Hnattræn hlýnun er þegar farin að valda alvarlegri flóttamannabylgju

Sá þessar tvær umfjallanir:

  1. Heat, Hunger and War Force Africans Onto a ‘Road on Fire’
  2. ‘Worst Annual Death Toll Ever’: Mediterranean Claims 5,000 Migrants

Það sem sögurnar í fyrri greininni segja, er að hnattræn hlýnun sé þegar farin að valda þornun svæða á svokölluðu - sahel - svæði í Afríku.
Það er í löndum á svokölluðum - þurr steppum sunnan við Sahara.

Á þeim svæðum hefst við fólk á landi, þar sem rigningar eru árstíðabundnar.
Vandinn virðist vera sá, að þær rigningar hafa smám saman verið í dvínun.
Sem veldur smábændum þeim vandræðum, sem sögur þeirra sem rætt var við - tjá.

Þeir flosna þá upp, leita fyrst til borganna í eigin löndum!
En þar eru fá tækifæri í boði, fyrir smábændur sem hafa enga aðra þekkingu til verka upp á að bjóða, eða unga karlmenn sem hafa flosnað upp af smábúum af svæðum með dvínandi árstíðabundnum rigningum.

  1. Þetta virðast vera örvæntingarfyllstu flóttamennirnir.
  2. Vegna þess, að ólíkt flóttafólki frá Mið-austurlöndum, á þetta fólk - virkilega nærri því ekki neitt.
  3. Það kemur úr bakgrunni, sárrar fátæktar.
  • Það áttar sig á því -- að með ferðalagi yfir Sahara, þ.s. óþekktur fjöldi þeirra ber beinin ár hvert.
  • Og síðan ferðalagi yfir Miðjarðarhaf, þ.s. þúsundir þeirra drukkna ár hvert -- eru þeir að hætta öllu!
  • Það ofan í það, að ef þeir komast til Evrópu -- að þá væntanlega geta þeir einungis unnið léleg störf í svarta atvinnukerfinu.

Samt er þetta fólk það örvæntingarfullt!
Að það tekur þennan séns!
--En það virkilega virðist líta á Evrópu -- þrátt fyrir allar hindranirnar á leiðinni, stórfellda áhættu á dauða á leiðinni þangað.
--Sem einu vonina sem þeir hafa fyrir -- skárra líf.

  • Eins og fram kemur í seinni greininni -- drukknuðu yfir 5.000 í Miðjarðarhafi.

Hver heildarfjöldinn sem lætur lífið raunverulega er -- er fullkomlega óþekkt.
Þar sem enginn veit hve margir bera beinin í Sahara.

  1. En punkturinn er sá, að ef hlínun Jarðar ágerist frekar en nú orðið er.
  2. Þá mun flóttamönnum sem flosna upp af hennar völdum, sérstaklega frá þessum fátækustu löndum Afríku -- fjölga enn frekar.

--Og þetta fólk mun flest hvert leita til Evrópu!

 

Niðurstaða

Ég held að þetta sé hin raunverulega flóttamannabylgja - en stríð í Mið-austurlöndum koma og fara. Núverandi átök verða ekkert endalaus frekar en þau fyrri.
--En annað gildir um - hnattræna hlýnun.
--Að áhrifin af henni - geta varað lengur en í þúsund ár.

M.ö.o. að flóttamannabylgjan af völdum hnattrænnar hlýnunar sé sennilega rétt að hefjast.
Síðar meir geti sú bylgja orðið að sannkölluðu flóði, ef hlýnun ágerist verulega til viðbótar.
--Það versta er, að það fólk sem flosnar upp af þess völdum, verður sennilega allt af tegundinni - nær allslaust, því tilbúið að fórna lífinu.

Slíka flóttamenn er erfiðast af öllum tegundum flóttamanna að stöðva.
Þá sem til eru að hætta öllu!

  • Þegar lífið sjálft er undir - eru fá eða engin takmörk hvað slíkt fólk er tilbúið að leggja á sig!
    --En það þíðir samtímis, að erfitt sé að skapa það stig ógnar sem gæti fælt það frá.
    --En eftir allt saman, er það þegar tilbúið til að láta lífið.

Hvaða stig ógnar getur virkað á slíkan flóttamannastraum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband