16.5.2016 | 23:24
Venesúela að verða eins og slæmt 3-heims ríki
Sá þessa umfjöllun um sjúkrahús í Venesúela, en ástandið þar virðist orðið að raunverulegum mannlegum harmleik - þ.s. fólk deyr af auðlæknanlegum sjúkdómum því lyf eru ekki til "vegna skorts á gjaldeyri" í landi með stærstu þekktu olíulyndir heims - fólk deyr í kjölfar aðgerða vegna klassískra auðlæknanlegra sýkinga eins og fólk gerði fyrir tilkomu fúkkalyfja því þau eru einnig af skornum skammti - síðan eiga sjúkrahús jafnvel í vandræðum með að dauðhreinsa rými nægilega vel því hágæða hreinsiefni einnig eru af skornum skammti og jafnvel vatn --> Síðan til að kóróna allt saman, er svo mikill skortur á rafmagni í landinu nú - að rafmagn er á gjarnan einungis hluta af degi, og gjarnan dettur út á óvæntum tímum þess á milli, þannig að slökknar á öndunarvélum og hjartavélum, og sjúklingar látast.
---Og það að sjálfsögðu er gríðarlegur skortur á varahlutum, svo tæki eru gjarnan óvirk, ef þau eru til.
Dying Infants and No Medicine: Inside Venezuelas Failing Hospitals
-------------
Og hvernig tekur fíflið forseti landsins á umkvörtunum?
- "The presidents opponents declared a humanitarian crisis in January, and this month passed a law that would allow Venezuela to accept international aid to prop up the health care system." - "This is criminal that we can sit in a country with this much oil, and people are dying for lack of antibiotics, says Oneida Guaipe, a lawmaker and former hospital union leader."
- "But Mr. Maduro, who succeeded Hugo Chávez, went on television and rejected the effort, describing the move as a bid to undermine him and privatize the hospital system." - "I doubt that anywhere in the world, except in Cuba, there exists a better health system than this one, Mr. Maduro said."
Erfitt að skilja þennan einstakling forseta landsins -- eins og hann lifi ofan í holu svo djúpri og svo dimmri, að enginn skilningur á ástandi landsins nái þangað niður.
Hann bannaði sem sagt lög - sem hefði heimilað landinu að þyggja neyðar-aðstoð, sem án efa hefði verið veitt góðfúslega - í ljósi ástandsins.
Ég er alveg viss að "Læknar án landamæra" væru til í að mæta á svæðið - hjálparsamtök tilbúin að koma með sjálfboðaliða og lyf, ásamt tækjum í farteskinu - með sín farandsjúkrahús.
Enda er ástandið skv. lýsingum farið að líkjast ástandi í -- hamfaralöndum, t.d. virkilega slæmu landi í Afríku eða landi þ.s. stríð er í gangi - t.d. Afganistan.
En eins og að -- menn haldi dauðahaldi í stoltið!
Eins og það sé það eina sem menn eiga eftir!
Einhvers konar -- innihaldslaust stolt, algerlega úr tengslum við raunveruleikann!
Á sama tíma deyr fólk!
Ég held að ég verði að taka undir það -- ástandið sé orðið fullkomlega glæpsamlegt.
Niðurstaða
Það er stórmerkilegt hvernig það er mögulegt að koma olíu-auðugasta landi heims í slíka algera vonarvöl! En t.d. orkuskortur -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu. Að allt vanti til alls -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu. Að sjúkrahús séu komin niður á ástand sem þekkist á verstu hamfarasvæðum heims -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu.
Það hlítur að teljast til meiriháttar afreka hjá ríkisstjórn lands, að takast að gera land nærri því algerlega ósjálfbjarga -- sem er eitt það auðlyndarýkasta í heimi hér!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spilling, spilling spilling, það tekur ekki langan tíma að koma landi og þjóð á vonarvöl, Íslendingar ættu að þekkja það. En það tekur langan tíma að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl aftur og margir tapa öllu sínu bæði fjármunum, fjölskyldu og lífi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 23:56
"But Mr. Maduro, who succeeded Hugo Chávez, went on television and rejected the effort, describing the move as a bid to undermine him and privatize the hospital system." - "“I doubt that anywhere in the world, except in Cuba, there exists a better health system than this one,” Mr. Maduro said."
Ég hef heyrt þennan söng hér heima. Oft.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.5.2016 kl. 00:17
Sósíalismi andskotans. Draumaríkið dugar skmmt, þegar ókostirnir hrannast upp. Að enn skuli finnast bjálfar sem aðhyllast kommúnisma, er sjúkt. Á Íslndi finnst einn á Langanesissvæðinu, sem á ótrúlega marga viðhlægjendur í 101.
Halldór Egill Guðnason, 17.5.2016 kl. 00:44
Lausnirnar í sjálfu sér einfaldar - en fyrst þarf að skrá gengi gjaldmiðilsins skv. efnahagslegum forsendum.
En þarna er verið að keyra svipað haftafyrirkomulag með gjaldeyrisskömmtun, eins og milli 1946-1959 á Íslandi.
En stv. í Venesúela hafa því miður heimskast til að fjármagna hallarekstur á viðskiptajöfnuði með gjaldeyrislánum -- og þ.e. sá skuldabaggi sem hefur skapað krísuna er gjaldeyristekjur hrundu saman fyrir 2-árum.
Það eina á hinn bóginn sem stjv. virðast gera -- er að stinga hausnum í sandinn!
Það þarf auðvitað að semja um skuldirnar.
Og það þarf að skrá gengið rétt!
Og það þarf að einkavæða fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem voru alltof mörg ríkisvædd!
Og það þarf að skipta út núverandi stjórnendum ríkis-olíufélagsins!
---Nema auðvitað að olíuvinnsla sé að verulegu leiti einkavædd!
En nú um árabil hefur of litlu fé verið varið til viðhalds olíumannvirkja, og boranir til að viðhalda framleiðslu - þannig að framleiðsla hægt og rólega minnkar.
---Sem auðvitað er slæmt!
Væntanlega þarf ofan í allt, að verja verulegu fé til að laga uppsafnaðan vanda í vinnslunni.
Eftir óstjórn sl. 20 ára - blasir m.ö.o. við fátækt í landinu til margra ára.
En skuldabagginn hverfur ekki af sjálfu sér - þarf að endurgreiða, en líklega þarf að endursemja um greiðslur - fá lengingar á þeim.
Og það þarf að verja því fé til vinnslunnar sem vinnslan þarf!
Síðan er það gríðarlegur áfellisdómur, að 90% gjaldeyristekna í þetta stóru og fjölmennu landi -- sé frá útfl. olíu.
Það ætti að vera hægt að gera e-h fleira í þessu landi.
Þetta land getur verið a.m.k. 20 ár að rétta við sér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2016 kl. 02:11
þessi Forseti virðist hafa fundið sömu holu og stjórnendur her- hinsvegar erum við ekki með mikinn útflutning og stefnum á meiri innflutning !
Erla Magna Alexandersdóttir, 17.5.2016 kl. 14:16
Þorsteinn, þú virðist alltaf trúa kenningum um meint samsæri - ef það á að vera Bandaríkjunum að kenna; gersamlega burtséð frá því hve langsótt kenningin er.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2016 kl. 17:58
Þorsteinn, allar þessar samsæriskenningar sem stjv. í Venesúela halda fram - eru kjaftæði, en Maduro einfaldlega er lífsins ómögulegt að viðureknna þ.s. er sannleikurinn -- að stjórnvöld sjálf í Venesúela hafa búið til þetta klúður.
--Í staðinn að skammast sín og fara frá, veifa þau sífellt fíflalegri samsæriskenningum -- og maður þarf virkilega að vera stór asni til að taka þær alvarlega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2016 kl. 18:03
Það er ótrúlega mikill samhljómur með ýmsum stefnummálum vinstri grænna og efnahagstefnu Hugo Cháves sem hefur skilað svona ljómandi niðurstöðu. Enda hafa þingmenn VG mært Cháves í fjölmiðlum þegar hann fór hamförum um land sitt og efnhagskerfi þess.
Stefán Örn Valdimarsson, 17.5.2016 kl. 19:08
Þorsteinn, það þýðir ekkert að reyna að bera hann vitinu. :-)
Góður pistill Einar, nema hvað væri gaman að heira þig bera þennan pistil fram og slást fyrir börnunum sem létust í Írak, um 500 þúsund stykki, vegna þess að "lyf" voru bönnuð sem influttningsvara.
Nei nei, af er sem áður var ... þetta var náttúrulega allt "Chavés" að kenna, og "Saddam" (rímar með Satan) að kenna líka. Við hér, "góða fólkið" á Versturlöndum, berjumst með hörku gegn ofríkismönnum sem slíkum. Við segjum við þá, skýrt og skorinort " Ef þú hlíðir ekki, skalltu fá að horfa upp á börn þjóðar þinnar, deyja í hörmungum, vesöld og sjúkdómum. Og það er allt ÞÉR að kenna, því þú HLÝDDIR ekki ... okkar BOÐORÐUM.".
Ég, eins og þú veist, á ekkert sameiginlegt með "góða fólkinu", enda bæði ljótur og leiðinlegur.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 19:38
Bjarne, það vill svo nefnilega til að Ísland viðhafði mjög svipaða stefnu á árunum 1946-1959.
Við þekkjum vel sögulegar afleiðingar þær er sú stefna hafði hér.
Og vitum því vel af okkar reynslu -- að þær afleiðingar sem sjá má stað í Venesúela er einmitt stefnu stjórnvalda í Venesúela að kenna.
---Og nákvæmlega engu öðru.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2016 kl. 23:44
Þorsteinn, forseti Brasilíu -- var stjórnarformaður brasilíska ríkisolíufélagsins á sama tíma, og ríkisolíufélag Brasilíu -- dældi fé í gríð og erg til einstakra stjórnmálamanna í Brasilíu og einnig til einstakra stjórnmálaflokka.
---Það hneyksli síðan það má komst upp, hefur skekið allt stjórnkerfið í Brasilíu.
Forsetinn, nú fyrrverandi, er einfaldlega spilltur stjórnmálamaður - að leita eftir misskildri samúð; með þessu -- "coup" blaðri hennar.
--Hún á enga samúð skilið -- og þ.s. gerðist þarna er ekki frekar "coup" en þegar Bandaríkjaþing tók forsetaembættið af Richard Nixon á sínum tíma vegna Watergate hneykslisins.
Þvættingu í henni - eins og þ.e. þvættingur í Maduro að Venesúela sé undir "economic war."
Hann er einfaldlega vonlaus stjórnandi!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2016 kl. 23:50
Hver var munurinn á Jógu Sig og Húgó Chvez? Svarið er stutt og laggott "Emginn."
Munurinn er sá að Jógu var sparkað eftir fjögur ár, en Húgó fékk fleirri ár til að koma Venuzala á vonarvöl, eins og Ísland var að stefna í.
Hrylingsleikritið í Venuzala er komið að loka þætti, en á Íslandi var fjögurra ára hlé, en nú í haust eða.kanski í vor þá heldur Hrylingsleikritið áfram á Íslandi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 18.5.2016 kl. 02:06
Ætli það hafi verið CIA sem kom Sigmundi David og Ólafi Ragnar fyrir pólitískt kattarnef, hvað heldur þú það Þorsteinn? Þú getur kanski getur sagt okkur eitthvað um þetta, first að þú ert með beina línu til Langley höfuðstöðva CIA.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.5.2016 kl. 17:56
Það má ekki alltaf taka allt sem lesið er sem heilagan sannleika.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning