Pútín og Trump segjast báðir vilja efla kjarnorkuherafla sinna landa - þó Rússland og Bandaríkin hvort um sig eigi næg kjarnavopn til að gereyða öllu flóknu lífi á Jörðinni

Spurning hvort þetta er fyrirbærið -"poisturing"- þegar báðir tveir segja með nokkurra klukkutíma millibili - þörf á endurnýjun og eflingu kjarnorkuherafla Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

http://www.nybooks.com/wp-content/uploads/2016/04/trump-putin-point.jpg

En kjarnorkuvígbúnaður Bandaríkjanna og Rússlands gnæfir yfir kjarnorkuvígbúnað nokkurs annars kjarnorkuveldis sbr:

  1. Það má því fullkomlega spyrja sig --> Hvaða þörf þessi 2-ríki hafa fyrir fleiri eða betri kjarnavopn?
  2. Er ekki nóg að hvort land út af fyrir sig - geti gereytt öllu flóknu lífi?

Trump tweets about nuclear weapons, raising questions and fears

Putin and Trump call for stronger nuclear forces

Trump Says U.S. Should ‘Expand’ Nuclear Ability, but Offers No Details

 

Sannarlega er kjarnorkuvígbúnaður Bandaríkjanna kominn til ára sinna!

  1. Í annan stað talaði Pútín um þörf fyrir -óstöðvanlegan kjarnorkuvígbúnað- þá væntanlega að vísa til þróunar -- gagneldflauga sem hannaðar eru til að skjóta niður eldflaugar er bera kjarnorkusprengjur.
  2. Trump sagði - "The United States must greatly strengthen and expand its nuclear capability until such time as the world comes to its senses regarding nukes," - stutt Tweet --> Sem hver sem er má gera tilraun til að gíska hvað akkúrat þíðir.

--Í hvaða skilningi ætti heimurinn að ná áttum hvað kjarnavopn varðar?
--Í hvaða skilningi þurfa kjarnavopn Bandaríkjanna, að vera miklu mun hæfari en áður?

  • En þó að vígbúnaðurinn sé í dag a.m.k. 30 ára, margt eldra en það -- þá að sjálfsögðu hefur dótið verið tæknilega uppfært.
  • En síðan Kalda-stríðinu lauk 1991, hafa ekki nýjar sprengjur verið smíðaðar.

Mjög freystandi að skilgreina þetta --> "Poisturing."

Tja eins og þegar tveir -- fresskettir.
--Hvæsa að hvorum öðrum meðan þeir reygja sig - til að sýna sig stærri og öflugri en hinn.

  • En erfitt er að ráða í endanlegan tilgang slíkrar - sýndarmennsku.

Hver um sig sem heimsækir þessa sýðu --> Getur komið fram með eigin ágiskun þar um!

 

Niðurstaða

Menn verða að átta sig á því - að kjarnorkusprengjur eru ekki einungis, stærri sprengjur. Heldur þíðir notkun þeirra á þeim skala sem sem þau 2-lönd sem flest þeirra eiga að líkindum. Fullkomna eyðingu alls flókins lífs á Jörðinni.

Jörðin sneri þá til baka ca. til tímabilsins fyrir 500-600 milljón árum, þegar fyrsta blómgun flókins lífs varð -- áður en hryggdýr þróuðust og lífið steig upp úr hafinu.

  • Auðvitað mundi enginn nokkru sinni vita hverjir Trump eða Pútín voru.

Þannig að ég verð að álíta svona "nuclear poisturing" ábyrgðalausa.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 859351

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband