Hagvöxtur styrkist örlítið á evrusvæði / Ótti við efnahagstjón líklega hindrar beitingu áhrifaríkra refsiaðgerða gegn Rússlandi af hálfu Evrópuríkja

Í öllu fárinu út af aðgerðum Rússa á Krímskaga. Rakst ég á frétt þess efnis, að svokölluð "pöntunarstjóravísitala" á vegum fyrirtækisins MARKIT, hafi fyrir febrúar skilað bestu niðurstöðu sem sést hafi í aðildarlöndum evrusvæðis síðan um mitt ár 2011.

Við erum ekki að tala um neinn svakalegan hagvöxt - - þ.e. skv. tölum á grensunni milli 0,4% og 0,5%.

"The survey suggests the region is on course to grow by 0.4 - 0.5% in the first quarter, which would be its best performance for three years."

Það ætti að liggja í augum uppi, að þetta lítill hagvöxtur - - er viðkvæmur.

Tölur yfir 50 er aukning - undir 50 er minnkun!

Markit Eurozone Composite PMI

  • Final Eurozone Composite Output Index: 53.3
  • Final Eurozone Services Business Activity Index: 52.6

3,3% aukning í pöntunum til fyrirtækja innan viðskiptalífs á evrusvæði.

2,6% aukning pantana til fyrirtækja á evrusvæði innan þjónustugeirans.

 

Nations ranked by all - sector output growth * ( Feb . )

  1. Germany 56.4 33 - month high
  2. Ireland 55.0 8 - month low
  3. Spain 53.8 3 - month low
  4. Italy 53.4 34 - month high
  5. France 47.9 2 - month low

Áhugavert að enn eina ferðina rekur Frakkland lestina.

Meira að segja Ítalía er nú komin í 3,44% aukningu pantana til fyrirtækja innan viðskiptalífs.

Á sama tíma og fyrirtæki innan viðskiptalífs Frakklands sjá 2,1% samdrátt pantana.

 

Þegar hagvöxtur í Evrópu er þetta lítill, sé það vel hugsanlegt að átök um refsiaðgerðir við Rússa, geti riðið honum að fullu

Umræður um hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi - vegna yfirtöku Rússland á Krímskaga. 

  • Hafa virst ærið - farsakenndar.

Mig grunar að viðkvæm efnahagsstaða Evrópu - skýri að miklu leiti hik stjórnvalda Evrópuríkja.

-----------------------------------

Ukraine crisis: Blows for west in bid to counter Moscow

"Meanwhile, a US-led push for allied agreement to impose sanctions on Russia also faltered with the strong resistance of Germany, which was prepared only to cut off visa liberalisation and trade agreement talks with Russia."

EU Concerned about Cost of Sanctions on Russia

"Britain should "be prepared to join other EU countries in imposing 'visa restrictions/travel bans' on Russian officials," the paper advised. It added that Britain should "not support, for now, trade sanctions … or close London's financial center to Russians." "

"The Austrians, too, expressed skepticism of punitive measures on Wednesday, with Finance Minister Michael Spindelegger saying that in the Ukraine crisis, the focus should not be put on sanctions."

"German Minister of Foreign Affairs, Frank-Walter Steinmeier" - ""I would warn against imposing sanctions at the current point in time," he told SPIEGEL ONLINE on Tuesday. "Such a move could ruin chances for achieving a political solution, as small as the window for such a solution might appear.""

  1. "The EU economy is heavily reliant on Russia -- the country represents the EU's third-largest trading partner."
  2. "The reverse, of course, is true as well: Europe is number one on the Russian list."
  1. "French Foreign Minister Laurent Fabius on Tuesday said that EU sanctions could come as soon as Thursday."
  2. "In response, Russian parliament has warned that Moscow would respond in kind, according to a Wednesday report on the Voice of Russia website."

-----------------------------------

Rússar eru nefnilega mjög líklegir - að svara refsiaðgerðum, með eigin mótaðgerðum.

Þetta vita ríkisstjórnir aðildarríkja ESB mæta vel.

  • Samtímis vita þær einnig að hagvöxtur í Evrópu er það lítill, að "tit for tat" refsiaðgerðir milli Evrópu og Rússlands, gætu hæglega riðið þeim hagvexti að fullu.
  • Auk þess að þó svo að verðbólga virðist þessa stundina vera stöðug við 0,8% - - þarf sennilega ekki mikla niðursveiflu í efnahagsmál Evrópu, til þess að verðhjöðnun fari af stað.

Tæknilega geta Bandaríkin beitt harðari aðgerðum en Evrópa - á hinn bóginn eru viðskipti Bandar. og Rússland miklu mun smærri í sniðum, að auki mundu líklega Evr. ríkin ekki fagna aðgerðum Bandar. sem leiða til "efnahagstjóns fyrir Evrópu" þannig að líkur virðast litlar á nokkrum umtalsverðum efnahagslegum refsiaðgerðum heldur af hálfu Bandar.

 

Niðurstaða

Hagvöxtur hefur styrkst örlítið í sessi á meginlandi Evrópu. Á sama tíma virðist verðbólga stöðug í ca. 0,8% að meðaltali á evrusvæði. 

Hagvöxtur á bilinu 0,4 - 0,5% gæti orðið að engu. Ef Evrópa og Rússland fara í "tit for tat" refsiaðgerðir. 

Atriði sem líklega skýrir að umtalsverðu leiti áberandi hik ríkisstjórna aðildarríkja ESB, við það að samþykkja nokkrar tilfinnanlegar efnahagsrefsiaðgerðir gagnvart Rússlandi.

Það er því útlit fyrir að ef af aðgerðum verður - verði þær eingöngu um atriði sem skipta Rússa nær engu máli.

Rússar muni þá beita sambærilega lítilfjörlegum gagnaðgerðum, út á prinsippið - þannig séð.

  • Útkoman sú að Pútín komist fullkomlega upp með yfirtöku á Krímskaga.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1433
  • Frá upphafi: 849628

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband