Sá her sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, ætlar ekki að virða vopnahléið

Skv. fyrstu fréttum sunnudags hefur dregið mikið úr bardögum - en þeir hafa ekki hætt. Bardagar virðast halda enn áfram af fullum krafti við bæinn Debaltseve.

Það kemur heim við yfirlýsingu skipaðs leiðtoga svokallaðs "Donetsk Peoples Republic" þ.e. Aleksandr Zakharchenko.

Hann heldur fram því "kjaftæði" að vegna þess að vopnahlés-samkomulagið nefni ekki bæinn "Debaltseve" sérstaklega - - þá sé það svæði "undanskilið."

Ukraine Cease-Fire Goes Into Effect, but Rebel Leader in Key Town Repudiates Accord

"Ukrainian government soldiers outside Debaltseve, the target of an offensive by rebels. Credit Petr David Josek/Associated Press" - - gömul fallbyssa dregin af trukk, hermenn á pallinum, hafið það til samanburðar við búnað Rússa: 2S19 Msta.

 

En þetta er "almennt" vopnahlés-samkomulag, í þeim er ekki venja, að taka fram hvern einasta bardagavöll eða þorp eða fjall eða hæð - sem barist er um, og lýsa yfir því að vopnahléið gildi þar. Síðan gildi það ekki á svæðum sem ekki séu þannig nefnd sérstaklega. 

  1. Þannig virka ekki slík vopnahlé.
  2. Þau gilda alls staðar á svæðum sem barist hefur verið um.
  3. Eða þau eru rofin og það er ekkert vopnahlé!

Þetta er í raun og veru -afar einfalt- þáð að bardögum er vísvitandi haldið áfram við Debaltseve, þíðir að vopnahléið - var ekki virt. Eins og ég benti á sem yfirgnæfandi líklegt í minni síðustu færslu.

"...the separatist leader said it did not apply to Debaltseve, where thousands of Ukrainian troops have been under siege and might be surrounded." - "The rebel leader, Aleksandr Zakharchenko, said the town, a critical railway hub, had not been mentioned specifically in the cease-fire agreement."

Þetta er fyrirbærið - - tilliástæða. Hann nefnir eitthvað kjaftæði, því hann -vill halda bardögum áfram. Því að stjórnendur þess hers sem berst við stjórnvöld í Úkraínu, telja að þeir séu í sterkari stöðu - og geti haldið áfram að hertaka svæði.

"Mr. Zakharchenko, the head of the self-declared Donetsk People’s Republic, also said he had ordered his forces to halt combat all along the front line in eastern Ukraine, as required in the Minsk agreement, but not near Debaltseve." "He also indicated that rebel forces would not allow the approximately 8,000 Ukrainian troops who are there to leave." - "“We will block all attempts to break out,” he said. “I have given the order.”"

Hann setir upp það sjónarspil - - að hann sé að virða vopnahléið, en heldur í reynd bardögum áfram - á þeim stað sem lögð er mest áhersla á að ná.

Síðan þegar Úkraínuher - óhjákvæmilega á einhverjum punkti - neyðist til að gera tilraun til þess að rjúfa umsátrið; en þ.e. best gert með því að her ráðist að umsátursliði að utan og liðið í umsátri samtímis geri tilraun til þess að brjótast út.

  • Þá mun -strengjabrúða Pútíns- Zakharchenko lísa yfir að vopnahléið sé rofið af Úkraínuher, og hefja allsherjar atlögu að nýju.
  • Þetta er algerlega fyrirsjáanlegt, vegna þess hve mikilvægur Debaltseve er, að auki Úkraínuher getur ekki einfaldlega -fórnað- 7-8.000 manna liði sem er í umsátri, án þess að gera góða tilraun til þess að ná þeim úr herkvínni.
  • Þetta veit auðvitað strengjabrúðan -eða þetta eru fyrirmæli frá Moskvu- og síðan munu netmiðlar sem styðja Moskvuvaldið - og netverjar sem styðja Moskvuvaldið - sem og fjölmiðlar undir stjórn Moskvuvaldsins í Rússlandi - - > Básúna að það sé Úkraínuher að kenna að vopnahléið sé rofið.
  • Þó það sé þegar rofið í dag - - með því að her sá sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, haldi bardögum áfram við Debaltseve.

 

Niðurstaða

Það virðist ætla að fara eins og ég sagði í gær, að vopnahléssamkomulagið væri ekki pappírsins virði. Þegar rofið á fyrstu klukkustundum, og flest bendi til þess að bardagar haldi áfram við bæinn Debaltseve - þrátt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé. Það sé því einungis spurning um ef til vill - nokkra daga. Þar til allsherjar bardagar brjótast út að nýju. En Úkraínumenn, munu ekki geta horft á fjölmennt herlið vera slátrað í Debaltseve. Það vita vel stjórnendur hers þess sem berst við Úkraínumenn í A-Úkraínu. Þeir eru bersýnilega að setja upp það sjónarspil - að það verði Úkraínumenn sem að þeirra sögn, og að sögn rússneskra fjölmiðla sem og netmiðla sem styðja Rússa sem og netverja sem styðja Rússa; rjúfi vopnahléið. Þegar að það er þega rofið í dag, með því að her sá sem haldið er uppi í A-Úkraínu af rússneskum stjórnvöldum - - heldur atlögunni áfram við Debaltseve.

Þ.e. ljóst að Rússar ætla ekki að virða nein vopnahlé.

Þeir telja sig geta unnið í Úkraínu.

Evrópa verði að horfast í augu við það, að ef Úkaína er ekki studd, þá mun sá voða-atburður gerast, að Evrópuþjóð sé beigð í duftið af -rússnesku herliði- og hún neydd til þess að ganga þeim á hönd - - Pútín færi að nýju Úkraínu inn á sitt yfirráðasvæði.

Ef Pútín kemst upp með árás á eitt af fyrrum aðildarlöndum Sovétríkjanna, er eitthvað sem segir að hann geti ekki komist upp með atlögu að fleiri slíkum - - t.d. Eystrasaltlöndum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þ.e. ljóst að Rússar ætla ekki að virða nein vopnahlé"  Humm Rússar????
Bíddu, bíddu eru þetta EKKI Rússneskumælandi aðgerðarsinnar og/eða mótmælendur Sjálfstjórnarsvæðisins þarna í Austurhluta Úkraínu? Hefur stjórnarher Úkraínu nokkuð farið frá átakasvæðinu skv. Minsk 2 firðarsamkomulaginu? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 15:42

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Það er alveg sama hversu oft þú endurtekur þetta,það er ekkert rússneskt herlið í Úkrainu og hefur aldrei verið.

Það er stöðugt erfiðara fyrir fasistana að sannfæra fólk um þetta,í rauninni trúir þeim eiginlega enginn enda hafa þeir ásamt stjórnendum sínum í US endalaust verið uppvísir að lygum í þessu sambandi.Það eru ekki nema blindustu menn sem trúa einu einasta orði sem þaðan kemur.

Þeir einu sem tuggast á þessu nú orðið eru þeir sem sætta ekki  við að þessi árás á Rússland sé kannski að fjara út.

Ég er hinsvegar sammála þér með vopnahléið,frelsissveitir A Úkrainu eiga sennilega erfitt með að sætta sig við að það sé samið um vopnahlé ,bara til að hleypa úkrainska hernum úr herkví.

Nasistarnir í Kiev sögðu STRAX að þeir ætluðu ekki að virða vopnahlæið og það yrði aldrei neitt vopnahlé.

Þessi hlandsprettur Merkel og Hollande til Minsk var bara til að bjarga Úkrainska hernum sem var við það að missa helminginn af bardagafærumm hermönnum sínum í herkvínni,þar af eina nasistaherdeild.

Borgþór Jónsson, 15.2.2015 kl. 15:48

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Svona til að létta stemninguna aðeins.

Forseti Hvíta Rússlands upplýsti það  þegar samningarnir stóðu yfir í Minsk að Merkel væri fyrsti kanslari Þýskalands sem heimskti landið síðan Hitler gerði það og Hollande væri fyrsti þjóðhöfðingi Frakklands sem heisækti Hvíta Rússland síðan Napeolon gerði það.

Honum kom á óvart hvað þau skötuhjúin voru vinalegt fólk,hefur sennilega verið að vísa til þess að fyrirennarar þeirra hafi haft öðru vísi viðmót.

Borgþór Jónsson, 15.2.2015 kl. 16:00

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er nú kannski óþarfi að bresta í grát yfir byssuleys Úkrainuhers. hér eru myndir af Ukrainian 2S19 MSTA-S self-propelled howitzers 

Taktu sérstaklega eftir að aftast í nafninu er bókstafurinn S ,sem merkir að tækið hefur verið uppfært ,og er með Glosnass miðunarkerfi sem þykir mjög flott.

Auk 152 millimetra fallbyssu og sjálvirku magasíni hefur hún 12,7 mm vélbyssu sér til varnar.

Þessar vélar voru keyftar til Úkrainu 2010 og voru 40 talsins.  Hvorumegin víglínunnar þær lentu er ekki gott að segja,sennilega hefur meiri hlutinn lent vestan við.

Ukrainian 2S1 Gvozdika SPG.jpg

Frelsisher A Úkrainu verður aftur á móti að notast við þessar græjur sem eru frekar gamaldags .Byssan er 122 mm hálfsjálfvirk og þarf þar af leiðandi sérstakan hleðslumann.

Þessar byssur reyndut ekki vel og var reyndin oftast sú að það þurfti að taka tómt skothylki úr með höndum.Það var ekki hæt að gera nema vélin sé stopp og er þá farið inn um lúgu á vélinni aftanverðri.

Ef þér finnst þú þurfa að fella tár yfir byssuleysi á svæðinu þá væri það nú réttlátara að brynna músum yfir búnaði Frelsishersins.

Eins og ég hef  bent á áður komu 638 slíkar byssur í hlut Úkrainu við uppbrot Sovétríkjanna

Borgþór Jónsson, 15.2.2015 kl. 18:59

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú neitar að viðurkenna augljósa hluti - en það blasir við að rússneski herinn tók yfir í ágúst sl. þegar "gagnsókn" hófst rétt í þann mund, sem virtist að uppreisninni væri að ljúka - þ.e. her Úkraínu var kominn að borgunum Donetks og Luhansk - - umsátur að hefjast.

Fram að þeim tíma hafði her uppreisnarmanna, barist verr - verið lakar vopnum búinn og virst verr stjórnað - - > Allt í einu voru Úkraínumenn að berjast við her, sem barðist betur - betur vopnum búinn - betur stjórnað o.s.frv.

Með öðrum orðum, blasir það við, að þarna tók rússn. herinn yfir - að raunverulega fór innrás fram, eins og Úkraínumenn segja.

    • Þú heldur áfram þessum bröndurum þínum, sbr. "frelsisher" - einmitt. Innrásarlið Rússlands. 

    • Hefur nokkrum sinnum talað um -lýðræðisinna- þó það blasi við að þeir öfgamenn, sem Pútín virðist hafa fengið sér til fylgilags - - séu "kommúnistar" - enda sést það á því hvernig kosningar hafa farið fram, að þær hafa verið í sambærilega ólýðræðislega stílnum og tíðkuðust í Sovét - þeir kalla þing sitt "supreme soveiet" - forseti þingsins dásamar sovét-tímann og kommúnismann í þekktu viðtali tekið á sl. ári, og hann viðurkennir að starfsmenn leynilöggu "Donetsk Peoples Republic" kalli sig "NKVD" "bravado" eins og hann kallaði það - enn ein vísbending um kommúnisma þessa liðs, og auðvitað nafnoð á lýðveldinu "alþýðulýðveldi" nafn hvers einasta kommúnistaríkis í Kalda-Stríðinu - - > Allt tilviljanir, ég trúi ekki á þær, sérstaklega ekki þegar þær hrannast upp með þessum hætti. Þ.e. alveg ljóst hvaða lið þetta er. Og því hvílíkt grín það er, að þú hefur ítrekað gefið þeim nafnbótina -lýðræðissinna.-

    • Málflutningur þinn er eiginlega - eitt samfellt grín.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 16.2.2015 kl. 04:11

    7 identicon

    Poroshenko-"Ceasefire" not for Peace but to Regroup & Attack http://youtu.be/lCqVrXpP2xg
    Poroshenko Cursed by One-Armed Woman in Uglegorsk
    http://youtu.be/Qy_beOG70oI

    War and Faith
    http://youtu.be/eUfZdWwdslA

    Eng subs-No Russian Troops in Ukraine- Obama still wants
    War http://youtu.be/iNx2DvY3qaw

    FACE to FACE- civil war arguement
    http://youtu.be/nBQqXtXu_A4

    No Russian Troops in Ukraine says Kiev General
    http://youtu.be/T0x0mnrq9j4

    Obama Admits US "Brokered" Coup in Ukraine
    http://youtu.be/1QAXmf5_EOs

    US Started Ukraine Civil War *PROOF* Nov 20, 2013
    http://youtu.be/hMVfN5AF0dI

    US Army in Ukraine Since Sept 2014
    http://youtu.be/f6oLJB69dOU

    Republican Against Cold War with Russia
    http://youtu.be/lUQ0UZsavNs

    OBAMA-$350 Million to Ukraine to Kill Civilians
    http://youtu.be/lyL4HcooQjw

    US $2 Billion to Kiev / Kiev People Demand Unpaid Wages
    http://youtu.be/pASxueaEJpM

    "An Army that Kills our kids!" Poroshenko Butcher (Obama Supported) http://youtu.be/_CdtTLbd7aU

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 12:50

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.11.): 1
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 856011

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 26
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband