til að kúga og eyða öðrum þjóðum.

      Þetta er eitthvað sem þú ættir að velta fyrir þér.

      Þú ættir líka að leiða hugann að því að á þessum átakasvæðum sem umlykja Rússland eru Bandaríkin alltaf hluti af vandanum. Ekki stundum,heldur ALLTAF.

      Það er merkilegt að þú skulir aldrei leiða hugann að því að þetta gæti verið eitthvað óeðlilegt. 

      Finnst þér virkilega ekkert athugavert við að Bandaríkjaher sé út um alla veröldina að drepa fólk og oft að koma af stað illindum og átökum.?

      .

      Til að enda þetta nú á góðum nótum vil ég bjóða lesendum á söngva og danssýnignu Kósakkanna.

      Eftir að hafa horft á hana finnur maður að þrátt fyrir þetta svartagallsraus okkar Einars,er heimurinn fullur af gleði,litadýrð ,skemmtilegum söngvum og fegurð.

      Sýningar Kósakkanna eru frábærar.

       Verði ykkur að góðu.

      .

      https://www.youtube.com/watch?v=DisPr_umLUs&list=RDDisPr_umLUs

      .

      Snjónum kyngir niður og fjölskyldan situr inni við arineldinn og fær sér í tána.

      Amman er búin að fá sér aðeins of mikið og er sofnuð í stólnum

      https://www.youtube.com/watch?v=6OXRMOAzG1U

      .

      En lífið er ekki alltaf eintóm gleði.

      Hér fer Victor Sorokin og kórinn á kostum í lagi sem í dag er tileinkað átökunum í Stalingrad.

      Lagið er samt eldra og fjallar um atburði sem urðu fyrir mörgum öldum síðan.

      There is a cliff on Volga.

      https://www.youtube.com/watch?v=QHtJ8BGc1Jk

      Borgþór Jónsson, 3.10.2017 kl. 08:00

      13 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Ég gleymdi því miður að ávarpa það eina sem við vorum þó sammála um,en það er að að lokum mun Rússland liðast í sundur.

      Þetta mun gerast nema það verði grundvallarbreytingar á pólitískum viðhorfum á heimsvísu.

      Það er að segja ef þjóðerniskennd hverfur aftur úr tísku ef svo má segja.

      Hinsvegar stendur Rússland mjög sterkt eins og er, af því að ennþá muna menn glöggt í Rússlandi hvernig Anarkismi Yeltsintímabilsins lék þjóðina.

      Önnur af mikilvægustu ástæðum fyrir vinsældum Putins í Rússlandi er einmitt að honum tókst að binda endi á óreiðuna sem var að drepa fólk í bókstaflegum skilningi.

      Hin ástæðan er að sjálfsögðu gríðarlega aukin velmegun almennings.

      .

      Ég hef meiri áhyggjur af Vesturlöndum í þessu samhengi þar sem samfélögin sjálf virðast vera að liðast í sundur í nokkrum ríkjum,einkum í Bandaríkjunum.

      Daglega eru "aftökur " á fólki í illvígum innanlandsátökum.

      Líf fólks er hiklaust eyðilagt með upplognum sökum ,enginn er óhultur.

      .

      Kyni er att gegn kyni

      Kynþætti gegn kynþætti

      Kynhneigð gegn kynhneigð

      Menntafólki gegn verkamönnum.

      Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á minni löngu ævi.

      Og því miður erum við Íslendingar að rangla í hugsunarleysi inn á þessa sömu braut sjálfseyðingar.

      Borgþór Jónsson, 3.10.2017 kl. 10:27

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Mars 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30
      31            

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (28.3.): 3
      • Sl. sólarhring: 7
      • Sl. viku: 36
      • Frá upphafi: 845414

      Annað

      • Innlit í dag: 3
      • Innlit sl. viku: 33
      • Gestir í dag: 3
      • IP-tölur í dag: 3

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband