14.10.2015 | 00:48
Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að niðurstaðan sé að BUK eldflaug hafi grandað MH17 malasíska flugfélagsins yfir E-Úkraínu
Eins og fram hefur komið í fréttum, þá liggur niðurstaða hollensku sérfræðinganna fyrir. Þeir eru sem gefur að skilja - varfærnir, og láta vera að blanda sér beint í alþjóðapólitískar deilur.
Þeir benda ekki á neinn ákveðinn sökudólg.
Þeir álasa ríkisstjórn Úkraínu fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir A-Úkraínu, fyrir umferð farþegaflugvéla.
En þeir hafna þó ákveðið öðrum skýringum, sbr. að vélinni hafi verið grandað af orrustuflugvél, eða skotin niður af annarri flugvél, eða hrapað af einhverri annarri orsök.
Það sé öruggt - að henni hafi verið grandað af flugkeyti skotið á loft af BUK skotpalli.
- "The plane was brought down by a particular type of Russian-made surface-to-air missile, fired by an SA-11 or Buk missile system and fitted with a 9N314M warhead. The warhead detonated just outside the cockpit on the left side of the aircraft, blasting it with projectiles and ripping the plane open. The manufacturer has acknowledged that its missile was used."
- "What the Dutch Report Ruled Out: That the plane could have been shot down by warplanes (as Russia initially claimed), or was destroyed by some mechanical failure, or by explosives planted on board, or by some other type of missile.
- "What Is Still in Dispute:Where the missile was fired, and therefore who fired it. The Dutch report said the evidence pointed to an area of about 125 square miles from which the missile was probably fired. Most of that area was reported at the time to be under rebel control, including the village of Snizhne, where an Associated Press reporter saw a Buk missile system on the day the aircraft was shot down."
- "Who Could Have Done It:Russia and Ukraine are both known to have possessed and deployed the identified types of missile and warhead, which date from Soviet times. The Russians say they no longer use them. The pro-Russian rebels in eastern Ukraine could have gotten such missiles either from captured Ukrainian stocks or from the Russians. Veterans of either countrys air defense forces would have been trained to use them."
- "Who Is to Blame: The Dutch do not decisively blame the rebels for the attack. And they fault the Ukrainian government for failing to close the airspace over the battle zone to civil aviation. There was sufficient reason to close the airspace as a precaution, but the Ukrainian authorities failed to do so, said Tjibbe Joustra, chairman of the Dutch Safety Board."
Það er að sjálfsögðu frekar auðvelt að hafna því að vélinni hafi verið grandað af herþotu
En hvorki Rússar né Úkraínumenn, ráða yfir - vélum sem eru torséðar á radar. Höfum í huga, að til þess að fá að sjá um alþjóðlega flugleiðsögu um sína lofthelgi, hafa Úkraínumenn þurft að uppfylla - alþjóða staðla. Þar á meðal þá, að - - radar gögn séu alltaf varðveitt. Og auk þessa, þau séu varðveitt í hyrslum sem ómögulegt á að vera að opna eða fykta við án þess að það sjáist ef átt hefur verið við gögnin.
Og að sjálfsögðu er það fyrsta sem tékkað er á, hvað sást á radar. Það skiptir engu máli þó flugvél noti ekki "transponder" sem sendir gögn sjálfvirkt til radarstöðvar, vélin sést samt á radarnum.
Sérfræðingarnir geta því vitað fyrir algerlega víst, hvort að það var flugvél nærri er gat hafa grandað vélinni.
Hvernig ætli þeir hafi komist að því, að það var BUK flugskeyti?
Líklegast að sérfræðingarnir hafi komist yfir - - brot úr eldflauginni er grandaði MH17. Ef þeir ná að safna saman nægilegu magni brota, sérstaklega brot er innihalda - númer frá framleiðanda. Þá er unnt að rekja flaugina og komast að því, akkúrat nákvæmlega hverrar gerðar hún var.
Skv. Wikipedia þá er radarinn í BUK-skotpallinum - radar sem sendir frá sér einungis einn púls - og dregur 30km, og er fær um að halda í miði flugvélum á milli 15 metra hæð upp í 20km. hæð.
Mér skilst að þessi radar sé ekki fær um að framkvæma svokallaða "friend/foe" greiningu.
En vanalega sé BUK skotpallur notaður í samhengi við annað tæki, sem ber stærri radar er dregur 85km. Sá radar hafi þessa greiningarhæfni.
Á hinn bóginn virðist sennilegt að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, hafi einungis haft skotpallinn einsamlan - - því einungis þann takmarkaða radar sem skotpallurinn sjálfur hefur, sem hafi einungis þann tilgang, að leiðbeina flaugunum að skotmarki.
Ég hef alltaf talið langsamlega sennilegast að uppreisnarmenn hafi grandað MH17
Höfum í huga, að Úkraínumenn - - vissu hvaða flugvél þetta var, þannig að -slysaskot- kemur ekki til greina. Enda var vélin allan tímann að sjálfsögðu, undir stjórn flugleiðsögustjórnar í Kíev.
Flugleiðin hefur verið kynnt - fyrirfram. Og að sjálfsögðu vissu her yfirvöld af því, að það var opin flugleið fyrir farþegaþotur.
Og í hvaða hæð þær flugu.
Höfum í huga, að Úkraínumenn reglulega höfðu herflug.
En þeirra vélar - - flugu alltaf neðan við þá hæð, sem var fyrir alþjóðlegt farþegaflug.
Síðan auðvitað - höfðu Úkraínumenn enga ástæðu til að óttast flugvélar er flugu úr þeirri átt er MH17 kom úr.
____________________
En það var allt annað þegar koma að uppreisnarmönnum. Vikurnar á undan, höfðu uppreisnarmenn grandað umtalsverðum fjölda flugvéla á vegum Úkraínustjórnar - allt frá Antonov flutningavélum, yfir í Sukhoi árásavélar eða Mig orrustuvélar.
Einungis 3-dögum fyrr, granda þeir 2-ja hreyfla Antonov vél í ca. 22þ.fetum.
Höfum að auki í huga, að þegar MH17 flaug yfir Kíev borg - -> Þá hefur það þá afleiðingu; að frá sjónarhóli uppreisnarmanna - þá kemur hún frá Kíev.
M.o.ö. er hún að koma úr akkúrat sömu stefnu, og flutningavélar stjórnarinnar, gjarnan koma frá, það má því leiða líkum að því, að uppreisnarmenn hafi haldið sig vera að miða á enn eina Antonov vélina.
En vegna þess að BUK skotpallurinn einsamall, er einungis með -einfaldan radar- þá sé sá ekki t.d. fær um að veita notendum hans, miklar upplýsingar um vélina sem miðað er á.
Frá jörðu séð, þ.s. Boeing 777 vélin, einnig 2-ja hreyfla, var í 33þ.fetum ca. - þá hafi hæðarmunurinn sennilega sjónrænt séð eytt muninum á stærð vélanna 2-ja.
Þetta hafi verið mistök.
- Enginn þann dag, hafi ætlað að granda farþegavél.
- Þess vegna missi það marks, þegar sumir leita að - vilja til verks.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður sagt, þá hef ég frá upphafi aðhyllst þá skýringu að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, hafi óvart grandað MH17.
Um hafi verið að ræða tvenns konar dómgreindarskort: A)Stjórnvalda að heimila áfram yfirflug farþegaþota á alþjóðlegri flugleið. B)Uppreisnarmanna á svæðinu að gera ekki ráð fyrir þeim möguleika, að þeir væru að miða á farþegavél - ekki flutningavél úkraínskra stjórnvalda.
Ítreka, mistök - ekki viljaverk.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka deginum ljóst að Rússar grönduðu ekki þessari vél og ég heyrði að þetta hefðu verið eldflaug að eldri geri svo þá er spurning líka hver sendi hana upp. Flutningavél frá úkrainskrum stjórnvöldum myndi ekki vera flytja vörur á milli staða í þessari hæð. Það væri hægt að sjá hvaða vopn fara til Ukraníu og til hverra en auðvita stela menn vopnum og eða smygla.
Valdimar Samúelsson, 14.10.2015 kl. 10:17
Sérfræðingarnir segja sprengihleðslu eldflaugarinnar hafa verið af gerðinni - - "9N314M" sem sennilega dugar til að tékka á því með GOOGLE, hvort að rússn. stjv. eru að segja satt frá því, að eldflaugin hafi verið af eldri gerð sem þeir segjast hafa hætt að nota 2011.
Annars eru Rússar sjálfir að nota mjög mikið af - gömlu dóti. Þeir eru enn að nota fullt af dóti enn, sem framleitt var á þeim árum er Rússland tilheyrði Sovétríkjunum.
Mér skilst að þessir skotvagnar - - geti t.d. skotið eldri gerðum BUK flauga, t.d. ef einhverra hluta vegna, nýrri gerð væri ekki til staðar.
Ég held að sennilegra sé, að Rússar - komi eldri gerðum fyrir í vopnageymslum - en að þeir hendi þeim eins og hverju öðru rusli, ég held að þeir séu og hafi alltaf verið mjög tregir til að henda því, sem enn er nothæft.
Það má vel vera að þeir hafi verið tilbúnir til þess, að láta uppreisnarmenn hafa einmitt eldri gerð af BUK, sem þeir sjálfir töldu sig ekki þurfa á að halda.
Það væri í stíl við almenna hegðan Rússa, að þeir gjarnan losa sig við til bandamanna sinna, eldri gerðir - sem ekki eru lengur framlínuvopn hjá þeim sjálfum.
M.ö.o. þó þær hafi sjálfir hætt að nota þá tilteknu gerð í framlínu, þá öfugt við Breta sem yfrleitt eyðileggja eldri vopn, þá sennilegra að Rússar hendi engu nothæfu eins og þeir almennt hafa venju til í gegnum árin - og eins og ég benti á, að þeir eru enn víða í eigin her enn með í notkun eldri vopn.
Það er að auki mögulegt, að hvort tveggja sé - að uppreisnarmenn hafi rænt einhver vopnabúr. Og Rússar sendi þeim sömu gerðir af gömlum vopnum, sem uppreisnarmenn hafa og kunna að nota, þurfa því ekki endurþjálfun fyrir.
Þetta er þ.s. gerir það ómögulegt að vita fyrir víst, frá hvorum vopnin koma.
Því Rússar eru sjálfir enn þann dag í dag, að nota mikið af sömu gömlu vopnunum, og Úkraínumenn sjálfir eru að nota - og þeir eiga þau einnig í geymslum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.10.2015 kl. 11:08
Þakka fyrir Einar. Mjög góðar skýringar eins og venjulega, Ég er á sama máli og þú. Kv V
Valdimar Samúelsson, 14.10.2015 kl. 20:33
Þetta var vitað frá upphafi. Það var meira að segja á sveimi vídjó af því þegar þeir skutu eldflauginni á loft.
Það virðist hafa gufað upp - en það sem lendir á netinu er þar fast, svo menn geta líklega fundið það ef menn leggja sig fram.
Mjög impressive vopn þarna á ferðinni, verð ég að segja, Dregur alla leið þangað upp.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2015 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning