Írland ætlar að yfirgefa björgunarprógramm nk. sunnudag!

Financial Times er með mjög áhugaverða umfjöllun um Írland. Og þ.s. er merkilegt við þá umfjöllun, er hve margt er líkt með Írlandi og Íslandi. Til dæmis er þar eins og hér, verulegur brottflutningur hæfileikafólks - eins og hér, vandræði að halda í lækna og hjúkrunarfólk sem er fullmenntað.

Ireland poised to exit EU bailout

Irish exodus casts shadow on recovery from financial crisis

Eins og sjá má á mynd, eru hugmyndir ríkisstjórnar Írlands um framtíðar hagvöxt, lygilega líkar hugmyndum t.d. Seðlabanka Íslands, um framtíðar hagvöxt Íslands!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1223475.jpg

Til samanburðar má sjá mynd sem tekin er af síðu "Central Statistics Office" þ.e. Hagstofu Írlands.

Eins og sjá má á þeirri mynd, gefur Írland bæði upp tölur fyrir "Gross National Product" og "Gross Domestic Product."

Það er áhugavert hvað þær tölur geta verið afskaplega misvísandi.

Samt á heildina virðist til staðar löturhægur hagvöxtur á Írlandi.

Það má segja að sama sagan sé um Írland og Ísland, að ekki liggur fyrir augljós skýring um það - af hverju framtíðar vöxtur á að vera meiri.

Nema helst að það liggi í bjartsýni um stöðu nágranna landa í framtíðinni beggja vegna Atlantshafsins.

Um þá bjartsýni, ef þ.e. ástæða fyrir bjartsýni um aukinn framtíðar hagvöxt, get ég einungis sagt - - það kemur í ljós.

Mér hefur a.m.k. ekki virst neitt augljóslega benda til umtalsverðs hagvaxtar í Evr. á næstu árum, kannski getur hún lötrað upp í svo hátt að nálgast 1% heildar hagvöxt, ef allt gengur sem best verður á kosið.

Bandaríkin hafa fram að þessu ekki sýnt nein augljós einkenni, að ætla að fara hærra í hagvexti en kannski rúm 2%.

Írland hefur þó það forskot, sem liggur í óvenju lágri skattheimtu til atvinnulífs eða 12%.

Kannski leiðir það til þess að hagvöxtur þar verði hærri en í Evrópu að meðaltali.

Svo kannski rætist þessi spá! Ég ætla ekki að halda því fram að svo geti ekki verið.

Takið eftir myndinni að neðan er sýnir - nettó brottflutning fólks frá Írlandi!

----------------------------------------------------------------------------------------------

"Emigration has reached record levels, with 75,800 people between 15-44 leaving last year."

"Ireland once experienced the highest net immigration in Europe (per 1000 population). Now, it is experiencing greater levels of net emigration than any other European country."

"Almost half of Irish doctors are working abroad – the highest rate in the OECD group of countries that aims to promote sustainable growth – forcing authorities to recruit hundreds of foreign medical staff to plug gaps. “Doctors historically have left Ireland for a year or two to work abroad but now many are setting up home abroad and are not returning,” says Dr John Donnellan of the Irish Medical Organisation, which represents doctor in the country."

"Unemployment remains stubbornly high. 6,000 people received letters from a Government department encouraging them to search for jobs abroad."

"Unemployment levels are worst among Ireland's young cohort; one in four under 25 are unemployed."

"Unemployment benefits for the under-25s have been halved, while dole for older people and state pensions remain largely untouched."

"The Consistent poverty rate has spiked since the crisis began in 2008. Children have suffered more than most, with the percentage of under 17-year-olds living in consistent poverty rising from 7.4 per cent before the crisis to 9.3 per cent in 2011."

"Much of Ireland's private debt relates to the housing crisis. Nearly 100,000 households are more than 90 days in arrears with their mortgage payments."

"Dublin has introdcuced €28bn in tax hikes since 2008 in an effort to close its fiscal deficit."

----------------------------------------------------------------------------------------------

Mælt atvinnuleysi er farið úr 15,1% í 12,8%. Og það augljósa blasir við að kenna "brottflutningi" um.

Spurning hvort að ísl. stjv. fara að leita í smiðju Írlands, en eins og fram kemur - þá hefur alvarlegur skortur á læknum og hjúkrunarfólki leitt til þess, að írsk stjv. hafa auglýst þau störf á evr. efnahagssvæðinu gervöllu, og samþykkt í fj. tilvika að ráða fólk frá fátækari hl. Evrópu.

Það verður þá eins og í verslunum á Íslandi, þ.s. hátt hlutfall afgreiðslufólks er af erlendu bergi brotið og kann litla íslensku oft á tíðum, að læknar og hjúkrunarfólk verði einnig aðfluttir útlendingar?

Svo er áhugaverð sú stefna, að minnka um helming atvinnuleysisbætur til þeirra sem eru yngri en 25 ára, hugmyndin virðist að ýta þeim aldurshóp aftur inn í nám, en þetta getur einnig verið öflug hvatning fyrir þann hóp - að flytjast af landi brott. En sá hópur á einmitt líklega auðveldast með einmitt það.

Það er einnig áhugavert, að írsk. stjv. sendu nýlega 6000 bréf til einstaklinga er líklega höfðu verið atvinnulausir lengi, þ.s. þeim var kurteislega bent á að sækja sér vinnu utan landsteina 

  • “It made me feel like I was being pushed out of my own country,” says Mr Douglas, 26, from Bray, near Dublin." - "One jobseeker was sent details of a job as a bus driver in Malta, which paid just €250 (£209) a week but came with a “Mediterranean climate”."

Það er áhugaverð stefna að hvetja fólk beinlínis til að flytja úr landi!

  1. Rétt að nefna, að skuldir írska ríkisins eru enn í vexti.
  2. írska ríkið þrátt fyrir mikinn niðurskurð og skattahækkanir, er enn rekið með halla!

Það er viðsnúningur hagkerfisins yfir í hagvöxt - - að fjárfestingar eru aftur hafnar í landinu sem skapar þá bjartsýni sem þó er til staðar.

Menn með öðrum orðum eru að veðja á það að Írlandi takist að komast upp úr þeim skafli, en hagvöxtur er nánast eina vonin um að það takist.

 

Niðurstaða

Það er ávallt áhugavert að gera sbr. á Írlandi og Íslandi, bæði löndin eru eilönd. Írland er þó nær Evrópu en Ísland. Írland er einnig töluvert fjölmennara þó írar teljist vera smáþjóð.

Þ.s. gerir samanburðinn samt sérdeilis áhugaverðan er áhugi hluta Íslendinga á því að Ísland gangi inn í ESB og taki upp evru. Írland hefur báða hina meintu kosti fram yfir okkur þ.e. aðild og evru.

Hvað sem má segja um Írland, þá a.m.k. virðist því ekki ganga með neinum augljósum hætti betur - nema auðvitað um það atriði að á Írlandi eru ekki höft, en í fjölda annarra atriða eru aðstæður ótrúlega svipaðar. Í nokkrum atriðum er ástand Írlands bersýnilega lakara.

Írland er einnig eins og við með alvarlegan skuldavanda ríkisins sem og hallarekstur. Þar er einnig alvarlegur skuldavandi meðal húsnæðiseigenda. Brottflutningur eins og hér, er alvarlegt vandamál - - alveg eins og hér, er blóðtakan meðal þeirra er hafa sérfræðimenntun hvað alvarlegust. 

Það er aftur farið að gæta áhuga fjárfesta á Írlandi - - þ.e. kannski eitt atriði sem Írland hefur sem við ættum raunverulega íhuga að taka upp, þ.e. hinir lágu írsku fyrirtækjaskattar, þ.e. 12%.

En það má vel færa rök fyrir því, að hið lága skattaumhverfi sé að auka áhuga fjárfesta á Írlandi.

En Írland er bersýnilega engin paradís - - þó það sé meðlimur að ESB og hafi evru.

Ég bendi á mjög áhugaverða samanburðargreiningu EUROSTAT á fátækt í Evrópu!

  • En Ísland kemur mun betur úr þeirri mælingu en Írland.

Önnur rannsókn EUROSTAT á fátækt barna í Evrópu!

  • Þar kemur Ísland einnig mun betur út en Írland. Áhugavert að niðurstöður EUROSTAT mæla miklu meiri fátækt barna, en tölur írskra stjv. nefndar í textanum að ofan!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

GDP er raunvirði heildar upphæðar á söluskattskyldri vöru og þjónustu  [með sköttum] án skatta fæst nettó. Sem viðstaddir staðgreiða í Ríkinu.  PPP er vanalega notað af Alþjóðastöfnum  og er INDEX  þannig að reiknað er vegið meðtal að öllum seldum einingum [þáttum] á hverju ári , raunvirði breytist þar sem vægi þátta breytist.  Þar margir gæðflokkar geta verið í sölu flokki þá  er þetta ekki gott til að bera saman milli ólikra neyslu svæða.   Eitt ríki selur bara 5 verðflokk og selt magn hans eykstu um 10% og verðhækka ekki þá er þetta 10% raunhagvöxtur [í heildina litið, segir ekkert um hagvöxt per ríkisborgara].

Annað ríki selur bara 1 verðflokk og hann  einkennist af minna magni og betri endingu og þar eykst selt magn hans ekkert en verðhækka um 3,0% þá er 3,0% umfram fyrir afskritir á glatað eignkröfur.

Þjóðverjar er með mjög góð gæði, Kúpa sennilega ekki, ef Þjóðverjar verslu eins og liðið á Kúpu,  þá mælist PPP mikið hærra en það gerir í Dag í Þýskland.

  GNP er nánast það sama  reiknar  til aukningar ef umfram af eignhaldskröfum í öðrum ríkjum  er hærra en umfram af eignhaldskröfum annarra ríkinu  sem er miðað við.

Íslendingar geta haldið árfam að leita að meira drasli til sölu innlands, það eykur hagvöxt og skipur um PPP samestningu á hveju ári. Lið hér sem vill ekki þenna hagvaxtar viðbjóð  reynir að flytja þannga sem sem besta neytenda karfa er.

Íslendingar hafa ekki greind eða menntu til skilja veginn meðaltöl fullnægjandi. Menntunar skylyrði fyrire þau 4,0% greindustu  sem fæðast hér á hveju ári eru ekki til staðar.  

Í UK fer bara 6,0% ríkisborgar í UNI til strfa á heimamarkaði.

PPP [GDP] hefur  lækkað  hér hér línulega miðað við flest ríki Evrópu um 1,0% á ári síðan um 1974.   Það sannar að samsettingu á PPP þáttum hér hefur breyst í átt til áður fátækari ríkja.

Hagstofan hér og Seðlabanki  fá  PPP upplýsingar frá Alþjóðstöfnum á hverju ári , þar sem Íslend gefur um heildar magn af öllu sem selst.    

Service er reiknað sem raunvirðis auking á markaðlaun [Vsk].    það er búið er reikna efni og orku áður.
Nettó Raunvirði Markaðslauna hér er eitt hið lægsta á Vestulöndum í dag. 

Heimild sem best er þýða ekki á ný-Íslenku smíðaða af meðgreindum Íslenskum sósílistum til hægri og  vinstri.

A Glossary of Political Economy Terms 

Gross National Product (GNP)An estimate of the total money value of all the final goods and services produced in a given one-year period by the factors of production owned by a particular country's residents. ("Final" goods and services means goods and services sold or otherwise provided to their final consumers -- that is, to avoid double counting, the value of steel sold to GM to make a car is not added separately into the GNP or GDP totals because its value is already included when we add in the final sales price of the car to the customer.)

GNP and GDP are very closely related concepts in theory, and in actual practice the numbers tend to be pretty close to each other for most large industrialized countries. The differences between the two measures arise from the facts that there may be foreign-owned companies engaged in production within the country's borders and there may be companies owned by the country's residents that are engaged in production in some other country but provide income to residents. So, for example, when Americans receive more income from their overseas investments than foreigners receive from their investments in the United States, American GNP will be somewhat larger than GDP in that year. If Americans receive less income from their overseas investments than foreigners receive from their US investments , on the other hand, American GNP will be somewhat smaller than GDP.



Önnur ríki  sem bera má virðingu fyrir passa vel upp að Erlendar kennitölur lækki ekki þeirra GDP: stundi ekki þannig fjárfestingar.  Svo í Þýsklandi er stöðuleiki:föst markað skipting.

 þanni að keppendur [vsk] skiptast á að sýna umfram og allir jafnt á öllum 5 árum.   Afleiðumarkaðar [fjármagnar sig vsk. geirum] byggir á ríkum neytenda Borgum. 

Júlíus Björnsson, 14.12.2013 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband