12.7.2015 | 22:32
Grikklandi settir þeir úrslitakostir að uppfilla allan óskalista kröfuhafa fyrir fimmtudag, svo til greina komi að ræða 3-Björgun Grikklands
Reuters birti aðgerðalista þann sem aðildarlönd Evru, AGS, Seðlabanki Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB - - hafa sett ríkisstjórn Grikklands fyrir. En þetta er enginn smáræðis pakki, sem þarf að klára að lögleiða á nk. miðvikudag - svo fundur aðildarlandanna og annarra kröfuhafa á nk. fimmtudag, sé tilbúinn að taka mál Grikklands fyrir.
Greece must do more to earn rescue
Ef Grikkland uppfylli ekki öll skilirðin - - fái landið ekki frekari fyrirgreiðslu. Síðan bætast við -styrkjandi aðgerðir- sem hugmyndir um má sjá í plaggi sem birtist á síðu Reuters. En vandi er að Grikkland hefur greinilega orðið fyrir verulegu viðbótar efnahagstjóni undanfarið. Sem þíðir augljóslega - - að greiðslugeta landsins hefur minnkað. Í þessu plaggi má sjá hugmyndir sem lágu fyrir fundinum, um það hvað sé hugsanlega unnt að gera í framhaldinu:
Þetta tiltekna skjal - - er uppkast er lág fyrir fundinum.
Ekki endanlegt form þess m.ö.o. Svo ekki má taka það of hátíðlega.
- Það virðist aftur á móti ljóst, að Grikkland verður að uppfilla öll skilirðin áður fram sett.
- Annað sem nefnt er í skjalinu, virðast ófullmótaðar hugmyndir, um það - hvað Grikklandi mun verða sett fyrir í framhaldinu.
- En reikna má fastlega með nýjum skilirðum - - það má sennilega lesa út úr þessu plaggi, hvað sé sennilegt form slíkra viðbótarkrafna.
En hugmyndin um sölu ríkiseigna upp á 50ma. kom fyrst fram, rámar mig - 2011. En reyndiast langt í frá framkvæmanleg þá. Líkur á að svo stórfelld sala komist til framkvæmda, virðast ekki betri í dag.
Þarna er sennilega komin krafa ríkisstjórnar Þýskalands - - sem virðist vilja að grískar ríkiseignir verði í hlutverki -veðs- á móti nýju láni, sem gæti orðið svo hátt sem 80ma..
Það verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnar Grikklands
Annars vegar er um að ræða, að hrinda í gegn niðurskurðaraðgerðum sem fyrri ríkisstjórn tókst ekki að hrinda í framkvæmd. Síðan liggur þegar fyrir, þó ekki sé enn ljóst - - akkúrat hverjar viðbótar kröfur til Grikklands verða; að mjög erfið fyrir Grikkland viðbótar kröfugerð mun birtast á fundi aðildarlandanna á nk. fimmtudag - ef við gerum ráð fyrir að gríska ríkisstjórninni takist að lögsetja þann lagabreytingarpakka sem grísku ríkisstjórninni hefur verið sett fyrir að klára í síðasta lagi nk. miðvikudag.
- Miðað við hugmyndir sem sjá má í plagginu hlekkjað á að ofan, er ljóst að kröfuhafar eru með þeim hugmyndum - - að leitast við að verja sig fyrir frekara tapi.
Ég velti fyrir mér hvað er í gangi í Aþenu, en ef ríkisstjórnin er raunverulega tilbúin að mæta kröfum aðildarlandanna fyrir nk. fimmtudag - - þá er það mjög veruleg viðhorfsbreyting innan Syriza flokksins.
Nema auðvitað, að Alexis Tsipras - hafi tekið þeirri áskorun frá stofnunum ESB, AGS og aðildarlöndum - - að kljúfa sinn eigin flokk, þ.e. vinna með þeim sem vilja styðja þær lagabreytingar sem kröfuhafar krefjast að verði lögsettar síðasta lagi á miðvikudag, þ.e. þeim þingmönnum eigin flokks sem eru tilbúnir að styðja þann lagasetningarpakka + hverja þá aðra þingmenn frá öðrum flokkum, til vinstri og hægri.
- En ef Tsipras gerir þetta.
- Þá líklega eyðileggur hann sinn eigin flokk.
- En á sama tíma, stórfellt efa ég að hann verði að hetju í augum almennings.
En hann yrði að hetju í augum allra forréttindahópanna í landinu. Og auðvitað, kröfuhafa.
M.ö.o. þá sé ég ekki að Tsipras geti framkvæmt þetta, án þess að leggja sinn eigin flokk í rúst. Kannski er hann tilbúinn til þess núna.
En ég er mjög efins, að hann lifi það af í pólitískum skilningi.
En sá harði niðurskurður sem verður þá framkvæmdur, mun að sjálfsögðu - dýpka frekar kreppuna í landinu. Og fjðlga atvinnulausum - og skerða kjör þess stóra hóps sem er á bótum.
M.ö.o. væri þetta beint framhald af niðurskurðarstefnunni - sem haldið hefur verið í gangi samfellt sk. 5 ár, skv. kröfu kröfuhafa.
- Gríska hagkerfið gæti sigið 10% til viðbótar við þau nærri 30% sem það var þegar búið að síga.
- Svo mundi hellast yfir Grikkland frekari lánapakki, svo landið geti haldið fyrri lánum gangandi - - og krafa um bruna-sölu ríkiseigna, virðist líkleg.
Á þessari stundi treysti ég mér engan vegin að vita - hvað Tsipras mun gera.
En suma dagana talar hann á þann veg, að hann hljómar eins og hægri krati - - svo hnippa bersýnilega róttækir vinstri mennirnir í hann, og þá allt í einu heldur hann ræður þ.s. hann hljómar eins og einn af þeim.
En hver er - - Alexis Tsipras? Er hann kannski eins og vindhandi, sem sveiflast eftir því - hver hastar á hann síðast?
Niðurstaða
Syriza flokkurinn hefur fengið nýja úrslitakosti - - að hrinda í framkvæmd öllum þeim niðurskurðaraðgerðum og lagabreytingum, sem hugsað er að auki skilvirkni gríska hagkerfisins - í síðasta lagi nk. miðvikudag. En fyrir fund aðildarlandanna nk. fimmtudag, ef ríkisstj. Sýriza mætir úrslitakostum kröfuhafa frá fundinum á Sunnudag -- > liggja fyrir hugmyndir að - næsta aðgerðapakka sjá plagg hlekkjað á að ofan.
En ljóst er, að Grikkland mun fá strax annan aðgerðapakka - og sá líklega a.m.k. hálfu erfiðari en sá fyrri. En þá hefjast samningar um "Björgun-3" - - þannig að Syriza flokkurinn stendur frammi fyrir því; að ofurselja landið vilja kröfuhafa - nk. ár.
Ætlar Syriza flokkurinn að éta ofan í sig, alla sína fyrri gagnrýni?
Ætlar hann að ganga í sama hlutverk og fyrri ríkisstjórnir Grikklands, síðan kreppan hófst 2010; sem hefur að því er best verður séð verið að framkvæma fyrirmæli kröfuhafa, þegar þau fyrirmæli koma fram.
Höfum í huga - að kröfuhafa eru að hugsa um sína hagsmuni.
Sem ekki endilega eru það sama og hagsmunir landsins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning