Der Spiegel segir Þýskaland með áform um nýtt björgunarprógramm fyrir Grikkland!

Tvær greinar á vef Spiegel fjalla um málið þ.e. Berlin Weighs New Aid Package for Greece - - og - - Greece Plans to Impress Creditors With Good News.

Skv. Der Spiegel telja þýsk yfirvöld enn ákaflega margt í ólagi með gríska prógrammið:

"In a five-page internal memorandum to his ministry, entitled "Greece Position Paper,"...the bankrupt state's deficiencies are numerous, including the issue of fundamental problems in public administration that remain to be remedied. Tax authorities are unreliable, the creation of a nationwide land registry has stalled, and privatization isn't moving ahead. The job market has also failed to become as flexible as desired."

En á sama tíma er hljóðið í grískum stjórnvöldum allt í einu orðið "jákvætt" en skv. því sem þar er haldið fram, er Grikkland að hefja "viðsnúning." 

"According to a Greek Finance Ministry official, the good news will include the first increase of retail sales in 43 months, and the first rise in the purchasing managers' index in 54 months. The "super-weapon" in Stournaras' arsenal, however, is the hefty 2013 primary budget surplus, now estimated at €1.5 billion, well above the official budget forecast of €812 million." - "Athens also plans a return to the markets by the end of 2014 in what it believes will be a definitive sign that the Greek economy is out of the woods."

Það virðast hafa komið fleiri ferðamenn - sem kannski skýrir aukningu í viðskiptum verslana, og það virðist í gangi einhver aukning í útflutningi - kannski að launalækkanir séu farnar að skila einhverjum áhrifum.

Afgangur af "frumjöfnuði" fjárlaga þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldum, ef þ.e. rétt að sá sé til staðar og þetta stór; þá styrkir það samningsstöðu grískra stjórnvalda. En afgangur af frumjöfnuði þíðir að "tæknilega" geta grísk stjv. þar með "hótað að neita að borga" þ.s. þau geta fjármagnað sinn eigin rekstur. Eru ekki þá lengur háð fjármögnun til þess að reka grunnþjónustu.

  • En þ.e. hola í gríska prógramminu sem hefur blasað við síðan á sl. ári upp á ca. 10ma.€.
  • Skuldir Grikklands nema í dag 176%.

Hugmyndir þess efnis að leita inn á lánamarkaði - - hljóma eins og fantasíu órar. Þó svo að vaxtakrafa Grikklands hafi lækkað mikið síðan markaðurinn fór að trúa því að ESB ætlaði ekki að láta Grikkland verða gjaldþrota, nánast "no matter what."

Þá samt er markaðurinn ákaflega dýr - milli 7-8% vextir fyrir 10 ára lán. 

Örugglega miklu dýrara en að fá viðbótar lánsfé frá aðildarríkjunum.

 

Spurning hvort að grísk stjórnvöld eru að tala upp stöðuna vegna slæmrar stöðu í skoðanakönnunum!

Það er orðið langt síðan að ég skoðaði fylgisstöðu stjórnmálaflokka á Grikklandi. Ég fann tvær áhugaverðar kannanir aðra frá miðjum desember en hina alveg glænýa þ.e. frá 5. febrúar.

New Poll Shows SYRIZA in the Lead

Eins og sést í könnuninni frá miðjum desember er SYRIZA að mælast stærsti flokkurinn.

metron_analysis_poll

Í hinni glænýju könnun - er megin andstöðuflokkurinn Syriza enn í forystu.

Greece’s Major Opposition Party Stable in the Lead

euro2

  • Það skiptir miklu máli - - að verða stærsti flokkurinn.
  • Því skv. grískum kosningalögum, fær stærsti flokkurinn alltaf 50 þingmenn að gjöf.
  • Þetta var gert á sínum tíma til að auka líkur á "eins flokks" þingmeirihlutum.

Þetta gæti auðvitað verið farið að hafa áhrif á afstöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar, gerir stjórnina síður viljuga til að - framkvæma frekari óvinsælar niðurskurðar aðgerðir. Eða að reka ríkisstarfsmenn. Eða að selja ríkisfyrirtæki.

Allt aðgerðir harðlega gagnrýndar af hinum ákaflega vinstrisinnaða Syriza flokki.

En við erum að tala um alvöru "harðlínu" vinstrimenn, svokallaða "anti" globalista.

Flokkur sem sennilega lítur á alÞjóðleg stórfyrirtæki sem eitt það versta sem búið hefur verið til í mannkynssögunni.

  • Í báðum könnunum er "Gullin Dögun" í öruggu 3-sæti.

Spurning hvort þetta eykur líkur á því að Grikkir segi einhliða "bless" við björgunarprógrammið og skuldirnar?

 

Hvað með stöðu flokkanna fyrir kosningar til Evrópuþings?

"The detailed poll shows that in first comes SYRIZA with 21.7 percent and follows New Democracy with 8.7 percent. Third is Golden Dawn with 7.1 percent and fourth is KKE with 5.1 percent. PASOK stands fifth with 4 percent and sixth is ANEL with 3.1 percent. DIMAR stands at 3 percent."

Takið eftir að fyrir utan "Nýtt lýðræði" sem er megin hægri flokkurinn í Grikklandi sambærilegur við Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi.

Eru það eingöngu - - öfgaflokkar sem skipa efstu sætin skv. þeirri könnun.

En "KKE" eru grískir kommúnistar - - höfum í huga að grískir kommúnistar eru "unreformed" þ.e. þeir eru enn með þær sömu skoðanir og kommúnistar höfðu fyrir fall Sovétríkjanna. 

Þeir eru þannig séð "furðulegir steingervingar." 

Samanlagt fylgi öfgaflokka:  33,9% skv. þeirri könnun fyrir kosningar til Evr. þings.

 

Niðurstaða

Ég held að hinn gríski harmleikur sé langt í frá á enda runninn - - með bjartari framtíð framundan. En þreyta kjósenda á ástandinu skín mjög glatt í gegn í ofangreindum skoðanakönnunum. En fyrir utan fylgi flokka fyrir Evr.þings kosningar þ.s. öfgaflokkar hafa skv. könnun 33,9% mælast þeir skv. könnun á stöðu flokka innanlands samanlagt í 35,5%.

Að vísu eru litlar líkur á að þeir flokkar geti unnið saman. Syriza menn algerlega fyrirlíta gömlu steinrunnu kommúnistana í KKE. Og að sjálfsögðu nýfasistana eða nýnasistana í Gullinni Dögun.

Magnað að sjá grísku kratana með einungis 5,2%. Vinstrifylgið virðist gersamlega hafa sagt "bless" við hinn gamla meginflokk vinstrivængs grískra stjórnmála. Þess í stað virðist Syriza vera að taka yfir hið gríska vinstri. 

Það hlýtur að vera hrollvekjandi tilhugsun.

Það virðist einmitt vera að gerast þ.s. maður óttaðist að það stefni í að öfgamenn nái völdum í Grikklandi. Spurning hvort að Grikkland er "kanarí-inn í kolanámunni."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 848984

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1160
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband