Það hefur einfaldlega gerst nákvæmlega eins og ég átti von á - að svokallað "fracking" fór aftur í gang um leið og heims olíuverðlag fór rétt yfir 50 Dollara. Þannig að ef Saudi Arabía var um árið að gera tilraun til þess að drepa -fracking- iðnaðinn í Bandaríkjunum, hefur það fullkomlega mistekist.
--Sannarlega fór fj. fyrirtækja á hausinn - en best fjármögnuðu fyrirtækin héldu velli, og hófu strax að dæla af krafti að nýju um leið og verðið dugaði fyrir framleiðslukostnaði.
--Og þau fyrirtæki er fóru á hausinn, voru keypt upp af öðrum - fyrir mun minna, eins og gengur.
Oil dives below $50 as confidence in Opec wavers
"US benchmark West Texas Intermediate fell below $50 a barrel on Friday down $1.32 to $49.39 by 6.45pm in London. The global Brent marker dropped $1.24 to $51.75 a barrel." - "...number of rigs drilling for oil in the US rose for a 14th consecutive week. Drillers added five rigs in the week to April 21, bringing the total count to 688 the most since April 2015."
Það sem hefur gerst, er að OPEC ásamt Rússlandi, geta ekki lengur stjórnað heims markaðsverði
Þess í stað er það -fracking- iðnaðurinn sem það gerir!
- Ég benti á þetta fyrir -ath- ári!
Það að Rússland og Saudi Arabía líða fyrir þetta!
Er góð útkoma fyrir heiminn!
- Vissulega er það rétt, að -Fracking- í Bandaríkjunum einum, getur væntanlega ekki viðhaldið lágu olíuverði -- í mjög langan tíma. En við erum samt sennilega að tala um - 20 ár.
- En rökrétt þ.s. fyrirtækin eru mörg í -fracking- iðnaðinum, og samkeppni milli þeirra -- dæla þau alltaf eins miklu og þau geta, þegar þ.e. efnahagslega hagkvæmt.
- Sem þíði, að rökrétt halda þau alltaf verðinu - nærri sársaukamörkum þeim þegar -fracking- borgar sig, þ.e. rétt um eða rétt yfir 50 Dollurum.
--Og þróunin á markaði virðist einmitt vera að birta þá mynd. - Því má að auki bæta við, að olíu-leirsteinslög sem vinnanleg eru mað -fracking- aðferð, er að finna mun víðar í heiminum.
- Þannig að það má vel vera að unnt sé að viðhalda lágu olíuverði með -fracking- aðferð, nk. 100 ár.
- Ef maður lætur vera að taka tillit til þeirrar þróunar sem hugsanlega getur ágerst, að mannkyn skipti smám saman yfir í endurnýtanlega orkugjafa.
--En ef mannkyn gerir það - þá undirstrikast enn sterkar.
--Að heims olíuverð - sé einfaldlega ekki að fara að hækka, sennilega nokkru sinni aftur!
Þannig að eins og ég benti á fyrir -ath- ári!
Sé tími hás olíuverð sennilega einfaldlega búinn - þá meina ég, endanlega!
- Það þíði, að lönd eins og Rússland og Saudi Arabía -- sem lifa nær eingöngu á olíutekjum.
- Muni einfaldlega ekki komast upp úr þeirri lægð, sem þau byrjuðu í - 2015.
Það má vera að Rússland eigi betri möguleika en Saudi Arabía að finna sér aðrar leiðir.
En til þess að það sé sennilegt - um þetta atriði er ég fullkomlega viss - þarf Rússland að skipta algerlega um stjórnarfar.
--En núverandi landstjórnendur séu nærri eins slæmir sem dauð hönd, og þeir sem réðu þar á Sovéttímanum.
Niðurstaða
Það að orkuverð líklega helst lágt nk. áratugi - jafnvel nk. 100 ár, sé gott fyrir neytendur á orku þar á meðal Ísland. Þetta sé einnig þar með gott fyrir efnahag flestra landa heims.
Þau lönd sem tapa séu þau lönd, sem séu með olíu og gas, sem megin útflutnings-afurð. Land eins og Rússland -- með útfl. tekjur á olíu og gasi, enn við 60% mörk eins og er Boris Yeltsin var við völd.
Það sé bónus fyrir heiminn, að áhrif landa eins og Saudi Arabíu og Rússlands - fari þar af leiðandi hnignandi á nk. árum og líklega áratugum. En mér virðist ljóst, að án dramatískrar breytingar -- séu bæði lönd farin sennilega inn í langvarandi hnignunar eða stöðnunarskeið.
- Engu landi hafi sennilega hnignað meir hlutfallslega en Rússlandi, sl. 15 ár.
- Sennilega hefur ekkert land tapað meir á hröðu risi Kína, en einmitt Rússland.
--Þess vegna skil ég ekki almennilega hví rússneska elítan virðist halla sér að Kína.
--En Kína sé margfalt varasamara fyrir Rússland, en Vesturlönd.
- Sbr. ábendingu mína að Kína hefur yfir milljarð íbúa, m.ö.o. nærri 10-faldan íbúafjölda Rússlands + yfir 3000 km. af sameiginlegum landamærum + að svæði í eigu Rússlands næst landamærum Kína eru mjög strjálbýl.
Ef rússneska elítan hugsaði um eitthvað umfram - skammtíma stjónarmið, að tryggja eigin persónul. völd.
Væri Rússland með - samvinnu við Vesturlönd sem stefnu, þ.e. -consistent- stefnumótun sl. 20 ár.
En slík samvinna hefði verið eina leiðin fyrir Rússland - að halda velli gagnvart Kína.
--Með stefnu sinni hafi Pútín líklega í reynd - afsalað til Kína gríðarlegum verðmætum, en sl. 10-15 ár hefur Kína hratt verið að taka yfir hagsmuni Rússl. í Mið-Asíu.
--Svo lengi sem sú stefna haldi áfram - muni hratt undanhald Rússlands gagnvart Kína viðhaldast.
- Því lengur sem það undanhald viðhelst, því lengur munu drottnandi áhrif Kína ná -- jafnvel langt inn fyrir landamæri Rússlands sjálfs.
--M.ö.o. yfirtaka með tilstyrk fjármagns.
Mig grunar að framtíðin muni sjá Pútín sem einn versta stjórnanda Rússlands í gervallri sögu þess.
Afleiðingarnar tel ég verða virkilega hrikalegar fyrir Rússland og algerlega óafturkræfar að auki.
---------------Gamlar færslur
18.12.2014 | 22:30 Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína
20.5.2014 | 23:14 Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
15.5.2016 | 19:34 Tími ofsagróða stóru olíuframleiðsluríkjanna getur verið liðinn fyrir fullt og allt
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega ertu úti á túni drengur.
Eins og þú ættir að vita hefur GDP Rússlands aukist um ca 340% á umræddu tímabili.
Á vesturlöndum hefur algeng hækkun á sama tímabili verið um 70% ,þar á meðal á Islandi
Ég verð að segja að þetta er einkennileg hnignun.
Þessi aukning hefur skilað sér í verulegum mæli til almennings í hærri launum og stórbættri þjónustu ríkisins.
Þetta hefur síðan skilað sér í bættri íðan almennings.
Lifslíkur almennings hafa hækkað um fimm ár á tímabilinu ,sem er ekki hnignun.
Frjósemi hefur aukist um 45% or er í dag með því besta sem gerist á vesturlöndum ,nánast sú sama og á Íslandi sem er mjög gott.
Sjálsmorðum hefur fækkað úr 39,1 í 18,4 á 100 þús íbúa.
Dauðsföllum af völdum áfengis úr 28,4 í 6,5 og morðum úr 29,5 í 8,7.
Þetta er verulegur bati og sýnir að vellíðan almennings hefur aukist verulega á tímabilinu og fjárhagur almennings er miklu betri en áður.
Þetta vita Rússar alveg og þetta myndar grunninn að vinsældum Putins í landinu.
.
Það er greinilegt að þó þú skrifir mikið um Rússland,þá veistu eiginlega ekkert um landið eð aþjóðina.
Þú nærist bara á einhverjum kjaftasögum.
Ég held þú gætir lent í töluverðum vandræðum með að finna dæmi um hnignun í Rússlandi á þessu tímabili.
.
Það var ekki sérlega glæsilegt um að litast í Rússlandi eftir "gullaldarár" Yeltsin og "efnahagsráðgjafa" Bill Clinton sem höfðu haft stjórn Rússlands með höndum um nokkurn tíma,og ástandið var ekki að batna.
Fólk svalt í fyrsta skifti í hel í Rússlandi frá Stalínstímanum,það var engin löggæsla,inheimta skatta var í molum,og heibriðisþjónusta og menntakerfi var nánast óvirkt.
Það var í raun ekkert ríkisvald,oligarka fóru sínu fram í skjóli einkaherja og verslanir og fyriirtæki þurftu að kaupa alla löggæslu af öryggisfyrirtækjum.
Almenningur var algerlega varnarlaus og var féflettur miskunnarlaust að innlendum og erlendum oligörkum.
Þar stóðu framarlega í flokki gulldrengirnir okkar ,þeir Kodorkovsky og Nemtsov,sem nú er látinn.
Það var ekki nóg með að gulldrengurinn þinn, Kodorkovsky, sviki út eigur ríkissins á með aðstoð vestrænna banka á undir 10% af raunvirði,heldur féfletti hann almenning gróflega í gegnum fjármálafyrirtæki sem hann rak á þessum tíma.Þar notfærði hann sér að Rússneskur almenningur hafði engann skilning á viðskiftum eftir Sovét tímann og hann sveik miskunnarlaust út úr honum hlutafé og húsnæði sem fólk hafí eignast eftir uppskifti úr búi Sovétríkjanna.
Maðurinn er alger óþokki ,enda er hann vinsæll í vestræna fjármálaheiminum
Ég hef grun um að "efnahagsráðgjafar" Clintons hafi tekið hagsmuni Golmann Sachs og Deutshe Bannk framyfir hagsmuni Rússnesks almennings.
.
Rússland stendur ekki vesturlöndum á sporði þegar kemur að lífskjörum,en að segja að það hafi orðið hnignun þar á síðustu 15 árum er alger firra.
Borgþór Jónsson, 22.4.2017 kl. 13:26
Éf verð kannski að segja þér til varnar að þér er viss vorkun,af því að ráðamenn okkar virðast alls ekki vera neitt betur að sér en þú
Þess vegan settu þessir snillingar viðskiftaþvinganir á Rússland,sem er eitt sjálfbærasta ríki heims ,ef ekki það sjálfbærasta.
Þvílík snilld.
Þetta hefur hraðað efnahagsþróun Rússlands verulega,en vesturlönd eru komin í bullandi vandræði með málið.
Í fyrsta lagi eru þau búin að tapa mörkuðum varanlega og í þokkabót eru þau búin að hraða tækniþróun í Rússlandi sem mun á næstu árum koma til með að keppa í auknum mæli við Evrópska framleiðslu.
Núna er til dæmis að hefjast bílaútflutningur frá Rússlandi sem hefur ekki verið neinn. Sama gegnir um landbúnaðarvélar,sem hefur aukist um 70% og landbúnaðarafurðir.
Lyfjaframleiðsla hefur aukist um 24% ,sem er tapaður markaður fyrir Evrópu.
Bannið á Rússneska olíuiðnaðinn hefur klúðrast algerlega og nú framleiða þeir bara búnaðinn bara sjálfir ,eða kaupa hann annarsstaðar.
Exxon er á hnjánum að biðja umm undanþágur af því að borunarréttinfi þeirra eru að renna út á svæðum í Rússlandi,bæði í norðurhöfum og í Svartahafi. Það er ólíklegt að þeir muni ná að uppfylla skilyrðin þó þeir fengju leyfi á morgun.
Nú þarf Tillerson að semja upp á nýtt,og það er ekki víst að það verði svo auðvelt í núverandi ástandi. Það eru fleiri um hituna,til dæmis Ítalir sem sárvantar að lappa upp á efnahaginn.Eða bara Rússnesku fyrirtækin.
Ég segi nú bara aftur. Þvílík snilld.
Ofan á allt saman þora þeir ekki að aflétta viðskiftaþvingununum af því að þeir eru búnir að sýna það með frystingu fjármuna Rússa,að þeim er ekki treystandi til að gæta fjármuna erlendra aðila.
Rússneskir oligarkar eru svo stórir í London að ef þeir draga fé sitt þaðan er það reiðarslag fyrir borgina.
Það er ekki ónýtt að hafa svona stjórnvitringa.
Borgþór Jónsson, 22.4.2017 kl. 14:04
Hefurðu séð myndina "Gold"?
Stundum má halda, að þú sért hreinlega vangefinn ... þetta endalausa hatur þitt, gengur út í slíka öfga ... að það sem þú skrifar, missir algjörlega marks. Leifðu mér að gefa þér svolitla púnkta.
Whether we are talking shale oil or oil shale, there is a common denominator to both - they cost more per barrel for extraction than more conventional oil deposits.
Hvað þarftu að lesa þetta oft, áður en þú skilur þetta?
Það eru ekki Rússar, eða Saudi Arabar ... sem tapa. Heldur Bandaríkjamenn sjálfir ... þessi framleiðsla er svo dýr.
Og jafnvel þó þú værir svolitið "léttur" í kollinum. Þá ætti orðið fracking að gefa þér að minsta kosti þá vitneskju að olía sem þú þarft að "þrýsta niður" vatni, til að fá upp ... hlýtur að vera dýrari í framleiðslu heldur en olía Saudanna ... sem spýtist upp af sjálfu sér.
Meira að segja þessi "einfaldi" reikningur ... gengur inn í kollinn á þér líka, þrátt fyrir trúarofstækið?
Síðan um nýjustu "olíufundi" kanans. Rússar komu fyrir nokkrum áratugum og sögðu að það væri meiri olía í olíulyndunum ... þ.e. þegar þær voru látnar í friði, kom í ljós að þær fylltust upp aftur. Þetta kom mönnum á sporið um "shale". Nú vita menn af söndum, og hvernig hiti og þrýstingur gerir þetta að olíu. Og Bandaríkin vilja ekki "bíða" eins og Rùssar gerðu, heldur fara strax niður og "ná í þetta".
Ertu að lesa? Gengur þetta inn í þver-skallann?
Síðan hefur kaninn skyndilega "fundið" olíu auðlyndir ... hvar? Shale, hljómar vel ... en þetta eru hlutir, sem eru "restir" af því sem búið er að dæla upp. Olían í bandaríkjunum, er orðin svo "uppþurinn" að menn þurfa að dæla vatni niður til að fá hana upp. Eða, hreinlega fara niður með námugreftri til að fá upp "sandinn" sem inniheldur "shale" sem síðan er breitt í olíu.
Og einungis "glópar", eins og þú Einar ... halda að þetta séu gullnámur.
Ertu ennþá að lesa ... ég efast um að nokkuð af þessu komist inn um þykka kúpuna hjá þér, en ...
Olíu fundir kanans, eru "uppspuni"... "gullæði", af pólitískum uppruna. Þeir komast upp með það, EF þeir ná aftur stjórn á olíu verði og dreifingu (The petrol dollar ... skimming the cream or "scheaming" the cream).
Þess síðastnefnda, er ástæða þess að "Trump" breitt um stefnu ... og af hverju kaninn gengur um eins og yxna belja um allan heiminn. Og af hverju Rússar, vilja ekki láta Krím af hendi, og af hverju þeir eru í Sýrlandi. Og af hverju, menn eru yfirleitt að berjast um mið-austurlönd.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.4.2017 kl. 15:28
Bjarne, þú talar eins og fáviti. Eins sú dæmalausasta bullromsa sem ég hef lesið - athugasemd þín.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.4.2017 kl. 16:36
Boggi minn, þessar dæmalausu lýsingar þínar á Rússl. eru alltaf jafn mikið skemmtiefni til lestrar - > Ég hvet þig til að troða upp, þú ert það fyndinn.
--Út á túni dugar engan veginn til að lísa því sem þú skrifar - svo fjarstæðukennt er þetta raus þitt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.4.2017 kl. 16:39
Einar ,notarðu aldrei opinberar tölur þegar þú ert að kynna þér eitthvað?
Þessar tölur eru allar ágætlega aðgengilegar á Tradingeconomicks, World Bank eða IMF.
Ég nota mikið Tradingeconomicks af því þeir nota tölur frá World Bank ,en uppsetningin hjá þeim er þægilegri aflestrar.
Ef þú læsir þér eitthavað til mundirðu kannski skilja til dæmis hvað það var fíflalegt þegar Obama stóð í pontu og sagði að Rússar framleiði ekki neitt.
Sama gegnir um John McCain með bensínstöðvarbrandarann,en hann er reyndar einhverskonar fábjáni
Og Rússar eru ein af örfáum þjóðum í heiminum sem geta framleitt nánast allt sem þeir þurfa að nota.Og lika flest sem þeir þurfa ekki að nota.
Það virðist vera að hann hafi trúað þessari vitleysu ,enda tók hann ákvarðanir samkvæmt því.
Komdu nú niður á jörðina til okkur hinna.
Borgþór Jónsson, 22.4.2017 kl. 18:10
Boggi, þessar tölur sem þú nefnir - skipta ekki máli um þau atriði sem ég var að nefna að ofan.
--Þetta útskýrir alla hluti, af hverju lífskjör í Rússl. fóru upp.
Ekkert af þessu - var vegna Pútíns.
----------------------
Aftur á móti, vegna þess að Pútín hefur ekki umbylt rússn. hagerfinu - heldur er það enn það sama í grunninn og þegar Pútín tók við.
Þá er valdatíð Pútín -- tímabil glataðra tækifæra.
Annað landið hefur gersamlega umbylt sínu hagkerfi.
--Hitt er ca. enn á sama stað hagkerfislega séð, heilt yfir.
Nú þegar heims olíuverð verða lág til langs tíma.
--Þá sést það vel og mun sjást enn betur í framtíð.
Að Pútín brást Rússlandi gersamlega sem stjórnandi.
---------------------
Síðan hefur Kína -- án þess að Pútín hafi í nokkru brugðist við.
Verið að taka yfir -- gaið í Mið-Asíu og olíuna, sem áður streymdi til markaða í gegnum Rússland.
En það getur mjög vel skýrt -- af hverju hafði hægt á vexti Rússlands, eftir 2010 -- en fyrir olíuverðlagshrunið 2015.
En þá gat hann ekki samtímis -- keppt við þau lönd í öryggismálum.
Það greinilega snerist um -- kröfu Pútíns um "sphera of power" þ.e. að Rússland hefði - yfirráð yfir Úkraínu.
--Allt annað sé - reykur.
En íbúa Úkraínu vilja annað -- þess vegna gerðu þeir uppreisn.
Er Pútín reyndi að þvinga sinn vilja fram -- þ.e. samband við Rússland í staðinn.
--Sem hefði afnumið stórum hluta sjálfstæði Úkraínu.
Það plott Pútíns mistókst -- er stjórnin í Kíev féll og forsetinn lagði á flótta.
----------------
Alveg sjálfsagt mál að viðhalda refsiaðgerðum á Rússland.
Meðan að Pútín gefur ekki eftir í því máli.
En það hefur alltaf snúist um kröfur Pútíns til Úkraínu - að ráða yfir því landi.
Og síðan, kröfu Pútíns að Krímskagi sé hluti af Rússlandi.
Allt tal um fasista stjórn í Kíev -- er Pútíns lýgi.
Pútín einfaldlega ákvað að -- stela landi, því hann taldi sig komast upp með það.
Allt annað er reykur -- þetta er sannleikurinn.
Pútín hefur alltaf verið seki maðurinn í þessu máli.
-----------------
M.ö.o. hann hafi óttast -flauelsbyltingu í Rússlandi- ef samsk. v. Vesturlönd væru of náin.
Ekki vegna þess að Vesturlönd reyndu að búa slíka til.
Heldur vegna þess --> Að Vestræn áhrif, mundu skila sér til íbúa Rússlands, og skapa það ástand að Rússar vildu breytingar á eigin stjórnarfari.
En á kostnað íbúa Rússlands, sem líða fyrir það að samskiptin við Vesturlönd líklega haldast slæm um langan aldur.
---------------
Þ.e. þ.s. ég á við -- er ég segi Pútín sögulega séð eiga eftir að verða einn versti stjórnandi í sögu Rússland.
En ég er ekki að tala um -- sl. 20 ár.
Heldur nk. -- 20 ár.
Þegar áhrif Kína ná sífellt lengra inn í Rússland.
Og rússn. stjv. missa smám saman tökin á eigin landi.
Ekki með innrás -- heldur yfirtöku í krafti yfirburða fjárhagslegs styrks.
M.ö.o. smám saman ráði - Kína meir innan stórra svæða innan Rússlands.
En stjórnvöld Rússlands.
--Sú breyting eða yfirfærsla -- verði óafturkræf.
Ég er að tala um það að í framtíðinni, missi Rússland risastór landsvæði til Kína.
Og með algert frost við Vesturlönd.
Sé ekkert sem Rússland geti gert til að sporna við þessu.
--Rússland sé einfaldlega of veikburða sjálft.
Til að geta varist yfirburða peningalegum styrk Kína.
--Kína taki hægt og rólega yfir!
Kína er eina landið í heiminum er getur fullkomlega melt allt Rússland.
--Eina spurningin sé hve langt drottnandi áhrif Kína muni ná!
Ath. - 10 faldur fólksfj.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.4.2017 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning