21.4.2016 | 00:44
Saudi Arabía hótar að auka olíuframleiðslu um 2-milljónir tunna á dag
Olíumálaráðherra Rússlands brást við þeim ummælum kollega síns frá Saudi Arabíu - með því að fullyrða að Rússlandi væri einnig mögulegt að bæta við sína framleiðslu:
"He said Russia was "in theory" able to raise production to 12 million or even 13 million bpd from current record levels of close to 11 million bpd."
Það virðist þó óljóst hvort að Saudar láta verða af hótun sinni, eða að hvaða marki Rússlandi er tæknilega mögulegt að bregðast við með líkum hætti.
Moscow sceptical of oil production freeze after Doha failure
In riposte to Riyadh, Russia says ready to ramp up oil output
Óljóst er hvað vakir fyrir stjórnvöldum í Riyadh!
En Saudar snöggventu um kúrs á fundi olíuframleiðsluríkja í Doha sl. sunnudag -- og höfnuðu óvænt því að frysta olíuframleiðslu sína; nema að Íran taki þátt!
Þetta bersýnilega kom í opna skjöldu!
We learnt about Saudi Arabias change of position half an hour before the start of the meeting, --- Sagði olíumálaráðherra Rússlands í viðtali.
- En Íranar hafa ítrekað áður hafnað slíku samstarfi við önnur olíuríki -- vegna þess að olíuframleiðsla Írana er enn í því sögulega lágmarki sem hún komst í, af völdum tjóns frá stríði Írana við Írak Saddams Hussains 1980-1989 og refsiaðgerða vesturvelda sem lauk einungis á upphafsmánuðum þessa árs.
- Íranar hafa ekki tekið í mál, að samþykkja frystingu, án þess að Íran fái að auka sína framleiðslu upp í það hvað hún var áður en Saddam Hussain réðst á Íran - og Íran síðan lenti í refsiaðgerðum Vesturvelda.
- Á sama tíma hafa Rússar og Saudar -- ætlast til þess að Íranar sætti sig við það að Rússland og Saudi Arabía - frysti við framleiðslu í sögulegu hámarki hjá þeim löndum.
Saudi Arabía hafði fyrr á þessu ári - sætt sig við að fá Íran ekki sem aðila samkomulags.
Ekki virðist vitað - hvað veldur þessum snöggu sinnaskiptum í Riyadh.
En yfirlýsingar olíumálaráðherra Rússa og Sauda, ættu rökrétt að stuðla að nýrri lækkun heims markaðsverð á olíu!
Í allra síðustu tíð, hefur olía á heimsmörkuðum sveiflast í rúmlega 40 dollurum fatið. Sem er umtalsverð hækkun miðað við lágmark þessa árs -- ca. 27 dollarar fatið.
Þetta hefur gerst þrátt fyrir að enn sé til staðar framleiðsla umfram eftirspurn!
Og að á sama tíma séu birgðir í sögulegu hámarki!
Margir virðast því vera að bíða með að setja olíu á markað - ef til vill í von um hagstæðari verð síðar!
Það auðvitað gæti verið að hafa -- tímabundin áhrif á verðlag.
- Enn fullyrða Íranar að það standi til að auka framleiðslu um 50% í ár.
- Ef Saudar og Rússar auka framleiðslu sína!
- Og Íran síðan gerir það einnig.
Þá ætti rökrétt verðlag á olíumörkuðum að lækka -- umtalsvert!
Spurning hvort að Riyadh hafi allt í einu ákveðið -- að lækka olíutekjur Írana!
Það auðvitað samtímis eykur hallarekstur ríkissjóðs Sauda!
Skv. fréttum hafa Saudar hafið erlendar lántökur: Saudi Arabia takes out $10bn in loans.
Hvort þær séu í einhverju samhengi við þetta, veit ég ekki.
Lægra olíuverð rökrétt séð einnig þrengir að fjárhag Rússlands!
Skv. fréttinni um lánveitinguna -- "...fiscal deficit is set to widen to 19 per cent of gross domestic product this year." -- stefnir í hressilegan hallarekstur á ríkisreikningi Saudi Arabíu, og umtalvert fé hefur horfið úr sjóðum Sauda nú þegar - "... has burnt through $150bn in financial reserves since late 2014..."
Vandi Rússa er svipuðu tagi -- skv. frétt fyrr á árinu stóð hallinn á ríkisreikningi Rússland í ca. 11% til samanburðar.
- Saudi Arabía getur hafa ákveðið að hefja þráðbeint "game of chicken" við stjórnvöld í Teheran.
Ég sé samt ekki að Íran vendi um kúrs!
Niðurstaða
Miðað við nýjustu vendingar á stefnu Saudi Arabíu og Rússlands, varðandi olíuframleiðslu. Og skyndi ákvörðun Saudi Arabíu - að hætta við fyrirhugað samkomulag Rússlands og OPEC landa annarra en Írans -- um frystingu á framleiðslu. Samtímis því að Íran segist enn stefna að því að auka sína framleiðslu í ár.
Bætum auk þess við að olíubirgðir eru í sögulegu hámarki. Og án þess að Saudar og Rússar eða Íran - auki sína framleiðslu, er enn til staðar framleiðsla umfram heims eftirspurn.
Þá ætti þróun olíuverð að venda aftur um kúrs - en það hefur verið í hækkunarferli í rúman mánuð.
Hversu mikið það getur lækkað kemur í ljós.
En ég efa að Íran blikki þó Saudar hefji "game of chicken" við Íran!
Það verður forvitnilegt að sjá hversu langt niður heimsmarkaðsverð á olíu fer!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 24
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 779
- Frá upphafi: 856818
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það stefni í einvígi milli Sauda og Rússlands
Bæði ríkin geta nokkuð auðveldlega aukið framleiðsluna ef olíuverðið er um 50 dollara.
Á næstu árum munum við sjá olíuframleiðslu margra ríkja dragast saman og verðinu verður hleyft í 50 Dollara rúmlega.
Saudar og Rússar munu skifta með sér slakanum sem myndast á mörkuðunum.
Þegar verðið er orðið stöðugt í 55 dollurum eða svo og ekki stafar mikil ógn af háverðs olíuríkjum byrjar baráttan á milli Sauda og Rússa.
Rússar eru ágætlega sáttir við 50 til 60 dollara ,sem dugar til að halda háverðsframleiðsluríkunum úti og ásættanlegum tekjum fyrir Rússneska ríkið. Saudar geta aftur á móti ekki lifað við það verð án þess að gera róttækar samfélagsbreytingar sem líklega mundu þýða endalok Prinsanna.
Við komum ekki til með að sjá hátt olíuverð um langan tíma,nema að það komi til borgarastyrjaldar í Saudi Arabiu.
.
Staðan virðist vera sú að offramleiðslan er um 1,5 milljón tunnur á dag og olíuiðnaður bandaríkjanna og fleiri ríkja er á síðustu metrunum ,gefum þeim tvö ár.
Þegar framleiðslan er komin niður í eftirspurn hafa svo stóru olíuríkin tvö möguleika á að auka framleiðslu sína um ca 4 milljónir tunna og jafnframnt sumir minni framleiðendanna í miðausturlöndum.
Þarna virðist vera að minnsta kosti 6 milljón tunna bil.
Þesssi ríki verða því í engum vandræðum með að innbyrða þann samdrátt sem verður í framleiðslu í Bandaríjunum og víðar.
.
Ég held að hvorki Saudar eða Rússar muni auka framleiðsluna á næstunni.Saudum er væntanlega orðið ljóst að þeir geta ekki bitið Rússa af sér og munu reina að lágmarka tjónið með að halda framleiðslunni óbreittri.
Rússar eru aftur á móti frekar sáttir með stöðuna eins og hún er og bíða rólegir átekta.
Þeir þurfa að bíða af sér aukninguna hjá Írönum og sem kemur væntanlega til með að fylla nokkurn veginnn upp í samdráttinn sem verður í Fracking olíuramleiðslunni og dýrustu Off shore framleiðslunni.
Þegar það er afstaðið koma þeir sterkar inn og halda verðinu á milli 50 og 60 dollara eins lengi og þeir geta aukið framleiðsluna.
Rússum liggur ekkert á ,en Saudar eru þegar í vandræðum.
.
Ég held að flestir séu nú búnir að átta sig á hvað það var misráðið að halda upp í þennan efnahagslega hernað gegn Rússlandi.
Þeir eru miklu öflugri heldur en menn héldu og eru að snúa aftur í hagvöxt eftir minniháttar samdrátt á síðustu theimur árum.
Sérlega er þatta að koma illa við Evrópuríkin að sjálfsögðu ,það er aðeins tímasprsmál eins og við vitum ,þangað til Frakkland fylgir í fótspor suður Evrópuríkjanna.
Rússar geta með einu pennastriki steyft Fraklandi og frakkar vita það og eru núna að breyta stefnu sinni gagnvart Rússllandi.
Borgþór Jónsson, 21.4.2016 kl. 15:14
Boggi, ef verðið fer í 50-60 Dollara, fer aukning framleiðslu í Bandar. aftur í fullan gang.
Rússland getur ekki -eins og þú heldur fram- stöðugt aukið framleiðslu.
Nema að hefja vinnslu á nýjum svæðum.
Og þá þarf hærri verð en milli 50-60.
En þó að 50-60 dollarar tryggi rekstur núverandi svæða ágætlega, þá eru þau svæði í Rússlandi sem þarf að hefja vinnslu á -- til að halda í horfinu, hvað þá til að auka framleiðslu, miklu mun dýrari til vinnslu -- en þau svæði sem rekin eru í dag.
En eins og olíumálaráðherra Rússl. -- einnig sagði, þá hefur Rússland ekki hafið vinnslu á neinu nýju svæði -- síðan verðið fór niður fyrir 100 dollara.
Og aukning þar verður mun sennilegri skýring þess, af hverju verð haldast á því bili, en aukning Rússlands --- sem verður mjög takmörkun háð meðan verð haldast á því bili.
Saudi Arabía getur aukið framleiðslu e-h meir kannski en 2 milljón tunnur.
Bandar. fyrirtækin hefja einfaldlega hringferð um heiminn - um leið og ekki er unnt að auka frekar nýtingu innan Bandar.
Vegna þess hve "oil shale" er víða að finna.
Geta verð tæknilega haldist á þessu bili nk. 100 ár.
____________
Þetta þíðir að olíuvinnsla Rússa hlýtur að fara í langvarandi hnignun.
Því ef svæðin þeirra í N-Síberíu geta ekki borið sig við 50-60 Dollara.
Þá er olían þar, einskis virði -- því ekki er þá efnahagslegur grundvöllur fyrir nýtingu.
Rússar sjálfir nýlega bentu á þennan vanda!
Eins og ég sagði frá fyrir nokkrum vikum.
Rússn. almenningur að sjálfsögðu mun á einhverjum punkti gera uppreisn - ef þetta er útkoman.
Sennilega hvers vegna Pútín hefur startað þessu "þjóðvarðaliði" undir persónulegri stjórn hans ráðuneytis. Að hann hafi fulla vitneskju um málið!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.4.2016 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning