31.12.2013 | 01:10
Rússland ætlar ekki að gefa Sýrland eftir - punktur!
Nick Butler hjá Financial Times vakti athygli á nýjum viðskiptasamningi ríkisstjórnar Assads við rússneskt gasvinnslufyrirtæki, um þróun á gaslindum undan strönd Sýrlands. Er samningurinn til næstu 25 ára.
Það er óhætt að segja að í þessu felist - skilaboð frá Putin.
En það þarf ekki að velkjast um það nokkrum vafa, að fyrirtækinu er beitt þarna fyrir vagn rússneskra stjórnvalda.
Russia advances into the Mediterranean
Ég hef verið að velta fyrir mér um nokkurn tíma, af hverju Rússar hanga svo stíft á ríkisstjórn Assads?
Eins og sjá má á mynd að ofan, hefur þegar fundist gas í lögsögu Ísraels og Kýpur. En setlögin sem gasið er til staðar. Ná yfir mun stærra svæði. Og sjálfsagt eru líkur á gasi innan lögsagna Líbanons og Sýrlands.
Stærsti einstaki gasfundurinn til þessa, lindin sem fengið hefur nafnið "Leviathan" innan lögsögu Ísraels. Og ein og sér líklega dugar fyrir innlendar þarfir Ísraela næstu áratugina.
Hefur líklega - - gefið aðilum innan rússneskra orkufyrirtækja - aukið munnvatnsrennsli.
Allir þessir fundir eru mjög nýlegir, þ.e. "Leviathan" 2010. "Aphrodite" svæðið sama ár. Smærri fundir, árin milli 2000 og 2010. Einungis Ísrael hefur hafið einhverja umtalsverða vinnslu.
Milliríkjadeilur standa Kýpur fyrir þrifum, en þó það virðist ekki sanngjarnt - - hafa Tyrkir aðstoðað Kýpur-Tyrki við það verk, að heimta hlutdeild í "Aphrodite" svæðinu. Þó það sé æði langt frá ströndum tyrkneska hluta Kýpur.
Líbanon er of sundurleitt. Til þess að geta drifið af stað slík risaverkefni. Rússar virðast nú sjá ákveðið tækifæri í Sýrlandi - - þ.s. þeir ásamt Írönum eiga ríkisstjórn Sýrlands.
- Rússar gætu einnig verið vel í sveit settir, að víkka út sín áhrif til Kýpur. Hver veit.
- Þeir hafa töluverða reynslu af viðskiptum við Kýpur Grikki, eins og þekkt er. T.d. töpuðu rússneskir aðilar umtalsverðu fé á kýpv. bankakreppunni.
- Rússar gætu vel verið færir um að ná samkomulagi við Erdokan forsætisráðherra Tyrklands, það má vel vera að Rússar séu í rólegheitum þegar að ræða málin, svo unnt verði að nýta einnig "Aphrodite" í friði fyrir milliríkjadeilum.
Því má auðvitað ekki gleyma að mjög hörð valdabarátta er uppi um áhrif á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs - sem nefnist "the Levant" á ensku.
T.d. er mjög merkileg frétt á BBC: Saudi Arabia 'to give Lebanon army $3bn grant'. Það er óhætt að segja - að það sé áhugavert. Að á sama tíma, kemur fram tilkynning þess efnis. Að Saudi Arabía ætli að dæla 3ma.$ í líbanska stjórnarherinn.
En stjórnarher Líbanon hefur síðan í borgarastríðinu á 8. - 9. áratugnum, verið lítið meira en "armed faction" þ.e. einn vopnaður hópur innan Líbanons af mörgum. Ekki sá öflugasti - einu sinni.
Hesbollah tvímælalaust síðan Ísraelar kvöddu lið sitt heim í lok 9. áratugarins, hefur verið öflugasta vopnaða fylkingin innan Líbanon. Öflugari en her Líbanons.
- Það er engin leið í dag að sjá hver mun hafa betur í þessu - valdatafli.
Þ.e. Rússland og Íran. Eða Saudi Arabía, ásamt bandamönnum við Persaflóa - og volgum stuðningi sumra vesturlanda a.m.k.
---------------------------------
En rússneskt gas-ævintýri á svæðinu. Getur sannarlega styrkt áhrif Rússlands. Rússland bersýnilega, sér hag sínum borgið af samvinnunni við Íran. Hún sé hentug rússneskum hagsmunum.
En Rússland horfir enn á heiminn með sama hætti nákvæmilega - og evr. stórveldi gerðu á 19. öld.
Gamli stórveldaleikurinn, snerist ávallt um þá hugsun - - að tap þitt er minn gróði. Minn gróði er þitt tap. Allt sem á þessu ári hefur gerst í samskiptum Rússa við vesturlönd, sýnir mjög vel að þessi gamla hugsun lifir enn góðu lífi meðal rússneskra ráðamanna.
Rússar hafa alltaf verið - tækifærissinnar dauðans.
Niðurstaða
Ef þ.e. eitthvert svæði í heiminum þ.s. klassísk 19. aldar stíls stórvelda pólitík er í fullum gangi. Þá er það svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Núna eru keppinautarnir Rússland + Íran, og á móti er Saudi Arabía - er virðist í leiðtogahlutverki í andstöðu við Rússa og Írani. Á meðan hafa vesturlönd meir skipað "aukahlutverk" - Frakkar og Bretar verið litlir með spilarar Saudi Arabíu.
Bandaríkin ákveðið - að því er best verður séð - að mestu halda sig til hlés. Eins og Rick Butler bendir á, séu Rússar að stinga sér inn í það "power vacuum" sem undanhald Bandaríkjanna hafi myndað.
Það séu Saudi Arabar einnig að leitast við að gera.
Þetta er einmitt þ.s. sögulega klassískt séð á sér stað, að þegar stórveldi dregur úr áhrifum sínum á tilteknu svæði. Þá fara smærri leikendur að bítast um það svæði.
Að sjálfsögðu eru Rússar og Saudar, smærri leikendur en Bandaríkin. Þó að þessa stundina meti stjórnvöld Bandaríkjanna eigin stöðu þannig, að rétt sé að - forðast djúpa þátttöku í þeim átökum sem nú séu í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs.
- Málið er, að fyrir Bandaríkin er líklega mikilvægara að fókusa á hafsvæðið nærri ströndum Kína, þ.s. Kína er í vaxandi mæli að anda ofan í hálsmálin á bandamönnum Bandaríkjanna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð punktur !
en upp úr 1970 þá eru nokkra Risablokkir sem eru allar með sömu hagsmuni , þykjast vilja auka huglægi raunþættina [service] en vilja samt öll tryggja sér sem mest af efnislegu raunvirði] Agriculture and industry]. Markaður sendir út fréttir sem geta bæði verið réttar og rangar. Þetta er spurning um læsi. Greina á milli efnislegra þátta og huglægra.
Júlíus Björnsson, 31.12.2013 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning