31.8.2017 | 23:22
Þjóðarmorð í gangi í Myanmar - aðfarir virðast ekki síður ljótar en aðfarir ISIS liða í Sýrlandi eða Írak
Skv. fréttum virðist víðtæk þjóðernishreinsun í gangi á Rohingya fólkinu sem býr á landsvæði nærri landamærum Bangladesh.
--Sennilega sætir enginn hópur í heiminum eins alvarlegum ofsóknum, og Rohingar í Rakhine héraði í Myanmar.
--Að mörgu leiti minnir þetta á atburði er urðu í Rúvanda á 10. áratug 20. aldar.
En þá hófst skipulögð morðalda gegn svokölluðu Tútsi fólki, af öðrum hóp - Hútúum.
Þeir hópar hafa eldað grátt silfur við og við í Rúvanda og Búrúndi, í ca. miðri Afríku.
Með sama hætti, virðast ofsóknir gagnvart Rohingya fólkinu - þrautskipulagðar.
Með sambærilegum hætti, og gerðist í Rúvanda -- eru ríkjandi stjórnvöld og embættismenn, sjálf þátttakendur í ódæðunum.
- Þátttaka Aung San Suu Kyier sorgleg - miðað við að hún á árum árum barðist fyrir mannréttindum.
- Það er greinilegt, að til staðar eru alvarlegir og djúpstæðir fordómar.
Nearly 50,000 Rohingya flee violence in Myanmar
Thousands more Rohingya flee to border as Myanmar violence flares
This Is Why Tens Of Thousands Of People Are Fleeing Myanmar
- Fréttir virðast benda til þess, að víðtæk skipulögð hreinsunaraðgerð sé í gangi, þ.s. þorp Rohingya eru brennd - íbúar hraktir á flótta.
- Gerfihnattamyndir sýna fjölda þorpa brennandi á 10 svæðum nærri landamærum Bangladesh, á ca. 100km. belti.
Á sama tíma - hótar ríkisstjórn Burma alþjóða hjálparsamtökum öllu illu.
Fyrir meinta aðstoð við - hryðjuverkaöfl.
- En hryðjuverkaöfl - virðist nýja tískuorðið, sem notað er af ríkisstjórnum, sem stunda það að berja á - minnihlutahópum, eða andstöðuhópum hvers konar.
- Eða í þetta sinn, að heill minnihlutahópur - er skilgeindur, hryðjuverka-afl og þar með, réttdræpur.
- Þannig, séu hjálparsamtök sem gera tilraun til að aðstoða Rohingya sökuð um - aðstoð við hryðjuverkamenn.
--Þetta er víðri fjarlægð frá því að vera heilbrigð viðbrögð stjórnvalda.
--Er ættu að hafa það hlutverk, að vernda almenna borgara - að stilla til friðar.
Frekar en að sjálf stunda skipulagðar ofsóknir og morð á hluta eigin íbúa.
Það sé áhugavert - að lög landsins beinlínis skilgreina Rohingya -- réttlausa með öllu!
--Þó þeir hafi lifað í landinu um aldir!
- Eina skýringin sem við blasi.
- Séu ólík trúarbrögð!
Þ.e. meirihluti landsmanna er búddatrúar - meðan Rohingyar eru íslamtrúar.
Í þessu tilviki eru búddar að skipulega ofsækja fámennan minnihluta hóp sem meirihluta eru íslamtrúar.
--Það sérkennilega við það, er að Búdda sjálfur - boðaði frið, að sjálfsögðu ekki hatur.
Niðurstaða
Skipulögð þjóðarmorð/hreinsanir eru sem betur fer ekki algengir atburðir. Þess vegna eðlilega stuða atburðir af því tagi heimssamfélagið er þeir gerast. Enn minnast menn atburða í Rúvanda er um 800þ. manns voru myrtir, og atburða í Bosníu er þúsundir Bosníu múslima karlmanna voru myrtir með skipulögðum hætti - með hryllingi.
--Það sem virðist í gangi gegn Rohingya fólkinu, virðist fullkomlega standast samanburð við þá atburði.
- Það er líklega komin næg ástæða, til að standa fyrir alþjóðlegum refsiaðgerðum gagnvart Myanmar.
- Og hugsanlegun ákærum gagnvart landstjórnendum fyrir glæpi gegn mannkyni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög alvarlegt mál sem hefur farið of hljótt. En þakka þér upplýsingarnar, þú ert með bestu erlendu fréttaveituna hér á landi, nú um stundir.
Sveinn R. Pálsson, 1.9.2017 kl. 10:01
Þig vantar enn meiri upplýsingar. Og þessar eru skrítnar: það eru Búddistar að gera þetta. Ekki beint þekktir fyrir militant hegðun, þeir, en samt komnir af stað, og byrjaðir að reka þessa Rohyngja gaura burt.
"https://www.rt.com/news/400816-myanmar-attack-army-police-rohingya/"
Q: "The Rohingya insurgency is one of the inter-ethnic conflicts in Myanmar that quickly escalated around the time the country won its independence from Britain in 1948. The original radical Muslim insurgency that began in 1947 had the goal of seceding part of Rakhine with the help of East Pakistan, which is present-day Bangladesh. The failed mujahedeen uprising was followed by several waves of insurgency over the years, led by groups such as RLP, RSO, ARNO, and, presently, ARSA, AA and others, with militants often hiding in jungles and believed to be training across the border in Bangladesh."
Búið að vera í gangi lengi, og farið að pirra aðra, sýnist mér. Menn geta ekki opereitað hryðjuverkahópum í hvaða landi sem er án þess að aðrir landsmenn gefist upp og útrými bara vandamálinu.
Vandamálið er, að "samfélagið er vatnið sem hryðjuverkaðurinn syndir í," (Maó Zedong) og lasunin er að "þurrka vatnið." (vinsæll brandari í Hondúras á sínum tíma.)
Fattarðu?
Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2017 kl. 17:28
Ágrímur, af hverju opnar þú ekki hlekkinn að ofan - frá Sameinuðu Þjóðunum.
Frekar en að vera að velta þér upp úr afskaplega villandi frásögn frá 5. áratugnum.
En í þá frásögn eru margar stórar eyður.
En á Þeim árum, var stríð milli stjórnvalda í Rangoon - og fjölda annarra þjóðflokka í landinu.
Það voru sennilega á bilinu 6 - 8 skærustríð í gangi, samtímis.
-------------
M.ö.o. á sama tíma og stjv. voru í skærum við - Rohingy - voru skærur einnig í gangi við Shan þjóðina, Karena, Wa, Kokang Kínverja, o.s.frv.
Svo tekur þú staurblint túlkun stjórnvalda á þá leið - Rohingya - þjóðin sé eins og leggur sig, réttdræp.
Skamm!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.9.2017 kl. 20:23
Þakka Einar.Ég tek undir það sem Sveinn segir.
Það sem ég vil ýtekra er að þetta er enn eitt dæmið með að það er ekki hægt að blanda þjóðarbrotum saman.
Þeð er alveg ljóst í allri mannkynssögunni og leitt að stjórnendur á Íslandi vilja endilega láta reyna á það.
Þeir vilja einskonar StarWar kynslóð svo líklega verða þeir að flytja inn Górillu apa.
Valdimar Samúelsson, 1.9.2017 kl. 23:29
Ég er að reyna að segja þér að þetta er ekkert eins einhliða og þú heldur. Eða eins einhliða og UN segir. Ekkert er, aldrei. Rohyngia eru ekkert þessi saklausu lömb sem þú málar þá upp sem.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2017 kl. 01:07
Ásgrímur, þetta fólk er algerlega réttlaust í þessu landi þ.e. börnum þeirra er neitað um skólagöngu - það fær ekki að kjósa - það fær enga vernd skv. lögum - þeirra eignir getur hver sem er tekið bótalaust, o.s.frv.
Þessa dagana ver verið að brenna þorp þeirra á 100 km. landræmu meðfram landamærum við Bangladesh - sést vel á gerfihnattamyndum að þorpin loga.
Ekkert, og ég meina - ekkert, réttlætir slík.
Þetta er klassísk þjóðernishreinsun:
--Þetta fólk hefur mætt skipulögðum ofsónum í meir en 30 ár.
Nei þvert á móti, að þetta er afskaplega einhliða.
--Að þetta fólk eftir skipulagðar ofsónir í langan tíma, hafi komið sér upp einhverjum vopnuðum sveitum - er eiginlega afar eðlilegt, ef maður hefur langa forsögu skipulagðra ofsókna í huga.
--Þær sveitir vógu hvað 12 hermenn, sem voru gripnir við það verk - að brenna þorp, nauðga mæðrum fyrir framan börnin sín.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.9.2017 kl. 01:51
Valdimar, Myanmar er samsett úr fjölda þjóða - lengst af sögu þess hafa verið styrrjaldir milli þeirra þjóðarbrota innbyrðis, eða að ríkið hefur staðið í átökum við þau.
Það þarf ekki að fara lengra aftur en 20 ár, að finna ástand er nokkrar styrrjaldir voru í gangi í þessi landi samtímis.
Þeim hefu farið fækkandi sl. ár -- ríkið hefur samið frið við þjóðirnar í landinu.
Nema, Rohingya.
--Einhverra hluta vegna, virðist að það sé verið að nota það sem sameiningartákn, að ofsækja þá.
Kannski fékk ríkið þá hugmynd, að eina leiðin til að halda þessu saman, sé að búa til einn óvin.
En þessi hópur þ.e. Rohingyar eru ekki það fjölmennir, að ef þessar ofsóknir fá að ganga fram, þá á endanum eru þeir allir hraktir úr landi. Og ef ekkert annað heldur þessu landi --> En sameiginlegt hatur.
Þá væntanlega má reikna með því að deilur rísi aftur síðar milli hinna þjóðanna er byggja þetta land.
--Enda sést á kortinu að þetta land er sannkallað þjóða móaík.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.9.2017 kl. 01:56
Burtséð frá öllu réttlæti - sitt sýnist hverjum um það þarna. Nenni ekki mórölskum pælingum ef ég get haft praktískar:
Aðrir íbúar Búrma vilja meina að Rohyngja séu frá bangladesh - séu aðskotadýr. Þess vegna vilja þeir reka þá burt.
Hvort það er rétt er aukaatriði. Þetta er útskýring. UN eða MBL eða Reuters útskýra *ekkert.*
Önnur saga segir - sú sem skýrir af hvarju búddamúnkar eru að ráðast á þá líka - að Rohyngja hafi verið að abbast uppá þá sérstalega á friðsamari tíma. Sagan segir að Rohyngja hafi drepið nokkra munka af einhverjum kvötum. 969 hópurinn er sérstaklega stofnaður til að vaða í þá.
Þetta er líka útskýring.
Það að þetta sé ríkið að búa til einn sameiginlegan óvin er hugsanlegt - en af hverju þessir frekar en karen? Þeir voru jú að pönkast illilega á karen liðinu fyrir 10-15 árum eða svo.
Sjáum til. Það tekur ekkert langan tíma að fæla alla Rohyngjia til bangladesh. Ef dregur úr erjum við það, þá voru það bara þeir. Ef búrmamenn vaða beint í kónverjana, eða aftur í karen þá er það annað.
Eins og er segir okkur enginn neitt.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2017 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning